Morgunblaðið - 01.10.2016, Side 39

Morgunblaðið - 01.10.2016, Side 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2016 Að hafa fengið tækifæri til að vera samferða fólki sem er fullt af hjálpsemi, hlýju og gleði er mikil gæfa. Í hartnær þrjátíu ár höfum við Inga fengið að njóta samfylgdar Péturs Péturssonar. Okkar fyrstu kynni voru þegar hann bjó á Kambsvegi í Reykjavík og stundaði þá millilandasiglingar. Á þessum tíma áttum við von á okkar fyrsta barni, en við vorum varla búin að kynna okkur fyrir Pétri þegar hann bauðst til að kaupa fyrir okkur barnarúm í næstu siglingu til Bandaríkjanna. Og við það stóð hann, eins og ann- að sem hann tók að sér. Síðar lágu leiðir okkar áfram saman í lífinu þegar þau Margrét, frænka Ingu, og Pétur hófu samvist og með þeim höfum við átt ótal margar skemmtilegar stundir. Það sem ávallt einkenndi Pétur var hve hugmyndaríkir hann var, hversu gaman hann hafði af því að taka á móti fólki, og hvernig hann naut þess að bjóða fram hjálp sína. Pétur var þar að auki góð fyrirmynd þeirra sem tala um drauma sína og láta þá svo verða að veruleika. Það var ekk- ert sem stöðvaði framtaksemi hans í þeim verkefnum sem hann lagði af stað með. Fyrir allar ynd- islegu stundirnar sem við Inga, og börnin okkar höfum átt með Pétri og fjölskyldu hans erum við afar þakklát. Jafn ánægjulegt og það var að fá að kynnast Pétri, er ennþá erf- iðara að þurfa kveðja hann svo langt fyrir aldur fram. En svona er lífið ófyrirsjáanlegt, og ef þetta ótímabæra brotthvarf hans hefur einhvern tilgang, þá gæti það verið til þess að minna okkur hin á það að njóta hverrar stund- ar, hjálpa öðrum, faðma þá og knúsa, og hlæja svolítið í leiðinni. Um leið og við þökkum Pétri fyrir samfylgdina, vottum við þeim Margréti, Töru Lind og Magnúsi okkar dýpstu samúð. Missir ykkar er mikill, en þótt söknuðurinn sé sár þá heldur lífið áfram og framundan eru margar fleiri góðar stundir. Sigurður Garðarsson og Ingveldur Magga. Það er á vissan hátt viðeigandi að minnast þess þegar ég kom heim til Péturs og Margrétar fyr- ir nokkrum árum að hann sagði við mig: Farðu nú að klæðast bjartari litum. Pétur var nefni- lega maður birtu og vonar. Mað- ur lífsgleði, fullur af jákvæðni sem hann notaði gjarnan til að teyma fólk með sér inn í skemmtilegri hluta tilverunnar. Átti auðvelt með að berja á drunga og neikvæðni og opna augu okkar fyrir gleðinni, oft með allt að því tvíræðum og gáskafull- um athugasemdum. Með þessum athugasemdum og jákvæðum skotum í minn garð var hann að draga mig inn í birtuna, sem auð- vitað tókst. Margir, einstaklingar með brjósklos, bakverki og margs konar kvalir, fengu bót erfiðra verkja og meina hjá osteopatan- um Pétri. Fólk sem taldi sig dæmt til að ganga með eymsli og verkjalyf það sem eftir var æv- innar fékk varanlega bót gegnum meðferð og hendur Péturs ásamt hjálpsemi hans, fórnfýsi og óend- anlegri jákvæðni. Fólk eins og ég sem í kjölfarið horfði til þessara breytinga með þakklæti og undr- un eins og það hefði verið snert með töfrasprota. Þar með talið hópur öflugra íþróttamanna sem Pétur Pétursson ✝ Pétur Péturs-son fæddist 5. júní 1965. Hann lést 21. september 2016. Útför Péturs fór fram 30. september 2016. litu á Pétur sem óað- skiljanlegan hluta af árangri sínum. Í einkalífinu var Pétur gæfumaður enda vopnaður per- sónutöfrum sem fóru hvergi fram hjá neinum sem komust í návígi. Síbrosandi og glaður, sveipaður björtum litum í klæðnaði og fasi. Stöðugt að strá út til fólks já- kvæðum athugasemdum og gull- hömrum. Fátt var skemmtilegra en matarboð þar sem Pétur lað- aði fram sína eftirlætis rétti af þeirri alúð og ánægju sem ein- kenndi allt sem hann gerði. Hann var einstaklingur sem fann ham- ingjuna í sinni góðu fjölskyldu, þeim hluta lífsins sem skipti hann mestu máli. Ef hann fann hins vegar leið til