Morgunblaðið - 01.10.2016, Síða 29

Morgunblaðið - 01.10.2016, Síða 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2016 Frumsýnum Toyota Hilux AT44 6X6 á nýjum Arctic Trucks radíaldekkjum frá Nokian. Á leiðinni á Suðurpólinn! Nissan Navara AT35 Toyota Hilux AT35 Iveco AT40 Sprinter AT46 Arctic Trucks Ísland ehf. Kletthálsi 3 110 Reykjavík Sími 540 4900 Netfang info@arctictrucks.is Vefur www.arctictrucks.is EXPLORE WITHOUT LIMITS ® STÓRSÝNING! laugardaginn 1. október 2016 kl. 11-15 Pylsur á grillinu, gos og ís í boði! Vönduð jeppadekk fyrir flestar gerðir jeppa. JEPPADEKK Viair 85p loftdæla fylgir öllum seldum dekkjagöngum meðan birgðir endast. Fullt plan af glæsilegum Arctic Trucks bílum í ýmsum útfærslum! Forsýning! Nýtt Arctic Trucks 44” radíaldekk! Forsýnum nýtt og byltingarkennt 44” Arctic Trucks radíaldekk sem hannað er í samstarfi við sérfræðinga hins þekkta dekkjaframleiðanda Nokian. Kemur í sölu í byrjun árs 2017. VERKSTÆÐIÐ OPIÐ LAGERHREINSUN! Bílar í breytingu á lyftum. Sérfræðingar í jeppabreytingum segja frá vinnuferli við jeppabreytingar Við tókum til á lagernum hjá okkur og seljum nú ýmsar vörur fyrir eldri bíla á frábæru verði. Komdu og gerðu frábær kaup! • Grillgrindur • Ljósahlífar • Ljóskastarar • Dekk • Felgur • og margt, margt fleira Ný og glæsileg tæki frá Yamaha í sýningarsalnum. Fyrri hluti Íslandsmóts tafl-félaga hófst í Rimaskóla íReykjavík á fimmtudags-kvöldið með keppni í 1. deild en í henni eiga sæti tíu félög. Alls eru 47 sveitir skráðar til leiks í fjórum deildum og má búast við því að á fjórða hundrað manns sitji að tafli í Rimaskóla um helgina. Núver- andi Íslandsmeistarar er skáksveit Hugins og á pappírunum er sveitin með sterkasta liðið en Taflfélag Reykjavíkur er einnig sigur- strangleg. Seinni hluti keppninnar fer fram í mars á næsta ári. Dawid Kolka skákmeistari Hugins Meistaramót Hugins lauk um síð- ustu helgi þegar þrír ungir skák- menn, Dawid Kolka, Óskar Víkingur Davíðsson og Heimir Páll Ragnars- son, háðu aukakeppni um sæmdar- heitið Skákmeistari Hugins eftir að hafa lent í 7.-10. sæti á meistaramóti félagsins. Í aukakeppninni stóð Dawid uppi sem sigurvegari og vann þessa nafnabót í annað sinn. En í að- almótinu tefldu einnig skákmenn sem eru skráðir í önnur félög og þar urðu efstir: 1. Davíð Kjartansson 6½ v. (af 7 ) 2.-3. Sævar Bjarnason og Jón Trausti Harðarson 5 v. 4.-6. Björg- vin Víglundsson, Mikael Jóhann Karlsson og Dagur Ragnarsson 4½ v. Haustmót TR er nýhafið og eftir þrjár umferðir í A-riðli er Þorvarður Ólafsson efstur með 2½ vinning af þremur en í 2. sæti koma Ingvar Þór Jóhannesson og Oliver Aron Jó- hannesson með 2 vinninga. Í B-riðli er Aron Þór Mai efstur með 3 vinn- inga og í C-riðli eru Ólafur Evert Úlfsson og Héðinn Briem efstir með 3 vinninga. Tal-mótið á frægu listasafni Þessa dagana fer fram í mót helg- að minningu Mikhael Tal sem lést langt fyrir aldur fram um mitt sum- ar árið 1992. Þetta mót fer fram í ný- standsettu Tretjakov-listasafninu í Moskvu, en forseti rússneska skák- sambandsins, milljarðamæringurinn Andrei Filatov, hefur það á stefnu- skrá sinni