Morgunblaðið - 08.10.2016, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2016
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
85% þeirra sjúklinga sem farið hafa í
magahjáveituaðgerðir á Íslandi hafa
náð fullnægjandi
þyngdartapi sam-
kvæmt nið-
urstöðum rann-
sóknar sem
kynnt hefur verið
í Læknablaðinu.
„Það er afar mik-
ilvægt að fá nið-
urstöður úr þess-
ari rannsókn, því
með þessu getum
við sýnt okkar
sjúklingum fram á það hve hátt hlut-
fall þeirra sem fara í aðgerðina fá
viðunandi árangur,“ segir Rósa-
munda Þórarinsdóttir, 1. höfundur
að rannsókninni sem hún fram-
kvæmdi ásamt kærasta sínum, Vil-
hjálmi Pálmasyni, en undir leiðsögn
Björns Geirs Leifssonar og Hjartar
Gíslasonar, skurðlækna á LSH.
Rósamunda er á fjórða ári í lækna-
námi við HÍ en Vilhjálmur er á 5.
ári.
Konur í miklum meirihluta
Rannsóknin tók til 772 magahjá-
veituaðgerða sem framkvæmdar
voru á árunum 2001-2015 á Íslandi.
Byggjast niðurstöðurnar á eft-
irfylgni með árangri 702 sjúklinga,
eða 91% þeirra sem fóru í aðgerð á
tímabilinu. Ásættanlegt þyngdartap
var skilgreint sem svo að missa yfir
50% af umframþynd, þ.e. 50% af
þeirri þyngd sem er yfir 25 í BMI-
þyngdarstuðul eða að komast undir
33 í BMI-stuðul. Stuðullinn er í gróf-
um dráttum reiknaður sem þyngd
miðað við hæð viðkomandi.
Fram kemur að meðalaldur þeirra
sem fóru í slíkar aðgerðir er 41 ár en
athygli vekur að konur fóru í aðgerð
í 83% tilfella. Rósamunda segir að
ekki sé gott fyrir sig að geta sér til
um ástæður þess hví konur eru í svo
miklum meirihluta þeirra sem fara í
aðgerð, slíkt gæti verið viðfangsefni
annarrar rannsóknar.
Að meðaltali voru sjúklingar með
2,8 fylgisjúkdóma offitu fyrir aðgerð
en fjöldi sjúkdóma er tengdur offitu
með einum eða öðrum hætti. Al-
gengir fylgisjúkdómar eru t.a.m.
sykursýki af tegund tvö, of hár blóð-
þrýstingur og blóðfituraskanir. Til
að mynda voru 80 þeirra sjúklinga
sem fóru í aðgeðina með sykursýki
af tegund 2. 71% þeirra fór í fullt
sjúkdómshlé eftir aðgerð. Rúmlega
þriðjungur sjúklinga með of háan
blóðþrýsting eða blóðfituraskanir
varð lyfjalaus eftir aðgerð.
Fram kemur í greininni að sýnt
hafi verið fram á að offituaðgerðir
séu eina meðferðarúrræðið sem
stuðlar að langvarandi þyngdartapi,
bættu ástandi fylgisjúkdóma og
betri lifun sjúklinga með sjúklega
offitu. Þá kemur fram að á Íslandi sé
nú um fimmtungur fullorðinna of
feitur.
Þyngdartap viðunandi í 85% til-
vika eftir magahjáveituaðgerð
Konur í magahjáveituaðgerð 83% tilfella Fimmtungur fullorðinna of feitur
Rósamunda
Þórarinsdóttir
Morgunblaðið/ÞÖK
Skurðtól 772 magahjáveituaðgerð-
ir voru framkvæmdar 2001-2015.
Útlendingastofnun hefur áform um
að auka við mótttöku hælisleitenda
á Bifröst í Borgarfirði í stað þess að
leggja hana af í lok september, eins
og tilkynnt hafði verið. Byrjað var
að vista hælisleitendur þar í byrjun
júlí. Byggðaráð Borgarbyggðar
átelur að ekki skuli hafa verið haft
formlegt samband við sveitarfélag-
ið fyrr en nú, vegna þessa máls.
Fram kemur í bókun byggðaráðs
að á Bifröst verði komið fyrir barn-
lausu fólki og hraustu sem ekki
muni þurfa á þjónustu sveitarfé-
lagsins að halda. Töluvert lítið not-
að húsnæði er á Bifröst, á há-
skólalóðinni.
Byggðaráð leggur áherslu á að
gengið verði frá samningum um
endurgreiðslu kostnaðar vegna
þessa verkefnis, ef um slíkt verður
að ræða, og felur embættismönnum
að semja um það við hlutaðeigandi
stofnanir.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bifröst Séð yfir háskólasvæðið.
