Morgunblaðið - 01.10.2016, Side 13

Morgunblaðið - 01.10.2016, Side 13
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Vinnustofan Magnús er í bráðabirgðahúsnæði með vinnustofu sína en leitar hentugra húsnæðis á Akureyri. Gjöfulir ruslagámar Þeim þótti tiltækið að vísu svo- lítið djarft, börnin ung að árum, þriggja ára tvíburar og níu ára dótt- ir, en kappkostuðu að búa sem best í haginn, tryggja sér húsnæði og skólavist fyrir börnin áður en þau flugu utan til eins árs dvalar. „Okkur langaði einfaldlega til að brjóta upp hversdagsleikann og prófa eitthvað nýtt. Veður, verðlag og blómlegt listalíf áttu mikinn þátt í að við völd- um Barcelona. Þuríður Helga, sem eins og ég er listmenntuð frá AKI, fór í nám í umhverfisfræði en ég fékk inni í vinnustofu þar sem fleiri listamenn höfðu aðstöðu. Markmiðið var að einbeita mér að málverkum fyrir sýningu sem mér hafði verið boðið að halda í Zürich í Sviss snemma á næsta ári,“ segir Magnús. Listamannalaun vegna þeirrar sýningar gerðu fjölskyldunni kleift að halda á vit ævintýranna, en einnig segir hann þau hjónin hafa átt svolít- ið sparifé. „Helsta áhyggjuefni mitt var að byrja með tóma vinnustofu og finna ekki hentugt og snyrtilegt rusl, ef svo má segja. Þær áhyggjur reynd- ust óþarfar því í borginni tíðkast að skilja eftir nýtanlega hluti við rusla- gáma og því gekk efnisöflunin alveg ljómandi vel. Auk þess komst ég í samband við rúðuframleiðanda sem seldi mér ósóttar rúður á slikk,“ seg- ir Magnús, sem keypti sér raf- magnsreiðhjól og hjólaði vítt og breitt um borgina í leit að gjöfulum ruslagámum. Regnbogar eru hundamatur Hann var í essinu sínu þegar á fjörur hans rak gamlar eldhús- innréttingar og dúkkuhús. „Sér- staklega innréttingar þar sem smið- irnir höfðu krotað á ýmislegt sér til minnis. Slíkir hlutir segja sögu sem ekki er á færi listamannsins að búa til. Dúkkuhúsin eru einstakar ger- semar,“ segir hann. Skrúfjárn, heftibyssa, hjólsög, límband, litúði, hamar og naglar eru hans helstu verkfæri og viðarplötur úr notuðum innréttingum koma í stað hefðbundins striga málarans. Magnús gefur flestum verkum sínum nafn. Guð fær greitt í doll- urum og Regnbogar eru hunda- matur eru dæmi um nafngiftirnar. Spurður út í fagurfræðilegt gildi verkanna grípur hann til þeirrar samlíkingar að garðyrkjumaðurinn búi ekki til blómin. Sjálfur kveðst hann alltaf vera að leita að fegurð- inni en hún sé afstæð og ekki meitl- uð í stein. „Ég sé fegurðina í ruslinu. Efniviðurinn sem ég brýt niður í frumeindir ræður því hvernig verkið verður. Eitt leiðir af öðru. Ég finn ekki endilega græna spýtu í dag og rauða á morgun, svo dæmi sé tekið.“ Vinnustofan í Barcelona var í opnu rými þar sem hann vann með fólki sem talaði litla sem enga ensku. „Fyrirkomulagið var ákveðin áskor- un fyrir mig því mér hefur alltaf fall- ið best að vinna einn. Hins vegar kom það ekki að sök því flestir hinna listamannanna unnu aðra vinnu á daginn og notuðu vinnustofurnar á kvöldin þegar ég var kominn heim í faðm fjölskyldunnar.“ Tár á hvarmi Fjölskyldulífið þar ytra segir hann hafa verið ljúft og rólegt og gott tækifæri til að njóta samveru. Aukinheldur hafi Katalóníubúar ver- ið afskaplega vinsamlegir og við- kunnanlegir. „Við fórum mikið á listasöfn og -sýningar, nutum götu- listarinnar, sem var alltumlykjandi, og hlustuðum varla á fréttir frá Ís- landi. Þrátt fyrir tungumálaerfið- leika leið börnunum vel í skólanum. Þar var haldið heljarinnar kveðju- partí áður en við fórum til Íslands, foreldrarnir mættu með bakkelsi og gáfu þeim gjafir í kveðjuskyni og tár féllu af hvarmi. “ Magnús viðurkennir að kata- lónsku listamönnunum á vinnustof- unni, sem flestir voru í hefðbundnari kantinum hvað listina áhrærði, hafi þótt stórfurðulegt að hann hirti drasl af götunni og gerði úr því lista- verk. „Í listrænu tilliti var ég því svolítið einmana. Þótt við fjöl- skyldan söknum Barcelona svolítið finnst mér gott að vera kominn heim í það listræna umhverfi sem ég er al- inn upp í,“ segir hann. Heimkomin skipti fjölskyldan aftur um umhverfi og settist að á Akureyri, heimabæ Þuríðar Helgu, þar sem henni bauðst staða fram- kvæmdastjóra Menningarfélags Akureyrar. Þótt Magnús sé ekki enn búinn að fá almennilega vinnustofu og verkin á sýninguna í Zürich séu í höfn situr hann ekki auðum höndum. „Ég er að vinna málverk fyrir sýn- ingu í Bókasafni Háskólans á Akur- eyri í næsta mánuði, og líka fyrir samsýningu í Listasafni Akureyrar í vor. Öfugt við Barcelona er ekki hægt að ganga að því vísu að finna hentugan efnivið við ruslatunn- urnar, enda Akureyri einstaklega snyrtilegur bær. „Uppskeran var líka rýr þegar ég ók um nærliggj- andi sveitir og kíkti í ruslagámana við þjóðveginn,“ segir Magnús, sem engu að síður kann prýðilega við sig fyrir norðan. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2016 Með hverri pantaðri ferð styrkir þú verkefni Krabbameinsfélagsins til kaupa á nýjum tækjum til brjóstakrabbameinsleitar. Af því tilefni höfum við sérmerkt bílana okkar enn á ný með bleikum taxaljósum. „Bleika slaufan” er til sölu í bílunum okkar frá 1. – 15. október. Hreyfill/Bæjarleiðir er styrktaraðili árvekniátaks Krabbameinsfélagsins í október og nóvember Styrkjum starfsemi Krabbameinsfélagsins SÆKTUAPPIÐ á heimasíðu Hreyfils: hreyfill.is eða í App Store og Google Play Sæktu þér Hreyfils appið og pantaðu bleikan bíl. Tökumbleikan bíl! Farsælt samstarf frá 2007 Taktu bleikan bíl næst þegar þú pantar leigubíl!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.