Morgunblaðið - 08.10.2016, Side 32
32 MESSUR Á MORGUN Minningar
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2016
AKUREYRARKIRKJA | Geðveik
messa kl. 11 í tilefni alþjóðlega geð-
heilbrigðisdagsins. Fjölbreyttur tónlist-
arflutningur, reynslusaga og hugvekja.
Prestur er sr. Svavar Alfreð Jónsson.
Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu
kl. 11. Umsjón hafa sr. Sunna Dóra
Möller og Sólveig Anna Aradóttir.
Bleik messa kl. 20. Kristinn Hreins-
son, framkvæmdastjóri Rafeyrar, flytur
hugleiðingu. Lára Sóley og Hjalti flytja
tónlist Bergþóru Árnadóttur. Prestur er
sr. Hildur Eir Bolladóttir.
AKURINN kristið samfélag | Sam-
koma í Núpalind 1 þann 9. október kl.
14. Biblíufræðsla, söngur og bæn.
Kaffi í lokin.
ÁRBÆJARKIRKJA | Fjölskylduguðs-
þjónusta kl. 11. Brúðuleikhús, söngur
og gleði. Million Shiferaw og Ahmed
Nur Abib frá Eþíópíu koma í heimsókn
og kynna vatnsverkefni Hjálparstarfs
kirkjunnar. Prestur er sr. Þór Hauksson
ásamt Ingunni Björk Jónsdóttur,
djákna. Undirleikur Benjamín Gísli Ein-
arsson. Fermingarbörn sérstaklega
boðin til guðsþjónustunnar.
ÁSKIRKJA | Messa og barnastarf kl.
11. Kristný Rós Gústafsdóttir djákni og
Benjamín Hrafn Böðvarsson guð-
fræðinemi annast samverustund
sunnudagaskólans. Séra Birgir Ás-
geirsson, fyrrverandi prófastur, prédik-
ar og þjónar fyrir altari. Kammerkór Ás-
kirkju syngur. Organisti er Magnús
Ragnarsson. Kaffisopi eftir messu og
meðlæti í boði fermingarbarna kom-
andi vors.
ÁSTJARNARKIRKJA | Messa kl. 11.
Kór Ástjarnarkirkju syngur undir stjórn
Matthíasar V. Baldurssonar. Prestur er
sr. Kjartan Jónsson. Sunnudagaskóli á
sama tíma undir stjórn Hólmfríðar S.
Jónsdóttur. Hressing og samfélag á
eftir messu.
BORGARNESKIRKJA | Messa kl.
11. Organisti er Steinunn Árnadóttir.
Prestur er Páll Ágúst Ólafsson.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Messa með
fornu ívafi kl. 11. Prestur sr. Bryndís
Malla Elídóttir. Kór kirkjunnar syngur
stjórnandi er Örn Magnússon. For-
söngvarar eru úr hópi kórfélaga. Bein
útsending frá messunni verður í Rík-
isútvarpinu.
Sunnudagaskóli kl. 11 í safnaðarheim-
ili. Ensk messa kl. 14. Prestur er sr.
Toshiki Toma, organisti er Örn Magn-
ússon.
BÚSTAÐAKIRKJA | Listahátíð
barnanna. Dagurinn er helgaður börn-
um og þeirra fjölskyldum og hefst kl.
11 þar sem yngri barnakór kirkjunnar
syngur. Síðan verður föndur og hress-
ing í safnaðarheimilinu. Örn Árnason,
afi, kemur í heimsókn kl. 13. Eldri
barnakór syngur og ungmenni spila á
hljóðfæri kl. 14. Hressing í safn-
aðarheimili.
DIGRANESKIRKJA | Messa og
sunnudagaskóli kl. 11. Prestur Gunnar
Sigurjónsson. Organisti er Bjartur Logi
Guðnason. Söngvinir, kór eldri borgara
í Kópavogi, syngja. Súpa í safnaðarsal
að messu lokinni.
Dómkirkja Krists konungs, Landa-
koti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á
pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á
pólsku og kl. 18 á ensku. Virka daga
kl. 18 og má. mi. og fö. kl. 8, lau. kl.
16 á spænsku og kl. 18 er messa á ís-
lensku.
DÓMKIRKJAN | Slökkviliðsmessa kl.
