Morgunblaðið - 01.10.2016, Síða 44
44 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2016
Sveinbjörg Hallgrímsdóttir er 59 ára í dag og ætlar að njótadagsins heima við þar sem hún er nýflutt og er enn að koma sérfyrir.
„Ég var að flytja inn í Eyjafjarðarsveit, næstum beint á móti Akur-
eyri, og er bara enn að taka upp úr kössum,“ segir Sveinbjörg. „Ég er
mikið fyrir náttúruna og nýt þess að sjá haustlitina færast yfir hér í
firðinum. Ég er einnig dugleg að fara út að ganga með hundinn og
umhverfið hér er dásamlegt til þess.“
Sveinbjörg er myndlistarkennari að mennt og hönnuður fyrirtækis-
ins og hönnunarhússins Vorhus living. Hún hefur undanfarin ár hann-
að hönnunarvörur fyrir falleg heimili undir eigin nafni en nú er ætl-
unin að bæta við fleiri hönnuðum hjá fyrirtækinu.
„Við erum með mynsturhönnun á ýmiss konar efni, t.d. postulín og
stál og markmið okkar var að fyrirtækið yrði samkeppnishæft bæði
innanlands og erlendis og að vandað yrði til verka bæði í efnisvali og
framleiðslu.“
Vorhus living mun frumsýna nýjar vörur á Ráðhúsmarkaðinum í
Ráðhúsi Reykjavíkur í byrjun nóvember og er því undirbúningur und-
ir sýninguna og svo jólin í fullum gangi. Það er því mikið að gera hjá
henni um þessar mundir.
Sveinbjörg er í sambúð með Davíð Valssyni sölumanni og börn
hennar eru Fjóla Karlsdóttir og Hallgrímur Örn Karlsson og einnig á
hún fjögur barnabörn.
Afmælisbarnið Sveinbjörg fyrir framan fyrirtækið sitt sl. vetur.
Nýflutt yfir fjörðinn
Sveinbjörg Hallgrímsdóttir er 59 ára í dag
J
ón Ásgeir Eyjólfsson fædd-
ist í Reykjavík 1.10. 1946
og ólst þar upp, lengst af í
Vesturbænum. Hann var í
sveit á sumrin, fyrst á
Hólmlátum á Skógarströnd, á
Hnappavöllum í Öræfum, á Stein-
dyrum í Svarfaðardal og loks á
Hamri í Þverárhlíð í Borgarfirði:
„Ýmis atvik höguðu því svo að ég var
nú bara eitt sumar á hverjum stað.
En mér líkaði afskaplega vel á öllum
þessum sveitabæjum, þreifst vel og
stálpaðist, við útiveru og sveitastörf
hjá yndislegu fólki. Í Öræfunum var
t.d. ekkert rafmagn, allt slegið með
orfi og ljá og heyið hirt á hestum upp
á gamla mátann.“
Jón Ásgeir var í Melaskólanum,
Hagaskólanum, stundaði nám við
Verslunarskóla Íslands og lauk það-
an stúdentsprófi 1968 og lauk prófi í
tannlækningum frá HÍ 1978.
Jón Ásgeir kenndi í Iðnskólanum í
Reykjavík og sinnti sumarstörfum á
háskólaárunum á Slökkvistöðinni í
Reykjavík: „Þar var ég við sjúkra-
flutninga og slökkvistörf. Maður lenti
stundum í átakanlegum aðstæðum en
á þessum árum var engin áfallahjálp
komin til sögunnar. En starfið var
samt mikill reynsluskóli.
Eftir stúdentsprófin var ég á
togaranum Víkingi í heilan vetur. Þá
lentum við í miklu ævintýri er við
björguðum þýskum skuttogara sem
hafði fengið trollið í skrúfuna og var
fastur í ís við Grænland. Víð náðum
að koma vírstroffum í hann, náðum
að losa hann og drógum hann til
Reykjavíkur. Fyrir vikið fengum við
björgunarlaun og ég keypti minn
fyrsta bíl fyrir minn skerf.“
Jón Ásgeir Eyjólfsson tannlæknir – 70 ára
Fjölskyldugolfmót Jón Ásgeir og Margrét, sonur þeirra og barnabörnin og systir Margrétar og fjölskylda hennar.
Golfið líf hans og yndi
Hjónin Hér eru þau Jón Ásgeir og Margrét að slaka á í Vík í Mýrdal.
Hafnarfjörður Ísa-
bella Rán Sigmars-
dóttir fæddist 21. maí
2016 kl. 17.10. Hún vó
3.690 g og var 52 cm
löng. Foreldrar henn-
ar eru Dagbjört Silja
Bjarnadóttir og Sig-
mar Þór Oddsson.
Nýir borgarar
María Ó. Þormar, Kolfinna B. Snorradóttir og Ellen Steinþórsdóttir héldu tom-
bólu fyrir utan Melabúðina. Þær söfnuðu 6.109 kr. sem þær gáfu Rauða kross-
inum á Íslandi.
Hlutavelta
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
TWIN LIGHT gardínum
Betri birtustjórnun með
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
40 ára
Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 ■ Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 ■ Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 ■ alnabaer.is
OPIÐ: VIRKA DAGA FRÁ 10-18
Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu
Íslensk framleiðsla eftir máli
Hringdu núna og bókaðu tíma í máltöku