Morgunblaðið - 10.09.2016, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.09.2016, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2016 Flugfélagið Ernir flytur senn í nýtt húsnæði á Reykjavíkurflugvelli, en rífa á aðstöðuna þar sem afgreiðslan og skrifstofurnar eru aftan við Ice- landair Hótel Reykjavík Natura. Hörður Guðmundsson, forstjóri félagsins, segir að núverandi hús- næði, sem sé í eigu Isavia, sé bæði gamalt og úr sér gengið. „Það var dæmt heilsuspillandi,“ segir hann og bendir á að það leki og haldi ekki vindi. Einingahús Í staðinn verða sett upp gámaein- ingahús og reyndar er búið að koma tveimur slíkum húsum fyrir inni í flugskýlinu aftan við afgreiðsluna. Um er að ræða tímabundið skrif- stofuhúsnæði meðan á niðurrifi og uppbyggingu stendur en innritunar- salurinn og biðsalurinn verða áfram í notkun. Gert er ráð fyrir að niðurrif hefjist eftir miðjan mánuðinn. Hörður segir að það taki ekki nema tvo til þrjá daga og síðan taki um fjórar til sex vikur að ganga frá nýja húsnæðinu á svæðinu. Gámarnir séu tilbúnir og lítið mál sé að raða einingunum sam- an. Flugfélagið Ernir er með sjö flug- vélar og 65 manns í vinnu. Flogið er í áætlun til Bíldudals, Gjögurs, Húsa- víkur, Hafnar í Hornafirði og Vest- mannaeyja. Auk þess sinnir félagið leiguflugi um allt land, til Grænlands og Norðurlandanna og sjúkraflugi til útlanda. steinthor@mbl.is Morgunblaðið/RAX Skrifstofa Gamla húsnæðið er hvorki vind- né vatnshelt. Flugfélagið Ernir í nýtt húsnæði  Núverandi aðstaða á Reykjavík- urflugvelli gömul og úr sér gengin Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Heilmikil uppbygging er fyrirhuguð á skíðasvæði Tindastóls á Sauðár- króki á næstu árum. Þegar hefur verið hafist handa við framkvæmdir og nýverið var lagt slitlag að skíða- svæðinu og mal- bikað stórt bíla- stæði við það. Viggó Jónsson framkvæmda- stjóri skíðasvæð- isins segir að þetta hafi staðið til frá árinu 2007 en ekki hafi orðið af því fyrr en nú. Vegurinn að skíðasvæðinu var mjög lélegur, að sögn Viggós, og fældi það fólk frá að sækja svæðið. Hann býst við að þessar úrbætur eigi eftir að auka að- sóknina að skíðasvæðinu enn frekar en hún hefur farið ört vaxandi síð- ustu ár. Skíðalyfta lengd Þá er á dagskránni að byggja nýj- an skíðaskála og eru teikningar að honum tilbúnar. Ekki hefur verið ákveðið hvenær verður farið í þær framkvæmdir, að sögn Viggós, en núverandi skáli rúmar vart þá starf- semi sem er á skíðasvæðinu nú. Gamli skálinn hefur þjónað Skag- firðingum í tugi ára, fyrst sem flug- stöðvarbygging við Sauðárkróks- flugvöll, síðar sem skíðaskáli á gamla svæðinu og nú á hinu nýrra. Einnig er á döfinni að lengja skíða- lyftuna alveg upp á topp Tindastóls. Hún liggur nú upp í 690 m hæð en með lengingunni mun hún fara upp í tæplega 900 m hæð. Göngubraut er á svæðinu sem er troðin alla þá daga sem það er opið og þá er búnaður til snjóframleiðslu á staðnum. Síðasta vetur var sett upp brettafæriband, svokallað töfra- teppi, fyrir yngstu skíðaiðkendurna og byrjendur og hefur það gefið mjög góða raun að sögn Viggós. Hann tekur sem dæmi hóp frá Spáni sem kom til þeirra í fyrra, hann byrjaði á töfrateppinu og æfði sig þar en í lok dags var hann kominn í lyftuna, svo það gerir byrjendum auðveldara um vik að æfa sig í brekkunum. Síðustu vetur hefur verið gott færi í Tindastóli og aðsóknin góð. Að sögn Viggós eru það aðallega Skag- firðingar, Húnvetningar og erlendir ferðamenn sem nýta sér skíðasvæð- ið. „Við erum að hugsa til framtíðar. Því er spáð að hingað komi tvær milljónir ferðamanna ár hvert bráð- lega og við, eins og aðrir, þurfum að vera viðbúin því að taka á móti þeim,“ segir Viggó. Hann er nú staddur á skíðaþingi í hálöndum Skotlands ásamt sjö öðr- um Íslendingum. Skotar og Íslend- ingar skiptast á að halda þingið en á því bera þeir saman bækur sínar og læra hvorir af reynslu annarra. „Að- stæður eru nokkuð líkar á þessum tveimur stöðum, aðallega varðandi veðrið og við fáum að heyra hvernig þeir takast á við það,“ segir Viggó. Mikil uppbygging fyrirhug- uð á skíðasvæði Tindastóls  Malbika veg og bílastæði  Nýr skíðaskáli í deiglunni Ljósmynd/Björn Jóhann Skíðasvæðið Gamli skíðaskálinn á malbikuðu bílaplaninu. Viggó Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.