Morgunblaðið - 01.10.2016, Page 40

Morgunblaðið - 01.10.2016, Page 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2016 ✝ Kristján Jó-hannesson fæddist á Vöðlum í Önundarfirði 20. september 1938. Hann lést á heimili sínu, Unnarstíg 6 á Flateyri, 21. sept- ember 2016. Foreldrar hans voru Jóhannes Kristjánsson bóndi í Ytri-Hjarðardal, Önundarfirði, f. 8. des. 1911, d. 24. des. 2002, og kona hans, Ingibjörg Jóhannesdóttir, f. 27. des. 1913, d. 11. júlí 2006. Systkini: sammæðra Eiríkur Ásgeirsson, f. 1933, d. 2014, El- ín Sigríður Jóhannesdóttir, f. 1942, d. 2012, drengur, f. 1945, d. 1946, og Helga Margrét Anna Jóhannesdóttir, f. 1951, d. 2007. Kristján kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðrúnu Jóns- dóttur, f. 7. september 1940, unnusti Hermann Andri Smelt, f. 11. sept. 1996. Börn Stein- þórs og Mörtu eru c) Sigurður Oddur, f. 28. júlí 2007, og d) Guðrún Hrafnhildur, f. 9. maí 2009. Dóttir Hildar er Tinna Ólafsdóttir, f. 10. febr. 1986, m. Gylfi Ólafsson, f. 2. maí 1983, dóttir þeirra: Elín Bergþóra, f. 28. ágúst 2015. Dóttir Mörtu er Unnur Eyrún Kristjánsdóttir, f. 21. nóv. 1999. 4) Margrét, f. 6. des. 1968, og 5) Hlynur, f. 18. nóv. 1981, sambýliskona Harpa Oddbjörnsdóttir, f. 14. júlí 1977. Kristján lauk búfræðiprófi frá Bændaskólanum á Hvann- eyri árið 1958 og gerðist bóndi í Ytri-Hjarðardal, bjó þar í tví- býli við foreldra sína til ársins 1985, er hann fluttist ásamt eiginkonu sinni til Flateyrar þar sem hann bjó til æviloka. Þar starfaði hann hjá Kaup- félagi Önfirðinga sem af- greiðslumaður og hjá fisk- vinnslufyrirtækjunum Hjálmi hf. og Kambi ehf., meðal ann- ars sem saltfisksmatsmaður. Útför Kristjáns verður gerð frá Flateyrarkirkju í dag, 1. október 2016, kl. 14. Jarðsett verður í Holtskirkjugarði. 25. júní 1961. Börn þeirra: 1) Jóhann- es, f. 15. okt. 1961. K. Hulda Björg Baldvinsdóttir, f. 29. mars 1956, börn þeirra a) Ingibjörg Rún, f. 9. júlí 1990, og b) Kristján Ingi, f. 28. ágúst 1992. 2) Jón Jens, f. 19. mars 1963, k. Kolbrún Guðbrandsdóttir, f. 7. apríl 1963, synir þeirra a) Bjartmar, f. 24. apríl 1985, og b) Guð- brandur Grétar, f. 26. maí 1987, sambýliskona Brynja Guðjónsdóttir, f. 18. mars 1987. 3) Steinþór Bjarni, f. 10. jan. 1966, k. Marta Sigríður Örn- ólfsdóttir, f. 7. mars 1975. Dæt- ur hans með Hildi Halldórs- dóttur a) Arnheiður, f. 10. ágúst 1994, unnusti Tómas Ari Gíslason, f. 6. okt. 1993, og b) Jóhanna María, f. 31. okt. 1998, Þá er komið að kveðjustund- inni hans pabba. Það kemur frekar á óvart hve brátt hana ber að, þrátt fyrir að hún hafi verið yfirvofandi eftir að hann greindist með alvarlegt krabbamein í janúar sl. Hann tók lyfjameðferð, sem hann var settur á eftir að meinið greind- ist, betur en vonir stóðu til og um tíma vöknuðu vonir um að hægt yrði að fjarlægja meinið. En vágesturinn gaf engin grið og kláraði sitt verk að lokum. Pabbi ákvað ungur að feta í fótspor forfeðra sinna, nam bú- fræði við bændaskólann á Hvanneyri og gerðist bóndi í Ytri Hjarðardal í tvíbýli við afa og ömmu. Í upphafi búskap- arins og fram yfir 1970 var ekki rafmagn í útihúsunum og var unnið við gegningar, þ.m.t. handmjöltun, við ljós frá stein- olíulukt. Fjósið var byggt úr torfi og grjóti. Alltaf var þó heldur verið að bæta aðbún- aðinn, bárujárnsklætt þak sett á fjósið, það þiljað að innan, rafvætt og mjaltir vélvæddar. Síðustu árin sem pabbi bjó í Hjarðardal byggði hann ný- tísku fjós, á þeirra tíma mæli- kvarða, fyrir helmingi fleiri gripi en hann hafði verið með áður. Þannig bjó hann í haginn fyrir næstu kynslóð, en Jón bróðir og Kolla tóku við búinu árið 1985. Þá fluttu pabbi og mamma til Flateyrar þar sem þau hafa búið síðan. Pabbi starfaði við afgreiðslu hjá Kaupfélagi Önfirðinga