Morgunblaðið - 01.10.2016, Síða 33

Morgunblaðið - 01.10.2016, Síða 33
sjón hafa Silvía, Ásta Lóa o.fl. Messa kl. 11. Altarisganga. Samskot til ABC- barnahjálpar. Messuhópur þjónar. Fé- lagar í kirkjukór Grensáskirkju syngja. Organisti er Ásta Haraldsdóttir. Prestur er sr. Ólafur Jóhannsson. Molasopi eft- ir messu. Hversdagsmessa með léttu sniði á fimmtudag kl. 18.10-18.50 . Þorvaldur Halldórsson sér um tónlist GRUND dvalar- og hjúkrunarheim- ili | Messa með altarisgöngu í hátíð- arsal kl. 14. Auður Inga Einarsdóttir, heimilisprestur, þjónar fyrir altari. Grundarkórinn leiðir söng undir stjórn Kristínar Waage organista. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Karl V. Matthíasson. Barnakór Guð- ríðarkirkju syngur undir stjórn Ásbjargar Jónsdóttur. Kirkjuvörður er Lovísa Guð- mundsdóttir. Kaffisopi eftir messu. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Messa og sunnudagskóli kl. 11. Prestur sr. Þórhildur Ólafs. Organisti er Guð- mundur Sigurðsson. Félagar í Barböru- kórnum syngja. Erla Björg og Hjördís Rós annast sunnudagaskólann sem hefst í kirkjunni. Kaffisopi og djús í safnaðarheimilinu á eftir. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur. Hópur messuþjóna og fermingarbörn aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hall- grímskirkju syngja. Organisti er Hörður Áskelsson. Umsjón barnastarfs hefur Inga Harðardóttir. Bænastund mánud. kl. 12.15. Fyrirbænaguðsþjónusta þriðjud. kl. 10.30. Árdegismessa miðvikud. kl. 8. Kyrrðarstund fimmtu- dag kl. 12. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. María Ágústsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kári Allansson leikur undir og leiðir sönginn ásamt félögum úr kór Háteigskirkju. Samskot renna til Nýrrar dögunar. Súpa og samfélag í safn- aðarheimilinu á eftir. Börnin hafa leik- horn fyrir sig í kirkjunni og eftir súpuna, um kl. 12, fara þau í sunnudagaskól- ann þar sem Karen og Jóhanna sýna brúðuleikhús og Kári stýrir söngnum. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 11. Prestar safnaðarins, organisti og sunnudaga- skólaleiðtogar sjá um stundina. Söng- ur, leikir, biblíusaga og brúðuleikhús. hjallakirkja.is HRAFNISTA | Reykjavík. Guðsþjón- usta kl. 14 í samkomusalnum Helga- felli. Félagar úr Kammerkór Áskirkju syngja ásamt söngfélögum Hrafnistu. Ritningarlestra lesa Edda Jóhann- esdóttir og Kristín Guðjónsdóttir. Org- anisti er Magnús Ragnarsson. Sr. Svanhildur Blöndal prédikar og þjónar fyrir altari. HRUNAKIRKJA | Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Mikill og fjölbreyttur söng- ur. Umsjón: Sr. Óskar og Stefán org- anisti. HVALSNESSÓKN | Guðsþjónusta í Safnaðarheimilinu í Sandgerði 2. októ- ber kl. 17. Sönghópurinn Vox Felix sér um tónlistina undir stjórn Arnórs Vil- bergssonar organista. Fermingarbörn aðstoða í stundinni. Sr. Bára Friðriks- dóttir þjónar fyrir altari. Eina tækifæri þessa árs að heyra Vox Felix í kirkjunni. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Barna- kirkja kl. 11. Fjölbreytt barnastarf fyrir alla aldurshópa. Samkoma með lof- gjörð og fyrirbænum kl. 20. Mike Brad- ley frá Bandaríkjunum prédikar. Kaffi og samfélag eftir stundina. KEFLAVÍKURKIRKJA | Messa, sunnudagskóli kl. 11. Súpa og brauð í lokin. 3. okt. kl. 18. Bænaganga frá kirkjutröppum. Prestarnir leiða göng- una um elsta hluta Keflavíkur, farið verður með og sungin gömul og ný bænavers 5. okt. kl. 12. Kyrrðarstund í kapellunni. Sr. Erla og Arnór leiða stundina með andlegri næringu og söng. Matarmikil heilsusúpa og brauð. 