11. Tilefnið er 220 ára afmæli kirkj-
unnar, en skrúðhús hennar var fyrsta
slökkvistöð Reykjavíkur. Af þessu til-
efni er boðið til guðsþjónustu með
þátttöku slökkviliðs- og sjúkraflutn-
ingamanna. Fulltrúar þeirra munu lesa
texta. Karl Sigurbjörnsson prédikar,
Dómkórinn, organisti er Kári Þormar.
Kjartan Örn Styrkársson spilar á tromp-
et. Sunnudagaskólinn á kirkjuloftinu.
Gamlir slökkvibílar verða til sýnis við
kirkjuna og Kirkjunefnd kvenna býður
til messukaffis .
FELLA- og Hólakirkja | Messa kl.
11. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson
predikar og þjónar. Kirkjukórinn syngur
undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur
organista.
Sunnudagaskólinn á sama tíma. Um-
sjón Pétur og félagar. Kaffisopi og djús
eftir stundina.
FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Sunnu-
dagaskóli kl. 11. Hljómsveit kirkjunnar
leiðir sönginn. Guðsþjónusta kl.14.
Kór og hljómsveit kirkjunnar leiðir
sönginn undir stjórn Arnar Arnarsonar,
organisti er Skarphéðinn Þór Hjart-
arson og bassaleikari er Guðmundur
Pálsson. Krílakórinn kemur líka fram
og syngur undir stjórn Kirstínar Ernu
Blöndal. Að lokinni guðsþjónustu hefst
kaffisala Kvenfélagsins í safn-
aðarheimilinu.
FRÍKIRKJAN Reykjavík | Kvöld-
messa kl. 20. Sönghópurinn við Tjörn-
ina og Fríkirkjubandið ásamt Erni Arn-
arsyni gítarleikara, flytja tónlist.
Stundin er í umsjón sr. Hjartar Magna
Jóhannssonar.
ATH. engin guðsþjónusta verður kl. 14
þennan dag.
GLERÁRKIRKJA | Messa kl. 11. Sr.
Guðmundur Guðmundsson þjónar. Kór
Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Val-
mars Väljaots.
GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjón-
usta kl. 11. Séra Arna Ýrr Sigurð-
ardóttir prédikar, séra Guðrún Karls
Helgudóttir þjónar fyrir altari. Kór kirkj-
unnar og Vox Populi syngja. Organisti
er Hákon Leifsson. Stjórnandi Vox Po-
puli er Hilmar Örn Agnarsson. Sunnu-
dagaskóli kl. 11. Umsjón hafa séra
Sigurður Grétar Helgason og Þór Björg
Sigurðardóttir guðfræðinemi.
Undirleikari er Stefán Birkisson.
GRAFARVOGUR - kirkjuselið í
Spöng | Djazzmessa kl. 13. Dr. Sig-
urjón Árni Eyjólfsson prédikar og þjónar
fyrir altari ásamt séra Sigurði Grétari
Helgasyni. Dr. Sigurjón Árni leikur á
saxófón. Sunnudagaskóli á sama
tíma. Umsjón hefur Matthías Guð-
mundsson. Undirleikari er Stefán Birki-
sson.
GRENSÁSKIRKJA | Morgunverður kl.
10 og bænastund kl. 10.15. Barna-
starf kl. 11 . Umsjón hafa Silvía, Ásta
Lóa o.fl. Öll börn velkomin. Messa kl.
11. Altarisganga. Samskot í líknarsjóð.
Messuhópur þjónar. Kór frá Domus vox
syngur, skólastjóri er Margrét J. Pálma-
dóttir. Organisti er Ásta Haraldsdóttir.
Prestur sr. Ólafur Jóhannsson. Mola-
sopi eftir messu. Hversdagsmessa
með léttu sniði á fimmtudag kl. 18.10-
18.50. Þorvaldur Halldórsson sér um
tónlist.
GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti |
Guðsþjónusta og barnastarf kl. 11.
Prestur sr. Skírnir Garðarsson, org-
anisti er Hrönn Helgadóttir og kór Guð-
ríðarkirkju syngur. Barn verður skírt í
messunni.
Sunnudagaskólinn, umsjónarmenn
Sigurður og Andrea Ösp. Hvetjum ferm-
ingarbörn og foreldra þeirra að koma í
messu. Kirkjuvörður er Lovísa Guð-
mundsdóttir og meðhjálpari er Guðný
Aradóttir. Kaffisopi eftir messu
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Fjöl-
skylduguðsþjónusta kl. 11. Barnakór
kirkjunnar syngur undir stjórn Helgu og
Önnu. Sunnudagskólinn tekur þátt í
stundinni allan tímann ásamt með Erlu
Björgu og Hjördísi Rós. Stundin verður
töluvert sniðin að þörfum hinna yngri.
