Morgunblaðið - 08.10.2016, Page 24
24 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2016
Ráðgjöf og þjálfun
nolta.is
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Vitað er um meira en 800 manns
sem létu lífið af völdum fellibylsins
Matthews á Haítí og talið er að enn
fleiri hafi farist, að sögn embættis-
manna í landinu í gær. Fellibylurinn
kom að strönd Flórída en fyrstu
fregnir bentu til þess að hann hefði
ekki valdið eins miklu tjóni í suður-
hluta ríkisins og óttast hafði verið.
Fellibylurinn olli mestu tjóni í
suðvesturhluta Haítí. Fregnir
hermdu að 30.000 hús hefðu eyði-
lagst í Sud-héraði og um 80% húsa í
bænum Jérémie sem er með um
31.000 íbúa. Í þremur nálægum bæj-
um fórust tugir manna, að sögn
fréttaveitunnar Reuters. Hún hafði
eftir yfirvöldum í einum þeirra,
Chantal, að 86 manns hefðu látið líf-
ið þar og tuttugu til viðbótar væri
saknað.
Skortur á matvælum
Fréttaveitan AFP hafði eftir at-
kvæðamiklum þingmanni í Sud-hér-
aði að talið væri að tala látinna
hækkaði vegna þess að björgunar-
sveitir hefðu ekki enn komist til
nokkurra bæja og þorpa sem ein-
angruðust og eru án símasambands.
Yfirmaður Matvælaáætlunar Sam-
einuðu þjóðanna á Haítí sagði að það
gæti tekið allt að fimm daga að afla
nákvæmra upplýsinga um mann-
tjónið og eyðilegginguna.
Rafmagnslaust er víða á hamfara-
svæðunum og íbúarnir eru að verða
uppiskroppa með matvæli og
drykkjarvatn. Erfiðlega hefur geng-
ið að koma hjálpargögnum til bæja
sem einangruðust vegna þess að
mikilvæg brú hrundi í hamförunum.
Miklir vatnavextir vegna úrhellis,
sem fylgdi fellibylnum, hafa einnig
torveldað hjálparstarfið.
Óttast að kólerufaraldur
færist í aukana
Varnarmálaráðuneyti Bandaríkj-
anna sagðist hafa sent herskip, níu
þyrlur og 550 hermenn til að taka
þátt í hjálparstarfinu á Haítí. Fleiri
bandarísk herskip, meðal annars
flugmóðurskip, eru í grennd við
landið og hugsanlegt er að þau verði
einnig send þangað.
Embættismenn Sameinuðu þjóð-
anna sögðu að vitað væri um 350.000
manns sem þyrftu á aðstoð að halda
vegna náttúruhamfaranna. Frétta-
vefur BBC hafði eftir talsmanni am-
eríska Rauða krossins að hjálpar-
stofnanir hefðu mestar áhyggjur af
því að hamfarirnar yrðu til þess að
kólerufaraldur í landinu færðist í
aukana. Faraldurinn hófst eftir jarð-
skjálfta á Haítí í janúar 2010 sem
talið er að hafi kostað rúmlega
250.000 manns lífið. Að minnsta
kosti 7.000 manns hafa dáið í kól-
erufaraldrinum, að sögn ríkisstjórn-
ar landsins.
Haítí er eitt af fátækustu löndum
heims og rúmur helmingur íbúa
borganna býr í hreysum sem þola
ekki öfluga jarðskjálfta og fellibylji.
Mikil skógareyðing hefur valdið
jarðvegsrofi sem hefur orðið til þess
að mörg hreysanna eru berskjölduð
fyrir slíkum óveðrum.
Að minnsta kosti fjórir menn létu
lífið í Dóminíska lýðveldinu af völd-
um fellibylsins sem gekk einnig yfir
Kúbu, Jamaíka og Bahamaeyjar en
olli ekki manntjóni þar.
Milljónum sagt að fara af
strandsvæðunum
Vindhraðinn mældist um 54 m/s
þegar óveðrið kom að strönd Flórída
í gær og yfirvöld höfðu mestar
áhyggjur af miklum sjógangi af
völdum bylsins. Um 600.000 heimili
voru rafmagnslaus í ríkinu.
Um þrjár milljónir manna höfðu
fengið fyrirmæli um að forða sér af
hættusvæðunum í borgum á borð við
Jacksonville í Flórída og Savannah í
Georgíuríki. Um 22.000 manns
dvöldu í neyðarskýlum á vegum yfir-
valda í Flórída í fyrrinótt.
