Morgunblaðið - 01.10.2016, Síða 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2016
Fallin er frá
Dóra Pálsdóttir,
sérkennari og lífs-
kúnstner.
Vinátta okkur á sér langa sögu
en við stöllur kynntumst fyrst
þegar við unnum á sama vinnu-
stað um nokkurra ára skeið.
Stundum gerast undur, sterk vin-
átta verður til án fyrirvara – vin-
átta byggð á einlægni og gagn-
kvæmri virðingu. Þannig var það
í þessu tilfelli en þegar litið er um
farinn veg er ótrúlegt að hugsa til
þess að liðin séu rúmlega 30 ár frá
því við Dóra áttum okkur fyrstu
af óteljandi samverustundum,
samtölum og skoðanaskiptum.
Aðrir eru betur til þess fallnir
að fjalla um æviskeið Dóru en
okkur hjónin langar hinsvegar að
rifja upp þá gleðistund þegar
Dóra kynnti okkur fyrir Jens Tol-
lefsen, frá Noregi, sem síðar varð
eiginmaður hennar. Ég var
reyndar búin að átta mig á því að
glampinn í augum Dóru, þegar
hún kom eitt sinn að utan úr
starfstengdri ferð, táknaði eitt-
hvað meira en venjulega lífsgleði
hennar. Að lokum tókst að veiða
upp úr henni að til væri í Noregi
þessi líka fallegi og góði maður.
Hann kom svo til Íslands á köld-
um vetrardegi og minnumst við
hvernig við Dóra reyndum að
sannfæra manninum frá landi
víðfeðmra skóga og hárra fjalla
um að lauflausar, brúnar hríslur
austur á Skeiðum verða reyndar
hvanngrænar þegar sól hækkar á
lofti að vori. Við fórum sem sagt
saman í bíltúr að kynna landið
einn kaldan sunnudag. Til að gera
langa sögu stutta gengu þau Jens
seinna í hjónaband, tvö ein í lítilli
kirkju á Suðurlandi. Þau héldu
svo ættingjum og vinum sínum
veglega brúðkaupsveislu árið
2014, reyndar á 20 ára brúð-
kaupsafmæli sínu. Við það tæki-
færi skrýddist Dóra hátíðar-
skautbúningi nöfnu sinnar og
ömmu, Dóru Þórhallsdóttur, for-
setafrúar. Sú mynd er greypt í
huga mér á þessum tímamótum
þegar við kveðjum yndislega
manneskju og góðan vin sem fór í
lokaferðina með svo stuttum fyr-
irvara. Minningin um samveru-
stundir m.a. að Hraunkoti og
Lækjarási lifir og yljar okkur
hjónum.
Elskulegum Jens, sonum Dóru
og fjölskyldu hennar allri vottum
við innilega samúð og biðjum
þeim huggunar og Guðs blessun-
ar.
Ellen Ingvadóttir og
Þorsteinn Ingi Kragh.
Elskuleg vinkona okkar til
margra ára, Dóra Pálsdóttir, lést
óvænt 17. september sl. Við viss-
um það öll, að hún var veik, en
ekki hvarflaði að okkur að dauð-
inn væri það skammt undan. Fyr-
Dóra Pálsdóttir
✝ Dóra Páls-dóttir fæddist
29. júní 1947. Hún
lést 17. september
2016.
Útför hennar fór
fram 30. sept-
ember 2016.
ir aðeins réttum
mánuði sat hún með
okkur hér í stofu og
lék á als oddi.
Dóra var gædd
glaðlyndi og góðvild,
svo að öllum leið vel í
návist hennar, því að
viðmót hennar var
alúðlegt og henni
eiginlegt. Hjarta-
hlýrri manneskja er
vandfundin. Hún var
ávallt reiðubúin að hlaupa til og
rétta öðrum hjálparhönd. Nú um
hríð höfum við hjón einmitt verið
ríkulega aðnjótandi þessara eig-
inleika Dóru, og fyrir það viljum
við þakka sérstaklega.
Við höfum notið samvista við
Dóru um mörg ár og samfundir
okkar urðu tíðari með árunum.
