Morgunblaðið - 10.09.2016, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.09.2016, Blaðsíða 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2016 Morgunblaðið/RAX Höfundar Júlía Margrét Einarsdóttir og Þórdís Helgadóttir gefa út fyrstu verkin sín í dag. Skrifað frá sex ára aldri Höfundarnir Júlía Margrét Einarsdóttir og Þórdís Helgadóttir fagna báðar útgáfu fyrstu verka sinna sem koma út í smásagnaröðinni Meðgöngumál og eru númer fimm og sex í röðinni. Júlía Margrét send- ir frá sér smásöguna Grandagallerí: Skýin á milli okkar og Þórdís smásöguna Út á milli rimlanna. Þrátt fyrir að þetta sé fyrsta verk þeirra beggja hafa smásögur og ljóð eftir þær birst í ýmsum tímaritum og safnútgáfum. Þær eiga sitthvað sameiginlegt en þær byrjuðu báðar að skrifa sögur um leið og þær lærðu að draga til stafs. Þær eru báðar ákveðnar í að leggja ritstörf fyrir sig og eru sammála um að meistaranám- ið í ritlist við Háskóla Íslands hafi ýtt þeim á rétta braut. En fyrirmynd að ritstörfum sækja þær báðar m.a. til feðra sinna sem eru rithöfundar. thorunn@mbl.is „Sögusviðið er Grandagallerí en mig dreymdi það. Mig dreymdi að ég hefði verið á opnun á galleríi út á Granda og þar voru ský í gólfinu. Ég drakk einhverja kokteila og fór svo að lesa upp en áttaði mig á því að textarnir voru ekki eftir mig sjálfa. Þetta varð að einhverri mar- tröð,“ segir Júlía Margrét Einarsdóttir um til- urð smásögunnar, Grandagallerí: Skýin á milli okkar, sem hún var að gefa út í smásagnaröð- inni Meðgöngumál hjá Partus útgáfu. Þegar hún vaknaði af þessum draumförum var sögusviðið ljóslif- andi og hún ákvað að skrifa það niður eins og hún mundi eftir því. Út frá því spratt smásagan og hún hélt áfram að spinna söguna. Hún notar drauma mikið í sköpun sinni. „Ég vona bara að þetta gallerí á Granda sem er grunn- sögusvið verksins, komi til með að verða opnað einn daginn,“ segir hún brosandi og bætir við að hún myndi glöð vilja lesa þar upp úr eigin verki og óttast ekki að klúðra því eins og ein söguhetja verks- ins. Smásagan Grandagallerí er 50 síður að lengd og er því eins og stutt nóvella. Júlía Margrét segir verkið vera töluvert í hennar stíl. „Þeir sem hafa lesið eitthvað eftir mig sjá það. Þetta er saga af hráum hversdaglegum veruleika og frásögnin er draumkennd og ölvuð á köflum.“ Hvenær ákvaðstu að leggja ritstörfin fyrir þig? „Það er töluvert langt síðan ég ákvað það, lík- lega í kringum sex ára aldurinn. Mér hefur allt- af fundist gaman að segja og skrifa sögur. Ég held að þetta tengist því að mér fannst ofsalega gaman að fara í þykjustuleiki þegar ég var lítil. Ég var alltaf að búa til eitthvert sögusvið og skapa út frá því. Þegar ég var unglingur skrifaði ég mikið. Ritlistin í HÍ ýtti mér endanlega þá metra sem ég átti eftir til að taka þetta föstum tökum. Ég lít ekki til baka núna,“ segir hún. Júlía Margrét á ekki langt að sækja fyrirmynd að ritstörfum en faðir hennar er rithöfundurinn Einar Kárason. Júlía Margrét útskrifaðist úr ritlist í HÍ í fyrra. Meistaraverkefni hennar er skáldsaga sem nefnist Sirkús og kemur út eftir áramótin en hún hlaut nýræktarstyrk fyrir hana árið 2015. Ertu komin með hugmynd að næstu bók? „Ég var á ferðalagi í sumar um Evrópu og í Búdapest og þá sá ég hóp af fólki og ákvað að skrifa um það. Ég er komin með drög að næstu hugmynd sem mig langar að fara að steypa mér strax í en ég verð víst að hnýta lausa enda á Sirkús fyrst. Ég finn alveg að næsta bók er að fæðast. Ég er líka að vinna í ljóðahandriti. Ég er alltaf með eitthvað til að grípa í,“ segir hún. Hún er annars full eftirvæntingar fyrir út- gáfu fyrsta verksins. „Það verður ótrúlega gam- an að fá mitt nánasta fólk til að fagna þessum áfanga með mér. Ég stefni að því að gefa út margar bækur á lífsleiðinni en þetta mun alltaf vera mitt fyrsta verk og hafa ákveðinn sess í hjarta mínu sem slíkt,“ segir hún. Dreymdi sögusvið verksins Opnun Júlía vonar að galleríið á Granda sem hana dreymdi verði opnað. „Kveikjan að henni varð til á ferðalagi í Amsterdam í fyrra. Ég fékk hugmyndina að henni í flugvélinni á leiðinni út. Hún sprett- ur út frá þeim tilfinningum sem kvikna þeg- ar maður ferðast; það er gaman en því fylgir líka fullt af óþægilegum tilfinningum t.d. að vera í flugvél, maður er þvældur, illa sofinn, allt frekar óþægilegt,“ segir Þórdís Helga- dóttir um tilurð smásögu sinnar, Út á milli rimlanna, sem kemur út í