Morgunblaðið - 10.09.2016, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 10.09.2016, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2016 QUICKREFRESH™ ÁKLÆÐI Rennilás gerir það afar einfalt er að taka QuickRefresh áklæðið af dýnunni og þvo. FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 Háþróað TEMPUR® efni Precision™ Micro gormar AFSLÁTTUR 25% KOMDU NÚNA! TEMPUR-DAGAR Við höfum endurskapað heilsudýnuna. Aftur. Rennilásinn er líklega það eina sem við endurhönnuðum ekki. NÝJA TEMPUR® Hybrid heilsudýnan Með því að sameina háþróaða TEMPUR® efnið og hina vönduðu Precision™ micro gorma aðlagar nýja TEMPUR® Hybrid heilsudýnan sig fullkomlega að líkama þínum og bregst við hreyfingum þínum þannig að þú upplifir réttan stuðning og hámarksþægindi. Til enn frekari þægindaauka er dýnan klædd QuickRefresh™ áklæði sem taka má af með rennilás og þvo. TEMPUR® HYBRID HEILSUDÝNAN Frumlegasta hönnun TEMPUR til þessa! STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Eftir að einungis hefur verið leyfð fluguveiði í Ytri-Rangá í sumar var allt agn leyft í liðinni viku og viti menn; þótt veiðin hafi verið fín í sum- ar ruku tölurnar upp þegar laxinn sá spón og maðk birtast í hyljum. Viku- veiðin var 1.119 laxar. Nær átta laxar á stöng á dag. Minni veiði en það hef- ur verið kölluð mok … Miðfjarðará er næst á metveiði- lista veiðisumarsins sem senn lýkur; enn eitt frábæra sumarið þar og liðin vika gaf 174 laxa. Dofnað hefur yfir Blöndu, þar sem veiddust 35, í Þverá og Kjarrá veiddust 53, 72 í Vatns- dalsá og 57 í Víðidalsá. Maður sem var við veiðar þar sagði að tökur hefðu verið einstaklega viðkvæmn- islegar og menn hefðu misst marga laxa; félagarnir lönduði fjórtán á stöngina en misstu eina tuttugu, svo grannt var tekið. Vikan var býsna góð í Laxá í Að- aldal, 113 laxar og nánast daglega veiðast laxar 20 pund og yfir. Ef litið er til Vesturlands veiddust 49 í Laxá í Dölum sem hefur verið furðu góð í sumar. Nú er tekið að rigna þar og konur sem luku veiðum í gær og höfðu landað átta eftir þrjár vaktir, voru ánægðar með tökugleðina sem óx í takt við hækkandi vatnsborð. Þá sáu þær hvar stórar torfur gengu inn ána og staðfestir það enn og aftur frásagnir af löxum sem bíða í Hvammsfirðinum fyrir utan og gangi svo „þaralegnir“ þegar tekur að rigna. Dauft í Grímsá og Kjós Í Langá, þar sem veiðimenn hafa kvartað yfir miklu tökuleysi laxins, náðust 53 á land í vikunni. Og í Grímsá, sem hefur verið dauf, hefur 441 lax verið færður til bókar, sem er aðeins betra en 2014 en engu að síður lítil veiði. Enn daprara er það í Laxá í Kjós þar sem vikan gaf fjórtán laxa og eru sumir líklega spenntari fyrir sjóbirtingnum sem er farinn að verða áberandi á „frísvæðinu“ svokallaða. Fínasta silungsveiði Sjóbirtingstíminn er runninn upp og víða að berast fréttir af vænum birtingum sem veiðast og stundum margir. Fyrsta holl í þeirri góðu veiðiá Tungufljóti í Skaftártungum, þar sem sverð fornkappa finnast á árbökkum, landaði 45 fiskum en nú má einungis veiða með flugu í ánni ólíkt því sem áður var þegar Toby- spúnninn var gjöfulasta agnið. Menn og konur hafa einnig veitt vel í Jónskvísl og Eldvatni, Fossálum og Vatnamótum en veiðimenn sem tjáð hafa sig á samfélagsmiðlum segja mikið af fiski á síðastnefnda svæðinu og á eitthvað af honum á ef- laust eftir að dreifast í bergvatns- árnar sem falla í Skaftá. Og góðir birtingar veiðast ekki bara í Skafta- fellssýslum; fínir fiskar hafa til að mynda fallið fyrir flugum veiðimanna í Kjósinni, Víðidals- og Vatnsdalsá. „Ég trúði ekki mínum eigin aug- um,“ sagði veiðimaður sem var í fyrsta skipti í Víðidalsá á dögunum og var ekki að lýsa laxatorfum sem hann sá þar heldur bleikjuflekkj- unum. „Sú stærsta sem ég landaði var fimm pund. Þetta eru alvöru- fiskar!