Morgunblaðið - 01.10.2016, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 01.10.2016, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2016 SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Tuttugu ár eru liðin frá því að ferða- máladeild var sett á laggirnar í Há- skólanum á Hólum. Síðan þá hafa 424 nemendur út- skrifast í ferða- málafræðum og viðburðastjórnun. Fyrstu tíu árin var ein námsleið í boði, eða eins árs diplómanám í ferðamálafræði, en árið 2007 var farið að bjóða upp á þriggja ára nám til BA-gráðu í ferðamálafræðum. Ári síðar var bætt við námi til diplómagráðu í viðburða- stjórnun. Þannig hafa þrjár námsleiðir verið í boði undanfarin ár en innan Háskól- ans á Hólum er núna verið að þróa nýtt nám sem áætlað er að hefjist haustið 2017. Um er að ræða BA-nám í gestamóttöku og stjórnun (e. hospit- ality management). Laufey Haraldsdóttir, deildarstjóri ferðamáladeildar, segir í samtali við Morgunblaðið að um nýjung sé að ræða hér á landi. Boðið sé upp á nám í hótel- og veitingastjórnun í opna há- skólanum í HR, í samstarfi við César Ritz-skólann í Sviss, en fyrirhugað nám við ferðamáladeildina á Hólum muni taka á gestamóttöku og stjórn- un á breiðari grundvelli. Alls eru nú um 140 nemendur í ferðamáladeildinni á Hólum og allir í fjarnámi. „Við bjóðum upp á svokallað bland- að nám, bæði stað- og fjarnám, en í hverju námskeiði eru 1-2 daga lotur á Hólum fyrir fjarnema. Við leggjum mikla áherslu á að nemendur mæti í loturnar til að hitta samnemendur og kennara, og til að fá kennslu og vinna að verkefnum sem erfitt er að sinna í gegnum tölvu. Þetta á meðal annars við um útivistarverkefni, verklegar æfingar og hópverkefni ýmiskonar,“ segir Laufey. Sambærilegt fyrir- komulag verður á hinu nýja námi í gestamóttöku og stjórnun. Háskólinn á Hólum hefur einnig verið með rann- sóknartengt meistaranám í ferða- málafræði en fyrstu nemendurnir úr því námi voru útskrifaðir árið 2014. Að sögn Laufeyjar er áhersla lögð á náttúru og menningu í því BA-námi í ferðamálafræði sem boðið er upp á í dag, en í nýrri námsleið verður áherslan á stjórnun og móttöku gesta, hvort sem það er á hóteli, veit- ingahúsi, í hópferðum eða annars staðar þar sem verið er að taka á móti ferðamönnum. „Við erum enn að þróa þetta en ferðaþjónustan hefur verið að kalla eftir svona námi hér á landi,“ segir Laufey og bendir á niðurstöður verk- efnis sem Stjórnstöð ferðamála stóð fyrir á dögunum, þar sem greindar voru þarfir fyrir úrbætur sem styðja við hæfni, gæði, fagmennsku og þekkingu í ferðaþjónustu. Þar hafi m.a. komið í ljós mikil þörf á góðri menntun fyrir stjórnendur og að það hafi verið greint sem forgangsverk- efni. „Þetta kemur heim og saman við það sem við finnum í okkar starfi. Námið sem við erum að þróa í gesta- móttöku og stjórnun svarar þannig ákveðinni þörf greinarinnar.“ Að sögn Laufeyjar hefur Háskól- inn á Hólum átt gott samstarf við at- vinnugreinina í gegnum tíðina, enda sé samtal þar á milli afar mikilvægt. „Aðsóknin í námið hjá okkur hefur verið nokkuð stöðug undanfarin ár. Þegar við byrjuðum árið 1996 voru sex nemendur í staðnámi hérna á Hólum en síðan þróaðist þetta yfir í blandað nám, bæði stað- og fjarnám, en núna erum við í fyrsta sinn með alla nemendur í fjarnámi.