Dóra og Jens sóttu okkur nokkr-
um sinnum heim á Víkingavatn
og oftsinnis höfum við dvalið hjá
þeim í sumarhúsi þeirra, Hraun-
koti, í Landsveit. Á báðum stöð-
um var efnt til gönguferða um
fjöll og dali, hverju sem viðraði,
og löngum stundum varið til sam-
vista öll undanfarin sumur. Óhætt
er að segja, að hvergi ná menn að
kynnast betur en úti í ríki náttúr-
unnar og við sameiginlega glað-
værð að kvöldi. Það var ekki síst
fyrir höfðingsskap og gæflyndi
þeirra hjóna, Dóru og Jens, að
þessar ferðir tókust allar með
ágætum.
Sérstakan sess í huga okkar
skipar þó árviss veislufagnaður á
heimili þeirra, þar sem aðalrétt-
urinn var »rakefisk«, norskur
fiskréttur, þar sem saltaður
aborri eða síld er látin gerjast og
meltast í eigin safa við lágan hita
og loftfirrðar aðstæður í nokkra
mánuði. Fiskur var snæddur
kaldur og ýmislegt annað góð-
meti var fram borið. Þetta eru
okkur minnisstæð gestaboð
ásamt öðrum góðum vinum.
Okkur þykir sem »skjótt hefir
sól brugðið sumri« nú, þegar ljúf
vinkona er horfin yfir þangað,
sem enginn á afturkvæmt. Við
þökkum margar ánægjulegar
samverustundir og sendum eigin-
manni hennar, Jens Tollefsen,
sonum og fjölskyldum þeirra inni-
legar samúðarkveðjur.
Sólveig Aðalbjörg
Sveinsdóttir, Ágúst H.
Bjarnason.
Dóra Páls, æskuvinkona,
frænka og saumaklúbbsfélagi, er
látin eftir stutta en stranga
sjúkralegu. Allt of fljótt og öllum
harmdauði. Dóra var mikill vinur
vina sinna, skemmtileg og hlý og
talaði mikið. Við höfum haldið
hópinn í saumaklúbbnum HGH,
sumar í yfir 60 ár og aðrar svo
bæst við næstu árin á eftir. Á
saumaklúbbskvöldum var mikið
talað og hlegið og kom þá oft í ljós
hinn mikli og skemmtilegi húmor
Dóru sem átti svo auðvelt með að
sjá skondnu hliðarnar á málum og
lýsti þeim svo ljóslifandi fyrir
okkur að úr varð mikil skemmtun
og hlátur. Árið sem við urðum
fimmtugar var farið í ógleyman-
lega siglingu um Karíbahafið og
svo dvalið í Flórída í nokkra daga
og vorum við farnar að ræða
næstu ferð að ári.
Þegar litið er til baka þá minn-
umst við þess þegar Dóra kom
heim frá námi í Bandaríkjunum
með ungan mann frá Indónesíu
sér við hlið, djörf að vanda. Hún
stofnaði heimili með David og þau
eignuðust þrjá fallega drengi,
sem voru henni allt. Leiðir þeirra
skildu og í nokkur ár var hún ein
með strákana sína, hélt heimili og
sinnti sérkennslustörfum.
Síðan kom Jens til sögunnar og
enn kom Dóra okkur á óvart því
nú var það ungur Norðmaður
sem breytti lífi Dóru. Hin mikla
og góða samstaða þeirra var til
fyrirmyndar og þar sameinuðust
þau í því að byggja upp fallegt
heimili og sumarhús og var allt
miðað við að vera með stórfjöl-
skyldunni.
Dóra og Jens voru miklir fé-
lagar og alltaf eins og nýgift og
ástfangin. Yndislegt var að sjá
hvað þau voru glöð hvort með
annað, sem kom svo eftirminni-
lega fram fyrir tveimur árum,
þegar þau héldu upp á 20 ára
brúðkaupsafmæli sitt með heljar-
innar veislu.
