Morgunblaðið - 29.09.2016, Side 46
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Ef ætti að dæma hann út frá útlitinu
minnir Miles Hilton Barber kannski
mest á vinalegan skólastjóra. Hann
verður 68 ára gamall á þessu ári,
hárið löngu orðið grátt og þótt hann
búi í dag á Bretlandi má heyra á
hreimnum að hann ólst upp í Afríku,
nánar tiltekið í Ródesíu sem í dag er
Simbabve. Hann lætur kannski ekki
mikið yfir sér en Miles er samt mik-
ill ævintýramaður sem hefur slegið
ótalmörg heimsmet og afrekað hluti
sem flestir láta sig aðeins dreyma
um; hann hefur klifið suma hæstu
tinda heims, slegið hraðamet á
sportbílum, flogið heimsálfa á milli á
fisvél, hlaupið eyðimerkurmaraþon
og gert atlögu að Suðurpólnum.
Það sem gerir þessi afrek enn
merkilegri er að Miles missti sjónina
fyrir um fjórum áratugum, og
heimsmetin sló hann eftir að hann
varð fimmtugur.
Miles er væntanlegur til Íslands í
næstu viku og mun halda námskeið
á mánudag, þriðjudag og miðviku-
dag á vegum Kompaní – við-
skiptaklúbbs Morgunblaðsins.
Kompaní er vettvangur sem veitir
viðskiptavinum Morgunblaðsins og
Mbl.is aukna þjónustu í formi
fræðslufunda og fyrirlestra, auk
þess að sameina starfandi fólk á Ís-
landi. Stendur Kompaní fyrir komu
Miles í samstarfi við breska mark-
aðsráðgjafarfyrirtækið Amplify.
Saga Miles er engu lík, en boð-
skapur hans er mjög skýr: að það er
fyrst og fremst hugarfarið sem held-
ur aftur af okkur, hvort heldur í
einkalífinu, í starfi eða í rekstri.
Sjónin fór og múrarnir risu
„Mig langaði til að verða flug-
maður og 18 ára gamall skrái ég mig
í flugher Ródesíu, en þeir tóku ekki
við mér því ég féll á sjónprófinu. Ég
var ekki nema 21 árs gamall þegar
ég byrja að missa sjónina vegna arf-
gengs sjúkdóms,“ segir Miles, en
bróðir hans er einnig blindur vegna
sama sjúkdóms.
Miles segir samfélagið strax hafa
sent honum mjög skýr skilaboð um
þær takmarkanir sem blindan setti
honum. Eftir því sem sjónin versnaði
fækkaði þeim störfum sem hann átti
að geta sinnt og allir draumar um að
fljúga og sigra heiminn voru fyrir bí.
Fyrst gat hann unnið sem sölumaður
fyrir lyfjafyrirtæki, þá stýrði hann
lítilli keðju matvöruverslana og eftir
að Miles flutti til Bretlands gerðist
hann atvinnuráðgjafi hjá hagsmuna-
samtökum blindra.
Þar væri Miles kannski enn þann
dag í dag ef bróðir hans hefði ekki
fengið brjálæðislega hugmynd. Rétt
eins og Miles hafði dreymt um að
fljúga hafði bróðirinn fengið sigl-
ingabakteríuna og meðal annars tek-
ið þátt í kappsiglingu milli Afríku og
Suður-Ameríku á sínum yngri árum,
áður en sjónin fór. „Hann fær
skyndilega þá hugdettu að smíða sér
skip og sigla einn síns liðs frá Suður-
Afríku til Ástralíu, kominn á sex-
tugsaldurinn. Ég var sjálfur fastur í
hugsunarhætti fórnarlambsins og
hafði löngu gefið alla mína stóru
drauma upp á bátinn, og eins og allt
fólkið í kringum hann hélt ég að
bróðir minn væri genginn af göfl-
unum, þar til hann loks sigldi skipinu
sínu inn í höfnina í Ástralíu.“
Á hraða hljóðsins
Það tók Miles ekki langan tíma að
kveikja á perunni en hann var hik-
andi í fyrstu. „Á yngri árum hafði ég
haft gaman af að hlaupa, og ákvað að
ég skyldi verða fyrsti blindi mað-
urinn til að ljúka 250 km kapphlaupi
í gegnum Sahara-eyðimörkina.“
Miles segir að það hafi verið eins
og flóðgáttir hafi brostið. Hann
skildi loks hvernig hugarfarið, miklu
frekar en blindan, hafði takmarkað
hvað hann gerði við líf sitt. Leið t.d.
ekki á löngu þar til Miles var kominn
aftur í flugstjórasætið og er hann
meðal annars fyrsti blindi maðurinn
til að rjúfa hljóðmúrinn í herþotu.
En gott og vel. Ef fólk skilur
hvernig hugarfarið takmarkar okk-
ur, hvernig er hægt að brjótast út úr
viðjum eigin hugarfars? Er það ekki
hægara sagt en gert? Miles segir
besta ráðið að setja sér skuldbind-
andi markmið, og síðan vinna „aftur-
ábak“ út frá markmiðinu:
„Ef þig dreymir um að klífa Kilim-
anjaro, þá er fyrsta skrefið að bóka
ferð. Þá er búið að taka ákvörðunina
sem knýr þig til að finna peningana
fyrir ferðalaginu með einhverjum
hætti, þjálfa þig og taka frá tíma fyr-
ir ævintýrið. Ef byrjað er á hinum
endanum tekst sennilega aldrei að
komast á áfangastað, því það er aldr-
ei hægt að finna tíma eða peninga.“
Stjórnendur þori að
setja markið hátt
Miles segir stjórnendur þurfa að
hugsa með sama hætti. „Þegar farið
er yfir reksturinn og gerðar áætlanir
fyrir næsta ár er yfirleitt byrjað að
setja markmið út frá því hvar fyrir-
tækið er statt í dag, og komist að
þeirri niðurstöðu að miðað við mark-
aðsaðstæður sé mögulega hægt að
auka markaðshlutdeildina lítillega
og auka hagnaðinn smávægilega. En
hvað með að setja t.d. það markmið
að auka hagnaðinn um 50% eða tvö-
falda markaðshlutdeildina?“ segir
Miles. „Þegar ég segi þetta við
stjórnendur svara þeir að sumt sé
hreinlega ekki gerlegt. Þá bið ég þá
að ímynda sér að ég hafi numið börn-
in þeirra á brott og neiti að skila
þeim nema takist að tvöfalda mark-
aðshlutdeildina á næsta ári. Þá
hætta stjórnendurnir að láta hugar-
farið segja sér hvað er gerlegt og
ógerlegt og byrja þess í stað að leita
að lausnum.“
Vill Miles meina að það sé fyrst og
fremst hugsunarhátturinn sem skilji
að þau fyrirtæki sem skara fram úr
og hin sem reka lestina. „Ég hef séð
þetta oftsinnis; mjög svipuð fyrir-
tæki í sama geira sem hafa alveg
sömu burðina, nema hvað í öðru
fyrirtækinu finnst stjórnendunum
alveg ásættanlegt að ná 5% vexti á
meðan stjórnendurnir á hinum
staðnum vilja vaxa um 50%. Leiðtog-
ar sem láta ekki hugarfarið setja sér
mörk smita út frá sér til starfsfólks-
ins, sem verður til þess að fyrirtækið
nær lengra.“
Takmarkalaus Miles lýsir því þannig að þegar hann áttaði sig á hvernig hugarfarið hefti hann hafi flóðgáttirnar brostið. Fyrirlestrar hans þykja opna augu fólks fyrir nýjum möguleikum.
SWNS
Hugarfarið er stærsti þröskuldurinn
Óstöðvandi Þó hann hafi misst sjónina hefur Mi-
les Hilton Barber afrekað hluti sem fæstir myndu
þora. Hér er hann í ofur-maraþoni í Sahara.
Merkilegur fyrirlesari er væntanlegur til landsins Hann lætur sjónleysið ekki aftra sér frá því að
sigrast á hæstu tindum, fljúga flugvélum á hljóðhraða, kafa ofan í höfin og aka hraðskreiðum bílum
Víðförull Miles hæstánægður í
leiðangri á Suðurskautslandinu
Þar sló hann enn eitt heimsmetið.
46 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2016