Morgunblaðið - 01.10.2016, Síða 7

Morgunblaðið - 01.10.2016, Síða 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2016 Opið söluferli á Miðlandi ehf. Hömlur ehf., dótturfélag Landsbankans hf., býður til sölu allt útgefið hlutafé í Miðlandi ehf., kt. 430579-0109. Miðland er fjárfestinga- og fasteignafélag sem stofnað var árið 1979 og hefur fjárfest í landi á Neðra-Nikel svæðinu í Reykjanesbæ. Eign félagsins er tvíþætt, annars vegar eignarland sem samtals er um 34 hektarar og er skipulagt undir byggingu á allt að 485 íbúðum ásamt atvinnuhús- næði (1,4 hektarar) og hins vegar samningur við Reykjanesbæ um að Miðland annist gatnagerð á svæðinu og hljóti tekjur af. Deiliskipulag fyrir hluta byggingarlandsins er þegar samþykkt og gerir ráð fyrir byggingu á samtals 300 íbúðum. Gatna- og holræsagerð hefur verið unnin að hluta til á svæðinu og hægt er að hefja framkvæmdir á hluta lóðanna nú þegar. Samkvæmt gildandi Aðalskipulagi Reykjanes- bæjar er gert ráð fyrir byggingu allt að 185 íbúða til viðbótar. Söluferlið fer fram í samræmi við stefnu Lands- bankans um sölu eigna í eigu bankans. Áhuga- Byggingarréttur á allt að 485 íbúðum í Reykjanesbæ Svæði á mynd Hektarar Reitur A 1,04 Reitur C 22,44 Reitur D 9,74 Reitur E (hluti Miðlands) 0,68 Samtals eignarland 33,89 Eignarland Miðlands ehf. samir fjárfestar geta haft samband við Fyrirtækja- ráðgjöf Landsbankans sem er umsjónaraðili sölu- ferlisins með því að senda tölvupóst á netfangið midland@landsbankinn.is. Fjárfestar geta óskað eftir því að fá afhenta trúnaðaryfirlýsingu, upplýsingar um hugsanlega hagsmunaárekstra og eyðublað vegna hæfismats. Söluferlið er öllum opið sem uppfylla hæfismat og geta sýnt fram á fjárfestingargetu að fjárhæð 300 milljónir króna. Þeir fjárfestar sem skila inn trúnaðaryfirlýsingu og eyðublaði vegna hæfismats og uppfylla hæfis- mat fyrir þátttöku í söluferlinu fá afhent kynn- ingargögn um Miðland þann 10. október og gera tilboð á grundvelli þeirra gagna. Einungis verður hægt að gera tilboð í allt hlutafé í Miðlandi og tilboð sem hljóða upp á minni eignarhluta verða metin ógild. Fjárfestum er bent á að frestur til að skila til- boðum í 100% af hlutafé í Miðlandi ehf. rennur út kl. 12:00 miðvikudaginn 26. október 2016. Fyrir hönd Hamla ehf. sem seljanda, Fyrirtækja- ráðgjöf Landsbankans hf. „Það veiðist fiskur úti um allar þorpagrundir en enginn veit hvaðan hann kemur. Eðlilegt er að fram fari opinber rannsókn á því,“ segir Jón Helgi Björnsson, formaður Lands- sambands veiðifélaga. Sambandið hefur farið fram á það við sjávar- útvegsráðherra og umhverfis- ráðherra að gerð verði opinber rann- sókn á því hvers vegna og hvernig regnbogasilungur hefur sloppið í miklu magni úr eldiskvíum á Vest- fjörðum. Staðfest hefur verið að regnboga- silungur hefur veiðst í ám við Húna- flóa, á Vestfjörðum og allt suður í Faxaflóa. Matvælastofnun hefur eft- irlit með sjókvíaeldisstöðvum og Fiskistofa tekur við tilkynningum um slysasleppingar. Ekkert fiskeld- isfyrirtæki hefur tilkynnt slysa- sleppingar, eins og þeim er skylt lögum samkvæmt. Regnbogasilungur er alinn af fjór- um fyrirtækjum í fimm stöðvum í þremur fjörðum Vestfjarða. Mat- vælastofnun hefur yfirfarið gögn frá fyrirtækjunum og hefur nú óskað eftir frekari gögnum, samkvæmt upplýsingum þaðan. Í upphafi beind- ist athugunin að stöðvum í Dýrafirði og Önundarfirði en nú nær athug- unin einnig til stöðva í Ísafjarðar- djúpi. Skýr viðvörun um framhaldið „Það virðist vera almennt ein- kenni á þessum málum að það kem- ur aldrei tilkynning um slysaslepp- ingar. Upp kemst um málin þegar menn fara að veiða fiskinn. Í annan stað er þetta skýr viðvörun um það sem framundan er, miðað við þau áform sem eru um aukið laxeldi hér á landi. Því miður virðist þetta sanna það sem við höfum haldið fram að lax mun sleppa í verulegum mæli úr þessu eldi og valda miklum skaða í náttúru Íslands,“ segir Jón Helgi. Í tilkynningu Landssambandsins er bent á að slíkt umhverisslys yrði óafturkræft og því mikilvægt að tek- ið sé í taumana strax. Í kröfu Landssambands veiði- félaga felst einnig að skoðað verði hvort eftirlit með starfsemi sjókvía- eldisfyrirtækja sé fullnægjandi og standist kröfur. helgi@mbl.is Krefjast opinberrar rannsóknar  Óljóst hvernig sil- ungur slapp úr kvíum Morgunblaðið/Einar Falur Regnbogasilungur Eldisfiskur hef- ur veiðst vestan- og norðanlands. „Í heildina verður september að teljast nærri meðallagi síðari ára – helst að úrkoma hafi verið óvenjumikil sums staðar um landið norðan- og austanvert,“ segir Trausti Jónsson veðurfræðingur, spurður um nýliðinn mánuð. Þegar einn dagur lifði af september var staða hitans þannig: Meðalhiti í Reykjavík er 8,8 stig, 1,3 stigum ofan við meðallag 1961-1990, en -0,2 undir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri er meðalhitinn 8,0 stig, 1,6 stigum ofan meðallags 1961-1990, en -0,3 undir meðallagi síð- ustu tíu ára. Úrkoma í Reykjavík var 59 millimetrar og er það rétt undir meðallagi áranna 1961-90, en um 60 prósent með- alúrkomu síðustu tíu ára. Á Akureyri hefur úrkoman mælst 114 mm og er það nærri þreföld meðalúrkoma ár- anna 1961-90. Sólskinsstundafjöldi er rétt ofan meðal- lags í Reykjavík. Meðalhitinn í Reykjavík er nú í 10. sæti (af 16 á öld- inni) og mánuðurinn sá næstþurrasti á öldinni. Þurrara var í september 2005 og nánast jafnþurrt árin 2006 og 2011, segir Trausti. September í fyrra var einnig hagstæður lands- mönnum og hlýtt var í veðri. Á fáeinum stöðvum varð mánuðurinn sá hlýjasti á árinu 2015. Úrkoma var lítil- lega yfir meðallagi um landið sunnanvert, en víðast und- ir meðallagi fyrir norðan. Á fáeinum stöðvum vestan til á Norðurlandi var óvenjuþurrt. sisi@mbl.is September var í meðallagi Morgunblaðið/Eggert September Miklar stillur voru syðra seinni hluta mánaðarins.  Óvenjumikil úrkoma um landið norðan- og austanvert

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.