Dóra, fjölskyldukonan og vin-
ur, var kletturinn í stórfjölskyld-
unni, alltaf til staðar fyrir börnin
sín og barnabörn. Hún hafði
gæðastund með hverju barna-
barni fyrir sig heima hjá sér, sótti
í leikskóla eða skóla og las og
lærði með þeim. Stundum var far-
ið á kaffihús eða eitthvað annað
skemmtilegt gert eins og þau ósk-
uðu sér. Þannig náði hún að gefa
hverju barni óskipta athygli og
aðstoð. Jens tók fullan þátt í
þessu með henni og var afinn sem
spilaði og söng og elskaði þau eins
og Dóra.
Við vottum Jens, Páli Ásgeiri,
Tryggva Birni, Davíð Tómasi og
fjölskyldunni allri, okkar dýpstu
samúð. Dóru er sárt saknað en
minningin lifir áfram. Far þú í
friði, elsku vinkona.
Dóra, Guðrún, Inga, Sig-
ríður, Soffía og Þórunn.
Það er erfitt að trúa því að
Dóra okkar sé farin. Skrýtið
hvernig maður gerir sér oft ekki
grein fyrir því, fyrr en eftir á,
hversu mikil áhrif fólk hefur haft
á líf manns. Dóra hafði mikil áhrif
á líf okkar Sigurlaugar og Fjalla-
land verður ekki samt á eftir.
Við Sigurlaug hittum fyrst
Jens og Dóru um vorið 2009. Það
var á heimili þeirra við Tjarnar-
götuna. Dóra var að stofna félag
frístundahúsaeigenda í Fjalla-
landi. Okkur er minnisstætt
hversu vel þau tóku á móti okkur
og eftir fundinn fannst okkur eins
og við hefðum ávallt þekkt þau.
Við urðum ekki einungis ná-
grannar, heldur góðir vinir. Í þau
rúm sjö ár sem við höfum átt
Fjallaland sem sameiginlegt
áhugamál, höfum við átt óteljandi
stundir saman, hvort sem það er
við mat og drykk, gönguferðir,
bíltúra eða skemmtilegt spjall úti
í náttúrunni. Dóra var einstök
kona. Alltaf glöð og alltaf jákvæð.
Það var eitthvað í fari hennar sem
heillaði alla. Hún hafði sérstakt
lag á að ná til fólks og fá það til að
tjá sig. Við vorum eiginlega sam-
mála um allt. Ég man bara ekki
eftir neinu sem við gátum tekist á
um og verið ósammála. Ein besta
og fallegasta stund sem við höfum
átt með Jens og Dóru, var þegar
þau endurnýjuðu heit sitt í sept-
ember 2014. Það var yndislegur
dagur sem snerti hjörtu fólks,
enda þau svo ástfangin og ham-
ingjusöm. Strákarnir þeirra og
tengdadætur fóru á kostum með
ræðuhöldum og skemmtilegum
atriðum og við bókstaflega hrif-
umst með þessari samheldnu og
yndislegu fjölskyldu.
Dóra elskaði barnabörnin sín
og sagði okkur margar skemmti-
legar sögur af þeim og samskipt-
um sínum við þau. Á þeim árum
sem við höfum þekkst, hafa Jens
og Dóra verið hjá okkur nokkrum
sinnum um áramótin í sveitinni
og borðað með okkur á gamlárs-
kvöld. Við munum sérstaklega
eftir einu af fyrstu kvöldunum, en
þá voru öll börnin okkar og
tengdabörn hjá okkur ásamt
tveimur barnabörnum. Við höfð-
um áhyggjur af því að Jens og
Dóru þætti þetta kannski óþægi-
legt að vera með í öllum þessum
skara sem væri úr einni og sömu
klíkunni, en það var öðru nær.
Dóra bókstaflega ljómaði, enda
hafði hún bæði gaman af að hlusta
á allt þetta unga fólk sem og hafði
hún gaman af að segja þeim sög-
ur og ræða við þau um heima og
geima, en þar var hún á heima-
velli. Hún lék sér við barnabörnin
okkar, fór með þau út og kveikti á
stjörnuljósum, rétt eins og hún
væri amma þeirra. Þannig var
Dóra. Hún einfaldlega elskaði
fólk.