5. okt. kl. 18-20. Opin kóræfing hjá fé- lögum í Kór Keflavíkurkirkju í Kirkju- lundi. Þar gefst fólki kostur á að sjá og heyra hvernig kirkjukórsæfing fer fram. KÓPAVOGSKIRKJA | Barna- og fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 11. Sr. Sig- urður Arnarson, sóknarprestur, sér um stundina ásamt þeim Bjarma Hreins- syni og Leif Gjerde. Skólakór Kársness syngur undir stjórn Álfheiðar Björgvins- dóttur. Sunnudagaskólinn verður allan tímann í kirkju. LANGHOLTSKIRKJA | Fjölskyldu- messa kl. 11. Sr. Jóhanna Gísladóttir, Snævar Jón Andrjesson æskulýðs- fulltrúi og Bryndís Baldvinsdóttir kór- stjóri taka vel á móti kirkjugestum. Kór- skóli Langholtskirkju leiðir safnaðarsöng og tekur lagið fyrir kirkju- gesti. Messuþjónar aðstoða við helgi- haldið. Kaffi, djús og ávextir í safn- aðarheimili eftir stundina. Langholtskirkja minnir á samveru eldri borgara alla miðvikudaga kl. 12-15.30. LÁGAFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur er Arndís G. Bernhards- dóttir Linn. Kirkjukór Lágafellssóknar leiðir safnaðarsöng undir stjórn Kjart- ans Jósefssonar Ognibene. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnu- dagaskólinn kl. 11. Guðsþjónusta kl. 20. Kór Lindakirkju syngur undir stjórn Óskars Einarssonar. Sóley Herborg Skúladóttir, guðfræðinemi, prédikar. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson leiðir stundina. NESKIRKJA | Ömmu- og afamessa kl. 11. Yngri og eldri barnakór kirkjunnar syngja ásamt Hljómi, kór eldri borgara í Neskirkju. Stjórnendur Jóhanna Hall- dórsdóttir og Hildigunnur Einarsdóttir. Guðrún Ísleifsdóttir segir frá bernsku sinni. Brúður kíkja í heimsókn og ræða biblíusögu dagsins. Umsjón Guðrún Þorgrímsdóttir og sr. Steinunn A. Björnsdóttir, sem þjónar fyrir altari. Org- anisti er Steingrímur Þórhallsson. Ávextir og góðgæti, djús og kaffi á kirkjutorgi eftir guðsþjónustuna. ÓLAFSVALLAKIRKJA á Skeiðum | Guðsþjónusta kl. 14. Sönghópur eldri borgara í uppsveitum, Tvennir tímar, leiðir sönginn undir stjórn Stefáns Þor- leifssonar organista. SALT kristið samfélag | Samkoma kl. 14 í Kristniboðssalnum Háaleit- isbraut 58-60. 3. hæð. Ræðumaður sr. Kjartan Jónsson. Túlkað á ensku. Barnastarf. SAUÐÁRKRÓKSKIRKJA | Sunnu- dagaskóli kl. 11. Umsjón hefur Sigrún Fossberg. Messa kl. 14. Ferming- arbörn lesa lestra. Organisti er Rögn- valdur Valbergsson, prestur er sr. Sig- ríður Gunnarsdóttir. SELFOSSKIRKJA | Messa kl. 11. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Edit Molnár. Prestur er sr. Ninna Sif Svav- arsdóttir. Sunnudagaskóli á sama tíma í umsjón Jóhönnu Ýrar Jóhannsdóttur og æskulýðsleiðtoga. Súpa í safn- aðarheimilinu að messu lokinni. SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta í Skógarbæ kl. 15.30. Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson prédikar, félagar úr Kór Seljakirkju leiða söng og Tómas Guðni Eggertsson leik- ur á píanóið. Kvöldguðsþjónusta í Seljakirkju kl. 20. Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson prédik- ar. Kór Seljakirkju leiðir tónlistina. Tóm- as Guðni Eggertsson spilar á píanó, Þórður Högnason leikur á kontrabassa og Eyjólfur Þorleifsson spilar á saxó- fón. SELTJARNARNESKIRKJA | Fræðslu- morgunn kl. 10. Ferð á Kilimanjaró, Grétar Guðni Guðmundsson segir frá. Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Sóknarprestur þjónar. Organisti kirkjunnar leikur á orgelið, strengja- sveit úr Tónskóla Sigursveins leikur. Æskulýðsfulltrúi og leiðtogar sjá um sunnudagaskólann, kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn, fermingarbörn lesa Fjallræðu Jesú kl. 12 á Val- húsahæð í tengslum við Listahátíð kirkjunnar. SEYÐISFJARÐARKIRKJA | Fjöl- skylduguðsþjónusta 2. október kl. 11. Sigríður Rún þjónar ásamt aðstoð- arleiðtogum. Kór kirkjunnar syngur og leiðir söng. Organisti og kórstjóri er Tryggvi Hermannsson. Kaffi í safn- aðarheimili að stundinni lokinni. Kór Seyðisfjarðarkirkju leitar að nýjum kór- félögum. Kóræfingar eru í kirkjunni á þriðjudögum kl. 19.30. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa sunnudag kl. 11. Sr. Jóhanna Magn- úsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Jón Bjarnason. ÚTSKÁLAKIRKJA | Guðsþjónusta 2. október kl. 20. Sönghópurinn Vox Felix sér um tónlistina undir stjórn Arnórs Vil- bergssonar organista. Fermingarbörn aðstoða í stundinni. Sr. Bára Friðriks- dóttir þjónar fyrir altari. VÍDALÍNSKIRKJA | Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Sr. Jóna Hrönn Bolla- dóttir þjónar ásamt fræðurum sunnu- dagaskólans. Helga Björk Jónsdóttir boðin velkomin til djáknaþjónustu. Barnakór Vídalínskirkju kemur í fyrsta skipti fram undir stjórn Jóhönnu Guð- rúnar Jónsdóttur og Davíðs Sigurgeirs- sonar. Boðið upp á kleinur og konfekt að lokinni guðsþjónustu. Batamessa sem byggist á 12 sporunum kl. 17. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir þjónar, vitn- isburður frá vini í bata. Jóhanna Guðrún syngur. Organisti er Jóhann Baldvins- son. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Sunnudagaskóli / fjölskyldustund kl. 11. Fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjöl- skylduna í umsjá Maríu og Bryndísar. Hressing í safnaðarsalnum eftir stund- ina. YTRI-Njarðvíkurkirkja | Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór kirkj- unnar leiðir söng við undirleik Stefáns Helga Kristinssonar. Meðhjálpari er Pétur Rúðrik Guðmundsson. Fundur með foreldrum fermingarbarna að sam- veru lokinni. Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjá Heiðars og Péturs. Kaffi, djús og kökur að skóla loknum. ÞORLÁKSKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11 (2. okt.). Messa kl. 14 (2. okt.) fermingarbörn og foreldrar þeirra hvött til að mæta. Guðmundur Brynjólfsson prédikar, Miklos Dalmay er organisti, Kór Þorlákskirkju. Meðhjálpari er Rán Gísladóttir. MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2016 Það eru alltaf þung skref að kveðja þá sem eru manni kærir síð- asta spölinn. Við fjölskyldan vorum svo lánsöm að kynnast elsku Dagnýju þegar dætur okkar byrjuðu að æfa hand- bolta saman 12 ára gamlar. Urðu tengslin svo meiri eftir því sem árin liðu þar sem dæt- ur okkur felldu hugi saman og eru dásamlega hamingjusamar sem par í dag. Elsku Dagný, þú varst svo ótrúlega margt og mannauður þinn var svo dásamlega inni- haldsríkur þar sem þú varst þúsundþjalasmiður í einu og öllu og vílaðir ekkert fyrirþér. Þú barðist af þvílíkri reisn með kjarkinn og jákvæðnina að vopni við blessað krabbameinið svo eftir var tekið. Lifðir lífinu lifandi sem er öðrum til eft- irbreytni og ferðaðist vítt og breitt með tjaldvagninn í eft- irdragi. Varðst svo þeirrar gæfu aðnjótandi að ferðast síð- asta spölinn með Kidda þinn við hönd. Sandra og Andri, sem hafa ætíð verið stolt þitt og yndi, eru til merkis um það um hvaða konu þú hafðir að geyma. Bæði dásamlega vel gerð og á góðum stað í lífí sínu að öllu leyti. Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt saman dýrmætar stundir með dætrum okkar bæði í borg og sveit í gleði og sorg. Fallegar og góðar minn- ingar munu áfram lifa í hjört- um okkar og tign þinni og gleði verður haldið á lofti um ókomna tíð. Eins og við ræddum um munum við Bjarni passa með þér upp á Söndru og Andra, sem við vitum að eiga eftir að láta til sín taka svo eftir verður tekið. Elsku Sandra, Harpa Rut, Andri, Berglind, Kiddi, Líney, Aldís, Kæja, Lovísa og fjöl- skyldur, innilegar samúðar- kveðjur og megi Guð gefa styrk til að takast á við þetta verk- efni að hætti Dagnýjar með kjark og reisn í fararbroddi. Elsku Dagný, Guð geymi þig. Ingibjörg, Bjarni, Alexand- er og Erla. Þriðjudaginn 6. september síðastliðinn hittumst við allar vinkonurnar í saumaklúbbnum eins og við höfum gert reglu- lega frá því að við útskrifuð- umst sem tanntæknar fyrir rúmlega 16 árum síðan. Við átt- um svo góða og ómetanlega stund saman og þrátt fyrir að augljóst væri að Dagnýju okkar hefði hrakað mikið grunaði okkur ekki að einungis tíu dög- um síðar sætum við aftur hér án hennar að skrifa minning- arorð. Leiðir okkar lágu saman í tanntæknanáminu. Við urðum strax mjög samheldinn og góð- ur hópur og margt var brallað og mallað. Glaðværð, dugnaður og hlýja einkenndu hana Dag- nýju og lét hún aldrei neitt stöðva sig. Ung, einstæð móðir auga- steinanna sinna tveggja, þeirra Andra og Söndru. Hún var í fullu námi og tvöfaldri vinnu og dauðuppgefin átti hún það til að dotta fram á borðið sitt í tímum, okkur hinum til mikillar kátínu en tókst þrátt fyrir það að glósa allt sem hún þurfti og ná öllum prófum. Dagný var ótrúlega hæfi- Dagný Ívarsdóttir ✝ Dagný Ívars-dóttir fæddist 30. nóvember 1967. Hún lést 16. september 2016 Dagný var jarð- sungin 30. sept- ember 2016. leikarík og mikil hannyrðakona. Prjónarnir léku í höndunum á henni og hún lá ekkert á þeirri skoðun sinni að sumar okkar hinna ættu nú bara að láta okkur duga að prjóna slétta búka og ermar en leyfa henni að sjá um rest. Hún var dugleg að mennta sig, fór á námskeið í silfursmíði og keramikgerð svo eftir hana liggja ófá glæsileg listaverkin, lærði á mótorhjól og tók meira- prófið með stæl. Það var í rauninni ekkert verkefni of flókið eða of stórt fyrir hana Dagnýju. Hún rúll- aði öllu upp, hvort sem það var að tengja rafmagn, leggja flís- ar, steypa stiga eða hvað ann- að. Hún færðist kannski of mik- ið í fang þegar hún ákvað að sprautulakka bíl sonar síns en það var eins og hún orðaði það sjálf: „Kannski ekkert allt of góð hugmynd.“ Undir það síðasta var hún svo byrjuð að mennta sig í hús- gagnasmíði en það verkefni tókst henni ekki að klára. Dagný barðist hetjulega við krabbann í rúm 8 ár, sýndi ótrúlegan dugnað á allan hátt og kvartaði aldrei. Hún var alltaf viss um að vinna þá bar- áttu og því trúðum við svo sannarlega með henni. En eins og Andri, sonur hennar, orðaði það svo vel þá vann hún tvær baráttur en tapaði svo einni sem var því miður einni of mik- ið. Mikill gleðigjafi sem fór langt á bjartsýninni og léttleik- anum er horfinn á braut en eft- ir standa óteljandi skemmtileg- ar minningar sem við getum yljað okkur við um ókomna tíð. Elsku Andri og Sandra, þið voruð henni móður ykkar allt