smásagnaröðinni Meðgöng- umál hjá Partus útgáfu. Í verkinu eru tvær smásögur sem Þórdís segir vera á mörkum fantasí- unnar. „Í sögunni veit maður ekki hvað er raunverulegt, hvað er hugarburður og oft er óljóst hvað er að gerast. Mér finnst gaman að dansa á þessari línu. Ég byrja allt- af að skrifa eitthvað jarðbundið og raunsæ- islegt en áður en ég veit af er ég komin með einhver undarleg element úr ævintýrum og fantasíum,“ segir Þórdís ennfrekar um verk- ið. Þórdís hefur alla tíð skrifað mikið og lesið. Hún á enn fyrstu sögurnar sem hún samdi þegar hún var sex ára. En hún á ekki langt að sækja fyrirmynd af ritstörfum en faðir er rithöfundurinn og kennarinn Helgi Ingólfs- son sem hefur gefið út fjölmargar bækur. Hvenær ákvaðstu að leggja ritlistina fyrir þig? „Ég held ég sé loksins komin út úr skápn- um með að vera rithöfundur. Ég hef verið að þokast lengi nær því og hef verið að vinna við textagerð. Ég hef verið á kantinum en ekki alveg þorað að taka stökkið. Fyrir um tveimur árum ákvað ég að horfast í augu við að þetta væri draumurinn að ég vildi bara gera þetta. Skrifa. Í rauninni má segja að eftir að ég átti börnin mín kom nýr kjarkur og trú á sjálfa mig um að ég væri fær um að gera hluti sem ég hafði afskrif- að áður. Ég er hætt að finna mér afsakanir til að vera ekki að gera það sem ég vil gera. Ég sótti um í ritlistarnáminu og það hefur þjónað mér ótrúlega vel,“ segir Þórdís. Hún er nýbyrjuð í ritlistarnáminu en er þegar farin að vinna að meistarverkefninu sem er skáldsaga. „Ég er með rosalega stóra hugmynd og er að hugsa upp ein- hverja aðferð fyrir sjálfa mig til að ná utan um þetta. Þess vegna ákvað ég að kýla á það strax að byrja. Það er svo mikill lúxus að vera í náminu og hafa aðgang að öllum leið- beinendunum og fá þetta rými til að búa til verkefni. Þetta er mun erfiðara ef maður er einn að rolast með sjálfum,“ segir hún og hlær. Hún er með margar hugmyndir í kollinum og er m.a. að skrifa leikrit og skáldsögu. Hún segist vera rétt að hefja ritstörfin. „Það er rosalega gaman að setja eitthvað á prent en því fylgir líka óvissa. Ætli þetta séu ekki vaxtarverkir,“ segir hún. Dansar á línu hins ókennilega Ferð Tilfinningar sem vakna á ferða- lögum eru kveikjan að verki Þórdísar. Borgarbókasafnið, í samstarfi við félagið Vigdísi, Vini gæludýra á Íslandi, býður börnum að heim- sækja safnið og lesa sér til ánægju fyrir hunda sem eru sérstaklega þjálfaðir til að hlusta á börn lesa. Boðið verður upp á lestrarstundirnar á völdum sunnudögum. Fyrsti lestur verður á morgun kl. 13. Félagið Vigdís er aðili að lestrarverkefninu R.E.A.D – Reading Education Assistance Dogs. Markmið verkefnisins er að efla læsi barna með því að hvetja þau til yndislesturs. Lestrarstundir með hundi reynast börnum vel, ekki síst þeim sem eiga við lestrarörðugleika að stríða. Borg- arbókasafnið í Grófinni býður börnum að lesa fyrir hunda í nokkur skipti á þessu misseri. For- eldrar þurfa að bóka tíma fyrirfram fyrir börnin með því að senda tölvupóst á Þorbjörgu Karls- dóttur, verkefnisstjóra á netfangið thor- bjorg.karlsdottir@reykjavik.is eða með því að hringja í síma 411 6146. Hægt er að kynna sér dagskrána á heimasíðu Borgarbókasafnsins. Lestrarstund með hundum á völdum sunnudögum í Borgarbókasafninu Grófinni í haust Börn lesa fyrir hunda sem hlusta Morgunblaðið/Ómar Lestur Hundurinn fylgist áhugasamur með lestri þessarar hnátu. Perlur nefnist myndlistarsýning Kristínar Sigurrósar Jónsdóttur sem hún opnar í Boganum í Borgarbóka- safninu í Menningarhúsinu Gerðu- bergi í dag kl. 14. Kristín Sigurrós Jónsdóttir er fædd 22. október 1936 í Hafnarfirði. Hún hefur alla tíð haft áhuga á listum og handverki. Allt frá barnæsku var hún sífellt með blýantinn á lofti eða skapandi ýmiskonar þrívíð verk úr hvaða efnivið sem hún komst yfir. Kristín útskrifaðist frá Flensborg árið 1953. Upp úr 1970 hóf hún nám í teikningu hjá Leifi Breiðfjörð í Mynd- listarskóla Reykjavíkur og síðan lá leið hennar í módelteikningu og mál- un hjá Hring Jóhannessyni. Eftir það lá leiðin í Myndlistarskóla Kópavogs þar sem hún lagði stund á vatnslita- málun í nokkur ár. Á síðari árum hef- ur hún málað með eldri borgurum í Gullsmára í Kópavogi. Sýningin Perl- ur er önnur einkasýning Kristínar. Myndlistarsýning opnuð í Gerðubergi Perlur Kristínar í Boganum List Eitt af verkum á sýningunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.