Morgunblaðið - 01.10.2016, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 01.10.2016, Qupperneq 48
48 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2016 Söfn • Setur • Sýningar LISTASAFN ÍSLANDS T E X T I 15.9 - 8.1.2017 Valin textaverk úr safni Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur VALTÝR PÉTURSSON 24.9 - 12.2.2017 Sunnudagsleiðsögn með safnstjóra, 2. október kl. 14. LJÓSMÁLUN – LJÓSMYNDIN OG MÁLVERKIÐ Í SAMTÍMANUM 7.5 - 9.10.2016 SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur • KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar Leiðsögn á ensku alla föstudaga kl. 12.10 Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is. Opið alla daga kl. 11-17. Lokað á mánudögum LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR SAMSKEYTINGAR 3.9. - 28.05. 2017 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is KAFFISTOFA heimabakaðar kökur SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR ÓGNVEKJANDI NÁTTÚRA 2.10.2016 - 7.5.2017 Haustsýning í Safni Ásgríms Jónssonar, opnar sunnudaginn 2. október kl. 14. Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is Sunnudaginn 2. október: Ókeypis inn fyrir fullorðna í fylgd með börnum Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning Þjóðminjasafnsins Portrett Kaldals í Myndasal Kaldal í tíma og rúmi á Vegg Bláklædda konan - Ný rannsókn á fornu kumli í Horni Norðrið í norðrinu á 3. hæð Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17. Sunnudaginn 2. október: 2 fyrir 1 í Safnahúsið Sýningin Sjónarhorn Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög, ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira Geirfugl †Pinguinus impennis Aldauði tegundar – Síðustu sýnin Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna. Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali Kaffitár nú einnig í Safnahúsinu Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands Hverfisgötu 15, 101 Reykjavík s: 530 2210 www.safnahusid.is Sýningin opin þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17 Kaffitár opið mánudaga til föstudaga frá 8-17, 10-17 um helgar SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU Stillan sem snýr aftur ... og aftur ... og aftur Breytingar Jóhann Jóhannsson tekst á við fallvaltleika tilverunnar á Orphée. erfiðar ákvarðanir,“ sagði Jóhann í nýlegu viðtal við Factmag. „Platan varð að einhvers konar dagbók um þetta ferli allt.“ Kannski er heil- andi, seiðandi áferð plötunnar á vissan hátt leið til að semja sig út úr óvissutímum. Platan hefst á lag- inu/verkinu „Flight from the City“ og einkennist það af endurteknu stefi sem rís og fellur, aftur og aft- ur. Það er eitthvað angurvært við þetta, harmrænt, hvernig lagið byrjar, rís og dettur niður ... aftur og aftur og aftur. Viðlíka aðferðum er beitt út plötuna. Endurtekin stef, með tilbrigðum, minimalismi sem hrífur mann með. Ein af ástæðunum fyrir vel- gengni Jóhanns er að hann er með fæturna í tveimur heimum og skilur þá báða (og heimarnir eru reyndar fleiri í hans tilfelli) og fyrir pist- ilhöfund, sem hefur fylgst með ferli Jóhanns í meira en kvartöld, er eitthvað gleðilegt við það að sjá merki hins virta Deutsche Grammophon á plötunni. Bak- grunnur Jóhanns er rokk/popp en í dag vinnur hann á sviði samtíma- tónlistar og reynir á þanþol hinnar gamalgrónu skiptingar á milli dæg- urtónlistar og sígildrar/skrifaðrar tónlistar (skipting sem lifir enn góðu lífi, sama hvað póstmódernist- arnir segja). Hér heyrum við því í minimal- istum eins og Pärt og Górecki en einnig í kvikmyndatónskáldum eins og Zbigniew Preisner, Ennio Morricone og Bernard Herrman. Gleymum þá ekki framsæknum rokkurum eins og Cale og Eno og hinu naumhyggjulega súrkálsrokki frá Þýskalandi; Can, NEU! og það allt. Jóhann þekkir þetta allt saman inn og út – og kvikmyndasöguna einnig – og þessi vitneskja og inn- sýn hefur gert honum kleift að tálga út eigin hljóðheim sem hann er að keyra inn í bæði kvikmynda- tónlistarverkefnin sín (Sicario er mjög gott dæmi þar um) og þessa plötu hér. Ég ræddi við Jóhann árið 2008, árið sem Fordlandia kom út. Við- talið birtist í Morgunblaðinu og mér finnst við hæfi að enda þessi skrif með þessum hugleiðingum hans úr því: „Ég reyni að búa til plötur sem bjóða upp á reynslu sem gefur hlustandanum eitthvað, eitthvað meira en ef hann dveldi bara við eitt og eitt lag að handahófi. Ritú- allinn við það að setjast niður og hlusta á tónlist er dáldið að hverfa, við notum tónlist alltaf meira og meira sem veggfóður ... Óskastaðan er sú að fólk gefi sér tíma og ein- beiti sér í þann klukkutíma eða svo sem tónlistin á plötunni varir og gefi henni sömu athygli og bíómynd eða bók.“ »Ein af ástæðunumfyrir velgengni Jó- hanns er að hann er með fæturna í tveimur heim- um, og skilur þá báða (og heimarnir eru reyndar fleiri í hans til- felli) Ný plata Jóhanns Jóhannssonar, Orphée, er naumhyggjulegt djásn sem undirstrikar rækilega sterka stöðu hans í samtímatónlist. Hér er rýnt í verkið sem og stöðu Jóhanns sem tónlistarmanns. TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Ég fór út að hlaupa um helgina, í kringum Miklatúnið (sem ég mun aldrei kalla Klambratún) með nýj- ustu plötu Jóhanns Jóhannssonar í eyrunum. Veðrið var fallegt, það rigndi meira að segja, og með þessa dásemdartónlist í eyrunum varð hlaupið óneitanlega epískt. Ég fór hring eftir hring, í góðum takti (framan af a.m.k.!) al- veg eins og platan. Ég labbaði ein- beittur – „hreinsaður“ – frá hlaupinu. Orphée er fyrsta sólóplata Jó- hanns í átta ár eða síðan temaverk- ið Fordlandia kom út á vegum 4AD árið 2008. Þá erum við að tala um verk, sem tengist ekki nema sjálfu sér, rennur ekki samhliða kvik- mynd, sjónvarpi eða öðrum miðli. Á millibilsárunum hefur Jóhann verið alveg afskaplega iðinn, unnið að margvíslegum verkefnum og ásókn í hann sem kvikmyndatónskáld hef- ur farið vaxandi, sem skýrir m.a. þessa bið eftir frístandandi verki. Ég ætla ekki að eyða löngum tíma í að ræða afrek hans á því sviðinu, þau eru nokkuð kunn nú, en tónlist hans við The Theory of Everything og Sicario hefur vakið helsta at- hygli á honum sem slíkum og nú síðast sú frétt að hann sé að vinna að tónlistinni við framhaldið af Blade Runner. Síðasta verk af sólótaginu, Fordlandia, hafði sem umfjöllunar- efni bæ sem Henry Ford lét byggja í Brasilíu á þriðja áratug síðustu aldar til að tryggja gúmmívinnslu fyrir fyrirtæki sín í Bandaríkj- unum. Samfélags- og/eða atvinnu- lífstilraun sem mistókst en vakti og er enn að vekja vangaveltur um mannlegt eðli, efniviður sem Jó- hann nýtti sér í tónsköpunina. Orp- hée er lausbundnara en temaverk engu að síður, hinar fjölmörgu sög- ur af skáldinu og tónlistarmann- inum Orfeusi voru Jóhanni inn- blástur þar sem hann fjallar um breytingar af margvíslegum toga, hvort heldur sem um er að ræða flutninga á milli heimshluta (Jó- hann fluttist frá Kaupmannahöfn til Berlínar á samningstíma verksins) eða breytingar á samskiptum og vinasamböndum. „Það er erfitt að breyta lífi sínu og þú þarft að taka Decomposition eða Sundrun er yfir- skrift ljósmyndasýningar Kristinu Petrošiute sem opnuð verður í Gall- ery Ramskram á Njálsgötu 49 í dag, laugardag, kl. 18. Á sýningunni má finna ljós- myndir sem teknar eru á EYE kvik- myndastofnuninni í Amsterdam. Þar komst Kristina í kynni við kvik- myndafilmur frá fyrri hluta 20. ald- ar sem átti að henda vegna skemmda, en filmur frá þessum tíma eru einstaklega viðkvæmar. Á sýningunni tekst Kristinu með myndum sínum að fanga samspil mismunandi umhverfis – lifandi umhverfis og skjalfests umhverfis. Kristina er pólsk en hefur verið búsett á Íslandi um árabil og sinnt þar persónulegum verkum ásamt auglýsingum. Hún hefur tekið þátt í samsýningum víða, meðal annars í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Þjóð- minjasafninu, Listasafni Reykjavík- ur, Kjarvalsstöðum og víða erlend- is, svo sem í Bandaríkjunum, Bretlandi, Litháen og Sviss. Hún hefur einnig sinnt kennslu við Ljós- myndaskólann. Sýningin verður opin á fimmtu- dögum og föstudögum milli kl. 16 og 19 og á laugardögum og sunnu- dögum milli kl. 13 og 19, og stendur yfir til 9. október. Ljósmynd/Kristina Petrošiute Filma Kvikmyndafilmur frá fyrri hluta 20. aldar öðlast nýtt líf. Kvikmyndafilmur öðlast nýtt líf á ljósmyndasýningu Strokkvartettinn Siggi kemur fram á fyrstu tónleikum Kammersveitar Reykjavíkur á þessu starfsári, sem verða í Kaldalóni í Hörpu í dag kl. 12. Tónleikarnir eru hluti af tónlist- arhátíðinni Norrænir músíkdagar sem nú eru haldnir í Reykjavík. Kvartettinn skipa fiðluleikararnir Una Sveinbjarnardóttir og Helga Þóra Björgvinsdóttir, víóluleik- arinn Þórunn Ósk Marinósdóttir og sellóleikarinn Sigurður Bjarki Gunnarsson. Öll hafa þau verið meðlimir í Kammersveit Reykjavík- ur til margra ára. „Við munum flytja fimm verk sem eru hvert öðru skemmtilegra,“ segir Una. Öll verkin eiga það sam- eiginlegt að vera af norrænum upp- runa. Á meðal verka eru strengja- kvartettar eftir hina finnsku Lauri Mäntysaari, hina norsku Tine Surel Lange og Rei Munakata sem fædd- ur er í Japan en er nú búsettur í Svíþjóð. Kvartettinn leikur einnig Stillshot eftir Daníel Bjarnason. Að lokum frumflytur kvartettinn verk- ið Panama Papers eftir víóluleikara hópsins, Þórunni Ósk. Verkið er samið í samvinnu við Hlyn Hallsson myndlistarmann og auk þess mun Sigtryggur Baldursson spila með á slagverk. Una segir verkið eiga af- ar vel við málefni líðandi stundar. „Þetta er agalega norrænt og í verkinu má greina þau hughrif sem komu upp hjá Þórunni þegar þetta mál kom upp í vor. Hún er til dæmis orðin algjör sérfræðingur í tónlist Panama sem okkur hefur fundist alveg gríðarlega gaman að kynn- ast.“ Strokkvartettinn Siggi verður með tónleikaröð í Hörpu og Mengi í vetur og mun frumflytja sjö ný verk á starfsárinu, sem hafa verið samin sérstaklega fyrir kvartettinn. erla@mbl.is Frumflytja Panamaskjölin  Strokkvartettinn Siggi á Norrænum músíkdögum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.