Morgunblaðið - 01.10.2016, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 01.10.2016, Blaðsíða 9
Í dag, laugardaginn 1. október, verð- ur ný Corolla-bifreið frumsýnd hjá viðurkenndum söluaðilum Toyota í Kauptúni, Reykjanesbæ, á Akureyri og Selfossi. Sýningin stendur frá kl. 12-16 og er hluti af 50 ára afmælis- hátíð þessa mest selda bíls í heimi, segir í frétt frá Toyota. „Fjöldi nýjunga er í þessari 11. kynslóð af Corollu sem er fyrir löngu orðin heimilisvinur á Íslandi eins og annars staðar enda hefur Co- rolla selst í 44 milljón eintökum í 150 löndum frá því hún var fyrst kynnt á miðjum bítlatímanum, 1966,“ segir í fréttinni. Á meðfylgjandi mynd má glöggt sjá hvernig Corollan hefur breyst á hálfri öld. Frumsýna 11. kynslóð Corolla-bílsins FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2016 H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 6 -2 8 0 2KJÓSUMGOTT LÍF Samtök iðnaðarins boða til opins fundar um atvinnulíf í aðdraganda kosninga. Kaldalón í Hörpu, þriðjudaginn 4. október, kl. 8.30–10.00. Samtök iðnaðarins vilja leggja sitt af mörkum til umræðunnar og hvetja frambjóðendur allra flokka til að setja atvinnulífið á oddinn. Boðið verður upp á léttan morgunverð frá kl. 8. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Skráning á www.si.is Össur Skarphéðinsson Samfylkingu Smári McCarthy Pírötum Þórunn Pétursdóttir Bjartri framtíð Jón Gunnarsson Sjálfstæðisflokki Jóna Sólveig Elínardóttir Viðreisn Katrín Jakobsdóttir Vinstri grænum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Framsóknarflokki UMRÆÐUR DAGSKRÁ Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, setur fundinn Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri SI, kynnir áhersluatriði Samtaka iðnaðarins: EFNAHAGSLEGUR STÖÐUGLEIKI – nauðsynlegur sjálfbærum vexti HÚSNÆÐI – grunnþörf yngri og eldri kynslóða MENNTUN – forsenda bættra lífskjara og aukinnar framleiðni SAMGÖNGUROG INNVIÐIR – lífæð heilbrigðs samfélags ORKAOGUMHVERFI – fjölbreyttur iðnaður í sátt við umhverfið NÝSKÖPUN – drifkraftur verðmætasköpunar og gjaldeyristekna Bleika slaufan 2016 táknar stuðn- ingsnetið sem mikilvægast er þeim konum sem greinast með krabba- mein, það er fjölskyldan og sam- félagið. Silfurhálsmenið sem gjarn- an er nefnt viðhafnarútgáfa Bleiku slaufunnar kom út í vikunni og verður á næstunni selt í takmörk- uðu upplagi. Hönnuðir mensins eru gullsmiðirnir Lovísa Halldórsdóttir og Unnur Eir Björnsdóttir. Báðar stunduðu þær nám í Iðnskólanum í Reykjavík og útskrifuðust þaðan 2007. Þær hanna báðar og smíða skartgripi undir sínum eigin nöfn- um nöfnum. Gullsmiðirnir Lovísa og Unnur standa fyrir svonefndu „bleiku boði“ í versluninni Meba í Kringl- unni á laugardag milli klukkan 18 og 20. Þar verður þeim Nadíu Ban- ine og Karólínu Porter afhent við- hafnarútgáfu slaufunnar en þær tvær hafa verið hvor annari til halds og trausts í baráttu sinni við brjóstakrabbamein. Silfurháls- men frá Unni og Lovísu  Viðhafnarútgáfa af Bleiku slaufunni Silfur Fallegt men er hluti af ýmsu sem er á dagskrá í bleik- um mánuði. „Ég hef mikla trú á Borgarfirð- inum. Þetta svæði er að koma mik- ið inn núna. Þá höfum við áhuga á að fara aðeins inn í hótelgeirann,“ segir Benedikt Kristinsson, eigandi sænsku ferðaskrifstofunnar Vulk- an Resor. Fyrirtæki hans hefur fest kaup á gamla húsmæðraskólanum á Varmalandi í Borgarfirði og er nú að hefjast handa við að breyta honum í hótel. Er að því stefnt að opna í byrjun sumars á næsta ári. Benedikt reiknar með að 56 eða 58 herbergi verði í hótelinu. Hann segir að húsið sé í ágætu ásig- komulagi en taka þurfi það alveg í gegn að innan. Vulkan resor sérhæfir sig í ferð- um frá Skandinavíu til Íslands. „Við erum að senda 10-12 þúsund manns á hverju ári. Við myndum fljótt fylla hótelið ef við fengjum alla til að fara þangað,“ segir Benedikt. Hann segir stefnt að því að gefa gestunum ástæðu til lengri dvalar á hótelinu og fólk geti farið í ferðalög og sótt afþreyingu út frá því. „Ég var leiðsögumaður í tíu ár og hef ferðast mikið um landið. Mér finnst Borgarfjörðurinn eitt fallegasta svæði landsins. Þar hafa verið tiltölulega fáir ferðamenn,“ segir Benedikt. Hann telur að auknir afþreyingarmöguleikar eins og íshellirinn í Langjökli og laug- arnar við Deildartunguhver laði fleira fólk að. Eins muni betri veg- ur um Uxahryggi og Kaldadal tengja betur saman vinsæla ferða- mannastaði á Suðurlandi og í Borgarfirði. helgi@mbl.is Hef trú á Borgarfirðinum Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðarson Varmaland Húsmæðraskólinn er fremstur á myndinni, barnaskóli og fé- lagsheimili fjær og garðyrkjustöðin Laugaland neðan vegar.  Verið að breyta húsmæðraskólanum á Varmalandi í hótel
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.