Morgunblaðið - 29.09.2016, Side 36

Morgunblaðið - 29.09.2016, Side 36
36 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2016 Haustið er farið að minna á sig. Gróðurinn sölnar og trén skarta haustlitunum áður en þau fella lauf- ið. Árrisulir þurfa að skafa hrím af bílrúðunum og það er orðið tíma- bært að líta eftir hitamælinum og huga að hálkunni sem getur verið lúmsk. Sumarið sem nú er að kveðja okkur var bæði hlýtt og ljúft. Meðalhitinn í Reykjavík frá júní til ágúst var 11,7 stig. Hiti þar hefur aðeins þrisvar sinnum verið hærri í sömu mánuðum frá upphafi sam- felldra mælinga árið 1871. Öll heit- ustu árin hafa verið á þessari öld, það eru árin 2010, 2003 og 2012. Þess má einnig geta að af tíu hlýj- ustu sumrum í Reykjavík eru átta á þessari öld. Aðeins sumurin árið 1880 og árið 1939 skjótast inn í topp tíu listann, að því er segir á vef Veðurstofunnar. Ragnar Axelsson, ljósmyndari Morgunblaðsins, fór um landið og tók meðfylgjandi myndir sem minna á sumarið sem nú er að baki. Það er gott að ylja sér við góðar og bjartar minningar þegar veturinn kemur með kuldann og myrkrið. gudni@mbl.is Rauðisandur Veðraður rekaviðardrumbur, líklega langt að kominn, liggur á bala við fjöruna. Hekla Nokkrir skaflar voru á Heklu. Undir kraumar eldur og getur brotist upp hvenær sem er. Morgunblaðið/RAX Snæfellsnes Sólin braust í gegnum dumbunginn og lýsti upp álftir, stærstu fugla Íslands, sem svömluðu á vatninu. Landmannaleið Litskrúðug fjöllin í kringum Landmannalaugar eru eilíft augnayndi. Kaldármelar Bændur voru búnir að heyja og sumir styrktu Krabbameinsfélagið með bleiku. Nokkrar minning- ar frá ljúfu sumri  Hlýtt sumar á hlýrri öld er að kveðja Reykjafjörður Rogginn tjaldur tyllti sér á drang og gætti óðals síns.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.