Kaffisopi og djús eftir stundina.
HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og
barnastarf kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Ósk-
arsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari
ásamt messuþjónum. Félagar í Mót-
ettukórnum syngja, organisti er Hörður
Áskelsson, molasopi eftir messu.
Bænastund mánudaga kl. 12, fyr-
irbænamessa þriðjudaga kl. 10.30 í
kórkjallara, morgunmessa miðviku-
daga kl. 8 og kyrrðarstund fimmtudaga
kl. 12.
HÁTEIGSKIRKJA | Messa og matur,
barnastarf og fræðsla klukkan 11. Org-
anisti er Kári Allansson, prestur er Ei-
ríkur Jóhannsson.
HJALLAKIRKJA Kópavogi | Guðs-
þjónusta kl. 11. Sr. Kristín Pálsdóttir
prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti
er Guðný Einarsdóttir. Félagar úr kór
kirkjunnar leiða söng og safnaðarsvör.
Sunnudagaskóli á sama tíma í umsjón
Markúsar og Heiðbjartar. Heimsókn frá
Eþíópíu kl. 12.30, Million og Ahmed
Nur koma og kynna verkefni Hjálp-
arstarfs kirkjunnar í heimalandi sínu.
HÓLANESKIRKJA Skagaströnd |
Sunnudagaskóli kl. 11. Við syngjum,
hlustum á biblíusögu og lítum í fjárs-
sjóðskistuna. Vala skjaldbaka og
Rebbi koma í heimsókn. Við biðjum fal-
legra bæna og þökkum fyrir það sem
við höfum. Fáum okkur djús og kex
meðan við litum fallegar myndir.
HREPPHÓLAKIRKJA | Kvöldmessa
með léttri tónlist kl. 20.30. Kirkjukór-
inn flytur hugljúfa sálma í bland við
dægurlög undir stjórn Stefáns Þorleifs-
sonar organista.
ÍSLENSKA Kristskirkjan | Barna-
kirkja/fjölskyldusamvera kl. 11.
Almenn samkoma kl. 20. Halldóra
Ólafsdóttir prédikar. Kaffi og samfélag
eftir stundina.
KÁLFATJARNARKIRKJA | Messa kl.
14. Kirkjukór Kálfatjarnarkirkju syngur
ásamt barnakór kirkjunnar undir stjórn
Elísabetar Þórðardóttur organista.
Prestur er sr. Kjartan Jónsson. Vænst
er þátttöku fermingarbarna og að-
standenda þeirra. Samfélag og kirkju-
kaffi á eftir.
KEFLAVÍKURKIRKJA | Heilsu og
hamingjumessa kl. 11. Sunnudaga-
skóli hefst á sama tíma. Kór
Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Arn-
órs Vilbergssonar organista. Messu-
þjónar taka á móti gestum og lesa
texta, prestur er sr. Eva Björk Valdi-
marsdóttir. Súpuþjónar reiða fram holl-
ustusúpu og brauð að lokinni athöfn.
Kyrrðarstund alla miðvikudaga kl 12.
KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta
kl. 11. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, hér-
aðsprestur, prédikar og þjónar fyrir alt-
ari. Kór Kópavogskirkju syngur undir
stjórn Lenku Mátéová kantors kirkj-
unnar. Sunnudagaskólinn verður með
nýju sniði í safnaðarheimilinu Borgum.
LANGHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11.
Guðbjörg Jóhannesdóttir sókn-
arprestur þjónar. Organisti er Árni Heið-
ar Karlsson. Félagar úr Kór Langholts-
kirkju leiða safnaðarsöng. Aðalsteinn
Guðmundsson kirkjuvörður og messu-
þjónar aðstoða við helgihaldið. Sunnu-
dagaskólinn fer fram á sama tíma. Jó-
hanna og Snævar taka á móti hressum
börnum á öllum aldri. Kaffi, djús og
ávextir í safnaðarheimili eftir stundina.
Starf eldri borgara alla miðvikudaga kl.
12-15.30.
LÁGAFELLSKIRKJA | Taize kvöld-
guðsþjónusta kl. 20. Guðsþjónustan
einkennist af einföldum bænasöng,
stuttum ritningarlestrum og bænum.