að hafa áhyggjur, voru það áhyggjur af öðrum. Það var því sorglegur viðsnún- ingur í tilveru Péturs þegar hann fékk þær þungbæru fréttir fyrir nokkrum mánuðum að hann væri með sjúkdóm sem myndi leiða hann að endalokunum á stuttum tíma. Fjölskyldu hans og öllum vinum hans var þetta mikill harmur. Sjálf skildi ég vel sam- hengi málsins og alvöru þar sem ég hafði séð móður mína taka sama slag þegar ég var nánast rétt komin af unglingsárunum. En í samræmi við persónuleika Péturs ákvað hann að snúa vörn í sókn og berjast án uppgjafar. En þrátt fyrir hetjulega baráttu og nánast ótrúlegt þrek þurfti hann að láta undan í lokin. Elsku Margrét, Baldvin Þeyr, Tara Lynd, Magnús, og aðrir fjöl- skyldumeðlimir, við Sverrir sendum ykkur djúpar og einlæg- ar samúðarkveðjur. Framundan er sorg og tómleiki sem fátt getur betur lagað en minningin um gleði, jákvæðni, húmor og per- sónutöfra Péturs. Ykkar vinkona Jenný Waltersdóttir. Það hefur verið höggvið stórt skarð í frændgarðinn við fráfall bróður, frænda okkar og vinar Péturs Péturssonar. Peddi var prakkari og gleðigjafi frá fæð- ingu til síðasta dags. Við minn- umst hans sem ungs drengs þar sem hann lék sér í Langholtinu, datt í sjóinn í Bótinni, leitaði að týndri kanínu í Hannesarklöpp- unum, baðaði sig í Sílabásnum á sólríkum sumardögum, fór í róð- ur með feðrum okkar á Hafdís- inni eða var bara hjólandi eða hlaupandi um æskuslóðirnar. Allir sem þekktu Pétur vita að ef hann var ekki brosandi þá var hann hlæjandi, litríkur og falleg- ur. Við munum sakna hlátursins og stóru faðmlaganna sem við fengum í hvert sinn sem við hitt- um hann. Minning um góðan dreng lifir og söknuðurinn er mikill. Við sendum eiginkonu hans, Margréti, og börnum, Baldvini Þey, Töru Lind og Magnúsi, okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Einnig föður hans, Pétri, og systkinum sem hafa misst mikið. Systkinin í Langholti 15, Kristján, Guðmundur, Ingi- björg, Harpa, Kikka og Íris. „Ertu ekki maður í maraþon- danskeppninni í Dynheimum um helgina?“ segir Peddi svona upp úr þurru við mig í kringum 1980 – á okkar aldri rennur þetta allt saman. Ég þurfti nú ekki að hugsa mig um, enda var alltaf gaman að bralla eitthvað með Pedda. Nú svo kom helgin og stór hópur unglinga dansar af stað í þessa vegferð. Peddi var auðvitað hrókur alls fagnaðar á gólfinu og orka hans smitaðist um allan sal- inn. Svo líður á og það fer að tín- ast úr hópnum. Sumir fara að kvarta og kveina en aldrei heyrist neikvætt hljóð í félaga mínum. Hvert klukkutímalag tekið með krafti sem sjálf Landsvirkjun væri stolt af. Eftir 19 tíma var nú runninn af mér mesti móðurinn. Peddi tók ekki í mál að ég færi að hætta. Tveimur tímum síðar gafst ég þó upp og fór heim dans- saddur með 8. sætið. Peddi hélt áfram og sex tímum síðar gafst dómnefndin upp og þurfti að velja sigurvegara í stað þess að taka „last man dancing“. Pétur vann ekki keppnina en fyrir mér var hann sigurvegarinn. Hann gafst aldrei upp eða bar fyrir sig slappleika en aðeins tveimur ár- um áður fékk hann hjartavírus sem gekk ansi nærri honum. Hver er nú mórall þessarar litlu sögu af Pedda? Hann kenndi mér að það er miklu líklegra að við sjáum eftir að gera ekki hlut- ina heldur en að við sjáum eftir því að hafa tekið slaginn, hver sem endanleg útkoma verður. Þessi þrautseigja Pedda hafði líka áhrif á mig og kenndi mér að gefast ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Þótt líf okkar félaganna þróað- ist þannig að við sáumst allt of sjaldan, vegna náms, búsetu og framtaksleysis þá átti Peddi allt- af sitt pláss í hjarta mínu. Þegar krabbinn fór svo að eiga við hann í vor háttaði málum þannig að Peddi og pabbi hittust í Köben þegar þeir voru báðir að fara í já- eindaskanna. Ég spurði pabba þegar heim kom hvernig Peddi hefði litið út. Þá svaraði hann mér: „Það er nú ekki mikið að honum þessum, hann lítur miklu betur út en þú.