Morgunblaðið - 01.10.2016, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2016
Eigum flestar stærðir af vetrar- og nagladekkjum.
Bjóðum upp á umfelgun og heilsárs- og vetrardekk (ónegld og negld) frá Infinity á frábæru verði.
Opið alla daga frá kl. 8–17, lau. kl. 10-14 • Sími 562 1351 Reykjavík, 421 1251 Keflavík • Gsm 861 2319
Gæðadekk
á frábæru verði
Opnum í dag
Dekkja- og bílaverkstæði
Funahöfða 6, beint ámóti AB varahlutum
Gerðu bílinn tilbúinn fyrir veturinnmeð
nýjum Infinity vetrardekkjum
Endilega
kíktu við
Heitt á
könnunni
Ónegld vetrardekk frá 9.990 kr./stk
Negld vetrardekk frá 11.900 kr./stk
Heilsársdekk frá 9.990 kr./stk
Burðardekk frá 18.900 kr./stk
Frí umfelgun ef keypt eru 4 dekk.
ÚR BÆJARLÍFINU
Sigurður Ægisson
Siglufjörður
Hinn 27. ágúst árið 1946 var
fyrstu fólksflutningabifreiðinni ekið
yfir Siglufjarðarskarð og er oftast
miðað við að vegurinn hafi verið tek-
inn í notkun þann dag. Hann er því
nýorðinn 70 ára. Reglulegar áætl-
unarferðir yfir Skarðið hófust strax
daginn eftir. Í blaðafréttum kom
fram að bifreiðarstjórinn, Baldvin
Kristinsson, hefði þurft aðstoð við
að komast yfir 600 metra kafla sem
ekki var fullfrágenginn. Bifreiðin, K
71, kom til Siglufjarðar um klukkan
fjögur síðdegis þennan dag. Þar með
var einangrun Siglufjarðar rofin, en
unnið hafði verið að vegagerðinni í
tólf sumur. Strákavegurinn leysti
svo Skarðsveginn af hólmi árið 1967.
Í ágústmánuði jókst umferð
um Héðinsfjarðargöng um 4% mið-
að við sama mánuð í fyrra. Hefur
umferðin því aukist um tæp 12% frá
áramótum miðað við sama tímabil á
síðasta ári. Stefnir í metumferð um
Héðinsfjarðargöngin nú í ár og að
heildarökutækjafjöldi verði 250-260
þúsund. Meðalumferð á dag stefnir
því í um 710 ökutæki á sólarhring.
Þegar ráðist var í gerð
Héðinsfjarðarganga áætlaði Vega-
gerðin að 350 bílar myndu fara um
þau á dag.
Hafin er skráning menningar-
erfða í Fjallabyggð. Hún er liður í
samstarfsverkefni milli tveggja
stofnana í Noregi og ÞjóðListar ehf.
á Íslandi og styrkt af Norsk-
íslenska samstarfssjóðnum.
UNESCO, menningarstofnun Sam-
einuðu þjóðanna, hefur lengi hvatt
til slíkrar skráningar í heiminum öll-
um.
Smástrákar er félagsskapur
ungliða í Björgunarsveitinni
Strákum á Siglufirði og starfa í því
24 unglingar á aldrinum 13-15 ára
ásamt sjö umsjónarmönnum. Á
vikulegum æfingum er farið yfir það
sem viðkemur björgunarsveitastarf-
inu, s.s. fjallamennsku, klifur, ís-
klifur, rötun, skyndihjálp og fleira.
Magnús Magnússon og Ragnar
Hansson leiða þetta ungliðastarf og
hafa gert undanfarin ár og eiga stór-
an þátt í því að það er jafn öflugt og
gott og raun ber vitni.
Nýr viðlegukantur Hafnar-
bryggjunnar á Siglufirði var form-
lega vígður í gær, 30. september.