“ Samtal við ferðaþjónustuna Eins og kemur fram hér neðar á síðunni verður ráðstefna haldin á Grand Hótel í Reykjavík á mánudag, í tilefni 20 ára afmælis deildarinnar. „Við ætlum að líta yfir farinn veg en fyrst og fremst að líta til fram- tíðar. Þarna koma saman bæði fulltrúar stjórnvalda og ferðaþjónust- unnar, ásamt sérfræðingum í þessum fræðum. Við höfum alltaf lagt mikla áherslu á samstarf við ferðaþjón- ustuna. Hluti af náminu hjá okkur er hagnýtur. Nemendur fara í verklegt nám, bæði í diplómanámi og til BA- gráðu, og við sjáum fyrir okkur sam- bærilegt fyrirkomulag í hinu nýja námi í gestamóttöku og stjórnun,“ segir Laufey að endingu. Við ferðamáladeildina starfa átta akademískir starfsmenn, auk þess sem sérfræðingar hafa verið fengnir í stundakennslu á stök námskeið. Nýtt nám í móttöku og stjórnun  Ferðamáladeild Háskólans á Hólum 20 ára  Býður upp á þrjár námsleiðir og sú fjórða í pípunum  140 nemendur og allir í fjarnámi  Ferðaþjónustan kallar eftir meira námsframboði hér á landi Ljósmynd/Pálína Ósk Hraundal Hólar Nemendur í ferðamálafræðum við Háskólann á Hólum læra úti við í góða veðrinu, við gamla bæinn á Hólum. Laufey Haraldsdóttir Í tilefni 20 ára afmælis ferða- máladeildar Háskólans á Hólum er boðað til ráðstefnu á Grand Hótel nk. mánudag kl. 13, þar sem um- fjöllunarefnið er menntun á há- skólastigi í ferðamálafræði og gestamóttöku. Ráðstefnunni er ætl- að að vera innlegg í þá umræðu sem nú stendur yfir um menntun í ferðamálum. Aðgangur er ókeypis en skráning fer fram á holar.is. Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, og Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri munu ávarpa ráðstefnuna ásamt Erlu Björk Örnólfsdóttur, rektor Há- skólans á Hólum, og Laufeyju Har- aldsdóttur, deildarstjóra ferða- máladeildar. Reidar J. Mykletun, prófessor við Universitetet í Stavanger í Nor- egi, og Þórir Erlingsson, kennari við Ferðamáladeild Kennesaw State University í Bandaríkjunum, munu fjalla um nám í gesta- móttöku í Noregi og Bandaríkj- unum og fulltrúar frá ferðaþjón- ustunni, þau Erna Dís Ingólfsdóttir frá Íslandshótelum, Jónas Guð- mundsson frá Safe Travel, Ágúst Elvar Bjarnason frá Arctic Advent- ures og Ingibjörg Ólafsdóttir, hót- elstjóri Radisson Blu – Hótel Saga, munu ávarpa ráðstefnuna. Ráðstefnunni mun ljúka á pall- borðsumræðum þar sem Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra, Óskar Jósefsson frá Stjórnstöð ferðamála, Gunnar Jóhannesson frá Ferðamáladeild HÍ, Ingibjörg Sigurðardóttir frá Ferðamáladeild Háskólans á Hólum, María Guð- mundsdóttir frá SAF og Baldur Sæmundsson frá Menntaskólanum í Kópavogi munu ræða stöðu há- skólamenntunar í ferðaþjónustu á Íslandi og næstu skref. Stjórnandi pallborðsins verður Guðrún Þóra Gunnarsdóttir frá Rannsóknar- miðstöð ferðamála. Fundarstjóri verður Helga Árnadóttir, fram- kvæmdastjóri SAF. Ræða menntun framtíðarleiðtoga  Ráðstefna fyrir ferðaþjónustuna Morgunblaðið/Eggert Ferðaþjónusta Ferðamenn þarfnast þjónustu og leiðsagnar og aukin þörf hefur skapast fyrir menntun starfsfólks í öllum stöðum ferðaþjónustunnar. OFFENTLIGT UDBUD af aftaler om behandlingsforløb for afhængige i Grønland Grønlands Selvstyre v/Departementet for Sundhed udbyder hermed 9 aftaler (delaftaler) om behandlingsforløb for afhængige i Grønland. Udbudsformen er offentligt udbud. Tilbudsfristen er mandag 21. november 2016, kl. 09.00, vestgrønlandsk tid. Der kan afgives tilbud på en eller flere delaftaler. Samtlige behandlingsforløb skal kunne omfatte klienter med afhængighed af: • Alkohol • Hash • Alkohol og hash (blandingsmisbrug) • Spil (ludomani) Delaftalerne har en varighed på 2 år med ikrafttræden 1. april 2017 og med op- tion på forlængelse 1 år ad gangen i alt 2 gange. Den maksimale varighed af delaftalerne er således 4 år. Aftalerne vil blive tildelt i henhold til kriteriet “bedste forhold mellem pris og kva- litet”. Underkriterier samt deres indbyrdes vægtning fremgår af udbudsmateria- let. Desuden fremgår nærmere krav og vilkår vedrørende tilbudsafgivelsen samt yderligere oplysninger om den udbudte ydelse. Læs hele udbudsbekendtgørelsen her: www.businessingreenland.gl/da/Udbud/Aktuelle-udbud Atornerluinermik Iliuuseqarasuartarnermillu Paasisimasaqarfik Videnscenter for Misbrug og Tidlig Indsats

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.