“ sagði hann undrandi. Og hefði getað dundað sér lengur við sil- unginn en hann gerði en fékk líka fína laxa. Annað veiðimaður, sem blaðamaður heyrði í í gær, þekkir vel til í Víðidal og sagðist „alltaf taka svona tíu bleikjur með heim“. Það væri hægt að ná miklu fleiri, ef menn legðu sig eftir því. Í Vatnsdalsá er einnig fín bleikjuveiði eins go svo oft áður, sem og í Hópinu. Sigtryggur Bjarni Baldvinsson hefur veitt þrisvar sinum í sumar í Héðinsfirði, þar sem hann telst til heimamanna og þekkir ána vel. Hann segir göngurnar í ána hafa verið fínar í ár og hafi hann veitt vel í öll skiptin. En bleikjan getur verið dyntótt eins og sannaðist á dögunum þegar hún tók nær aðeins eina flugu sem henni var boðin og það var ein sú fyrsta sem Sigtryggur hafði hnýtt sjálfur og notaði í hár úr forláta mar- okkóskum inniskóm. Mjög góð bleikjuveiði er sögð vera í Fljótaá í Fljótum og þá segir aðdá- andi Eyjafjarðarár, hvar veiðin hef- ur verið í lægð, sem honum finnst bleikjan vera að ná sér á strik aftur. Sem er gott að heyra enda er rétt að minna á að silungsveiði með réttum og nettum græjum getur verið jafn skemmtileg, og oft enn skemmtilegri en laxveiði. Morgunblaðið/Einar Falur Bleikjutog Fín sjóbleikjuveiði hefur verið víða á Norðurlandi, þegar liðið hefur á veiðitíðina á hefðbundinni bleikju- slóð. Hér togast Þorsteinn J. Vilhjálmsson á við eina spræka í Hópinu en fín silungsveiði er í sumum húnvetnskum ám. Allt agn í boði og mokveiði í Ytri-Rangá  1.119 laxar veiddust í Ytri-Rangá í liðinni viku  Með- alveiðin átta á stöng á dag  Sjóbirtingsveiði fer vel af stað Aflahæstu árnar Heimild: www.angling.is Staðan 7. september 2016 Veiðivatn (Stangafjöldi) Veiði Á sama tíma í fyrra Á sama tíma 2014 Ytri-Rangá & Hólsá (20) 6.609 2.074 Miðfjarðará (10) 5.485 1.501 Eystri-Rangá (18) 2.523 2.289 Blanda (14) 4.665 1.901 Þverá - Kjarrá (14) 2.274 1.137 Norðurá (15) 2.886 924 Haffjarðará (6) 1.624 777 Langá (12) 2.167 524 Laxá í Aðaldal (18) 1.067 802 Laxá í Dölum (6) 1.291 145 Víðidalsá(8) 1.400 574 Haukadalsá (5) 556 177 Selá í Vopnafirði (6) 1.068 924 Hítará (6) 1.222 381 Vatnsdalsá (6) 1.146 684 7.428 3.677 2.976 2.330 1.808 1.297 1.218 1.159 1.075 1.021 927 885 794 728 756 Íslenska liðið í opnum flokki á heimsleikunum í brids, sem fara fram í Wroclaw í Póllandi, endaði í áttunda sæti í sínum riðli og komst ekki áfram í 16 liða úrslit mótsins, sem hefjast í dag. Keppt var í þremur riðlum og komust fimm efstu liðin áfram úr hverjum riðli auk stigahæsta liðsins í 6. sæti. Fyrir síðustu tvo leikina í gær var íslenska liðið í 6. sæti í sín- um riðli en eftir stórt tap fyrir Mónakó í næstsíðustu umferð var ljóst að úrslitasætið hefði gengið Ís- lendingunum úr greipum. Liðið vann Bosníu í síðasta leik en endaði eins og fyrr segir í 8. sæti í sínum riðli. Eina Norð- urlandaliðið, sem komst í 16. liða úrslitin að þessu sinni, var lið Svía. Íslenska kvennaliðið tap- aði fyrir Taívan í næstsíðustu um- ferð í gær og sat yfir í síðustu um- ferð og endaði í 14. sæti í sínum riðli. Ísland missti af úrslita- sæti á bridsmóti Snorri Karlsson, einn íslensku liðs- mannanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.