að halda meiriháttar skák- viðburði á listsöfnum. Þetta er ekki ný hugmynd; þegar Hollendingar héldu upp á 75 ára afmæli Max Euwe fór afmælismótið fram í Van Gogh-safninu í Amsterdam. Tal-mótið, sem var haldið í fyrsta skipti fyrir 10 árum, dregur til sín fremstu stórmeistara heims þó að Magnús Carlsen og Sergei Karjakin sitji yfir undirbúningi fyrir HM- einvígið í næsta mánuði. Í ár var byrjað var á hraðskákmóti en fimm efstu vinna sér rétt til að tefla einu sinni oftar með hvítu í aðalmótinu. Aserinn Mamedjarov vann yfir- burðasigur, en eftir tvær fyrstu um- ferðirnar voru Giri, Anand og Nepo- mniachtchi efstir með 1½ vinning. Sá síðastnefndi veiddi andstæðing sinn í gildru í skák þeirra í fyrstu umferð: Ian Nepomniachtchi – Evgení Tomashevsky Skoski leikurinn 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. d4 exd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rxc6 bxc6 6. e5 De7 7. De2 Rd5 8. c4 Ba6 9. b3 g6 10. f4 Bg7 11. Df2 Rf6?! 12. Ba3 d6 13. Rc3 O-O 14. O-O-O! Svona einfalt er það. Þó að byrj- unarleikir svarts hafi allir sést áður er eins og þessi einfalda leið hafi skotist framhjá mönnum. Svarta staðan er óteflandi. 14. … Re8 15. g3! Bb7 16. Bg2 f6 17. exd6 Rxd6 Eða 17. … cxd6 18. Hhe1 Dc7 19. f5! o.s.frv. 18. c5 Rf5 19. Hhe1 Df7 20. Bf1! Og nú finnst engin vörn við hótun- inni 21. Bc4. 20. … Hfd8 21. Hxd8 Hxd8 22. Bc4 Hd5 23. De2 – Hrókurinn á d5 má bíða, Nepo knýr fyrst fram drottningarupp- skipti og svartur lagði niður vopnin. 47 sveitir skráðar til leiks á Íslandsmóti skákfélaga Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is Keppnin um Súgfirðingaskálina hafin Haustmánuður er genginn í garð og þá hefst keppni um Súgfirðinga- skálina, tvímenningsmót Súgfirð- ingafélagsins. Þetta er í 16. skipti sem keppnin er haldin. Mæting var bærileg, 13 pör styrktu félagsauð- inn. Úrslit úr fyrstu lotu urðu eftirfar- andi en meðalskor er 130 stig. Kristján Pálss. - Ólafur Karvel Pálss. 160 Ásgeir I. Jónsson - Sigurður G. Ólafss. 148 Hnikarr Antonss. - Guðbjartur Halldórs. 143 Sveinbjörn Jónsson - Sigurður Ólafss. 140 Flemming Jessen - Sigurður Þorvaldss. 138 Gróa Guðnad. - Alda S. Guðnadóttir 137 Bræðurnir Kristján og Ólafur Karvel byrjuðu mótið af krafti og enduðu kvöldið með 61,7% skor. Spilaðar verða sjö lotur og telja sex beztu skorin. Næsta lota verður spiluð í gormánuði þann 31. október. Minningarmótið í Gullsmára Spilað var á 10 borðum í Gull- smára fimmtudaginn 29. september. Úrslit í N/S: Björn Árnason - Lúðvík Ólafsson 248 Pétur Antonsson - Guðl. Nielsen 197 Samúel Guðmss. - Jón Hannesson 193 Birgir Ísleifsson - Jóhann Ólafsson 183 A/V Guðrún Gestsd. - Ragnar Ásmundsson 213 Kristín G. Ísfeld - Óttar Guðmundss. 211 Vigdís Sigurjónsd. - Sigurður Dagbjarts. 188 Guðbjörg Gíslad. - Sigurður Sigurðss. 184 Og eftir 2 spiladaga (af 4) í Hann- esarmótinu,er staða efstu spilara: Lúðvík Ólafsson 451 Kristín G. Ísfeld - Óttar Guðmss. 420 Samúel Guðmss. - Jón Hannesson 400 Vigdís Sigurjónsd. - Sigurður Dagbjarts. 398 Guðrún Gestsd. - Ragnar Ásmundss. 376

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.