meðan það var og hét. Síðan vann hann hjá fiskvinnslufyrirtækj- unum Hjálmi hf. og Kambi ehf. við hin ýmsu störf, þar á meðal saltfiskmat. Var sama við hvað hann starfaði, alls staðar rækti hann sín störf af dugnaði og stakri trúmennsku. Í mínum huga voru það aðalsmerki hans. Eftir að um hægðist í hans daglega amstri fór hann að sinna margvíslegum áhugamál- um. Pabbi og mamma voru dugleg að ferðast, fóru mikið innanlands og ræktuðu sam- bönd við gamla kunningja. Einnig fóru þau margar ferðir til útlanda, bæði með Bænda- ferðum og eins á eigin vegum, þá með Steinþóri bróður og hans fjölskyldu og systrum mömmu og þeirra mökum. Þá gaf söngurinn honum mikla lífsfyllingu, bæði í litla kirkju- kórnum í Önundarfirði og ekki síður í Sunnukórnum á Ísa- firði. Í þessu voru þau mamma mjög samhent eins og svo mörgu öðru sem þau tóku sér fyrir hendur í liðlega hálfrar aldar sambúð. Þá kom hann sér upp gróðurhúsi og gerði þar tilraunir í ræktun hinna ýmsu matjurta. Var það þó ekki áhugi hans á neyslu slíkra matvæla sem hvatti hann áfram í því, né heldur berja- tínslunni, en í henni var hann hamhleypa, eins og flestu sem hann tók sér fyrir hendur. Berjatínslan ásamt gönguferð- unum finnst mér lýsa best hversu nátengdur hann var náttúrunni og naut þess að vera í návist hennar. Hann hélt áfram að fara í gönguferðir fram á sína síðustu daga og var ekkert að láta veikindin stoppa sig í því. Að leiðarlokum vil ég þakka fyrir að hafa átt þennan trausta og góða mann að föður, þakka fyrir allt sem hann var mér, mömmu, okkur systkin- unum og fjölskyldunni allri og vona að ég geti ævinlega sýnt í verki hvaða mann hann gerði úr mér. Bið ég okkur öllum, og þá sérstaklega mömmu, sem mest hefur misst, Guðs bless- unar og styrk til að takast á við sorgina. Jóhannes Kristjánsson. Ég er viss um að við barna- börnin getum öll verið sam- mála um að það hafi alltaf ver- ið einstök tilfinning að koma í heimsókn til afa Didda og ömmu Dúnnu. Það skiptir ekki máli hvort það var við hátíðleg tilefni eða hversdagsleg, mót- tökurnar hafa alltaf verið jafn hlýjar. Það er erfitt að hugsa um að geta ekki heimsótt afa aftur, knúsað hann og spjallað við hann um daginn og veginn. Þegar þær hugsanir leita á mann þá er gott að geta yljað sér við allar þær góðu minn- ingar sem við eigum með hon- um afa, minningar sem munu lifa með okkur alla tíð. Ég naut þeirra forréttinda að fá að alast upp á Flateyri, í næsta nágrenni við afa og ömmu svo þau hafa bæði átt stóran þátt í mínu lífi. Það er því mikið tómarúm og feikna- leg sorg sem ég finn fyrir við fráfall afa, en í senn fyllist hjartað mitt af hlýju og þakk- læti. Þakklæti fyrir allar þær góðu stundir sem ég hef átt með afa mínum, fyrir að hafa fengið að kynnast þessum ein- staka manni og fyrir allt það sem hann hefur gefið mér. Minningarnar eru óteljandi. Fyrstu minningarnar mínar á „Dragginu“ þegar afi kenndi mér að spila veiðimann og ol- sen olsen. Að fá að gista hjá ömmu og afa var alltaf jafn spennandi. Hádegismatur á nánast hverjum degi fyrstu sjö ár grunnskólagöngu minnar, lautarferðirnar, árlegu bíltúr- arnir um Vestfirði, fjölskyldu- ferðirnar til Spánar og Ver- mont. Allir „brönsarnir“ og kvöldverðirnir þar sem amma og afi reiddu fram dýrindis máltíðir – önnur eins samvinna er vandfundin. Allir afmælis- dagarnir og jólin, ég hef enn ekki upplifað þau jól þar sem ég fæ ekki að hitta afa og óska honum gleðilegra jóla. Rólegar samverustundir í stofunni yfir vel löguðum kaffibolla, fjörug- ar stundir í veislum með fjöl- skyldunni og ekki má gleyma þorrablótunum. Og Sunnukór- inn, þvílíkur heiður að fá að syngja með ömmu og afa í þessum yndislega kór. Allar þessar minningar, og fleiri til, eru mér svo ósköp