Morgunblaðið - 01.10.2016, Side 31
UMRÆÐAN 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2016
56 10 000
TAXI
BSR
Góð þjónusta
yfir 90 ár
10%
afsláttur
fyrir 67 ára
og eldri
Fyrir nokkrum dög-
um síðan kom „frétt“ á
RÚV http://www.ruv.is/
frett/telja-heilbrigd-
ismalin-mikilvaegust:
þar sem sagði meðal
annars að 45% kjós-
enda telja heilbrigð-
ismálin og að 13% telja
málefni aldraðra vera
mikilvægustu umfjöll-
unarefni fjölmiðla í að-
draganda þingkosninganna í næsta
mánuði.
Þetta segir RÚV að komi fram í
könnun sem Maskína gerði fyrir þá
sex vikum fyrir alþingiskosningar og
hafi fréttastofan ákveðið að kanna
hvaða málefni brynnu helst á kjós-
endum og hvað þeir vildu að fjallað
yrði um í aðdraganda kosninganna og
að þátttakendur hafi verið beðnir um
að raða upp 12 kosningamálefnum eft-
ir mikilvægi þeirra.
Á vef Maskínu kemur fram að
„Könnun þessi er gerð af Maskínu fyr-
ir RÚV. Hún er um afstöðu Íslendinga
til hvaða málefni fólk vill helst að
fjallað verði um í aðdraganda næstu
kosninga“
Þetta væri allt gott og blessað ef
fréttastofa RÚV hefði ekki búið sjálft
til spurningarnar og ef þeir hefðu ekki
bara haft 12 fyrirfram ákveðin málefni
til að spyrja um og enga aðra valkosti
sem þó eru búnir að vera áberandi í
umræðunni undanfarin ár.
Með fullri virðingu fyrir heilbrigð-
ismálunum, öryrkjum, öldruðum og
öðrum af þessum 12 málefnum sem
þóknast fréttastofu RÚV þá eru þessi
vinnubrögð ekki boðleg og sérstaklega
ekki af þeim aðila sem stjórnar og
stýrir sjónvarpsumræðuþáttum allra
stjórnmálaflokkana og notar þar þess-
ar fölsuðu og fyrirframgefnu sjálfs-
upplýsingar til að leiða umræðuna
eitthvað sem hentar ég veit ekki hverj-
um en allavega fréttastofu RÚV.
Hvar er til dæmis spurningin um af-
nám verðtryggingar af lánum heim-
ilanna sem RÚV hefur nánast ekkert
viljað fjalla um undanfarin ár, hvar er
spurningin um viðvarandi fram-
færsluvanda eða réttara sagt fátækt á
Íslandi og hvar er spurningin um þörf
á uppstokkun í stjórnkerfinu og
stjórnsýslunni?
Ég spyr, hvernig getur könnun með
nokkrum völdum spurningum án vals
um neitt annað sem búið er að vera í
umræðunni undanfarna mánuði og ár
verið marktæk og notuð af ráðandi
ríkisfjölmiðli í kosninga-
baráttunni sem grunnur
að því hvað Íslendingar
vilja helst að rætt sé í
t.d. kosningasjónvarpinu
hjá RÚV sem smitar
auðvitað líka inn í aðra
umræðu og aðrar frétta-
stofur.
Ef fréttastofa RÚV
bregst ekki við þessu
strax og lætur gera víð-
tækari könnun með t.d.
þeim spurningum sem
ég nefni hér að ofan og einhverjum
fleiri ef vilji er til þá munu Hagsmuna-
samtök heimilanna (HH) láta gera
könnun þar sem fólki er gefinn kostur
á vali um það hvað því finnist að þurfi
að ræða í aðdraganda þessara kosn-
inga.
Við í HH erum alveg tilbúinn að
hjálpa til við að finna spurningar og
við teljum okkur vita hvaða málefni
verða efst á listanum þegar fólkinu í
landinu er boðið upp á alvöru val-
möguleika sem endurspeglar sam-
félagið og heimilin en ekki aflokaðan
heim fréttastofu RÚV.
RÚV býr til umræðuna og stjórnar
henni svo líka í krafti einokunar
Eftir Vilhjálm
Bjarnason »Með fullri virðingu
fyrir þessum 12
málefnum sem þóknast
fréttastofu RÚV þá
eru þessi vinnubrögð
ekki boðleg.
Vilhjálmur Bjarnason
Höfundur er formaður Hagsmuna-
samtaka heimilanna.
á forsætisráðherra lýðveldisins í
Kastljósþættinum. Ekki einu sinni
flokksbræður Sigmundar, sem sumir
hafa ráðist á hann undir því yfirskini
að hann hafi ekki áunnið sér traust
flokksmanna og segja að hans vegna
sé flokkurinn ekki trúverðugur.
Þessu er alveg öfugt farið. Flokk-
urinn naut fylgis langt út fyrir raðir
framsóknarmanna út á verk Sig-
mundar í seinustu kosningum.
Flokkurinn gæti aftur fengið fylgi
ekki-framsóknarmanna út á það sem
hann hefur gert undir stjórn Sig-
mundar.
Ekki er víst hvort eða hvenær
Framsókn eignast aftur jafn öflugan
forystumann, sem Sigmundur er.
Fórni flokkurinn honum vegna ein-
hvers valdapots forystunnar þá er
Framsóknarflokkurinn ekki á vetur
setjandi.
» Það er mikill munur
á að ljúga vísvitandi
í mörg ár eða svara
klaufalega á örskots-
bragði eftir að vera
leiddur í gildru og
komið úr jafnvægi.
Höfundur er verkfræðingur.
Atvinnublað
alla laugardaga
Sendu pöntun á augl@mbl.is eða
hafðu samband í síma 569-1100
Allar auglýsingar birtast bæði í
Mogganum og ámbl.is
ER ATVINNUAUGLÝSINGIN
ÞÍN Á BESTA STAÐ?