Hælisleit-
endur vist-
aðir á Bifröst
Sveitarstjórn ekki
tilkynnt um málið
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Fyrir liggur jákvæð afstaða og samþykktir stjórn-
ar Björgunar ehf. og stjórnar Faxaflóahafna sf.
um að fullgera samninga um rýmingu Björgunar
af lóðinni Sævarhöfða 33. Þetta var kynnt á fundi
stjórnar Faxaflóahafna í gær.
Samkvæmt samkomulaginu fær Björgun að
vera með starfsemi á svæðinu fram í maí árið 2019.
Þar er m.a. geymt byggingarefni sem skip félags-
ins dæla af hafsbotni. Íbúar í Bryggjuhverfi hafa
þrýst á það í mörg ár að starfsemi fyrirtækisins
verði flutti af svæðinu, enda hafi sandurinn fokið
yfir hverfið.
Fram kemur í minnisblaði Gísla Gíslasonar
hafnarstjóra að samningarnir byggjast á því að
leysa úr áratuga löngum ágreiningi um gildi samn-
inga frá árunum 1968 og 1994 og fleiri atriði. Efn-
isatriði samninganna séu í meginatriðum án
ágreinings milli aðila, en unnið sé að frágangi
orðalags og verklýsingu.
Höfnin kaupir húseignir og laust efni
Í samningunum felst að Faxaflóahafnir sf.
kaupa þrjár húseignir, sem eru á lóðinni, af Björg-
un ehf., alls liðlega 1.600 fermetrar, á 195 milljónir
króna. Faxaflóahafnir kaupa laust efni á lóð
Björgunar ehf., alls 236.000 rúmmetra, enda nýt-
ist það efni í 1. áfanga landfyllingar utan Sævar-
höfða og farghauga. Kaupverð er alls 145 millj-
ónir.
Björgun mun svo annast gerð 25.000 fermetra
landfyllingar sem 1. áfanga landfyllinga sam-
kvæmt aðalskipulagi. Kostnaður samkvæmt verk-
samningi þar að lútandi er 151 milljón. Verklok
eru miðuð við lok árs 2019.
Alls fela samningar við Björgun í sér útgjöld að
fjárhæð um 553 milljónir króna fyrir Faxaflóa-
hafnir, sem skiptast að stærstum hluta á árin 2016
og 2017 vegna húsakaupa og efniskaupa.
Í fyrirliggjandi drögum að samningum er ekk-
ert fjallað um hugsanlega framtíðarstarfsaðstöðu
Björgunar. Faxaflóahafnir höfðu boðið fram svæði
á Grundartanga undir starfsemina, sem ekki þótti
álitlegt af hálfu Björgunar.
„Að samningum gerðum er ágreiningur Faxa-
flóahafna sf. og Björgunar ehf. að fullu leystur og
ljóst að unnt verður að hefja viðræður borgar og
hafnar um sölu/kaup lands að Sævarhöfða,“ segir í
minnisblaði Gísla Gíslasonar hafnarstjóra.
Morgunblaðið/RAX
Björgun mun hverfa af
Sævarhöfða árið 2019
Sævarhöfði Á athafnasvæði Björgunar er sandur og möl sem skip fyrirtækisins dæla upp af hafsbotni í Faxaflóa. Íbúar hafa kvartað yfir sandroki.
Áratuga löngum ágreiningi lýkur með samningi Björgun annast landfyllingu
Höfði Friðarsetur Reykjavíkur-
borgar og Háskóla Íslands var form-
lega opnað í gær. Dagur B. Eggerts-
son borgarstjóri og Jón Atli
Benediktsson, rektor Háskóla Ís-
lands, skrifuðu undir stofnsamning í
Höfða í gærmorgun. Strax í dag
verður svo haldin ráðstefna á friðar-
setrinu til að minnast þess að 30 ár
eru síðan Ronald Reagan og Mikhail
Gorbachev héldu hér leiðtogafund.
vidar@mbl.is
Höfði Friðarsetur var opnað í gær.
30 ár frá
fundinum
Um 60 fasteignir í Borgarbyggð
sem notaðar eru sem leiguhúsnæði
í atvinnuskyni, til dæmis skamm-
tímaleiga fyrir ferðafólk, eru
skráðar sem íbúðarhúsnæði í fast-
eignamati. Sveitarfélagið er að
breyta skráningunni. Við það
hækka fasteignagjöld eigendanna.
Upplýsingarnar voru teknar
saman í sumar. Eftir að viðkomandi
húseigendum hafði verið gert við-
vart og gefið tækifæri til at-
hugasemda var skráningunni
breytt, samkvæmt upplýsingum
fjármálastjóra Borgarbyggðar, og
viðbótargjöldin innheimt.
Þegar skráning breytist úr íbúð-
arhúsnæði í atvinnuhúsnæði hækk-
ar fasteignaskatturinn úr 0,49% af
fasteignamati í 1,65%. Þetta er talið
geta skilað 7,5 milljóna króna við-
bótartekjum í sveitarsjóð á einu ári.
Breyta skráningu 60
eigna í Borgarbyggð