Morgunblaðið - 01.10.2016, Page 6

Morgunblaðið - 01.10.2016, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2016 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Af frásögn listamannsins má strax skynja ákafa og lífsþorsta. Tístandi hlátur fylgir nánast hverju orði í ís- lenskunni, sem borin er fram með frönskuskotnum hreim rétt eins og hér tali kynnir í Eurovision. Frakkland er heimavöllur þessa góða Íslendings sem í áratugi hef- ur búið og starfað í París og átt þar ævintýralegan feril. Hann hefur með myndum sínum mótað veröld án hliðstæðna og sýnt okkur veröld í deiglu. Þverstæður á eirðarlausri öld. Heimslist í hnotskurn. Við er- um stödd í 15. hverfi Parísar og þegar bankað er á dyr kemur lista- maðurinn í gættina. Brosir. „Góðan daginn og velkominn,“ segir Guð- mundur Guðmundsson, best þekkt- ur sem Erró. Sýningar í Belgíu og Frakklandi Heimsmaðurinn tekur á móti blaðamanni af íslenskri gestrisni eins og þarna fari íslenskur bóndi. Erró sækir enn næringu til róta sinna, sem liggja í kyrrlátu sveita- samfélagi æsku hans austur á Kirkjubæjarklaustri. Nú í október eru á Brussel- svæðinu í Belgíu tvær Errósýn- ingar og verður önnur þeirra opn- uð í dag. Tvær sýningar verða svo í Frakklandi á næsta ári og nú vik- unni var Erró að finna til verk á aðra þeirra. Einnig eru í París starfrækt tvö gallerí þar sem verk Errós eru í öndvegi og aukinheldur eiga flest virtustu söfn í Frakk- landi verk eftir hann. Má þar með- al annars nefna nútímalistasafnið í Centre Pompidou í París sem er ríkislistasafn Frakka. Við þetta má svo bæta að þessa dagana er að koma út litrík listaverkabók með fjölda mynda Errós sem hann hef- ur unnið á síðustu árum. Titillinn er einfaldur, Erro 2012 – 2015, og upplagið er 2.000 eintök. Fimmtíu bækur fóru til Íslands en megnið af upplaginu er fyrir franska mark- aðinn. „Mér leiðist ef ég vinn ekki og er hér á vinnustofunni tíu til tólf tíma á dag,“ segir Erró, sem er orðinn 84 ára. Starfsþrekið er með öllu óskert og þá munar auðvitað um að hafa þrekhjól á vinnustofunni til að halda sér í formi. Tveir kílómetrar á dag. En annars er málað eins og enginn sé morgundagurinn. En lífið er meira en vinnan. „Hér er mikið af alls konar sýningum og ég fer á opnanir margra þeirra. Þá fer um í París fjöldinn allur af skemmtilegu fólki sem ég fer með út að borða og tala við. Þetta er fólk frá til dæmis Ítalíu, Spáni og Bandaríkjunum,“ segir Erró, sem hélt einmitt sýningu í New York fyrr á þessu ári. Í fyrra var svo í nútímalistasafninu í Lyon mikil yfirlitssýning á verkum Errós. Þá var mikil Errósýning í Reykjavík á síðasta ári. Annars er allur heimur- inn undir í starfi og lífi listamanns- ins, sem yfir sumartímann dvelst á Spáni og í Taílandi í skammdeg- ismyrkrinu í febrúar. Samt er Ís- land alltaf nærri. Síbreytileg birta „Frakkar þekkja Ísland en vilja vita meira. Leigubílstjórinn sem ég kom með í morgun vildi vita allt um landið sem svo margir hér í Frakk- landi heimsæktu. Af hverju fólk lifði, hvernig veðrið væri og fleira,“ segir Erró í lok heimsóknar, sem er stutt en skemmtileg. Við kveðjumst á vinnustofunni þar sem við stöndum undir þak- gluggunum. Ljósið streymir inn. Erró er alltaf í birtunni og hún er síbreytileg og skapar til alls konar myndir sem eru hver annarri ólík. Það eru myndir Errós líka; kúnst- verk úr kynjaveröld. Ljósið streymir í fimmtánda hverfi  Fjórar sýningar og litrík listaverkabók er nýkomin út  Heimslistin í hnotskurn  Vinnudagurinn er 12 tímar og málað eins og enginn sé morgundagurinn  Innlit á vinnustofunni hjá Erró í París Morgunblaðið/Sigurður Bogi París „Frakkar þekkja Ísland en vilja vita meira. Leigubílstjórinn sem ég kom með í morgun vildi vita allt um land- ið,“ segir Erró. Ræturnar í íslensku sveitasamfélagi eru sterkar þó listamaðurinn hafi búið í áratugi í Frakklandi. ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30 Nocturne kampagne 1000 Millistíf eða stíf dýnameð tvöfaldri fjöðrun. Bonell gormar/pokagormar. 180 x 200 cm. 225.700 kr. Nú 146.700 kr. Sparaðu 79.900 kr. 180 x 200 cm. Nú146.700 SPARAÐU 35% AF NOCTURNE KAMPAGNE AFMÆLISHÁTÍÐ FJÖLDI TILBOÐA Í VERSLUN TIL 9. OKTÓBER Mikið fjölmenni kom saman í flugskýli Landhelgisgæsl- unnar í gær til að taka á móti Benóný Ásgrímssyni þyrluflugstjóra þegar hann lauk síðasta flugi sínu fyrir Gæsluna. Stjúpdóttir Benónýs kom sérstaklega frá Bandaríkj- unum til að fljúga þetta síðasta flug með honum en hún er einnig flugmaður. Á myndinni þar sem Benóný kyssir þyrluna sést dótt- ir hans hlæjandi inni í stjórnklefanum. Að sögn Benónýs vissi hann ekki af því hvað væri í vændum. „Allt þetta hefur gjörsamlega komið mér úr jafnvægi,“ sagði Benóný í samtali við mbl.is. Þyrluflugmaður kveður Landhelgisgæsluna eftir áratuga þjónustu Morgunblaðið/Árni Sæberg Ást Benóný Ásgrímsson kvaddi þyrluna með kossi sem hann hefur flogið svo oft. Dyggum þjóni sýnd virðing síðasta daginn Hjálp í neyð Enginn hefur starfað lengur við björg- unarflug hér á landi en Benóný Ásgrímsson. „Við erum að heyra hljóðið í okkar fólki, meta stöðuna og hvað fólk vill gera. Það er alveg ljóst að næsta skref er ekki verkfall heldur að setj- ast niður með sveitarfélögunum,“ segir Ólafur Loftsson, formaður Fé- lag grunnskólakennara, en grunn- skólakennarar hafa í tvígang fellt kjarasamninga að undanförnu. Ólafur fer nú ásamt fleirum um landið í skólaheimsóknir til að eiga samtal við sitt fólk en niðurstaða þeirra heimsókna verði svo kynnt sveitarfélögunum og kannað hvort ekki sé hægt að ná samkomulagi á þeim grunni. „Við setjumst niður þegar við höfum betri mynd af þessu og látum á eitthvað gott reyna,“ segir Ólafur en ekki hafi enn reynt á þeirra endanlegu kröfu í málinu. „Við erum ekki alveg komin á þann stað.“ laufey@mbl.is Ekki á leið í verkfall  Formaður Félags grunnskólakenn- ara ræðir við kennara um land allt Ólafur Loftsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.