Morgunblaðið - 08.10.2016, Qupperneq 33
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2016
✝ Halldór Hart-mannsson
fæddist að Þrasa-
stöðum í Fljótum í
Skagafirði 25.
september 1942.
Hann lést á Heil-
brigðisstofnun
Suðurlands 30.
ágúst 2016.
Foreldrar hans
voru Hartmann
Guðmundsson
bóndi og Kristín Halldórsdóttir
húsfreyja.
Systkini Halldórs eru Erna
Hartmannsdóttir, Guðmundur
Hartmannsson, Birgir Hart-
mannsson, Kári Hartmannsson,
jánsdóttur Jacobsen, þann 29.
ágúst 2009.
Halldór ólst upp á Þrasastöð-
um í Fljótum í Skagafirði. Ung-
ur að árum flytur hann til
Grindavíkur þar sem hann
starfaði við fiskvinnslu. Síðar
flytur hann til Neskaupstaðar
þar sem hann vann við fisk-
vinnslu og var fiskmatsmaður.
Halldór flytur að Sólheimum
í Grímsnesi þann 10. mars 2001
en þá hafði hann kynnst Maríu,
heitkonu sinni, á Heilsustofn-
uninni í Hveragerði.
Þau Mæja og Dóri voru afar
náin og voru virk í mannlífinu
á Sólheimum. Tóku þátt í leik-
félaginu, skátastarfinu, kórn-
um og sönglífinu svo eitthvað
sé nefnt. Þau nutu þess að ferð-
ast bæði innan lands og erlend-
is.
Útför Halldórs fór fram frá
Selfosskirkju þann 10. sept-
ember 2016.
Grétar Hartmanns-
son og Ingibjörg
Hartmannsdóttir.
Halldór var
kvæntur Laufeyju
Sigurjónsdóttur,
þau slitu sam-
vistum. Sonur
þeirra er Magnús
Halldórsson, f. 9.
ágúst 1960. Eig-
inkona hans er
Þóra Laufey Pét-
ursdóttir. Dætur þeirra eru Að-
alheiður Magnúsdóttir, Laufey
Magnúsdóttir og Ágústa Magn-
úsdóttir.
Halldór kvæntist eftirlifandi
eiginkonu sinn, Maríu Krist-
Mig langar að skrifa hér örfá
orð um mætan mann, sem ég
kynntist þegar ég hóf störf á
Sólheimum í nóvember 2014.
Mann sem nú er fallinn frá en
það er hann Halldór Hartmanns-
son, sem ég þekkti í raun aldrei
undir öðru nafni en Dóri, og um
leið kynntist ég Maríu Jacobs,
eða Mæju konunni hans og nú-
verandi vinkonu minni. Mæja og
Dóri voru alltaf nefnd í sömu
andránni, enda voru þau einstak-
lega samhent og samrýnd hjón
sem áttu fallegt samband og ein-
hvern tímann sagði hún Mæja
mér að þau rifust aldrei – og það
er nú meira en sagt er um
marga.
Dóri, ásamt Mæju sinni, var
virkur í félagsstarfi, söngmaður
mikill og naut sín bæði í Sól-
heimakórnum og í söng í mess-
um.
Það sem var kannski mest
áberandi var hvað hann var mik-
ill „nagli“ þ.e.a.s. að eflaust hef-
ur hann verið orðinn mjög veik-
ur, en tók t.d. þátt í uppfærslu
Sólheimaleikhússins á Galdra-
karlinum í OZ þar sem þau
Mæja léku frænku og frænda
Dórótheu og gerðu það eftir-
minnilega.
Eitt ferðalag sem við áttum
saman, er mér minnisstætt, það
var þegar við sóttum jarðarför
til Reykjavíkur þar sem ég var
bílstjóri á þeirra bíl.
Á heimleiðinni þurfti ég að
taka með mér hundinn hennar
dóttur minnar, og þau sögðu það
nú ekki vanda.