Innanríkisráðherra, Ólöf Nordal,
klippti á borða og opnaði mann-
virkið formlega til notkunar. Fram-
kvæmdir hófust í febrúar 2016 við
fyllingu og niðurrekstur á stálþili,
sem er 227 metra langt. Annar við-
legukanturinn er 155 metra langur
og hinn um 60 metrar. Þá var inn-
siglingin að Siglufjarðarhöfn og
einnig hluti hafnarinnar dýpkað nið-
ur í níu metra. Eftir er að steypa
þekju á höfnina en það verður gert
næsta vor eftir að fyllingin hefur
sigið. Gamli viðlegukanturinn var
orðinn sundurryðgaður og ónýtur
og því var þessi framkvæmd löngu
tímabær. Endurbætt og stækkuð
Hafnarbryggjan mun mæta þörfum
útgerða í heimabyggð ásamt skipum
annarra útgerða. Einnig er hægt að
taka á móti stærri skemmtiferða- og
flutningaskipum. Heildarkostnaður
við þessa miklu framkvæmd er ríf-
lega 550 m.kr. Hafnarbótasjóður
styrkir byggingarhluta verkefnisins
um 75% og dýpkunarhluta um 60%
þannig að hlutur Fjallabyggðar er
um 150 m.kr. og Hafnarbótasjóðs
um 400 m.kr.
Hafnarbryggjan var upp-
haflega vígð í byrjun nóvember
1928. Norðurhliðin var þá 70 metra
löng, austurhlið 80 metrar og suður-
hlið 45 metrar. Fyrsta skipið sem
fékk að leggjast að henni var Brúar-
foss. Dettifossslagurinn svonefndi
var einmitt háður á téðri bryggju 13.
maí 1934. Hún var endurbyggð á ár-
unum 1957 til 1964 og svo núna
aftur.
Unglingamót Tennis- og bad-
mintonfélags Siglufjarðar, A-mót, er
haldið í dag og á morgun, 1. og 2.
október. Mótið er hluti af Dominos-
unglingamótaröð BSÍ. Keppendur
eru um 100 talsins frá alls sjö fé-
lögum.
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Í haustbúningi Siglufjörður er kominn í haustbúning eins og sést á þessari mynd, sem tekin var í gær.
Metumferð í Héð-
insfjarðargöngum
Börkur Gunnarsson
borkur@mbl.is
„Mér fannst mikilvægt að fá umræðu um mann-
réttindamál og samtal við Alþingi. Innanríkis-
ráðuneytið ber ábyrgð á málaflokknum en mann-
réttindamál snerta öll
stjórnvöld á einn eða annan
hátt og í raun alla í samfélag-
inu. Alþingi gegnir auðvitað
mikilvægu hlutverki á þessu
sviði. Það vantaði að mínu mati
grundvöll til að tala út frá og
þess vegna hafði ég frumkvæði
að því að gera þessa skýrslu
um mannréttindamál,“ segir
Ólöf Nordal innanríkisráð-
herra um skýrslu um mann-
réttindamál sem ráðuneyti hennar lagði fram á
Alþingi í vikunni.
„Við megum ekki gleyma skyldum okkar í
mannréttindamálum. Í alþjóðlegum samanburði
erum við framarlega í mannréttindamálum og til
okkar eru gerðar ríkar kröfur. Okkur ber skylda
til að skila skýrslu um þessi mál til Sameinuðu
þjóðanna og munum þurfa að sitja fyrir svörum
hvað það varðar hjá SÞ í nóvember.“
Þjóðir sitja fyrir svörum
Þurfið þið að sitja fyrir svörum hjá SÞ út af
mannréttindamálum, er það
út af einhverju sérstöku?
„Nei, það er það ekki. Það er reglulega farið í
gegnum það ferli að þjóðir sitji fyrir svörum varð-
andi mannréttindamál í sínu landi. Síðast sátum
við Íslendingar fyrir svörum um mannréttindamál
árið 2011.“
En svona að formsatriðum, það að skýrsla sé
lögð fram á Alþingi varðandi mannréttindamál,
hvað þýðir það? Hvað gerist svo?