Kirkjukór Lágafellssóknar leiðir söng
undir stjórn Kjartans Jósefssonar Ogni-
bene. Prestur er Arndís G. Bernhar-
dsdóttir Linn.
LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnu-
dagaskóli kl. 11. Messa með alt-
arisgöngu kl. 20. Kveðjumessa fyrir sr.
Svein Alfreðsson. Allir prestar kirkj-
unnar þjóna. Kór Lindakirkju undir
stjórn Óskars Einarssonar og Ávextir
andans leiða tónlistina. Sr. Guð-
mundur Karl Brynjarsson og Guðni Már
Harðarson þjóna í messunni. Sveinn
Alfreðsson prédikar. Kaffi og spjall eftir
messuna.
NESKIRKJA | Messa og barnastaf kl.
11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr
Kór Neskirkju syngja og leiða safn-
aðarsöng. Organisti er Steingrímur Þór-
hallsson. Prestur er Skúli S. Ólafsson.
Söngur, sögur og gleði í sunnudagskól-
anum. Umsjón Stefanía, Guðrún og
Ari. Samfélag og kaffi á Torginu eftir
messu.
ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Guðsþjón-
usta kl 14. Prestur Pétur Þor-
steinsson. Messugutti Petra Jóns-
dóttir. Graduale Nobili syngur og leiðir
messusvör og sálma undir stjórn org-
anistans, Árna Heiðars Karlssonar.
Ólafur Kristjánsson tekur á móti öllum.
Eftir messuna er kaffihlaðborð til
styrktar kór og safnaðarstarfinu. Frjáls
framlög.
SALT kristið samfélag | Samkoma
kl. 14 í Kristniboðssalnum Háaleit-
isbraut 58-60. 3. hæð. Ræðumaður
Guðlaugur Gunnarsson. Túlkað á
ensku. Barnastarf.
SELFOSSKIRKJA | Fjölskyldumessa
sun. kl. 11. Barna- og unglingakórinn
syngur. Stjórnandi Edit A. Molnár. Um-
sjón með stundinni hafa Jóhanna Ýr
Jóhannsdóttir æskulýðsfulltrúi og sr.
Guðbjörg Arnardóttir. Súpa og brauð á
eftir í safnaðarheimilinu.
Kvöldmessa kl. 20, Jónína Aradóttir
sér um tónlistina, hún er frá Hofi í
Öræfasveit og hefur stundað nám í nú-
tímatónlist í Danmörku og Los Angel-
es. Prestur er Guðbjörg Arnardóttir.
SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta
kl. 11, Biblíusaga, söngur, brúðuleikrit
og nýr límmiði. Guðsþjónusta kl. 14,
sr. Bryndís Malla Elídóttir prédikar og
þjónar fyrir altari. Organisti er Tómas
Guðni Eggertsson og Kór Seljakirkju
syngur.
SELTJARNARNESKIRKJA |
Fræðslumorgunn kl. 10. Fyrstu Íslend-
ingarnir á tindi Everest. Björn Ólafs-
son, Einar K. Stefánsson og Hallgrímur
Magnússon tala.
Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl.
11. Sóknarprestur þjónar. Organisti er
Glúmur Gylfason. Félagar úr Kamm-
erkór kirkjunnar syngja. Leiðtogar sjá
um sunnudagaskólann. Kaffiveitingar
og samfélag eftir athöfn. Hátíð-
arsamkoma í tilefni af Listahátíð kl.
16. Fögur tónlist flutt. Biskup Íslands,
frú Agnes M. Sigurðardóttir, talar um
trú í návist vestfirskra fjalla.
SIGLUFJARÐARKIRKJA | Hátíðar-
guðsþjónusta kl. 14. Minnst verður 40
ára vígsluafmælis sr. Vigfúsar Þórs
Árnasonar. Einnig verður minnst 155
árstíðar sr. Bjarna Þorsteinssonar. Sr.
Vigfús prédikar og þjónar fyrir altari
ásamt sr. Sigríði Mundu Jónsdóttur.
Kór Siglufjarðarkirkju syngur undir
stjórn Guito Thomas, forsöngvari Þor-
steinn Bjarnason. Kaffiveitingar í safn-
aðarheimilinu.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA |
Messa 9.10. kl. 11. Jóhanna Magn-
úsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari.