Hann sat mestallan tímann í
fangi Mæju, í framsætinu, en við
og við hoppaði hann aftur í til
Dóra sem hló við bægslaganginn
– og það var ekki verið að pirra
sig. Það má eiginlega segja að
elsku Dóri hafi brosað fram á
síðasta dag, jafnvel í gegnum
sársauka og verki.
Þrátt fyrir að starfi mínu lyki
á Sólheimum, þá lauk ekki vin-
áttunni. Ég náði að heimsækja
Dóra nokkrum sinnum á Heil-
brigðisstofnun Suðurlands, þar
sem hann hældi starfsfólki, og
þrátt fyrir að vera orðinn eins
veikur og raun bar vitni – þá var
stutt í húmorinn og brosið. En
nú er komið að kveðjustund og
hugur minn hjá Mæju minni sem
hefur misst mikið, en hefur stað-
ið sterk í mótlæti en hún hefur
m.a. þakkað það því góða fólki
sem á Sólheimum býr og starfar,
en hún má vita að hún á það
margfalt skilið miðað við hvað
hún hefur verið natin við allt og
alla.
Alltaf tilbúin að veita hjálp-
arhönd – eða prjóna eitthvað fal-
legt og gefa, og þar stóð Dóri
með henni.
Elsku Mæja og fjölskylda
Dóra, ég votta ykkur innilega
samúð og Guð styrki ykkur.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgrímur Pétursson.)
Jóhanna Magnúsdóttir,
sóknarprestur í Skálholts-
prestakalli.
Kveðja frá íbúum Sólheima
Í dag kveðjum við vin okkar
Halldór Hartmannsson.
Dóri mætti til Mæju sinnar
fyrir rétt um 15 árum og síðan
hafa Sólheimar verið hans heim-
ili.
Ljúflingsmaður sem fljótt
varð hvers manns hugljúfi og
vinur. Lagði sig ávallt fram um
að greiða götu allra og tók á sig
krók til að heilsa, brosa og
spyrja frétta. Mætti með harm-
onikkuna, spilaði og söng og svo
Mæja með blokkflautuna, falleg-
ar og eftirminnilegar stundir.
Dóri var alla tíð mjög virkur í
öllu starfi á Sólheimum, var for-
maður íþróttafélagsins Gnýs í yf-
ir áratug, virkur í skátastarfi og
tók virkan þátt í leiklistarstarfi
með leikfélagi Sólheima.
Handverksmaður var Dóri og
fengu bæði vefstofa og leirgerð
að njóta starfskrafta hans og
voru mörg listaverkin töfruð
fram.
Það voru forréttindi að fá að
fylgjast með þeim samrýndu og
fallegu hjónum, Mæju og Dóra,
en kallið kom eftir stutta sjúkra-
húsdvöl.
Við minnumst Halldórs Hart-
mannssonar með þakklæti og
söknuð í huga og biðjum góðan
guð að blessa hann og varðveita
um alla framtíð.
Maríu Jacobsen, eiginkonu
Dóra, og aðstandendum vottum
við innilega samúð.
Fyrir hönd íbúa Sólheima,
Guðmundur Ármann
Pétursson
Halldór
Hartmannsson
✝ Laufey Sigríð-ur Stefánsdótt-
ir fæddist í Hrísum
í Fróðárhreppi 4.
janúar 1928. Hún
lést á Heilbrigðis-
stofnun Vestur-
lands á Akranesi
28. september 2016.
Foreldrar henn-
ar voru Stefán Ólaf-
ur Bachmann Jóns-
son, f. 16.1. 1891, d.
20.2. 1964, og Kristín Elínborg
Sigurðardóttir, f. 9.10. 1894, d.
29.8. 1966. Systkini Laufeyjar
eru Sigrún, f. 11.8. 1917, d. 6.1.
2013, Karl Bachmann, f. 25.11.
1918, d. 1.6. 1973, Lúðvík Vil-
helm, f. 17.9. 1920, d. 11.9. 1940,
Unnur, f. 23.6. 1922, d. 14.7.
2009, Sigurður Kristján, f. 24.12.