og hún var svo endalaust stolt af ykkur. Við vottum ykkur og fjölskyldunni allri okkar inni- legustu samúð. Auðbjörg, Auður, Ásdís, Berglind, Ásdís, Berglind, Guðný og Guðrún. Ég kynntist henni Dagnýju fyrir um áratug þegar hún hóf störf á tannlæknastofu minni. Það var greinilegt þegar við kynntumst betur að þarna var kjarnakona á ferð. Dagný var einstaklega jákvæð, bjartsýn og sanngjörn kona. Hún var mjög glaðvær og leyndist eng- um hver var á ferð þegar dill- andi hláturinn ómaði um vinnu- staðinn. Dagný var ósérhlífin og drífandi og sem dæmi um dugnaðinn og áræðnina sinnti hún sjálf nauðsynlegu viðhaldi á húsinu sínu að utan sem inn- an, án þess að blikna. Á kaffi- stofunni sagði hún okkur svo frá því að hún hefði verið að mála húsið að utan, lagfæra tröppurnar eða flísaleggja, eins og ekkert væri sjálfsagðara. Þetta er flott fyrirmynd fyrir dreng og stúlku að alast upp við. Elsku Sandra og Andri, hún mamma ykkar var einstök. Allt of ung greindist Dagný með krabbamein sem átti eftir að fylgja henni með hléum í átta ár. Hún háði hetjulega baráttu með óbilandi bjartsýni og von um bata að vopni. Hún var óhrædd að prófa óhefð- bundnar læknisaðferðir auk þeirra hefðbundnu, allt í þeirri von að sigrast á sjúkdómnum. Það var því reiðarslag að heyra af andláti hennar þann 16. sept- ember síðastliðinn. Elsku Andri og Sandra, móð- ur ykkar tókst ætlunarverk sitt með glæsibrag, sem var að ala ykkur tvö upp svo ykkur væru allir vegir færir. Þið haldið minningu hennar á lofti í hverju því sem þið takið ykkur fyrir hendur í framtíðinni. Megi góður Guð styrkja ykkur og alla hennar fjölskyldu í þessari miklu sorg. Tinna Kristín Snæland. Í dag kveðjum við æskuvin- konu okkar og skólasystur. Við kynntumst Dagnýju í barna- skóla, en eftir að honum lauk höfum við hist í saumaklúbbi nokkrum sinnum á ári. Alltaf mætti Dagný með bros á vör, opin og einlæg og sagði okkur frá sínum málum og þeim hug- myndum og verkefnum sem voru í gangi þá stundina. Oftar en ekki voru það verkefni sem okkur hinum hefði aldrei dottið í hug að framkvæma, en Dagný vílaði þau ekki fyrir sér. Hvort sem það var að flísaleggja, klæða húsið að utan eða smíða anddyri. Okkur er sérstaklega minnisstætt eitt sinn þegar við stóðum við bílinn hennar Dag- nýjar og vorum að kveðjast eft- ir hitting á kaffihúsi að við rák- um augun í límband við framljósið á bílnum hennar. „ Æ, ég var bara að sprauta bíl- inn“ var svarið. Ekkert verk- efni var of flókið eða of stórt fyrir Dagnýju okkar og kom hún okkur sífellt á óvart með dugnaðinum og hugmyndaflug- inu. Dagný greindist með krabbamein fyrir átta árum síðan og tókst hún á við það af miklum krafti, dugnaði, já- kvæðni og æðruleysi sem ein- kenndi hana. Við vorum svo heppnar að hittast allar í lok ágúst, þá var hún full tilhlökkunar að segja okkur frá ferðinni sem hún ætl- aði í með yndislegu börnunum sínum, sem þau voru búin að safna fyrir í mörg ár. Við erum þakklátar fyrir þann tíma sem við áttum með henni og þakklátar að hafa ákveðið í barnaskóla að við ætl- uðum að halda sambandi það sem eftir væri. Elsku Andri og Sandra, mamma ykkar var einstök kona sem elskaði ykkur af öllu hjarta og var stolt af dugnaði ykkar og afrekum. Við vottum aðstandendum okkar innilegustu samúð. Minn- ingin um góða konu lifir. Agla, Berglind, Brynja, Dagbjört, Elín, Eva, Hel- ena, Hjördís og Sigrún. Við hittum Dagnýju árið 2008. Það var í hópi sem