Morgunblaðið - 01.10.2016, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2016
FLÍSFÓÐRAÐIR
barnakuldaskór
sem hrinda
frá sér vatni.
Stærðir 27,5-35
VERÐ 9.995
Daður Pírata við aðild að Evrópu-sambandinu er athyglisvert.
Flokkurinn segir í stefnu sinni að
það sé „ekki hlutverk stjórnmála-
flokka að vera með eða á móti aðild
eða aðildarviðræðum að Evrópu-
sambandinu“.
Þessari sér-kennilegu
„stefnu“ er meðal
annars fylgt eftir með
yfirlýsingu um að
skilyrði Pírata fyrir
inngöngu Íslands í
ESB sé „undanþága
frá upptöku á gagna-
geymslutilskip-
uninni“ og „reglugerð
um fullnustu óáskor-
aðra krafna“.
Þar fyrir utan segjast Píratarekki vilja að Ísland gerist aðili
að ESB „án þess að aðildarsamning-
urinn fari í þjóðaratkvæðagreiðslu“.
En þó að Píratar lýsi því ekki yfirberum orðum að þeir vilji
ganga í ESB bendir öll framganga
talsmanna þeirra til þess.
Í fyrradag fór Birgitta Jónsdóttirtil dæmis krókaleiðir með spurn-
ingu til Lilju Alfreðsdóttur utanrík-
isráðherra til að reyna að gera það
tortryggilegt að núverandi ríkis-
stjórn hefði hætt við aðildar-
viðræður vinstri stjórnarinnar. Lilja
benti réttilega á að stjórnar-
flokkarnir hefðu ekki haft þá stefnu
að halda aðildarviðræðunum áfram
og vildu ekki ganga í ESB þannig að
þetta hefði ekki átt að koma á óvart.
Nú kann að vera að það rugli Pí-rata að VG sagðist fyrir kosn-
ingar eindregið á móti aðild en sótti
samt um. En ætli málflutningur Pí-
rata ráðist ekki líka af því að þeir
vilja í raun inn í ESB þó að þeir þori
ekki að játa þá óvinsælu skoðun?
Birgitta
Jónsdóttir
Píratar fela stuðn-
ing sinn við aðild
STAKSTEINAR
Lilja
Alfreðsdóttir
Veður víða um heim 30.9., kl. 18.00
Reykjavík 7 skýjað
Bolungarvík 5 skýjað
Akureyri 6 súld
Nuuk 1 rigning
Þórshöfn 9 skýjað
Ósló 14 léttskýjað
Kaupmannahöfn 8 rigning
Stokkhólmur 14 heiðskírt
Helsinki 12 léttskýjað
Lúxemborg 15 rigning
Brussel 17 léttskýjað
Dublin 11 skýjað
Glasgow 10 skýjað
London 18 léttskýjað
París 16 alskýjað
Amsterdam 17 heiðskírt
Hamborg 17 heiðskírt
Berlín 17 alskýjað
Vín 23 léttskýjað
Moskva 21 rigning
Algarve 27 heiðskírt
Madríd 25 heiðskírt
Barcelona 23 heiðskírt
Mallorca 26 rigning
Róm 24 rigning
Aþena 22 heiðskírt
Winnipeg 12 heiðskírt
Montreal 15 skýjað
New York 15 rigning
Chicago 16 rigning
Orlando 30 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
1. október Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 7:39 18:57
ÍSAFJÖRÐUR 7:46 18:59
SIGLUFJÖRÐUR 7:29 18:42
DJÚPIVOGUR 7:09 18:26
Forsetahjónin,
Guðni Th. Jóhann-
esson og Eliza
Reid, halda í opin-
bera heimsókn til
Vesturbyggðar á
mánudag en heim-
sóknin varir í tvo
daga. Þetta segir í
tilkynningu frá
skrifstofu forseta.
Þau hefja leika í
fundarsal bæjarskrifstofu Vestur-
byggðar á Patreksfirði og leggja svo
leið sína í fyrirtæki og stofnanir á
svæðinu. Að kvöldi mánudagsins
verður svo haldin fjölskylduhátíð í
Félagsheimilinu á Patreksfirði en þar
eru allir velkomnir.
Guðni og Eliza halda svo á þriðju-
deginum meðal annars í hið nýja
Surtarbrandssafn á Brjánslæk þar
sem Hákon Ásgeirsson landvörður
tekur á móti þeim. Því næst kynna Jó-
hann Pétur Ágústsson bóndi og Hall-
dóra Ragnarsdóttir á Brjánslæk for-
setahjónum búskap sinn á Brjánslæk
en opinberri heimsókn þeirra lýkur á
Vaðli á Barðaströnd þar sem tekið
verður hús á þeim Hákoni Jónssyni
og Þórunni Eggertsdóttur.
Forsetinn
til Vestur-
byggðar
Heimsækja fyrir-
tæki og stofnanir
Guðni Th.
Jóhannesson
Samræmd könnunarpróf í íslensku
og stærðfræði í 4. bekk í gær og
fyrradag gengu vel fyrir sig og án
teljandi vandamála, að sögn Gylfa
Jóns Gylfasonar, sviðsstjóra mats-
sviðs hjá Menntamálastofnun.
Á Facebook-síðu stofnunarinnar,
innleiðing rafrænna prófa, kemur
fram að vandamálin hafi aldrei verið
færri en í gær. Þar er áréttað að
komi tæknileg vandamál í veg fyrir
að nemendur geti sýnt færni sína sé
tekið tillit til þess við yfirferð. Nem-
endur njóti ætíð vafans og verði
kennarar varir við þennan vanda eru
þeir beðnir um að senda upplýsingar
þar að lútandi á irp@mms.is.
„Starfsfólk Menntamálastofnunar er
með broddstafinn í kverkunum af
ánægju yfir því hvernig til tókst,“
segir á síðunni.
Samræmdu prófin hafa ekki verið
rafræn áður. Gylfi Jón segir að fram-
kvæmd þeirra hafi gengið mikið bet-
ur en í íslenskuprófi 7. bekkjar í lið-
inni viku, en þá gat hópur nemenda
ekki notað broddstafi í ritunarhluta
íslenskuprófsins. Þjálfunaráhrifin
hafi verið augljós. Í því sambandi
vísar hann til þess að fyrsta klukku-
tímann í stærðfræðiprófinu í gær
hafi ekki komið upp nein vandamál.
Vandinn í sambandi við brodd-
stafina var ekki leystur fyrir ís-
lenskuprófið í fyrradag, en hann
stafaði af uppfærslu á svokölluðum
veflás. Gylfi Jón segir að til staðar
hafi verið lausn sem hafi falið í sér
aðra uppfærslu á veflásnum, en ekki
hafi verið tekin sú áhætta að sú upp-
færsla myndi valda öðrum vanda og
hugsanlega stærri. Þetta verði hins
vegar lagað fyrir prófin í 9. bekk í
vor. steinthor@mbl.is
„Með broddstafinn í kverkunum“
Framkvæmd samræmdu, rafrænu könnunarprófanna stóðst prófið