Við Sigurlaug erum afar þakk-
lát fyrir að hafa kynnst Dóru. Við
erum ríkari á eftir og munum
aldrei gleyma þeim yndislegum
stundum sem við höfum átt sam-
an. Það verður skrýtið að koma
og vera í Fjallalandi án hennar,
en svona er lífið og svona eru
breytingar. Við hin verðum bara
að halda áfram. Við vonum að
Hraunkot haldi áfram að toga í
Jens og að hann eigi eftir að eiga
yndislegar stundir með okkur um
ókomin ár í þessari perlu okkar.
Elsku Jens, börn, tengdabörn og
barnabörn, við vottum ykkur
samúð okkar og minnumst saman
yndislegar manneskju sem við öll
elskum og söknum.
Ykkar vinir,
Skúli K. og Sigurlaug.
Hún Dóra móðursystir okkar
var með áberandi falleg augu.
Ekki aðeins vegna þess hversu
sindrandi blá þau voru, heldur
helst vegna þess að með þeim
horfði hún jafnt á alla. Það skipti
ekki máli hvaðan þú komst, hvað
þú áttir eða hvaða stöðu þú
gegndir, alltaf kom Dóra fram við
þig sem jafningja.
Dóra var einstök kona sem
snerti líf allra sem hún komst í
kynni við. Við systkinin erum svo
heppin að hafa fengið að hafa
hana í okkar innsta hring, en
betri og tryggari stuðningsmann í
lífinu er vart hægt að hugsa sér.
Dóra fylgdist vel með og hafði
alltaf áhuga á því sem við tókum
okkur fyrir hendur. Mestu máli
skipti þó hvernig okkur leið og þá
skein í gegn að hún var ekki að
spyrja af skyldurækni heldur af
einlægri umhyggju því hún vildi
umfram allt að sínu fólki liði vel.
Dóru einkenndi líka leiftrandi
húmor fyrir umhverfi sínu og
ekki síst sjálfri sér. Hún var aldr-
ei lengi að rífa upp stuðið í fjöl-
skylduboðum með kraftmiklum
söng og miklum tilþrifum –
skemmtilegri konu er erfitt að
finna.
Samband Dóru og Jens var
sérstaklega fallegt og það voru
forréttindi að fá að vera vitni að
svo tærri og djúpstæðri ást.
Heimili þeirra á Tjarnargötunni
stóð öllum opið allan ársins hring,
hvort sem það var fyrir óvænt
kaffiboð eða á aðfangadag þegar
þvermóðskufullur unglingur neit-
aði að fara til Flórída með for-
eldrunum. Það var aldrei spurn-
ing, alltaf var hægt að leita til
Dóru og Jens. Það er erfitt að
setja í orð sársaukann sem fylgir
því þegar einn af föstunum í lífi
manns er tekinn burt. Óbrúanlegt
skarð hefur verið höggvið í fjöl-
skylduna en við getum huggað
okkur við óteljandi góðar minn-
ingar og það fordæmi sem Dóra
setti okkur með lífsgildum sínum
– að fjölskyldan, vinir og kærleik-
urinn er það sem skiptir mestu
máli. Elsku Dóra, takk fyrir hlát-
urinn, væntumþykjuna, áhugann,
sönginn, facebook-kommentin og
allt, allt hitt.
Áslaug, Björg og Páll Ásgeir.
Fyrir fimmtíu og þremur árum
mættum við Dóra ásamt öðrum
nýnemum á skrifstofu þáverandi
skólameistara Menntaskólans á
Akureyri, Þórarins Björnssonar,
og biðum þess að fá að vita með
hverjum við lentum í herbergi.
Það æxlaðist þannig að við Dóra
völdumst saman og vorum við
settar í herbergi á efri hæð
kvennavistar, þar sem við vorum
saman næstu vetur. Þarna hófst
vinátta með okkur, sem hefur
haldist óslitið síðan og aldrei bor-
ið skugga á. Við kynntumst síðan
vel öðrum sem voru með okkur á
vistinni.