Organisti Jón Bjarnason. Kammerkór
Seltjarnarneskirkju syngur.
STÓRA Núpskirkja | Guðsþjónusta
kl. 11. Kirkjukórinn leiðir söng undir
stjórn Þorbjargar Jóhannsdóttur.
STRANDARKIRKJA | Veiði-
mannamessa kl. 14. Veiðimenn í Hlíð-
ardalsvatni fjölmenna að venju. Bjarni
Eiríkur Sigurðsson stígur í stólinn.
Baldur Kristjánsson og Guðmundur
Brynjólfsson þjóna fyrir altari. Kór Þor-
lákskirkju syngur. Organisti er Miklos
Dalmay. Meðhjálpari er Sylvía Ágústs-
dóttir.
VÍDALÍNSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr.
Jóna Hrönn Bolladóttir prédikar og
þjónar fyrir altari. Félagar í kór Vídal-
ínskirkju syngja og Jóhann Baldvins-
son er organisti. Sunnudagaskóli á
sama tíma. Kaffi og djús að lokinni
messu.
VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði |
Guðsþjónusta kl. 11. Kór Víð-
istaðasóknar syngur undir stjórn Helgu
Þórdísar Guðmundsdóttur. Prestur:
Bragi J. Ingibergsson. Sunnudagaskól-
inn kl. 11 uppi í suðursal. Umsjón:
María og Bryndís. Hressing í safn-
aðarsalnum eftir guðsþjónustu.
ORÐ DAGSINS:
Brúðkaupsklæðin
(Matt 22)
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Siglufjarðarkirkja
✝ Sigríður Þor-laug Jak-
obsdóttir fæddist í
Bolungarvík 29.
október 1939. Hún
lést á Heilbrigðis-
stofnun Vestfjarða
á Ísafirði 24. sept-
ember 2016.
Foreldrar henn-
ar voru Jakob S. K.
Þorláksson, skip-
stjóri, f. 11.1. 1916,
d. 19.3. 1970, og Valgerður Finn-
bogadóttir, f. 10.11. 1918, d. 11.5.
2005. Systkini Sigríðar eru: 1)
Finnbogi, f. 1.2. 1941, maki Erna
Hávarðardóttir, f. 13.7. 1943, 2)
Álfdís, f. 20.5. 1944, maki Dag-
bjartur Þorbergsson, f. 27.10.
1941 og 3) Flosi Valgeir, f. 4.1.
1953, maki Jónína Brynja Ás-
geirsdóttir, f. 9.8. 1953.
Sigríður giftist 2.6. 1962
Ragnari Inga Hálfdánssyni vél-
stjóra í Bolungarvík, f. 9.4. 1937.
Foreldrar hans voru Elín Þor-
björnsdóttir, f. 20.5. 1916, d. 1.6.
1978, og Hálfdán Örnólfsson, f.
28.11. 1913, d.
23.11. 1991. Börn
Sigríðar og Ragn-
ars Inga eru: 1. Val-
gerður, f. 4.4. 1960,
maki Barði Ing-
valdsson, börn Val-
gerðar og Lárusar
Ágústs Lárussonar,
f. 19.5. 1961, d. 2.10.
1997, a) Eiríkur
Ingi, f. 13.10. 1980,
hans sonur Val-
garður Orri, f. 27.7. 2011; b) Jak-
ob, f. 1.12. 1988 og c) Andri Þór,
f. 9.11. 1995. 2. Ragnheiður Elín,
f. 18.9. 1963, maki Yngvi Örn
Stefánsson, f. 3.4. 1956, barn
þeirra Teadóra Ýr, f. 22.6. 2004.
3. Þorlákur, f. 24.1. 1974, maki
Sóley Guðfinna Arnórsdóttir, f.
6.2. 1978, börn þeirra a) Tekla, f.
6.11. 1999, b) Sigríður Þorlaug, f.
21.1. 2010 og c) Huldar Ágúst, f.
17.9. 2013.
Sigríður verður jarðsunginn
frá Hólskirkju í Bolungavík í
dag, 8. október 2016, og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Elsku mamma mín. Það verð-
ur tómlegt án þín heyra rödd
þína ekki meir
Takk fyrir stuðninginn sem þú
veittir mér og hvað þú sóttir eftir
að fá syni mína á sumrin tll þín
sem var ómetanlegt fyrir þá og
mig .Það hlýtur að hafa stundum
reynt á þolrifin. elsku mamma
leiðin þín síðustu árin voru tor-
færð en þú passaðir alltaf að bið
systkynin þyirftum ekki að hafa
áhyggjur af því. En nú er leiðin
þín elsku mamma greið eða því
vil ég trúa.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma,
öll börnin þín svo blundi rótt.
