Morgunblaðið - 08.10.2016, Page 29

Morgunblaðið - 08.10.2016, Page 29
Huginn og TR berj- ast um sigurinn á Ís- landsmóti skákfélaga Huginn hefur forystu eftirfyrri hluta Íslandsmótsskákfélaga sem fram fórí Rimaskóla um síðustu helgi. Tíu lið eru í efstu deild og er staðan á toppnum þessi: 1. Huginn 30 ½ v.(af 40) 2. TR 28 v. 3. Fjölnir 22 v. 4. Víkingaklúbbur 21 v. 5. TB 19 v. Taflfélag Garðabæjar og b-sveit Skákfélags Akureyrar leiða 2. deild, í 3. deild er Skákfélag Selfoss í efsta sæti og í 4. deild leiðir b-sveit Vík- ingaklúbbsins. Nokkrir kunnir meistarar náðu frábærum árangri um helgina, t.d. félagarnir úr TR, Bragi Þorfinnsson sem skilaði 4 ½ vinningi á 1. borði og Guðmundur Kjartansson á 2. borði með 4 vinninga. Hrannar Bald- ursson vann fjórar skákir fyrir skák- deild KR og Halldór Brynjar Hall- dórsson náði góðum úrslitum gegn stigahærri andstæðingum. Grein- argott yfirlit og tölfræði ýmsa má finna á skak.is. Viðburðarík keppni Hugins og Fjölnis Skákdeild Fjölnis er á hraðri upp- leið þessi misserin. „Rima- skóladrengirnir“ Dagur Ragn- arsson, Oliver Aron Jóhannesson og Jón Trausti Harðarson, fengu 2 ½ vinning í sögulegri viðureign Fjölnis og Hugins í fimmtu umferð. Dagur, var hvergi banginn þegar Hannes bauð honum jafntefli á 4. borði, hafn- aði og lagði síðan stómeistarann með eftirfarandi fléttu: Hannes Hlífar – Dagur 26. … Rf4+! 27. gxf4 exf4 – og Hannes gafst upp, 28. Hxe8 er svarað með 28. .. f3+! Í þessari sömu umferð samdi Jón L. Árnason fljótlega jafntefli fyrir Bolvíkinga á 2. borði, gerði stuttan stans í skáksalnum og sá í sviphend- ingu að allt stefndi í söguleg úrslit milli Fjölnis og Hugins; Hannes Hlífar var búinn að tapa, greinarhöf- undur var með tapað tafl gegn Hol- lendingnum Ris og Hjörvar í basli með Oliver Aron. Jón fylgdist svo með einstökum úrslitum á netinu heima hjá sér. Og þá birtist á skján- um að sá hollenski hefði beðið lægri hlut. Jón var ekki trúaður á að slíkt gæti hafa gerst og að hætti Njáls á Bergþórshvoli endurræsti i hann heimasíðu mótsins eigi sjaldnar en þrisvar sinnum: alltaf sama nið- urstaðan og ekkert annað í stöðunni en að hringja í greinarhöfund og spyrja tíðinda. Á afmælismóti TV á dögunum gekk mér bærilega að fást við vígreifar drottningar. Það sama varð uppá teningnum í þessari við- ureign: Helgi Ólafsson (Huginn) – Robert Ris (Fjölnir) Slavnesk vörn 1. c4 e6 2. Rc3 d5 3. d4 c6 4. e3 Rf6 5. Rf3 Rbd7 6. Be2 Bd6 7. b3 O-O 8. O-O b6 9. Bb2 Bb7 10. Dc2 Hc8 11. Hac1 c5 12. cxd5 cxd4 13. Rxd4 Rxd5 14. Dd2 Rxc3 15. Bxc3 Rf6 16. Bb2 Re4 17. Hxc8? Morgunumferðir virðast kalla á svona yfirsjónir. Ég vildi forðast 17. Dd3 Hxc1 18. Bxc1 – en ekki 18. Hxc1 Bxh2+. Samt féll ég í þennan pytt! Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/Gunnar Björnsson Viðureign Hugins og Fjölnis í fullum gangi. 17. … Bxh2+! 18. Kxh2 Dh4+ 19. Kg1 Rxd2 20. Hxf8+ Kxf8 21. Hc1 Hvíta staðan er auðvitað gjörtöp- uð en með því að halda nokkrum trompum geta opnast óvæntir möguleikar. 21. … Re4 22. f3 Df2+ 23. Kh2 Dg3+ 24. Kg1 Rg5 25. Kf1 h5 26. Hd1 h4? Tapleikurinn. 27. Rf5! Hvað er þetta? 27. … exf5 Ekki 27. … Dc7 28. Be5! Dc8 29. Bxg7+ og drottningin fellur. Eini leikurinn var 27. … Db8 þó hvítur eigi betri færi eftir 28. Be5! Da8 29. Bxg7+ Kg8 30. Bf6! o.s.frv. 28. Ba3+ Kg8 29. Bd6! Drottningin á engan reit! 29. .. Bxf3 30. Bxf3 – og Ris gafst upp. Það sá undir iljar hans á leið út úr skáksalnum. UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2016 TORMEK Brýnsluvélar ▲ Tormek T-4 er uppfærsla á T-3 og er nú kominn með málmhaus sem eykur nákvæmni um 300% Fylgihlutir sjást á mynd. Verð: 54.200 ▼ Tormek T-7 er hannaður fyrir látlausa notkun og mikil afköst. Fylgihlutir sjást á mynd. Nokkur stykki til á þessu frábæra tilboðsverði 88.600 ▼ Tormek T-8 er uppfærsla á T-7 og er nú kominn með málmhaus sem eykur nákvæmni. Verð: 98.700 Allar stýringar fyrirliggjandi Verslunin Brynja er umboðs- aðili TORMEK á Íslandi Laugavegi 29 | sími 552 4320 | verslun@brynja.is | brynja.is Opið virk a dag a frá 9-18 lau frá 1 0-16 SVX-150: Skærastýring Verð 5.780 SVD-185: Stýring fyrir tréskurðar- og rennijárn Verð 11.765 SVM-140: Hnífastýring Verð 5.980 SVM-00: Stýring fyrir tálguhnífa Verð 4.175 Atvinnublað alla laugardaga Sendu pöntun á augl@mbl.is eða hafðu samband í síma 569-1100 Allar auglýsingar birtast bæði í Mogganum og ámbl.is ER ATVINNUAUGLÝSINGIN ÞÍN Á BESTA STAÐ?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.