Morgunblaðið - 01.10.2016, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.10.2016, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Íslensk erfða-greining fagn-aði í gær 20 ára afmæli. Vorið 1996 kynnti Kári Stefánsson, for- stjóri Íslenskrar erfðagreiningar, fyrst áform sín um að stofna fyrirtækið. Kom þá fram að áhættu- fjárfestar hefðu samþykkt að leggja fram tíu milljónir dala í fyrirtækið og kvaðst hann gera ráð fyrir að það myndi duga til að reka það í tvö ár. Kári sagði þá að fyrirtækið myndi starfa á sviði mann- erfðafræði og byggja tilveru sína á því að leita að stökk- breytingum í erfðavísum, sem væru valdir að ýmsum algeng- um sjúkdómum á borð við syk- ursýki, geðklofa, þunglyndi og fleira. Nýta ætti sérstöðu Ís- lendinga með tilliti til erfða- stofns og sögu og byggja rann- sóknirnar upp á Íslandi. „Hugmyndin er sú að selja ekki graðfolann úr landi heldur ala kynið á Íslandi,“ sagði Kári með kjarnyrtum hætti þegar hann kynnti fyrirætlanir sínar fyrir tveimur áratugum. Allt það sem Kári sagði í þessu viðtali fyrir rúmum 20 árum hefur gengið eftir og gott betur. Íslensk erfðagreining hefur markað sér sess í fremstu röð í erfðavísindum. Rannsóknir fyrirtækisins hafa ítrekað vakið athygli um allan heim og hefur verið fjallað um þær á forsíðum stórblaða á borð við New York Times. Fyrirtækið hef- ur opnað íslensku vísindasamfélagi möguleika sem aldrei hefðu staðið til boða án þess. Það mikla áhættufé sem lagt var í fyrir- tækið gerði kleift að kaupa dýr- an tækjakost og byggja upp fyrsta flokks aðstöðu til að stunda rannsóknir. Fullyrða má að margir íslenskir vísinda- menn hefðu aldrei snúið aftur heim að loknu námi án tilkomu fyrirtækisins. Á Íslandi hefur vísindalegum uppgötvunum Íslenskrar erfðagreiningar verið minna hampað, en þeim mun meiri áhersla verið lögð á viðskipta- hliðina í íslenskum fjölmiðlum. Um tíma kepptust sumir fjöl- miðlar einnig við að gera rann- sóknir fyrirtækisins og fyrir- ætlanir tortryggilegar. Síðar kom á daginn að í nágranna- löndunum, sem vinsælt er að bera Ísland saman við, voru menn tilbúnir að ganga lengra, til dæmis í að gera gagna- grunna á heilbrigðissviði, án þess að nokkur möglaði. Kári Stefánsson sagði í við- tali við mbl.is í gær í tilefni af afmælinu að hann hefði sett fyrirtækið saman til þess að geta stundað vísindi: „Ég hafði aldrei neinn áhuga á bisness og hef ekki enn. Þetta var bara að- ferð til að fjármagna dýrar rannsóknir og það tókst.“ Íslensk erfðagrein- ing hefur verið í far- arbroddi í erfðavís- indum í 20 ár} Í fremstu röð Ný meðferðar-stöð SÁÁ rís nú í Vík á Kjalar- nesi og er stefnt að því að taka hana í notkun á næsta ári. Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, segir í samtali við Morg- unblaðið í gær að hið nýja hús verði borgað með eigin fjár- öflun eins og framkvæmdir samtakanna hingað til. „Það er alltaf verið að herða kröf- urnar og við erum að verða við þeim og uppfæra allan aðbún- að sjúklinga okkar þannig að hann mæti nútímakröfum,“ sagði Arnþór. Á næsta ári verða liðin 30 ár frá stofnun Samtaka áhuga- manna um áfengis- og vímu- efnavandann. SÁÁ gegnir mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi. Áfengi og önnur vímuefni valda gríðarlegu tjóni í ís- lensku samfélagi. Alkóhólismi hefur rústað ófáum fjöl- skyldum. Hann veldur ekki bara fíklinum skaða, heldur öllum hans nán- ustu aðstand- endum. Mörgum hættir við að tala um áfengi eins og það sé hver önnur neysluvara. Staðreyndin er hins vegar sú að engin önnur neysluvara, sem seld er löglega á Íslandi, hefur jafn afdrifarík áhrif á hegðun fólks og hugsun og áfengi. Þá er ótalið tjónið sem neysla áfengis og vímuefna veldur þjóðfélaginu öllu í töp- uðum vinnustundum og