(Matthias Jochumsson)
Þín,
Valgerður
Í dag kveð ég Siggu Laugu,
tengdamóður mína. Sigga var
mér afskaplega góð, allt frá því
að ég hitti hana fyrst 17 ára
stelpa sem fór að venja komur
sínar á Traðarstíginn með Þor-
láki.
Mér var strax tekið af áhuga
og alúð, fljótlega var farið að spá
í hvort ég væri nógu vel klædd
og það leið ekki langur tími þar
til að ég fékk fyrstu handprjón-
uðu vettlingana af mörgum að
gjöf.
Sigga hafði sterkar skoðanir á
mönnum og málefnum, fylgin
sér, trú sinni sannfæringu og
óvægin við mann ef henni fannst
eitthvað mega betur fara.
Við vorum ekki alltaf sammála
en á milli okkar óx virðing og
vinátta, vinátta sem ég á eftir að
sakna.
Við Þorlákur eigum saman
þrjú börn, Teklu, Sigríði Þor-
laugu og Huldar Ágúst.
Barnabörnin áttu hug hennar
og hjarta. Alltaf var verið að spá
í hvernig þeim gengi og hvort
þau vanhagaði um eitthvað, það
voru ófáar prjónaflíkurnar sem
gerðar voru handa þeim, ástúð
hennar til þeirra og okkar allra
var aldrei vafamál.
Elsku Sigga, hafðu þakkir fyr-
ir allt og guð geymi þig.
Sóley Guðfinna Arnórsdóttir.
Elsku amma.
Nú ertu farin og minnigarnar
streyma um hugann. Öll skiptin
sem ég var hjá þér og afa í pöss-
un þegar ég var lítil. Öll prakk-
arastrikin sem að ég gerði og ég
held að þú hafir haft lúmskt
gaman af. Þú varst alltaf að sýna
mér eitthvað skemmtilegt til að
gera eins og perla, lita og prjóna.
Þú gerðir svo góðan mat, besta
kjúkling í heimi! Meira að segja
ristaða brauðið þitt var best.
Elsku amma, ég mun sakna
þín mikið og hugsa til þín oft.
Þín
Tekla.
Sigríður Þ.
Jakobsdóttir
Sjaldan hef ég
fengið eitraða ör í
hjartað, en það
gerðist 27. ágúst
2016. Mér brá þá
verulega við að sjá, að þessi
frændi minn var látinn. Var
þetta virkilega svo? Jú, myndin
tók af allan vafa.
Við höfðum hist allnokkrum
sinnum á meðferðarstofu á SAk,
sem ég kýs að kalla númer eitt.
Báðir þurftum við á góðum stól
að halda, en ég þekkti ekki þenn-
an sköllótta mann í fyrsta skipt-
ið, sem sat þarna á móti mér.
Hann þekkti aftur á móti mig og
greindi mér frá sér. Árni faðir
hans og ég vorum þremenning-
ar. Hann mundi ég vel, góðan
Magnús Árnason
✝ Magnús Árna-son fæddist
27. maí 1952. Hann
lést 27. ágúst 2016.
Útför Magnúsar
fór fram 5. sept-
ember 2016.
gæðadreng og ég sá
alltaf betur og betur
hve mjög Magnús
líktist föður sínum.
Þegar ég var að fara
fyrstu læknisferðir
mínar til Siglufjarð-
ar fyrir löngu síðan,
settu foreldrar
Magnúsar mig til
gistingar í stofu
sinni. Þetta sá ég allt
þessi skipti, sem við
frændi sátum saman á stofu eitt
á SAk, báðir með nál í handlegg,
þiggjandi eitur, sem átti að
drepa krabbann. Það dugði
Magnúsi greinilega ekki. Þess
vegna brá mér ótrúlega, eins og
segir í annarri málsgrein. Mér
þótti minningargrein dóttur
Magnúsar falleg og ég varð
hrærður og sá í henni bæði af-
ann og pabbann.
Hef þetta ekki lengra, en við
sjáumst, frændi, innan tíðar.
Farðu í friði Guðs.
Eiríkur Páll Sveinsson.