„Formlega séð þá getur Alþingi ákveðið að gera
ekkert með skýrsluna. En svo getur það líka tekið
hana til umræðu og umræðan leitt til lagasetn-
ingar. Tilgangur okkar með skýrslunni er að upp-
lýsa Alþingi. Ég hafði frumkvæði að því að gera
þessa skýrslu. Öll mannréttindamál eru undir í
henni. Við þurfum að koma með tillögur að því
sem hægt væri að gera betur. Það hefur sjaldan
verið mikilvægara að standa vörð um réttindi ein-
staklinga en einmitt nú. Umræða um þær áskor-
anir sem við stöndum frammi fyrir hjálpar. Mér
finnst þurfa að vera meira af þessu að leggja
svona skýrslur fyrir þingið.“
Mannréttindateymi
Af mörgu áhugaverðu í skýrslunni eru helstu
niðurstöður að það eigi að
koma á mannréttindateymi stjórnarráðsins, að
skýrslugjöf til alþjóðastofnana vegna mannrétt-
indamála verði samræmd og heyri undir
mannréttindateymi stjórnarráðsins og að fyr-
irsvar Íslands fyrir Mannréttindadómstól Evrópu
verði fært til ríkislögmanns.
Er einhver af þessum tillögum til komin vegna
einhvers klúðurs sem hefur komið upp á?
„Nei, það er ekki þannig. En þetta eru tillögur
til að láta hlutina ganga betur fyrir sig. Við teljum
betra að málin séu á einni hendi því að í dag eru
mörg ráðuneyti með þetta á sinni
könnu. Tillögurnar eru allar til hagræðingar og
einnig hugsaðar til umræðu á Alþingi. Því það
þarf að tala um mannréttindamál.“
Ísland mun sitja fyrir svörum
um mannréttindamál hjá SÞ
Innanríkisráðherra skilaði skýrslu um mannréttindamál til Alþingis í vikunni
Ólöf
Nordal
Karlmanni voru dæmdar 550.000
krónur í miskabætur í Héraðsdómi
Reykjavíkur vegna gæslu-
varðhaldsvistar í 36 daga þar sem
sakamál á hendur honum var fellt
niður.
Maðurinn sem bjó erlendis var
sakaður um kynferðisbrot. Eftir
honum var lýst á Schengen-
svæðinu og hann síðan framseldur
til landsins vegna þessa.
Honum var haldið í fangelsi í 36
daga og síðan í framhaldinu var
hann settur í farbann á Íslandi í 28
daga.
Haldið of lengi í fangelsinu
Héraðsdómur féllst á það með
ríkinu að fullt tilefni hefði verið til
þess að handtaka manninn og halda
í gæsluvarðhaldi en taldi aftur á
móti að honum hefði verið haldið í
óhæfilega langan tíma.
Ríkið hefði ekki gefið haldbærar
skýringar á því hvað hefði valdið
töfinni.
Maðurinn stefndi ríkinu í apríl í
fyrra og krafðist þess að það myndi
greiða honum fimm milljónir í bæt-
ur.
Miskabætur til
manns sem var
haldið of lengi
Tilkynnt var um 47 innbrot í ágúst
og hafa Lögreglunni á höfuðborg-
arsvæðinu ekki borist jafn fáar til-
kynningar í einum mánuði frá því
að samræmdar skráningar brota
hófust hjá lögreglu árið 1999.
Afbrotatölfræði lögreglustjórans
á höfuðborgarsvæðinu fyrir ágúst-
mánuð 2016 hefur verið birt. Í
skýrslunni eru teknar saman upp-
lýsingar um helstu afbrot sem hafa
verið tilkynnt til lögreglu. Fjallað
er um þróunina á síðustu 13 mán-
uðum og tölur það sem af er ári
bornar saman við sama tímabil á
síðustu þremur árum.
Mun færri kynferðisbrot
Í ágúst voru skráðar 626 tilkynn-
ingar um hegningarlagabrot á höf-
uðborgarsvæð-
inu, sem er
fækkun á milli
mánaða. Lög-
reglunni bár-
ust 282 til-
kynningar um
þjófnaði sem
gerir um 45
prósent allra
tilkynntra
hegningarlagabrota í ágúst. Eru
það aðeins færri tilkynningar en
bárust síðustu þrjá mánuði á und-
an. Tilkynntum kynferðisbrotum
fækkaði töluvert á milli mánaða.
Tilkynnt var um sex kynferðisbrot
sem áttu sér stað í ágústmánuði,
sem eru um fimm sinnum færri
brot en í júlí.
Aldrei jafn fá
innbrot í borginni