Morgunblaðið - 10.09.2016, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.09.2016, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2016 Fullkominn skurður með Hypertherm málmskurðarvél Plasmaskurðarvélar Öruggur og nákvæmur skurður Dalshrauni 14 • 220 Hafnarfjörður • Sími 555 2035 • jak.is BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Umhverfisstofnun hefur sent til- lögur sínar um fyrirkomulag rjúpna- veiða til umhverfis- og auðlindaráðu- neytisins. Umhverfisráðherra, Sigrún Magnúsdóttur, á lokaorðið um fyrirkomulag veiðanna. Í fyrra tilkynnti hún ákvörðun sína 19. októ- ber og veiðarnar máttu hefjast 23. október. Tillögurnar eru unnar með stofn- mat Náttúrufræðistofnunar Íslands (NÍ) til hliðsjónar en samkvæmt því er metinn varpstofn 131.563 fuglar og metinn veiðistofn 453.716 fuglar. Í ljósi þess er veiðþol rjúpu árið 2016 metið 40.000 fuglar. Veiðikvótinn í fyrra var 54.000 fuglar. Lagt til að veiðidögum verði fjölgað úr 12 í 18 Tillögur Umhverfisstofnunar gera ráð fyrir 18 veiðidögum, sex þriggja daga helgum, og gildi ótímabundið. Er þessi tillaga frábrugðin því sem Náttúrufræðistofnun Íslands hafði lagt til í tillögum til umhverfis- ráðherra og skýrt var frá í Morgun- blaðinu í gær. Stofnunin lagði til sama fyrirkomulag og gilt hefur sl. þrjú ár, þ.e. að veiða mætti fjórar helgar, alls 12 daga. Í greinargerð Umhverfisstofn- unar kemur fram að samkvæmt fyr- irliggjandi gögnum virðist ekki vera samband milli fjölda veiðidaga og beinna veiðiaffalla. Einnig gefi gögn úr veiðiskýrslum frá rjúpna- veiðimönnum til kynna að engin tengsl séu á milli sóknardaga og fjölda veiðidaga. „Þegar leyfilegir veiðidagar eru orðnir fáir telur stofnunin hættu á að öryggi veiðimanna verði stefnt í hættu á veiðislóð þar sem miklar lík- ur eru á að veiðimenn haldi til veiða óháð veðri og aðstæðum. Dæmi eru um að þéttleiki veiðimanna á ákveðnum veiðisvæðum hafi skapað hættu, sérstaklega þegar nokkrir veiðidagar verða ónothæfir sökum veðurs,“ segir í greinargerðinni. Umhverfistofnun bendir á að um 70-80% veiðimanna veiði á innan við fjórum dögum, óháð því hvort veiði- dagar eru 9 eða 47. Umhverfisstofnun leggur jafn- framt til í tillögum til ráðuneytisins að sett verði sjálfbærniviðmið og að metinn varpstofn fari ekki undir 90.000 fugla. Ef stofninn verði hins vegar metinn undir þeim mörkum verði fyrirkomulagið endurskoðað og veiðar hugsanlega bannaðar þangað til varpstofninn er metinn 100.000 fuglar eða stærri. „Fyrirkomulagið sem lagt er fram, unnið í samnráði við SKOTV- ÍS, Fuglavernd og NÍ, er ný nálgun til bættrar veiðistjórnunar og í raun mun varfærnara en tillögur sem lagðar hafa verið fram hingað til,“ segir í tillögunum. Dúi J. Landmark, formaður Skotvís, hefur sent stjórnvöldum umhverfismála bréf í framhaldi af tillögum um fyrirkomulag rjúpna- veiða í haust, sem hann segir vera misvísandi. Þar er lagt til að tillögur Umhverfisstofnunar um fjölda veiði- daga verði látnar ráða ferðinni enda sé þar um að ræða faglegar og vel rökstuddar tillögur sem hafa sjálf- bærni, og fyrirsjáanleika að mark- miði. Gagnrýna Náttúrufræðistofnun Dúi gagnrýnir jafnframt tillögur Náttúrufræðistofnunar og segir að „stofnunin seilist þar með eitt árið til inn á starfssvið UST, þ.e. veiði- stjórnun“. Segir hann að stjórn- endur NÍ virðist telja stofnunina nokkurs konar eyland sem þurfi ekki að hafa nokkurt samráð né samvinnu þegar kemur að gerð til- lagna fyrir veiðistjórnun og telji sig hafa óskorað vald í þeim málaflokki. Segir Dúi í béfinu að stjórn SKOTVIS harmi þau vinnubrögð sem NÍ hafi sýnt í þessu tilfelli og mótmælir þeim harðlega Veiðidögum fjölgað til að auka öryggi  Dæmi eru um að þéttleiki veiðimanna hafi skapað hættu Morgunblaðið/Golli Rjúpnaveiði Umhverfisstofnun leggur til að heimilt verði að veiða rjúpur í 18 daga samtals á þessu hausti. Í fyrra mátti veiða