Dóra var heimskona. Hún var
mikil málamanneskja. Hún hafði
búið í Danmörku áður en hún fór í
menntaskóla og talaði góða
dönsku, svo góða að dönskukenn-
arinn okkar spurði hana hvort
hún vildi ekki sleppa dönskutím-
unum – en það gerði Dóra ekki og
allan veturinn leitaði kennarinn
ráða hjá Dóru í tímum. Eftir að
við lukum stúdentsprófi fóru
flestar okkar til Reykjavíkur í
nám. Við, sem höfðum verið á
vistinni, hittumst reglulega í
saumaklúbbum og héldum þann-
ig sambandi. Þegar námi lauk tók
við hið daglega brauðstrit og
barnauppeldi hjá okkur vinkon-
unum. Við hittumst þó alltaf
reglulega. Þegar börnin voru
komin af höndum fórum við að
ganga saman á sumrin ásamt
mökum. Þessar ferðir styrktu
enn vináttuböndin. Svo byggðu
Dóra og Jens sér sumarbústað í
landi Leirubakka í Landssveit og
þar hittumst við vinahópurinn
reglulega síðustu sumur og fórum
við í bíltúra um nágrennið. Voru
þá oft farnar leiðir sem ekki allir
þekkja.
Dóra og Jens voru höfðingjar
heim að sækja. Hvort sem um boð
var að ræða eða litið óvænt inn þá
var tekið jafnvel á móti manni.
Dóra hætti að vinna fyrir rúmu
ári og ætlaði að njóta þess að geta
dvalið enn meira í sumarbústaðn-
um Hraunkoti.
Það er erfitt að hugsa sér að nú
hitti ég Dóru ekki aftur. Jens og
sonum Dóru og fjölskyldum
þeirra votta ég mína dýpstu sam-
úð. Dóra mín, hafðu þökk fyrir
alla okkar samveru.
Kveðja,
Margrét Guðjónsdóttir.
Það var gæfuspor fyrir
Hringsjá, náms- og starfsendur-
hæfingu, þegar Dóra Pálsdóttir
var ráðin tölvukennari við Starfs-
þjálfun fatlaðra eins og starfsem-
in hét í fyrstu. Þetta var 1988 í ár-
daga tölvubyltingar og miklar
vonir bundnar við þá möguleika
sem hún kynni að opna fötluðum.
Mikil áhersla var því lögð á tölvu-
kennslu og þjálfun í að nota tölv-
una sem náms- og atvinnutæki og
einnig sem hjálpartæki í daglegu
lífi. Þetta var viðfangsefni Dóru í
þau 16 ár sem hún kenndi við
Hringsjá, hún var sannkallaður
frumkvöðull í kennslunni og
kappkostaði að fylgjast með því
sem tölvutæknin hafði upp á að
bjóða.
Nemendurnir voru fullorðið
fólk og breiður hópur hvað varðar
undirstöðu, þarfir og væntingar,
menntun hennar sem sérkennari
nýttist vel.
Dóra lét kennslu heyrnar-
lausra sig miklu varða, sem og
blindra- og sjónskertra, en þar
kom þróun tækninnar ekki síst
við sögu með tilkomu stækkunar-
búnaðar, blindraskjás og tal-
gervils. Dóra var alltaf órög við að
nýta nýjungar nemendum sínum
til hagsbóta og síðasta starfsár
sitt við Hringsjá kom hún á fót
fjarkennslu í tölvunotkun.
Dóra hafði farið til Noregs að
sækja sér viðbótarþekkingu varð-
andi notkun tölvutækni við
kennslu. Með blik í augum sagði
hún okkur frá Jens, norskum
manni og sérfræðingi á þessu
sviði, sem þar hafði kennt. Á
fimm ára afmælisári Starfsþjálf-
unar fatlaðra var haldin sýning og
námsstefna um tölvur og fatlaða í
samvinnu við Tölvumiðstöðina.
Dóra lagði mikla vinnu í undir-
búning námsstefnunnar og auð-
vitað var Jens fenginn til landsins
sem aðalfyrirlesari, hann reynd-
ist happafengur og von bráðar
voru þau orðin hjón. Mikið og gott
jafnræði var með þeim Jens og
Dóru og á fallegum myndum frá
20 ára brúðkaupsafmæli þeirra
hjóna fyrir tveimur árum má svo
sannarlega sjá ástarblik í augum.