dýrmætar. Þær eru órjúfanleg- ur hluti af mér, hluti sem ég mun varðveita allt mitt líf. Árið byrjaði ég á því að knúsa þig, elsku afi minn, og óska þér gleðilegs árs. Ekki datt mér í hug að það yrði í síðasta sinn. Árið varð ekki eins gleðilegt og við óskuðum okkur og nú er erfitt að sætta sig við það sem orðið er. Ég veit þó að þú munt alltaf fylgja mér og öllum sem þér þótti vænt um, því þú átt stóran stað í hjörtum okkar allra. Mikið sem ég var heppin að eiga afa eins og þig. Arnheiður Steinþórsdóttir. Afi nafni hefur kvatt. Frá því við munum eftir okkur hefur hann verið órjúf- anlegur hluti af Önundarfirði, fallið inn í landslagið eins og hafið og fjöllin. Hvassbrýndur, fáorður og þrekinn var hann holdgervingur liðins tíma, beislaðrar íslenskrar karl- mennsku af gamla skólanum. Hann talaði ekki mikið og aldr- ei að óþörfu, en húmoristi var hann engu að síður og náði alltaf að koma sínu til skila án þess að verða langorður. Sér- staklega minnisstæð eru þorrablótin í seinni tíð, þar sem hann var hrókur alls fagn- aðar og reytti af sér brand- arana. Aldrei urðum við vitni að því að fólk minntist á hann öðruvísi en af virðingu eða að- dáun. Væntumþykja geislaði ávallt af honum þrátt fyrir hart ytra byrðið. Ömmu var hann ávallt sem klettur og sama hvað við reynum að styðja við hana getur ekkert komið í hans stað. Þrátt fyrir ótímabært fráhvarf hans kem- ur hann alltaf til með lifa í hjörtum okkar og í firðinum sem við elskum svo heitt. Ingibjörg Rún Jóhann- esdóttir og Kristján Ingi Jóhannesson. Það er óhjákvæmilegur fylgifiskur þess að eldast að þeim fjölgar samferðamönnun- um sem maður horfir á eftir yfir landamæri lífs og dauða. Einn af þeim sem hefur fylgt mér og ekki sá sísti þeirra hef- ur nú kvatt. Kristján Jóhann- esson var stór og stæðilegur en hvorki orðmargur né stór- yrtur. Hann var rólegur og yfirvegaður eins og títt er með slíka menn en fastur fyrir ef því var að skipta. Hann var óneitanlega mótaður af harðri lífsbaráttu vestfirskra vetra, tók jafnframt sérkennilega til orða eins og sönnum Vestfirð- ingi sæmir. Það mun ekki hafa verið mulið undir hann frekar en aðra þegar hann var að alast upp, enda harðbýlt í Ön- undarfirði. Það er tæplega hálf öld síðan ég hitti hann fyrst, en konur okkar eru systur frá Hóli í Mosvallahreppi í Önund- arfirði. Það fór alla tíð vel á með okkur, enda erum við af líku bergi brotnir. Ekki sátum við dags daglega saman til borðs í gegnum árin enda rúm- lega þingmannaleið, svo ekki sé nú meira sagt, á milli heim- ila okkar. En það breytti engu, það var gaman að fá þau hjón í heimsókn enda bæði létt og skemmtileg. Það vildi nú stundum teygjast á spjall- stundunum því maðurinn var fróður og mikið lesinn. Sér- staklega var þetta hér á ár- unum meðan ég var til sjós og sigldi oft á ári og eitt og annað var til í kjallaranum. Þá var nú óþarfi að líta á klukkuna með- an nóttin var ung. Þetta eru eftirminnilegar stundir og margar þeirra ógleymanlegar, þessar minningar ætla ég að geyma vel í mínu hugskoti. Þau hjón bjuggu lengst af í Ytri-Hjarðardal í Önundarfirði á föðurarfleifð hans, en fluttu til Flateyrar fyrir mörgum ár- um. Við hjónin heimsóttum þau á heimili þeirra í ágúst síðast- liðnum, þá var hann farinn að láta á sjá en jafngott að koma til þeirra og venjulega. Mót- tökurnar voru höfðinglegar eins og ávallt og hann jafn- skemmtilegur og fyrr og æðru- leysið einstakt, en hann mun fyrst hafa fundið fyrir sjúk- dómi þeim er lagði hann loks að velli fyrir um það bil ári síð- an. En það má segja um Guð- rúnu konu hans eins og þær Hólssystur allar að hún er stór og traust eins og fjöllin í kringum fjörðinn þeirra, og í veikindum hans var hún vakin og sofin yfir heilsu hans. Ég hygg að