kostn- aði við heilbrigðisþjónustu og félagslega aðstoð, svo eitthvað sé nefnt. Víst er að það hleyp- ur á milljörðum króna á hverju ári. SÁÁ hefur hjálpað mörgum að komast út úr öngstræti fíknarinnar og ná stjórn á lífi sínu á nýjan leik. Það framlag er ómetanlegt og framkvæmd- irnar í Vík sýna að innan sam- takanna er metnaður til að styrkja þau enn í sessi. SÁÁ hefur hjálpað mörgum út úr öng- stræti fíknarinnar} Ný meðferðarstöð F ormenn þeirra tveggja stjórn- málaflokka sem mynduðu síðustu ríkisstjórn, Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, kvöddu sér hljóðs á Al- þingi í liðinni viku í kjölfar þess að Sigurður Ingi Jóhannsson forætisráðherra tilkynnti þingrof og kosningar í lok þessa mánaðar. For- mennirnir, Oddný G. Harðardóttir og Katrín Jakobsdóttir, höfðu báðir á orði að ástæða þess að kosningum hefði verið flýtt væri sú að Sig- mundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi for- sætisráðherra, hefði sagt ósatt um eignir fjöl- skyldu sinnar í aflandsfélagi. Forystumenn annarra stjórnarandstöðuflokka á þingi tóku einnig til máls á sömu nótum. Ræðurnar eru mjög athyglisverðar. Ekki voru lengur uppi ásakanir um að Sigmundur Davíð hefði brotið lög, verið báðum megin borðsins í samningum við föllnu bankana eða hagnast á einhvern hátt persónulega líkt og fullyrt var í vor eftir umdeildan Kastljósþátt um svonefnd Panamaskjöl. Enda ekki verið sýnt fram á slíkt. Ekki var heldur talað um að Sigmundur Davíð hefði sjálfur átt umræddar eignir heldur fjölskylda hans. Eina sem eftir stóð voru ásakanir um ósannsögli. Vitanlega er slíkt ekki ásættanlegt sé það á rökum reist. En það sitja greinilega ekki allir við sama borð í þeim efn- um. Förum aftur til ársins 2009. Nánar tiltekið 3. júní. Sig- mundur Davíð spurði Steingrím J. Sigfússon, þáverandi formann VG og fjármálaráðherra, á Alþingi um stöðuna í Icesave-deilunni og hvort búast mætti við samningum við brezk og hollenzk stjórnvöld á næstunni. Steingrímur svaraði að engar formlegar viðræður hefðu átt sér stað. Einungis „könnunarviðræður eða könnunar- þreifingar“ væru í gangi sem gengið hefðu hægt. Fullvissaði hann Sigmund um að ekki stæði til að ganga frá samningum á næstu dög- um. Áður en til þess kæmi yrði í öllu falli haft samráð við þingið. Tveimur dögum síðar var gengið frá lausum endum í samkomulagi við brezk og hollenzk stjórnvöld öllum að óvörum. Steingrímur sagði Alþingi og þjóðinni ljóslega ósatt. Það mál varðaði þó ekki persónuleg fjármál maka hans heldur framgöngu hans í stærsta hagsmuna- máli sem þjóðin hefur staðið frammi fyrir sem honum hafði verið treyst fyrir sem fjármálaráðherra og varðaði embættisfærslur hans með beinum hætti. Þær Oddný og Katrín sátu þá báðar á þingi og Katrín í ríkisstjórn. Hvorug fór fram á það að Steingrímur segði af sér vegna þessarar framgöngu hans. Hvað þá að þing- kosningum yrði flýtt. Enginn sagði heldur af sér. Mikið hefur verið rætt um takmarkað traust til Alþingis á liðnum árum. Þar hefur vafalítið spilað inn í sú tvöfeldni sem of oft gerir vart við sig að líta svo á að aðalatriðið sé ekki hvað sé gert heldur hver gerir það. Er virkilega til of mikils ætlazt að þingmenn reyni að minnsta kosti að vera sjálfum sér samkvæmir? hjortur@mbl.is Hjörtur J. Guðmundsson Pistill Að segja ósatt STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Guðni Einarsson gudni@mbl.is É g geri fastlega ráð fyrir því að það verði aukning í kvótum Ís- lendinga, fyrst ráðgjöf Alþjóðahafrannsókna- ráðsins er að hækka,“ sagði Jens Garðar Helgason, formaður Sam- taka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). „Auðvitað er það ánægjuefni þegar fiskistofnar stækka. Um leið þurfa strandveiðiþjóðirnar að ganga skyn- samlega um auðlindina. Það er aðal- atriðið til lengri tíma litið.“ Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) ráðleggur að afli ársins 2017 af norsk-íslenskri vorgotssíld verði ekki meiri en 646 þúsund tonn. Það er 104% aukning frá ráðlögðu afla- marki ársins 2016 upp á 317 þúsund tonn. Gert er ráð fyrir að aflinn á árinu verði 377 þúsund tonn því ekki náðist samstaða strandríkja um skiptingu aflaheimilda. Íslenskum skipum var úthlutað 46 þúsund tonn- um á þessu ári, samkvæmt ákvörðun stjórnvalda. Miðað við sama hlutfall gæti aflamark Íslendinga í norsk- íslenskri vorgotssíld orðið tæplega 94 þúsund tonn árið 2017. Nú er talið að hrygningarstofn norsk-íslensku vorgotssíldarinnar í fyrra hafi verið þriðjungi stærri en mat síðasta árs benti til. Þá er stofn- inn í upphafi næsta árs metinn vera tæplega 40% stærri en í fyrri úttekt. Kristján Þórarinsson, stofnvist- fræðingur hjá SFS, sagði það felast í gildandi aflareglu að ef stærð stofns er yfir viðmiðunarmörkum gildi ákveðið veiðihlutfall. Fari stofninn niður fyrir viðmiðunarmörkin sé veiðihlutfallið lækkað til að stuðla að stækkun stofnsins. „Svonefnd veiði- dánartala var í fyrra 0,083 en fer núna upp í 0,124. Hún er hækkuð um nær 50%,“ sagði Kristján. Mikil aukning í ráðlögðum afla í síld frá þessu ári og til næsta árs skýrist af því að stofninn er metinn stærri en áður, en einnig af hærra veiðihlut- falli samkvæmt aflareglunni. Meiri kolmunni á næsta ári Lagt er til að kolmunnaafli næsta árs verði innan við 1.342 þús- und tonn. Ráðgjöfin fyrir þetta ár var 776 þúsund tonn. Aflaregla frá 2008 er fallin úr gildi. Ekki hefur náðst samkomulag um skiptingu á meðal þjóða sem stunda veiðar úr kolmunnastofninum. Áætlað er að heildaraflinn verði tæplega 150 þús- und tonn á þessu ári. „Það er mikið fagnaðarefni fyrir okkur Íslendinga að kolmunna- stofninn sé stór,“ sagði Jens. „Við erum með tæplega 17% af heildar- kvótanum.“ Samkvæmt því ætti hlutdeild Íslendinga á næsta ári að vera um 228 þúsund tonn. Hlutur ís- lenskra skipa á þessu ári var um 164 þúsund tonn af kolmunna. Meiri makríll Jens segir að ósamið sé um makrílinn og því hafi Íslendingar miðað sína hlutdeild við ráðgjöf ICES. Hann bendir á að ICES sé að færa ráðlagðan afla að því sem veiðin er í raun. Ráðgjöf ICES fyrir þetta ár varðandi makríl var að aflinn yrði ekki meiri en 667 þúsund tonn. Ráð- gjöfin var endurskoðuð fyrr í þess- um mánuði og hækkuð í 774 þúsund tonn. ICES gerir ráð fyrir því að heildarafli í makríl á þessu ári verði um 1,05 milljónir tonna og ráðleggur að makrílafli næsta árs verði ekki meiri en 944 þúsund tonn. Aflaheimildir íslenskra skipa í makríl á þessu ári voru 152 þúsund tonn. Makrílkvótinn á næsta ári gæti orðið um 160 þúsund tonn. Tillaga um meiri síld, kolmunna og makríl Morgunblaðið/Árni Sæberg Veiðar Fiskistofnar sem þjóðir við Norðuraustur-Atlantshaf deila með sér eru að styrkjast og því má ætla að veiðar úr þeim verið auknar 2017. Fundi ráðgjafarnefndar Alþjóða- hafrannsóknaráðsins (ICES) lauk nýlega. Þar var m.a. gefin út ráðgjöf um heildarafla norsk- íslenskrar vorgotssíldar, kol- munna, makríls og úthafskarfa í Norðaustur-Atlantshafi fyrir næsta ár. Íslendingar stunda umtalsverðar veiðar úr um- ræddum fiskistofnum. Alþjóðahafrannsóknaráðið er alþjóðleg vísindastofnun og var það stofnað í Kaupmannahöfn árið 1902. Það er elsta stofnun sinnar tegundar í heiminum. Aðildarríki eru 20 talsins, 18 Evrópuríki auk Bandaríkjanna og Kan- ada. Hlutverk stofnunar- innar er að samræma haf- og fiskirann- sóknir í Norður- Atlantshafi og veita m.a. ráð- gjöf um afla- mark. Veitir ráðgjöf um aflamark ALÞJÓÐAHAFRANN- SÓKNARÁÐIÐ Jens Garðar Helgason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.