Morgunblaðið - 01.10.2016, Síða 35

Morgunblaðið - 01.10.2016, Síða 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2016 ✝ Stefanía Mar-inósdóttir fæddist að Faxastíg 25 í Vest- mannaeyjum 25. júní 1924 . Hún lést í Hraunbúðum í Vestmannaeyjum 19. september 2016 Foreldrar henn- ar voru Sigurvin Marinó Jónsson, fæddur 20. maí 1900, látinn 16. desember 1962, og Guðbjörg Guðnadóttir, fædd 8. nóvember 1902, látin 10. nóv- ember 1988. Systkini Stefaníu eru Auður, fædd 1925, látin 1987, Sigursteinn, fæddur 1927, Eyrún Hulda, fædd 1930, látin 2016, Guðni Fanndal, fæddur 1933, látinn 1934, Eiður Sævar, fæddur 1939, látinn 2000. Hinn 16. desember árið 1942 giftist Stefanía, Pálma Sigurðs- syni, fæddur 21. júlí 1920, látinn 25.nóvember 2011. Stefanía og Pálmi eignuðust fjögur börn, þau eru: 1) Guðbjörg Pálmadótt- marsdóttir, maki Sigurður F. Gíslason, börn þeirra eru; Sig- mar Snær, Clara, Anton Frans og Matthías. d) Hildur Sigmars- dóttir, í sambúð með Jesper Bo- rup, Börn þeirra eru; Freyja og Noah. 3) Páll Pálmason, f. 11. ágúst 1945, maki Guðrún K. Guðjónsdóttir. Barn Páls a) Stef- anía Þorsteinsdóttir, börn henn- ar eru; Ester, Harpa og Erla. Börn Páls og Guðrúnar eru; a) Hörður Pálsson, maki Kolbrún Matthíasdóttir, þeirra börn eru; Matthías Páll, Guðný Charlotta og Bogi Matt. b) Grétar Víðir, í sambúð með Lilju Logadóttur þeirra börn eru; Veigar Elí , Nökkvi Páll. Hekla Þöll, Logi, Magdalena og Bergdís. 4) Haf- þór Pálmason, f. 22. febrúar 1954, d. 10. september 1977. Stefanía vann frá unga aldri við fiskvinnslu í Vestmanna- eyjum, eftir að hún flutti til Reykjavíkur í gosinu starfaði hún í Dósaverksmiðjunni Ora og Nylon húðun, árið 2009 flytur hún á heimaslóðir til Vest- mannaeyja og bjó síðustu æviár að Dvalarheimilinu Hraunbúð- um. Útför Stefaníu fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag, 1. október 2016, og hefst athöfnin klukkan 11. ir, f. 23. desember 1941, í sambúð með Geir H. Sölvasyni. Börn Guðbjargar eru: a) María Þor- leifsdóttir, börn hennar eru Ásgerð- ur, Jóna Elísabet Marinó Kristinn, fæddur 1995, látinn 1997, og Inga. b) Hafdís Þorleifs- dóttir, gift Hauki Inga Jónssyni. Börn hennar eru Þorleifur Árni, Hafþór Örn og Erna Margrét. c) Rósa Ólafs- dóttir, í sambúð með Vali Bjarnasyni, börn hennar eru; Ólafur F., Guðjón og Elín Ósk. 2) Sigmar Pálmason, f. 23. mars 1943, maki Kristrún Axelsdóttir, börn þeirra eru; a) Pálmi Sig- marsson, maki Janika Sigmars- son. Börn Pálma eru Heimir, Auður Kristín Dan, Hanna Tara, og Michael. b) Unnur Sigmars- dóttir, maki Hlynur Stefánsson, börn þeirra eru; Birkir, Kristrún Ósk og Rakel. c) Berglind Sig- Ég sat við rúmið hennar ömmu, hélt í höndina á henni, ég var að kveðja hana. Ég söng fyr- ir hana lágum rómi og fór með bænirnar, hún gat ekki talað við mig en hún heyrði í mér. Hún opnaði augun af og til til þess að reyna að láta mig vita að hún væri þarna. Hún var orðin veik, en hún vildi ekki fara. Hún vildi vera. Hún hélt fast í lífið, elsku amma mín, enda alveg skýr í kollinum og vildi ekkert láta segja sér að það væri komið að þessu. Þessi sterka kona með sitt þægilega jafnaðargeð hafði skemmtilegan húmor. Hún sagði okkur brandara og var hnyttin í svörum alveg fram á það síðasta. Þegar læknirinn kom inn á stofuna þar sem hún lá hálfsofandi með Öddu dóttur sína sér við hlið