“ Peddi tók sér sem sagt ekki millinafnið „Fal- legastur“ af tilefnislausu. En því miður varð niðurstaða rannsókn- arinnar slæm og fyrir rest lagði krabbameinið þennan góða dreng. En til að vera samkvæmur sjálfum sér gerði Peddi sér lítið fyrir og afsannaði alla læknatöl- fræði um hvað hann gæti búist við að eiga eftir. Peddi vinur minn hefur nú stigið sinn hinsta dans, að minnsta kosti hérna megin. Ég sendi fallegu fjölskyldunni hans og saknandi vinum innilegar samúðarkveðjur, missir okkar allra er mikill en minning um góðan dreng lifir. Hólmar Svansson. Pétur okkar fagri er fallinn frá eftir harða baráttu við krabba- mein, hann tókst á við veikindi sín eins og hetja en hann hafði aðra hetju samferða sér, hana Mar- gréti. Vináttan og virðingin sem þið báruð hvort fyrir öðru var yndisleg. Kynni okkar Péturs hófust í gegnum körfuboltann og vorum við strax þannig að það var eins og við hefðum þekkst alla tíð, húmorinn, sýnin á lífið og sportið. Annan eins snilling, ljúfmenni, fagmann, húmorista og fjöl- skylduföður verður erfitt að finna. Að þekkja Pétur var eitt- hvað sem hefur gefið mér og mín- um mikið og fyrir það erum við þakklátt. Við fjölskyldan vorum svo lán- söm að kynnast Pétri og fjöl- skyldu og er magnað hversu vel fjölskyldur okkar smullu saman líka, enda Pétur og Margrét al- gjört sómafólk svo ég tali nú ekki um börnin. Alltaf tók hann manni með knúsi og vinalegu handa- bandi og var það líka þannig með fólkið sem hann hitti, allir skiptu máli hjá Pétri. Það voru mikil for- réttindi að fá að þekkja og vinna með Pétri, en kappinn var alltaf tilbúinn að hjálpa fólki og tók það ekki í mál að einhver væri meidd- ur nema að hann væri brotinn eða slitinn. Ef Pétur gat ekki lagað meiðsli þá var það alvarlegt, að upplifa hvernig hann lagaði fólk var einstakt og stundum lyginni líkast. Það eru svo margar sögur til af honum og allar eru þær svo skemmtilegar, Pétur er einn af skemmtilegri mönnum sem ég hef kynnst og munum við öll sem þekktum hann halda minningu um yndislegan mann hátt á lofti með okkur að eilífu. Við sendum fjölskyldunni okk- ar dýpstu samúðarkveðjur um leið og það er með miklum trega sem maður kveður svona hetju sem er knúsandi fólk eins og hon- um var einum lagið á nýjum stað. Vertu sæll kæri vinur ég kveð þig nú með sorg í hjarta og tár á kinn þótt fenni í sporin þín þá lifir lag þitt enn þú löngum spannst þín draumaljóð á hverjum morgni rís sólin og stafar geislum inn til mín. Hún lýsir upp daginn og þerrar öll mín tár breiðir úr sér um bæinn og heilar öll mín sár. Þó að nóttin klæðist myrkri sem móðir dagsins hún þér ann og þegar skuggar leita á þig kæri vinur mundu að á hverjum morgni rís sólin og stafar geislum inn til þín. Hún lýsir upp daginn og þerrar öll þín tár breiðir úr sér um bæinn og heilar öll þín sár. (Þorsteinn Einarsson) Guð blessi ykkur og varðveiti kæru Margrét, Baldvin, Tara Lynd og Magnús. Ingi Þór Steinþórsson, Sigrún Anna Jónsdóttir og börn. Pétur var lífsglaður og kær- leiksríkur maður. Hann var góð- hjartaður, örlátur og þolinmóður í öllum samskiptum. Hans fjöl- breytti starfsferill, fyrst sem sjó- maður, síðan matreiðslumaður og svo osteópati lýsir best hans dugnaði og eljusemi og í raun hversu sterkur persónuleiki hann var. Hann var orkumikill og úr- ræðagóður. Það var ekki til það vandamál sem hann var ekki tilbúinn að takast á við og leysa. Elsku Pétur, þín verður sárt saknað af öllum þeim fjölmörgu sem þú snertir við til góðs. Hvíl í friði, elsku vinur. Bob og Lísa, Manhattan, New York. Fallinn er frá langt um aldur fram góður félagi og stuðnings- maður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur til fjölda ára, Pétur Pétursson osteópati. Það var sannkallað glópalán fyrir körfu- knattleiksdeild