Að minnsta kosti fjögur dauðsföll
voru rakin til fellibylsins í Flórída,
samkvæmt fréttum CNN. Þeirra á
meðal var kona, sem dó af völdum
hjartaáfalls eftir að bráðaliðum
tókst ekki að koma henni til hjálpar
vegna óveðursins.
Talið var að fellibylurinn færi að
strönd Suður-Karólínu og um
310.000 höfðu í gær orðið við fyrir-
mælum yfirvalda í ríkinu um að
forða sér af strandsvæðunum.
Hundruð fórust á Haítí
Um 350.000 manns þurfa á hjálp að halda á Haítí vegna fellibylsins Matthew sem olli miklu tjóni
600.000 heimili án rafmagns í Flórída og þrjár milljónir manna þurftu að forða sér af hættusvæðunum
AFP
Eyðilegging Fellibylurinn olli miklu tjóni í bænum Jérémie á Haítí. Hermt er að 80% húsanna hafi eyðilagst.
Fellibylurinn Matthew
Heimildir: Bandaríska veðurstofan, NWS,
fellibyljastofnunin NHC ogWeather Channel
ATLANTSHAF
FLÓRÍDA
GEORGÍA
SUÐUR-
KARÓLÍNA
NORÐUR-
KARÓLÍNA
Í dag
Á morgun
Á þriðjudag
Á mánudag
Í gær
Á miðnætti í fyrrinótt
Í gær
kl. 18 að ísl. tíma
BAHAMAEYJAR
HAÍTÍ
DÓMINÍSKA
LÝÐVELDIð
JAMAÍKA
BANDARÍKIN
Svæði sem
fellibylurinn
gæti farið um
Viðvaranir yfirvalda
Hætta
Varúð
Vindhraði
KÚBA
> 49 m/s
33-49 m/s
18-33 m/s
Miami
Jacksonville
200 km
Leið
fellibylsins
Mannskæðustu fellibyljirnir vestanhafs
1998 Mitch
Mið-Ameríka
Dauðsföll: Rúm 9.000
Hanna
Haítí
A.m.k. 500
Jeanne
Haítí
Rúm 3.000
Ingrid og Manuel
Mexíkó
157
Katrína
Bandaríkin
1.800
Sandy
Bandaríkin, Kúba, Haítí
260
2004
2013
20052012
2008
1
6 2
4
5
5
3
1
3
4
5
6
2
Freital. AFP. | Bjórflösku var kastað
að einum flóttamannanna í lest.
Annar var vakinn um miðja nótt
þegar þrír menn, vopnaðir bar-
eflum, hringdu dyrabjöllunni. Kona
úr röðum flóttafólksins varð fyrir
árás ókunnugs manns sem reif
slæðu af henni þegar hún varð á
vegi hans á götu.
Ári eftir að fólkið flúði til Þýska-
lands vegna stríðsins í Sýrlandi
segjast sumir flóttamannanna hafa
sætt svo miklu hatri að þeir hug-
leiði nú alvarlega að forða sér.
Fólkið dvelur í Saxlandi í austan-
verðu Þýskalandi þar sem öfga-
hreyfingin PEGIDA var stofnuð og
hatursglæpum gegn flóttamönnum
hefur fjölgað síðustu misseri. Árás-
um á hælisleitendur í Saxlandi,
meðal annars íkveikjuárásum á
gistiheimili flóttafólks, fjölgaði úr
235 árið 2014 í 784 í fyrra.
„Það er of ógnvekjandi að vera
hérna,“ segir Fares Kassas, sem
varð fyrir árásinni í lestinni.
„Maðurinn kastaði flöskunni þegar
dyrnar voru að lokast og lestin fór
af stað. Ég gat ekkert gert,“ segir
Kassas og bætir við að hann íhugi
nú að flytjast til Tyrklands þótt
hann hafi fengið hæli í Þýskalandi.
„Við drepum ykkur“
Annar flóttamaður, Mohammed
Alkhodari, komst undan hópi
manna sem ógnuðu honum á götu
og segist núna reyna að komast hjá
því að vera úti við eftir klukkan sex
eftir hádegi. „Ég finn fyrir svo mik-
illi streitu að ég þjáist af maga-
verkjum.“
Þorpið Clausnitz í Saxlandi
komst í fréttirnar í febrúar þegar
æstur múgur réðst á rútu sem flutti
Flóttafólk í Saxlandi
íhugar að flýja hatrið
Árásum fjölgar „Það er of ógnvekjandi að vera hérna“