segir læknirinn að Adda sé nú bara nokkuð lík móður sinni. Þá heyrðist í ömmu með rámri röddu, upp úr svefn- inum að við héldum: „það er nú ekki leiðum að líkjast,“ svo allir fóru að hlæja. Hún sagði okkur það líka síðar á Hraunbúðum að hún skildi það sko mæta vel að við myndum ekkert nenna því að sitja yfir svona deyjandi konu, það væri hundleiðinlegt. Amma var einstaklega ljúf og góð kona sem elskaði börn, þeg- ar börnin komu í heimsókn sá hún bara þau og engan annan. Hún var alltaf nægjusöm og allt- af sátt við sitt þó lífið hafi ekki alltaf verið auðvelt. Hún elskaði afa mikið og vildi fylgja honum í einu og öllu. Í Garðabænum hjá þeim snérist allt um garðinn á sumrin, allt var dregið fram með kaffinu og flatkökurnar smurðar með miklu smjöri. Á veturna var fylgst með öllum leikjum í ensku knattspyrnunni. Þau bruðluðu aldrei og áttu því fyrir ferð til Spánar á hverju ári þar sem þau nutu sín vel. Ömmu fannst gam- an að dubba sig svolítið upp, skella festinni um hálsinn, setja eyrnalokka í, fela heyrnatækið og ekki má gleyma Naomi ilm- vatninu. Eina skiptið sem ég man eftir að amma hafi orðið reið er þegar hún sagði mér frá því um jólin að einhver kona hefði sagt við sig að hún ætti ekki að vera í hvítu buxunum sínum, þær væru ekki fyrir kon- ur á hennar aldri. Þetta fannst henni hin mesta móðgun og lék sér að því að vera í hvítu bux- unum það sem eftir var af jólahátíðinni. Eins og lesa má úr þessum orðum var amma bæði ljúf og stórskemmtileg kona sem við eigum eftir að sakna mikið. Takk, elsku amma, fyrir allt, nú ertu kominn til Hafþórs og afa. Við biðjum að heilsa. Guð blessi þig. Berglind Sigmarsdóttir, Unnur Sigmarsdóttir, Pálmi Sigmarsson, Hildur Sigmarsdóttir. Mig langar til að skrifa nokk- ur orð í minningu fyrrverandi tengdamóður minnar Stefaníu Marinósdóttur. Með Stefaníu er fallin í valinn ein af ágætiskon- um þessa lands, elskuð og virt af öllum sem kynntust henni, skyldum og vandalausum. Er þungur harmur kveðinn að skyldmennum hennar öllum en þyngstur að börnum hennar og barnabörnum. Stefanía náði háum aldri. Hún fæddist hér í Vestmannaeyjum 25. júní 1924, ólst í bernsku upp hjá foreldrum sínum þeim Mar- inó Jónssyni og Guðbjörgu Guðnadóttur. Árið 1942, hinn 16. desember, giftist hún Pálma Sigurðssyni oft kenndan við Skjaldbreið. Eignuðust þau þrjú börn. Elst þeirra var Guðbjörg, Adda, sem seinna varð konan mín um tíma. Hjónaband þeirra stóð í tæp 70 ár og var á allan hátt hið farsælasta, þar til Pálmi féll frá 25. nóvember 2011. Sumar mannssálir eru eins og sólin, aðrar eins og skýin. Öllum líður vel í návist sumra, en eng- inn kann við sig í návist annarra. Fyrir mér var Stefanía eins og sólin og mér leið alltaf vel í ná- vist hennar. Hún átti í fórum sínum óbrigðula kímni, sem ávallt sýndi henni þá menn í broslegu ljósi, er sáu hetju í hvert sinn er þeir litu í speg- ilinn. Stefanía heitin var fríð- leiks- og atgerviskona, grandvör í allri hegðun, vinföst og vel metin af öllum, er kynni höfðu af henni. Fáskiptin um annarra málefni, en dygg í sínum verka- hring. Ég kynntist Stefaníu um miðjan sjöunda áratuginn er ég flutti í næsta hús við þau hjónin á Hólagötunni. Ég þekkti ann- ars vel til hennar enda hafði ég gert hosur mínar grænar fyrir einkadóttur þeirra hjóna nokkr- um árum fyrr þótt ekkert yrði úr þeim kynnum í þeirri