Keflavíkur og fjölmarga aðra þegar Pétur ákvað að fórna sleifinni og pot- taglamri sem fylgir eldamennsk- unni, hafandi verið yfirmat- reiðslumaður í Bláa Lóninu og setjast á skólabekk í Svíþjóð og nema osteópatiu. Það þarf kjark og óbilandi áhuga á viðfangsefn- inu auk góðs stuðnings fjölskyldu þegar menn taka slíkar beygjur í lífinu. Allt þetta var til staðar hjá honum og því góður líkur á að út- komman yrði góð þegar námi lauk, sem raun var á. Það kom snemma í ljós eftir að Pétur tók að starfa í heilsugeir- anum að hann var afburðarfær á sínu sviði. Hróður hans barst víða og fólk með ýmsa erfiða kvilla fékk bót meina sinna eftir að hafa hossast um heilbrigðiskerfið með misjöfnum árangri. Þeir fjöl- mörgu körfuboltamenn Keflavík- ur sem Pétur tjaslaði saman og gerði leikfæra á mettíma eru óteljandi. Þeir erlendu leikmenn sem leikið hafa með Keflavík í seinni tíma og þurftu að nýta sér þjón- ustu hans voru allir sammála um að aldrei hefðu þeir kynnst öðr- um eins fagmanni þegar kom að því að höndla íþróttameiðsl. Álagið sem fylgir því að starfa í þessum geira og vera jafn eftir- sóttur og Pétur var tók hinsvegar gríðarlegan toll. Þrátt fyrir að vera heilsuveill sjálfur brosti Pét- ur ætið og neitaði engum um að- stoð sem til hans leitaði. Allt fram undir það síðasta var Pétur að gera við bilaða líkamsparta íþróttamanna þó kraftar hans væru að þrotum komnir eftir harða rimmu við illvígan sjúkdóm sem hlífir fáum. Fórnfýsi og fag- mennska voru honum í blóð bor- in. Þrátt fyrir að vinna langan vinnudag átti Pétur alltaf tíma fyrir fjölskyldu sína og það dylst engum sem til þekkja að hann var frábær fjölskyldufaðir sem skilur eftir sig stórt skarð þar. En fót- sporin geyma fallegar og hugljúf- ar minningar um góðan dreng sem áorkaði miklu á skömmum tíma. Það er með söknuði og trega en líka stolti og þakklæti sem við kveðjum þennan góða og hjarta- hlýja dreng sem gaf svo mikið af sér. Hans verður sárt saknað í stúkunni á komandi leiktíðum sem og annarsstaðar. Fjölskyldu hans og nánustu ættingjum vott- um við okkar dýpstu samúð. Harmur þeirra er mikill. Fyrir hönd Körfuknattleiks- deildar Keflavíkur, Ingvi Þór Hákonarson formaður. HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT HALLDÓRSDÓTTIR, Klettatúni 6, Akureyri, lést á Sjúkrahúsi Akureyrar laugardaginn 24. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Heimahlynningu Akureyrar. Sérstakar þakkir fær Heimahlynning Akureyrar fyrir einstaka umönnun, hlýhug og velvilja, sem og starfsfólk lyflækningadeildar SAK. . Eymundur Lúthersson, Sigurjón K. Bergsson, Katrín Eymundsdóttir, Hannes Trausti Skýrnisson, Eymundur L. Eymundsson, Lára Eymundsdóttir, Hörður Theódórsson, Eydís Elva Eymundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. FALLEGIR LEGSTEINAR Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is KYNNINGAR VERÐ Verið velkomin Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, fyrrverandi tengdaföður og afa, ÞORSTEINS JÓNSSONAR ÞÓRHALLSSONAR, Dalbraut 20, Reykjavík, áður Túngötu 2, Reyðarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sólteigs á Hrafnistu í Reykjavík fyrir góða og hlýja umönnun. . R. Nanna Björnsdóttir, Sigurbjörn Þorsteinsson, Helga Sigurðardóttir, Þ. Unnar Þorsteinsson, Emilía Rigensborg og barnabörn. Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, VALGARÐUR JÓN EÐVALDSSON, andaðist á Sjúkrahúsi Akureyrar 11. september. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Aðstandendur þakka frábæra umönnun á lyfjadeild SAK. . Friðrikka Emilsdóttir Þorbjörg Valgarðsdóttir Óskar Finnsson Bryndís Valgarðsdóttir Gunnar Örn Rúnarsson Emil Valgarðsson Erlingur Jón Valgarðssson Þóra Jóna Jónatansdóttir Hulda Kristín Valgarðsdóttir Eðvald Sveinn Valgarðsson Sigurbjörg Viðarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.