stofn- aður var fyrir ungar konur sem allar höfðu greinst með krabba- mein. Þessi hópur var á vegum Ljóssins og hittumst við og átt- um góðar stundir saman einu sinni í viku, 1-2 klukkustundir í senn. Það kom að því að við héldum til vinnu á ný og ákváðum þá í framhaldi að stofna okkar eigin hóp sem myndi hittast mánaðarlega á kaffihúsi eða í heimahúsi. Fengum okkur eitthvað hollt að borða en aðallega var það hlát- ur og almennt spjall sem gerði okkur gott. Dagný var ótrúlega sterk, dugleg, sjálfstæð og jákvæð kona sem lét ekkert stoppa sig. Dagný var mikill grallaraspói sem tókst á við krabbameinið með lífsgleðina að vopni. Hún sagði svo skemmtilega frá, að það var sem aðrir hefðu upp- lifað hverja þrautina á fætur annarri, lýsti hún ævintýri sem hún hafði lent í og hreif hún alla nærstadda með sér. Traust og góð, sem gott var að leita til og alltaf var stutt í hláturinn hjá henni. Það er mikill missir að Dag- nýju úr Amasónunum en það var hópurinn skírður. En við eigum góðar minningar um yndislega vinkonu sem að var hláturmild, skemmtileg og frá- bær félagi. Veistu ef þú vin átt þann er þú vel trúir og vilt þú af honum gott geta. Geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. (Úr Hávamálum) Ágústa María Jónsdóttir, Áslaug Gísladóttir, Elín Björt Grímsdóttir, Katrín Eva Hinriksdóttir, María Guðnadóttir, Ólöf Rist, Sigríður Kristjánsdóttir, Sigríður Hanna Ingólfs- dóttir, Steinunn María Halldórsdóttir, Unnur Ingimundardóttir og Unn- ur Ösp Guðmundsdóttir. Árið 2008 hóf Dagný störf á tannlæknastofu Tinnu. Hún var aðeins búin að vinna þar stutt þegar hún greindist í fyrsta sinn með krabbamein. Við höf- um því fagnað með henni öllum sigrunum og dáðst að þraut- seigju hennar. Því miður lauk þó hennar hetjulegu baráttu þann 16 september. Dagný fylgdi okkur alltaf í starfsmannagleði og var þar hrókur alls fagnaðar. Í leik sem var viðhafður á vinnustaðnum, þar sem hver og einn var „stjarna vikunnar“ má sjá ummæli og vitnisburð okkar samstarfsmanna hennar sem áttu einkar vel við hana. Þar stóð meðal annars: er með góð- an húmor, einlæg, frábær per- sónuleiki, brosmild, hjartahlý, yndisleg, algjör hetja. Dagný vann ávallt 2-3 störf ásamt því að ala upp þau Söndru og Andra, og tókst henni aldeilis vel til. Við minnumst þessarar frá- bæru manneskju og munum nota hennar jákvæðni út í lífið. Fyrir hönd samstarfsfélaga á tannlæknastofunni Hamraborg 5, Magga Lena Kristinsdóttir. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Í dag kveðjum við þig, okkar elskulega vinkona. Við minnumst þín sem ein- staklega traustrar, bjartsýnnar og jákvæðrar manneskju. Þú tókst á við hlutina með ótrúlegu æðruleysi svo eftir var tekið. Þú varst okkur gleðigjafi með uppátækjum þínum og framtakssemi og varst drif- fjöðrin í okkar hópi. Þú varst einstaklega hand- lagin og listræn í þér og þeir eru ófáir hlutirnir sem liggja eftir þig í prjóni, saum, leir og steypu. Minningarnar streyma fram í huga okkar og ylja okkur um hjartarætur. Við erum einstaklega þakk- látar fyrir að hafa verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fylgja þér í gegnum lífið. Elsku Andri, Berglind, Sandra, Harpa og Kiddi, ykkar missir er mikill. Megi Guð varðveita ykkur og styrkja á þessu erfiðu tímum. Fjölskyldu og vinum sendum við samúðar- kveðju. Minning um einstaka vinkonu lifir. Dagbjört, Eva og Jóna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.