at- rennu. Innst inni tel ég nú að hún hafi vel vitað hver maðurinn var og þá sérstaklega gegnum móður sína Guðbjörgu, þá ynd- islegu manneskju, sem eitthvað hafði nú orðið vör við piltinn í sínum húsum. En hún hafði alið Öddu upp. Þau voru góðir ná- grannar og naut ég oft gestrisni þeirra. Svo kom að því að við Adda reyndum sambúð sem mistókst. En út úr þeirri sam- búð lifnaði nýtt líf, Rósa dóttir okkar. Svo var það nokkrum ár- um seinna að stofnað var til nýrrar sambúðar og giftingar milli okkar Öddu. Það má segja að Stefanía og Pálmi tóku mér bæði eins og „týnda syninum“ þótt enginn kálfur hafi misst líf- ið í það skiptið. Það var alltaf gaman að heim- sækja þau í Garðabæinn. Ekki lánaðist okkur Öddu að hnýta hnútana nógu vel og skildum og ég fluttist til útlanda. Dvaldi ég þar í 15 ár. En aldrei slitnaði sambandið við þau Stefaníu og Pálma. Ég hringdi alltaf til þeirra þegar ég kom heim til mín í Svíþjóð í frí. Og kæmi ég til landsins lá leiðin alltaf í Garðabæinn til þeirra. Svo flutti ég hingað og kæmu þau til Eyja komu þau ávallt í heimsókn. En svo fluttu þau einnig til Eyja og á Hraunbúðir og ég var kominn í næsta hús við þau aftur. Þá komu þau oft hérna yfir. Því miður – og það ýfir upp sam- viskuna mikið nú – var ég latur að heimsækja hana nú síðustu árin. Ég þakka þeim sem öllu stýr- ir að hafa gefið mér Stefaníu sem tengdamóður og vin. Nú hvílir hún vonandi þeim faðmi sem henni var svo kær. Ólafur Ragnarsson. Stefanía Marinósdóttir Kær tengda- móðir mín er látin. Hugurinn reikar til baka til síð- sumars 1988 er ég hitti hana og eiginmann hennar, Erik Wil- helmsen, í fyrsta sinn. Tilhlökk- un og viss spenna að mæta til- vonandi tengdaforeldrum og skemmst er frá að segja að mér var tekið opnum örmum og með væntumþykju frá fyrstu stund. Fátt er jafnmikilvægt í lífinu og að hitta gott og heilsteypt fólk og fá að umgangast það. Sigga í Drammen, eins og hún var svo oft kölluð, var slík manneskja. Hana einkenndi heiðarleiki og hjálpsemi sem ásamt dugnaði ávann henni virðingu þeirra sem Sigríður Kristín Guð- mundsdóttir Wilhelmsen ✝ Sigríður Krist-ín Guðmunds- dóttir Wilhelmsen fæddist 5. febrúar 1932. Hún lést 8. ágúst 2016. Útför Sigríðar fór fram í Dram- men 17. ágúst 2016. umgengust hana. Það var ávallt stutt í glettnina og hún átti sérlega auðvelt með að tala á mannamótum hvort heldur var á ís- lensku eða norsku. Hún var alltaf að, ef ekki í vinnunni þá heima í Thornega- ten sýslandi fyrir alls konar félög og samtök sem hún hafði annað- hvort stofnað eða var orðin stjórnarmeðlimur í. Svo var það umhyggja fyrir löndum sínum í Noregi, alltaf áttu þeir í hús að venda þar sem Sigga var og Er- ik á þeirra fallega heimili. Minn- isstæðir eru morgunverðirnir þar sem minnst 6-7 tegundir af áleggi voru ávallt á boðstólum og samt spurt hvort mig langaði í eitthvað sérstakt, Sigga á þön- um réttandi manni rúllupylsuna eða smjörið, hellandi kaffi í boll- ann, viljandi allt fyrir mann gera. Sigga var mjög músíkölsk, lagviss og fannst gaman að syngja. Hún kunni mörg lög og texta, hafði mikið dálæti á karla- kórum og sagði mér að verst hefði henni þótt þegar hún var stelpa að hafa ekki fengið að syngja í slíkum kór og ekki laust við að henni fyndist það hálf- ósanngjarnt. Ekki getur maður annað en hugsað til Eriks um leið og Siggu er minnst. Í honum