Dóra var einstaklega vel liðin
af nemendum og á kennarastof-
unni var hún hrókur alls fagnað-
ar.
Þökk fyrir samstarfið og bless-
uð sé minning þín, kæra vinkona.
Guðrún Hannesdóttir.
Hún var svolítið framandi þá,
hafði verið búsett erlendis. Talaði
íslenskuna á sérkennilegan hátt.
Ekki með hreim en vantaði orð og
ruglaði forsetningum og fleiru.
Henni var sitthvað framandi sem
okkur var sjálfsagt. Hún átti líka
dálítið öðruvísi föt en hinar stelp-
urnar. Hún var því svolítið óör-
ugg og hikandi. En það fór af og
hún fór að hlæja oftar og hærra
og láta það flakka.
Á Núpi lágu leiðir okkar fyrst
saman. Veturinn 1962-63. Okkur
gat ekki annað en líkað vel við
hana. Við höfðum ágæta kennara
og gott viðurværi. Það voru les-
tímar milli 5 og 7 sem tryggðu
það að við lærðum. Það var líka
dans á sunnudögum á sama tíma.
Hún kunni alveg að dansa. Þá var
hún þybbin en ég mjór. Seinna
varð hún mátuleg en ég þybbinn.
Við náðum landsprófinu.
Um haustið lágu leiðir aftur
saman í Menntaskólanum á Ak-
ureyri. Þar hitti hún ævivini,
stelpur og stráka. Þar var lært
hjá enn betri kennurum og dans-
að á Sal og sungið. Mikið ósköp
sem þær gátu sungið þessar
stelpur. Þær stilltu sér upp fyrir
framan kennarastofuna og sungu
um Bjarnastaðabeljurnar og
Meistari lét eftir þeim söngsal.
Líklega fór lagið í taugarnar á
kennurunum svo þeir báðu hann
um að koma stelpustóðinu í
burtu. Við strákarnir lögðum lið
ef við urðum óvissir um að það
yrði gefið frí fyrir söng.
Það var farið á skíði, haldin
árshátíð og það var dimitterað.
Við urðum MA67 og munum
koma saman í vor sem 50 ára jú-
bilantar. Við verðum ekki 100. Við
verðum færri. Við munum sakna
Dóru og hinna líka sem ekki
verða þar af því þau geta það
ekki. Við munum finna fyrir auða
plássinu þeirra og hella í það
minningunum. Þannig verða þau
þá einnig með.
Það var alltaf gott að hitta
Dóru, hennar verður sárt saknað.
Jakob Ágúst Hjálmarsson.
Frá fyrsta degi eftir flutning
okkar á Tjarnargötuna var okkur
tekið opnum örmum af Dóru og
Jens. Strax boðið í kaffi og farið
yfir helstu atriði sem þörfnuðust
úrbóta. Þar var Dóra í forystu
eins og alltaf. Hún hafði glöggt
auga fyrir því sem betur mátti
fara hvort sem um var að ræða
sameiginlega húseign eða þjóð-
arbúið í heild. Dóra Pálsdóttir var
opin, hreinskiptin og glaðsinna og
lagði áherslu á að bæta samfélag
sitt.
Fátt er jafn slítandi fyrir sálina
og nágrannakrytur og jag út af
smæstu hlutum verður þreytandi
til lengdar. Slíkt getur lamað eðli-
leg samskipti í heilu stigagöng-
unum í fjölbýlishúsum og í tví-
býlishúsum getur ástandið orðið
óbærilegt. Það er því ekki lítið lán
að eiga góða granna. Þess höfum
við hjón orðið aðnjótandi.
Fráfall Dóru kom óvænt og bar
brátt að. Við leiðarlok viljum við á
2. hæðinni á Tjarnargötu 44
þakka fyrir sambýli sem hefur
staðið í hálfan annan áratug. Á
þeim tíma hefur aldrei borið
skugga á samskiptin sem alltaf
voru ánægjuleg og snurðulaus.
Við vottum Jens, sonum og fjöl-
skyldum þeirra okkar dýpstu
samúð við þessi dapurlegu tíma-
mót.
Jónína og Gylfi.
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann