Morgunblaðið - 01.10.2016, Side 4

Morgunblaðið - 01.10.2016, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2016 Gylfi segir að þetta fyrirtæki muni ekki starfa áfram fyrir þá, á meðan mál þess hjá yfirvöldum sé óútkljáð. Tékka undirverktaka mjög vel „Við leggjum metnað í að tékka okkar undirverktaka og birgja mjög vel. Okkur er í mun að skipta við öfl- ug fyrirtæki sem standa í skilum. Áður en við sömdum við þetta fyrir- tæki könnuðum við vanskilaskrá, hvort það hefði skilað ársreikningum og væri með virðisaukaskatts- númerið opið. Allt leit þetta vel út en aðrar upplýsingar getum við ekki fengið. Allir starfsmenn voru með ís- lenskar kennitölur og vinnustaða- Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Þessi aðgerð kom okkur algjörlega í opna skjöldu, við vissum ekki hvað- an á okkur stóð veðrið,“ segir Gylfi Gíslason, framkvæmdastjóri Já- verks á Selfossi, en fulltrúar ríkis- skattstjóra, með aðstoð lögregl- unnar, stöðvuðu í vikunni starfsemi fyrirtækisins BH-10 ehf., sem var nýlega orðið undirverktaki Jáverks við byggingarverkefni á Reykjanesi, vegna vangoldinna skatta upp á rúmar 100 milljónir króna. BH-10 var einnig með starfsemi í Reykjavík, með alls 32 starfsmenn á þessum tveimur stöðum. skírteini og við töldum okkur vera að eiga við- skipti við gott fyr- irtæki,“ segir Gylfi en í gær var BH-10 enn ekki komið á vanskila- skrá og var með virðisaukaskatts- númerið opið. Afla þarf allra upplýsinga Gylfi telur þetta mál sýna að ein- hver brotalöm sé í kerfinu þegar kemur að viðvörun fyrir þá verktaka sem ráða þurfa aðra aðila til starfa. Þetta sé spurning um að geta aflað allra upplýsinga um trausta aðila. „Þessir starfsmenn reyndust afar vel og væntanlega ekki við þá að sak- ast ef eitthvað hefur verið að. Það hefur verið okkur metnaðarmál að hafa þessa hluti í lagi, og það sama gildir hjá verkkaupum okkar, en þeirra á meðal er Bláa lónið. Þetta fyrirtæki mun ekki hefja störf aftur hjá okkur, nema mál skýrist eitthvað hjá ríkisskattstjóra,“ segir Gylfi, og telur ekki að framkvæmdir við stækkun Bláa lónsins muni tefjast af þessum sökum. Ekki hafi verið um marga starfs- menn að ræða, af öllum þeim fjölda sem vinni við framkvæmdina í heild sinni. Aðgerðir yfirvalda komu aðalverk- takanum við Bláa lónið í opna skjöldu  Leit allt vel út  Framkvæmdastjóri Jáverks telur brotalöm vera í kerfinu Gylfi Gíslason Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Það sem liggur að baki er að hreyfa við þessu máli og kanna hvort vilji sé hjá eiganda vesturbakkans að heim- ila þar uppbyggingu,“ segir Sæ- mundur Helgason, formaður bæjar- ráðs Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Bæjarráð samþykkti nýlega bókun þar sem það er harmað að ekki skuli hefjast uppbygging á aðstöðu til móttöku ferðafólks við Jökulsárlón og bæjarstjóra falið að ræða við rík- ið sem á þjóðlenduna hinum megin lónsins um hugsanlega uppbyggingu þar. Sveitarfélagið lét deiliskipuleggja svæði í nágrenni núverandi aðstöðu ferðaþjónustunnar við Jökulsárlón og hefur hvatt eindregið til þess að þar yrði byggð upp aðstaða til að taka á móti ferðafólki. Í bókum bæj- arráðs kemur fram að um 500 þús- und ferðamenn leggi leið sína þang- að á ári hverju. Náttúruperlan líði fyrir skort á aðstöðu og telur bæjar- ráð að ekki verði öllu lengur unað við það. Fleiri tilboð væntanleg Uppbyggingin hefur strandað á deilum eigenda jarðarinnar Fells sem á land á austurbakka Jökuls- árlóns þar sem aðstaðan á að vera. Hluti eigenda óskaði í vor eftir nauð- ungarsölu á jörðinni til slita á sam- eign og er sýslumaðurinn á Suður- landi með málið á sinni könnu. Farin var sú leið að óska eftir tilboðum í frjálsu söluferli. Nokkur tilboð hafa borist en ekkert sem fullnægt hefur skilyrðum og eigendum hefur hugn- ast. Sex mánaða frestur sem gefinn er rennur út undir lok október. Ólafur Björnsson hjá Lögmönn- um Suðurlandi, sem annast hefur öflun tilboða fyrir sýslumann, segir að söluferlið sé enn í gangi. Eignin hafi verið auglýst meira að undan- förnu, meðal annars erlendis. Reikn- ar hann með að fleiri tilboð verði lögð fyrir fund hjá sýslumanni, væntanlega í þessum mánuði. Sæmundur tekur fram að sveitar- félagið og ríkið hafi hingað til viljað að uppbyggingin færi fram á aust- urbakkanum, enda geri deiliskipu- lagið ráð fyrir því. Síðustu vend- ingar bendi ekki til þess að lausn sé í sjónmáli. Þess vegna verði að leita að öðrum möguleikum til að taka sómasamlega á móti ferðafólkinu. Alvarlegt mál Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri segir að ekki hafi enn verið fundað með forsætisráðuneytinu sem fari með málefni þjóðlenda. Hann metur stöðuna þannig, miðað við hvernig söluferlið hefur gengið fyrir sig, að vel geti verið að menn verði enn í sömu sporum í byrjun nýs árs. Það telur hann að sé alvarlegt mál, ekki aðeins fyrir sveitarfélagið heldur þjóðina alla, í ljósi þess að 500 þús- und ferðamenn komi að Jökulsárlóni á hverju ári. Kanna mögu- leika á vestur- bakkanum  Sveitarfélagið harmar aðstöðuleysi ferðamanna við Jökulsárlón Morgunblaðið/Ómar Jökulsárlón Mikill ís er oft á lóninu og dregst undir brúna á Jökulsá. Jökulsárlón » Jökulsárlón er við rætur Breiðamerkurjökuls og rennur Jökulsá á Breiðamerkursandi úr því. » Fljótandi ísjakar og hröngl og dýralíf dregur að ferðafólk. Talið er að þangað komi um hálf milljón gesta á hverju ári. » Tvö fyrirtæki bjóða siglingar á lóninu og eitt í Fjallsárlóni sem er vestar. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Í kjölfar lokunar neyðarbrautarinn- ar á Reykjavíkurflugvelli óskaði Ólöf Nordal innanríkisráðherra eftir því að Isavia tæki saman minnisblað um kostnað við það að opna að nýju flug- braut 07/25 á Keflavíkurflugvelli, en sú braut eru í sömu stefnu og neyð- arbrautin. Braut 07/25 gæti þá nýst fyrir sjúkraflugvélar ef þær geta ekki lent í Reykjavík vegna veðurs. Útfærslur sem teknar eru saman í minnisblaði Isavia eru þrjár:  1. Flugbraut lengd til suðvest- urs (300 m nýframkvæmd) og 5cm malbiksyfirlögn ásamt brautarljós- um (30 x 1.200 m). Áætlaður kostn- aður við þessa útfærslu er 1.390 milljónir króna án virðisaukskatts.  2. Flugbraut, 5 cm malbiksyfir- lögn ásamt brautarljósum (30 x 900 m). Áætlaður kostnaður við þessa út- færslu er 1.010 milljónir króna án VSK.  3. Flugbraut, yfirlögn með flot- biki ásamt brautarljósum (30 x 900 m). Áætlaður kostnaður við þessa út- færslu er 280 milljónir án VSK. Ef gert er ráð fyrir að flugbrautin verði aðeins notuð af léttari flugvél- um, flugvélaflokkur A og B, þá kem- ur kostur 3 til álita að mati Isavia. Ástand brautarinnar í dag sé þess eðlis að ekki sé hægt að opna hana fyrir almenna notkun. Fram kemur í minnisblaðinu að vísbendingar hafi komið fram við flugbrauta- og flýtireinarfram- kvæmdir sumarið 2016 um að und- irbygging flugbrautarinnar sé ekki nægilega góð. „Isavia telur þörf á að taka jarðvegssýni, t.d. með borun, og fara í nauðsynlegar rannsóknir, þessu til staðfestingar,“ segir í minn- isblaðinu. Samráð um skipulag Eftir er að skoða hvaða áhrif opn- un flugbrautarinnar hefur með tilliti til skipulagsmála á Keflavíkurflug- velli. Hún er opin samkvæmt núgild- andi aðalskipulagi en í skipulagi sem unnið er að er gert ráð fyrir „mögu- leika á opnun“. Nauðsynlegt sé í þessu sambandi að hafa samráð við Reykjanesbæ vegna mögulegra áhrifa á hljóðvist. Í mars 2014 sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi innanrík- isráðherra, að stefnt væri að því að taka öryggisbraut í notkun í Kefla- vík fyrir lok þessa árs. Af því varð ekki. Ljósmynd/Óli Haukur Flugbraut 07/25 Brautin hefur ekki verið í notkun síðan bandaríska varnarliðið lét loka henni árið 1994. Kostar 280 milljónir að opna braut 07/25  Ráðherra lét kanna kostnað við að opna „neyðarbraut“ Varnarliðið á Keflavíkur- flugvelli lék loka flugbraut 07/25 árið 1994. Tvær ástæður voru aðallega gefnar:  Notkun brautarinnar var afar lítil. Innan við eitt pró- sent flugtaka og lendinga á Keflavíkurflugvelli var á brautinni.  Kvartanir yfir hávaða. Flugtök og lendingar voru yfir miðbæ Keflavíkur. Mjög sjaldgæft er að flug- vélar þurfi frá að hverfa vegna veðurskilyrða á Kefla- víkurflugvelli, segir Isavia. Ekki sé vitað til dæmis um vél sem hafi þurft frá að hverfa, en hefði getað lent á braut 07/25, hefði hún verið til staðar, segir í svari sem Isavia sendi Morgunblaðinu. Brautinni lokað 1994 FLUGBRAUT 07/25 Kjósendur sem ganga að kjör- borðinu 29. október nk. verða 8.708 fleiri en þeir voru við alþing- iskosningarnar árið 2013. Í um- fjöllun Þjóðskrár er bent á að sveitarstjórnir semja kjörskrár eftir kjörskrárstofnum sem Þjóðskrá lætur þeim í té. Á stofnum þeim sem hún hefur nú unnið vegna kosninganna 29. októ- ber eru 246.515 kjósendur og er fjöldi karla og kvenna svo til jafn. Konur eru 123.627 en karlar 122.888. Við alþingiskosningarnar 27. apríl 2013 voru hins vegar 237.807 kjósendur á kjörskrá og nemur fjölgunin 8.708 eða 3,7% eins og áður segir. Endanleg tala kjósenda á kjörskrá verður síðar birt í skýrslu um kosningarnar. omfr@mbl.is 8.708 fleiri kjós- endur en árið 2013

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.