Morgunblaðið - 01.10.2016, Page 14

Morgunblaðið - 01.10.2016, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2016 H a u ku r 0 1 .1 6 Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is • Pizzastaður sem nýtur mjög mikillar velgengni og býður upp á fjölgun staða undir sama nafni. Kontakt telur að eigandi geti hugsað sér að gera það í samvinnu við meðfjárfesta. • Vinsælt hótel á einstökum stað í nálægð við höfuðborgarsvæðið. Velta eins og um hótel í höfuðborginni sé að ræða. • Bakarí með nokkra útsölustaði á höfuðborgarsvæðinu. Gefur ýmsa möguleika til þróunar. • Vefverslun sem hefur starfað um nokkurra ára skeið. Mánaðarleg velta 4 til 5 mkr., hagkvæm lagerstærð og góð framlegð. Öll vara send með Íslandspósti. • Stöndug heildsöluverslun með sérhæfðar vörur fyrir byggingar- iðnaðinn í mjög góðu og stóru eigin húsnæði á besta stað í borginni. Velta 300 mkr. og afkoma góð. • Öflugt og vel tækjum búið fyrirtæki sem sér um ræstingu atvinnuhúsnæðis. • Bílaleiga með á annað hundrað bíla og fína aðstöðu. Sala mikil í gegn um eigin vefsíðu. Góð EBITDA. • Matvöruverslun á Austurlandi. Löng og góð rekstrarsaga. • Skemmtigarður fyrir barnaafmæli og veislur. Góð skemmtileg og fjölbreytt tæki fyrir krakka á öllum aldri. Löng rekstrarsaga. • Gott hótel miðsvæðis á Suðurlandi sem býður upp á mikla möguleika fyrir áhugasaman, nýjan eiganda. Guðni Halldórsson lögfræðingur, gudni@kontakt.is Þórarinn Arnar Sævarsson fasteignaráðgjafi, thorarinn@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, brynhildur@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hæstaréttarlögmaður, sigurdur@kontakt.is Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Dómarar í Hæstarétti höfðu í nógu að snúast í sumarhléi réttarins. Á tímabilinu 15. júní til 20. júlí bárust réttinum 12 kærur vegna forsetakosninganna sem fram fóru 25. júní síðastliðinn. Þrjár kærur bárust réttinum í aðdraganda kosn- inganna og níu kærur í kjölfar þeirra. Í öllum tilfellunum var kröf- um kærenda um ógildingu kosning- anna hafnað eða málum vísað frá Hæstarétti. Á bilinu 5-9 dómarar fjölluðu um hverja og eina kæru. Þrír dóm- aranna stóðu að ákvörðun í öllum kærumálunum 12, þau Markús Sigurbjörnsson, Benedikt Bogason og Ingveldur Einarsdóttir. Kæruefnin voru af ýmsum toga. Sú fyrsta fjallaði um meinta ólög- mæta utankjörfundarkosningu, sá næsti vildi boða til nýrra kosninga og einn kærandi taldi að kjör- stjórnir hefðu tekið sér vald sem þær hefðu ekki haft. Kröfu um frestun hafnað eftir að kosningar höfðu farið fram Hinn 8. júlí tekur rétturinn fyrir þrjár kærur þar sem þess er krafist að forsetakosningum „25. júní 2016 verði frestað eða þær úrskurðað[ar] ógildar“ en þá voru kosningarnar afstaðnar fyrir nokkru. Í einni kæru er ítarlega greint frá röksemdum kæranda, en þær sneru flestar að annmörkum, sem hann taldi hafa verið á kjörseðlum sem kjósendur fengu í hendur við at- kvæðagreiðslu á kjörfundi. Vísar kærandi í þessu sambandi til þess að á kjörseðlum hafi ekki komið fram orðið „forsetaefni“ eins og skylt hafi verið og aðeins hafi verið „notað orðið frambjóðendur á kjör- seðlinum“. Kærendur voru eftir- taldir: Ástþór Magnússon, Sverrir Ólafsson, Páll Siggeirsson, Bjarni V. Bergmann, Þórólfur Júlían Dags- son, Björn Leví Gunnarsson, Baldur Ágústsson, Magnús Ingiberg Jóns- son, Arngrímur Pálsson, Páll Sigur- geirsson, BjörnVernharðsson fyrir hönd framboðs Sturlu Jónssonar, Halldór Sigurþórsson, Jóhannes Þór Hilmarsson, Haukur Haralds- son, Kristinn Jónsson og Guð- mundur Rafn Geirdal Bragason. Þeir sem vilja kynna sé kærurnar geta farið inn á vef Hæstaréttar. Undir flipanum „Ákvarðanir“ má lesa endurrit úr gerðabók Hæsta- réttar við kjör forseta Íslands. Tólf kærur vegna forsetakosninganna  Hæstiréttur hafnaði öllum kröfum um ógildingu Morgunblaðið/Eggert Hæstiréttur Dómarar réttarins höfðu í nógu að snúast í sumarhléi. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Fyrir okkur landeigendum vakir fyrst og fremst að ná stjórn á ástandinu svo við getum skilað land- inu til afkomenda okkar í góðu standi. Við berum ábyrgð á að gest- ir svæðisins séu ekki í hættu og þeir þurfa að fá ákveðna þjónustu,“ segir Benedikt Bragason, framkvæmda- stjóri Loðmundar, sem er landeig- endafélag Ytri-Sólheima í Mýrdals- hreppi. Félagið hefur hafið framkvæmdir við að bæta aðstöðu fyrir ferðafólk við Sólheimajökul. Sólheimajökull er skriðjökull sem gengur sunnan úr Mýrdalsjökli. Hann er vinsæll áfangastaður ferða- fólks og margir fara í skipulegar göngur á jökulinn. Framkvæmdirnar sem landeig- endur hafa undirbúið í tvö ár og eru nú hafnar snúast um að stækka bíla- stæðin við jökulinn og leggja á þau bundið slitlag. Jafnframt verður byggt salernishús og aðstaða fyrir starfsfólk Loðmundar og útbúnir göngustígar. Bílastæðin eiga að rúma 160 fólksbíla og 20 rútur. Þá verða útbúnar lóðir fyrir fimm þjónustuhús fyrir fyrirtæki sem standa fyrir gönguferðum. Benedikt rekur eitt þeirra, Arcanum, og mun byggja hús fyrir það. Fyrir er á staðnum kaffihús. Benedikt telur að kostnaður við þessa framkvæmd verði ekki undir 200 milljónum kr. Áformað er að greiða niður stofnkostnaðinn með innheimtu bílastæðagjalds og hefur verið samið við Bergrisa hugbúnað ehf. um uppsetningu á sjálfvirkum búnaði til að halda utan um inn- heimtuna. Búnaður frá Bergrisa er á Þingvöllum og í undirbúningi er að setja hann upp víðar á Suður- landi. Ellefu einstaklingar eiga land í Ytri-Sólheimum. Benedikt er orðinn stærsti einstaki eigandinn. Hann segir að mjög góð samstaða sé með- al landeiganda um uppbyggingunna. Elín Einarsdóttir, oddviti Mýrdals- hrepps, er formaður Loðmundar.  Bætt aðstaða við Sólheimajökul Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Skóflustunga Einar Freyr Elínarson, Benedikt Bragason og Guðlaugur Magnússon frá Bergrisa við upphaf framkvæmda við jökulinn. MýrdalsjökullEyjafjalla- jökull Tekjurnar af bílastæðum Stjórn Borgunarhefur ákveðið að allir starfsmenn fyrirtækisins fái greidda launa- uppbót sem nem- ur 900.000 krón- um á hvern starfsmann. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu frá fyrir- tækinu. Þar segir ennfremur að Borgun vilji með þessu að starfs- menn njóti þess vaxtar og viðgangs sem orðið hefur í rekstri fyrirtæk- isins síðustu misseri, sem er ekki síst mikilli og góðri vinnu starfs- fólks að þakka. Fram kemur að mikið álag hafi verið á starfsmönnum Borgunar um nokkurt skeið, enda hafi fyrir- tækið aukið verulega viðskipti sín á erlendum mörkuðum síðustu mán- uði sem hafi skilað sér með marg- víslegum hætti inn í rekstur fyrir- tækisins. Telur stjórn Borgunar ánægjulegt að starfsfólk fyrirtækis- ins njóti þess með áðurnefndri launauppbót, að því er fram kemur í tilkynningu. Tæpa millj- ón í viðbót Haukur Oddsson Karlmaður var í gær dæmdur í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart 14 ára stúlku. Hann var sakfelldur fyrir að hafa haft samræði og önnur kynferð- ismök við hana þrisvar, þótt hann vissi um aldur barnsins. Héraðsdómur Reykjaness felldi dóminn yfir manninum. Maðurinn var 28 ára þegar brotin voru framin og var hann einnig dæmdur til að greiða stúlkunni 800.000 krónur í miskabætur en samkvæmt vottorði sálfræðings hafa brotin valdið stúlkunni verulegri sál- rænni vanlíðan, grafið undan sjálfs- mynd hennar og sjálfstrausti. Þá glími hún við alvarlegan kvíða og eigi töluvert langt í land með að byggja upp heilbrigða sjálfsmynd. Játning mannsins liggur fyrir Maðurinn játaði fyrir dómi að hafa haft kynmök við stúlkuna í fimm skipti. Héraðsdómur sýknaði hann hins vegar af því að hafa haft sam- ræði og önnur kynferðismök við stúlkuna í tvö skipti, enda var ekki talið að manninum hefði í þau skipti verið kunnugt um aldur hennar. Héraðsdómur segir að aldursmunur á manninum og stúlkunni hafi verið umtalsverður og breyti engu þótt stúlkan hafi í einhverjum tilvikum átt frumkvæði að samskiptum þeirra á Skype. Upphaf málsins má rekja til þess að stúlkan leitaði til félagsráðgjafa hjá barnaverndarnefnd 12. júní 2013 og greindi frá vanlíðan vegna sam- skipta sem hún hefði átt á spjallsíðu. Í dómnum segir enn fremur að nokkur óútskýrð töf hafi orðið á rannsókn málsins en atburðirnir sem ákært var út af áttu sér stað árið 2013. Þess vegna var ákveðið að dæma manninn í skilorðsbundið fangelsi. 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.