rjúpur í 12 daga alls. Er íslenski rjúpnastofninn í raun jafn viðkvæmur fyrir truflunum sem veiðum fylgja og gögnin benda til? Þetta er spurning sem Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur hjá Nátt- úrufræðistofnun, varpar fram í greinargerð stofnunarinnar um mat á veiðiþoli rjúpnastofnsins. Þessi spurning verður áleitin þeg- ar litið er til lýsingar Umhverfis- stofnunar hér að ofan um þéttleika veiðimanna á ákveðnum svæðum. Hvert getur rjúpan leitað þegar hún hrekst undan skothvellum veiði- manna? Ólafur segir að möguleg líf- fræðileg skýring á viðbótarafföllum rjúpnastofnsins sé að truflun vegna veiða hafi áhrif á steitustig fuglanna. Hærra streitustig hefði þá bein áhrif á afföll eða óbein með víxlverkun við hversu berskjaldaðir fuglarnir eru fyrir rándýrum eða sóttkveikjum. Markmiðið með stjórnun veiða úr rjúpnastofninum er að minnka af- föllin. Ólafur segir að viðbrögð rjúpnastofnsins friðunarárin styrki þá skoðun að veiðarnar skipti veru- legu máli varðandi heildarafföll rjúpna. Fyrirliggjandi gögn frá og með árinu 2005 bendi til þess að heildaráhrif veiðanna séu meiri en það sem skotið er hverju sinni. Þetta þýði með öðrum orðum að veiðar hafi áhrif á lífslíkur þeirra fugla sem ekki falla fyrir hendi veiðimanna. Sveiflur í stærð íslenska rjúpna- stofnsins eru þekktar eftir áratuga rannsóknir. Stofnlíkan sýnir að með auknum afföllum dragi úr sveiflunni og topparnir verða æ lægri. „Ef afföllin aukast enn meira mun stofnsveiflan hverfa og stofninn haldast í viðvarandi lágmarki,“ segir Ólafur. sisi@mbl.is Hafa veiðar áhrif á streitustigið?  Veiðarnar skipta miklu máli varðandi heildarafföll rjúpna Morgunblaðið/Sverrir Sumarbústaður sem byggður er á lóð trésmíðaverkstæðis telst ekki byggð- ur „á verkstæði“ og fær eigandi hans endurgreiddan virðisaukaskatt af vinnu við byggingu hans. Yf- irskattanefnd sneri við úrskurði Rík- isskattstjóra, sem hafði hafnað end- urgreiðslu. Maðurinn fékk húsasmíðameistara á Suðurlandi til að byggja fyrir sig sumarhús. Húsið var byggt að veru- legu leyti á lóð trésmíðaverkstæðisins og því komið fyrir á lóð mannsins og lokið við smíðina á byggingarstað. Reglur um endurgreiðslu virðis- aukaskatts vegna vinnu við byggingu og endurbætur á íbúðarhúsnæði á byggingarstað taka til frístundahúsa. Á umræddu tímabili, árunum 2013 til 2014, fékkst allur skatturinn end- urgreiddur. Ríkisskattstjóri hafnaði beiðni eig- anda sumarhússins um endurgreiðslu samkvæmt reikningum fyrir bygg- ingu hússins. Aðeins var heimiluð endurgreiðsla vegna smíði sólpalls. Rökin voru þau að húsið hefði verið byggt við trésmíðaverkstæðið og ekki væri heimilt að endurgreiða skatt af vinnu sem fram færi á verkstæði. Forsendur stóðust ekki Yfirskattanefnd komst að annarri niðurstöðu. Benti hún á að sú til- högun sem þarna hefði verið viðhöfð væri í samræmi við það sem algengt væri við smíði slíkra húsa. Yf- irskattanefnd taldi engin efni til að álykta að vinnan hefði farið fram „á verkstæði“, heldur þvert á móti hefði hún farið fram utan verkstæðis. For- sendur Ríkisskattstjóra stæðust því ekki. Yfirskattanefnd felldi því úr gildi úrskurð Ríkisskattstjóra og lagði fyr- ir embættið að taka endurgreiðslu- beiðni eiganda sumarhússins til af- greiðslu að nýju, í samræmi við þau sjónarmið sem rakin voru í úrskurði nefndarinnar. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Meðalfellsvatn Sumarbústaðir eru gjarnan smíðaðir að stórum hluta hjá trésmíðaverkstæðum og síðan fullkláraðir á byggingastað. Það má. Byggt innan eða utan verkstæðis? Úrskurður » Virðisaukaskattur fæst endurgreiddur af vinnu við sumarhús sem smíðað er á lóð trésmíðaverkstæðis og sett upp á lóð eigandans. » Yfirskattanefnd sneri við úr- skurði Ríkisskattstjóra, sem setti samasemmerki á milli vinnu á verkstæði og á lóð verkstæðisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.