hann hafi kvatt þenn- an heim á þann hátt sem hann vildi, á heimili sínu, hægt og hljótt og við hlið konu sinnar. Ég og fjölskylda mín minn- umst Kristjáns með virðingu og þökk og þökkum allar gleði- stundirnar á liðnum áratugum og sendum fjölskyldu hans svo og aðstandendum öllum sam- úðarkveðjur. Þeir einir geta mikið misst sem mikið hafa átt. Góður drengur er genginn. Sigurður Helgi Sigurðsson frá Dalabæ. Kveðja frá Lionsfélögum Það voru óvænt sorgartíð- indi er bárust þess efnis að Kristján Jóhannesson frá Ytri- Hjarðardal í Önundarfirði væri fallinn frá. Að leiðarlokum vilj- um við félagar í Lionsklúbbi Önundarfjarðar kveðja mætan félaga og vin og votta ástvinum samúð. Kristján gerðist félagi þegar á stofndegi klúbbsins og var einn af burðarásum hans alla tíð. Það kom snemma í ljós að hann átti ríkulegt erindi á vett- vang klúbbsins. Þar undi hann sér vel og hann fann sig í sam- félagi okkar félaganna. Hann var ósérhlífinn og duglegur og gaf sig allan í starfið. Kristján lagði ævinlega gott til mál- anna, jafnlyndur og góðlyndur og var klúbbnum mikill styrk- ur í honum. Hvort sem um var að ræða staðbundin verkefni eða verkefni á landsvísu þá tók hann virkan þátt í öllum verk- efnum klúbbsins og taldi ekki eftir sér sporin, hvort sem um var að ræða að ganga með fé- lögunum í hús og selja ljósa- perur eða jóladagatöl eða verka skötu til að selja á að- ventunni. Öllu fremur naut hann þess að leggja fram krafta sína og hæfileika í þágu góðs málefnis, hvort sem það var innan héraðs eða teygði anga sína til fjarlægra heims- álfa. Því var það ekki að ástæðulausu að hann var gerð- ur að Melvin Jones-félaga, sem er æðsta viðurkenning innan hinnar alþjóðlegu Lionshreyf- ingar. „Við leggjum lið“ – þetta eru einkunnarorð Lions- hreyfingarinnar og Kristján Jóhannesson sýndi í verki að hann var sannarlega reiðubú- inn að leggja hinum góðu mál- efnum hreyfingarinnar lið. Þau voru fá trúnaðarstörfin á veg- um klúbbsins sem honum hafði ekki verið falin gegnum tíðina. Öllum gegndi hann af þeirri samviskusemi og æðruleysi sem ætíð einkenndi hann og öll hans störf. Trúnaði hans og tryggð í hvívetna var við brugðið. Vissum við félagarnar ævinlega að hlutirnir væru í góðum höndum ef Kristján hefði tekið þá að sér. Hann var söngelskur sem oft kom í góðar þarfir þegar vantaði forsöngvara við ýmis tækifæri. Það er mikill sjón- arsviptir að Kristjáni Jóhann- essyni, bæði fyrir okkur er með honum störfuðu á vett- vangi klúbbsins, sem og alla þá er honum kynntust á lífsleið- inni. Félagar í Lionsklúbbi Ön- undarfjarðar votta fjölskyldu Kristjáns Jóhannessonar og ástvinum hans öllum innilega samúð á skilnaðarstundu. Valdimar Hreiðarsson. Fyrir hönd félaga í lions- klúbbi Önundarfjarðar, Valdimar Hreiðarsson. Kristján Jóhannesson Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs bróður okkar, mágs og frænda, KRISTJÁNS MÁS ÓLAFSSONAR. . Ólafur Haukur Ólafsson, Sigurbjörg H. Gröndal, Ásdís Katrín Ólafsdóttir, Pål O. Borgen, Sigríður Edda Ólafsdóttir, Magnús Jón Sigurðsson og fjölskyldur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ALDA SÓLRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, lést mánudaginn 19. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir til starfsfólks Einihlíðar. . Guðmundur Sigtryggsson, Þuríður Þráinsdóttir, Guðrún Hulda Sigtryggsdóttir, Kári Halldórsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Álfheiður Atladóttir, barnabörn og langömmubarn. Þökkum samúð og hlýhug við andlát og útför GUÐMUNDAR SIGURÐSSONAR læknis, Hrólfsskálavör 11, Seltjarnarnesi. . Guðrún Þorbjarnardóttir, Anna Guðmundsdóttir, Kristín Guðmundsdóttir, Sigurður Guðmundsson, Jón Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.