fann hún lífsförunaut sem sömu mannkostum var búinn og hún sjálf. Saman hjálpuðust þau að í flestu sem þau tóku sér fyrir hendur og því var það mikið áfall fyrir hana þegar hann skyndilega féll frá rétt fyrir jól- in 2007. Hún lét þó engan bilbug á sér finna og bjó áfram í húsi þeirra í Drammen, mokaði snjó á vetrum, sópaði lauf á haustin og gróðursetti blóm á vorin og sumrin. Síðustu tvo mánuði fyrir andlátið dvaldi Sigga á dvalar- heimili þar sem henni leið vel, en ljóst að mátturinn færi skjótt þverrandi. Við Unnur heimsótt- um hana daglega þennan tíma og saman áttum við góðar stundir sem við varðveitum með okkur. Við sungum alltaf saman nokkur íslensk lög og í sérstöku uppáhaldi var lagið við ljóðlínur Davíðs Stefánssonar: Þú komst í hlaðið á hvítum hesti, þú komst með vor í augum þér. Ég söng og fagnaði góðum gesti og gaf þér hjartað í brjósti mér. Hvíl í friði, elsku Sigga, eftir stendur minningin um góða manneskju. Kolbeinn J. Ketilsson. Harpa Heimisdóttir Útfararstjóri Hrafnhildur Scheving Útfararþjónusta Kirkjulundur 19  210 Garðabær sími 842 0204  www.harpautfor.is Davíð útfararstjóri 551 3485 - www.udo.is Óli Pétur útfararstjóri Ástkær faðir minn, afi okkar og langafi, JÓN GUÐMUNDSSON rafvirkjameistari, Herjólfsgötu 36, Hafnarfirði, sem lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 26. október, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju mánudaginn 3. október klukkan 13. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Íslands. . Guðmundur Geir Jónsson, Ragnheiður Hermannsd., Jón Eggert Guðmundsson, Jóhannes Geir Guðmundss., Pamela Perez, Björgin Guðmundsson og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BIRGIR MAGNÚSSON, Gullsmára 7, lést laugardaginn 24. september. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 6. október klukkan 15. Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð Flateyjarkirkju. Reikningsnúmer 0309-26-012652, kt. 550169-5179. . Þórunn Björg Birgisdóttir, Konráð Ægisson, Guðlaug Halla Birgisdóttir, Kristinn Nikulásson, Birgir Már Ragnarsson, Silja Hrund Júlíusdóttir, Birna Hlín Káradóttir, Björn Freyr Ingólfsson, Kári Snær Kárason og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og vinur, STEFÁN ÞÓRISSON frá Hólkoti í Reykjadal, lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands 28. september 2016. Jarðarförin verður auglýst síðar. . Börn, tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn og Ingibjörg Ólafsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir og stjúpfaðir okkar, KRISTJÁN SIGURÐSSON húsasmíðameistari, Asparfelli 2, 111 Reykjavík, lést á líknardeild LSH í Kópavogi 26. september 2016. Bálför hans verður haldin frá Digraneskirkju þriðjudaginn 4. október klukkan 14. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. . Mutjalin Sigurðsson, Elín Kristjánsdóttir, Mayura Klaibamrung, Wannarat Klaibamrung. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MAGGÝ J. ÁRSÆLSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Sóltúni, lést á heimili sínu 18. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum starfsfólki Sóltúns fyrir góð ár, vináttu og kærleik. . Hannes Guðmundsson, Ingibjörg Halldórsdóttir, Magnús Guðmundsson, Elín Jóna Þórsdóttir, Nanna Guðmundsdóttir, barnabörn- og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.