1923, d. 16.4. 1977, Ingveldur, f.
14.10. 1925, d. 31.1. 2002, Jón, f.
10.11. 1926, d. 18.8. 2010, Hall-
fríður Kristín Hulda f. 26.2.
1930, d. 1.10. 2002, Reimar
Kristinn Jörundur, f. 26.2. 1932,
d. 10.8. 2013, Erla Auður, f.
10.10. 1937. Uppeldisbróðir
þeirra og sonur Karls Bach-
manns er Hjörtur Hafsteinn, f.
21.8. 1942.
Laufey giftist 17.6. 1948 Stef-
áni Ásgrímssyni, f. á Borg í
Miklaholtshreppi 28.11. 1919, d.
1989. b) Lilja Sif, f. 14.6. 1979.
Dætur hennar og fv. maka, Guð-
mundar Veigars Sigurðssonar, f.
1975, eru: Fjóla Sif, f. 1998,
Magnea Björk, f. 1999, Anna
Rakel, f. 2005, Huldís Hlín, f.
2007, og Linda Dögg, f. 2013. c)
Huldís Mjöll, f. 1983. Unnusti
hennar er Steinar Örn Stef-
ánsson, f. 1981. Börn þeirra:
Kristín Birna, f. 2011, og Stefán
Þór, f. 2014. d) Stefán Örn, f.
1986. Maki hans er Gestný Rós
Guðrúnardóttir, f. 1987. Dóttir
þeirra er Gestný Dís, f. 2009. e)
Elsa Hrönn, f. 1993.
Árið 1948 hófu Laufey og
Stefán búskap á jörðinni Stóru-
Þúfu í Miklaholtshreppi. Þar
bjuggu þau með blandaðan bú-
skap allt til ársins 1981 þegar
Stefán lést. Eftir það brá Laufey
búi og fór hún að vinna á Akra-
nesi og síðar í Reykjavík. Hún
vann í mötuneyti Héðins og
Droplaugarstaða, auk þess
sinnti hún ræstingavinnu. Hún
eyddi öllum sínum frítíma í
Stóru-Þúfu þar sem sonur henn-
ar, Ásgrímur, sinnti búskap
ásamt fjölskyldu sinni, frá árinu
1975. Velferð fjölskyldunnar var
Laufeyju afar hugleikin. Eftir
starfslok flutti Laufey í Borg-
arnes og festi kaup á þjón-
ustuíbúð við Borgarbraut 65A.
Þar átti hún ánægjulegt ævi-
kvöld í góðum félagsskap eldri
borgara.
Laufey verður jarðsungin frá
Borgarneskirkju í dag, 8. októ-
ber 2016, og hefst athöfnin
klukkan 14.
27.5. 1981. For-
eldrar hans voru
Ásgrímur Gunnar
Þorgrímsson, f.
16.9. 1895, d. 25.8.
1983, og Anna Stef-
ánsdóttir, f. 20.1.
1897, d. 24.9. 1967.
Börn Laufeyjar og
Stefáns eru: 1. Ás-
grímur, f. 5.9. 1950,
kvæntur Hólmfríði
Salóme Jónsdóttur,
f. 28.2. 1952. Börn þeirra: a)
Laufey, f. 1975. Maki hennar er
Haukur Eggertsson, f. 1975.
Sonur þeirra er Eggert, f. 2016.
Synir Laufeyjar og fyrrv. maka,
Víðis Sigrúnarsonar, f. 1968, eru
Knútur Karl, f. 2003, og Ásgrím-
ur Daníel, f. 2005. b) Jón, f. 1978,
unnusta hans er Sveinbjörg Zop-
haníasdóttir, f. 1992. Dætur
þeirra: Fríða Lív, f. 2015, og
Thelma Von, f. 2016. c) Berglind
Jana, f. 1982, d. 2002. 2. Anna
Kristín, f. 24.11. 1955, maki
hennar er Sveinn Haukur Pét-
ursson, f. 26.12. 1954. Börn
þeirra: a) Elva Björk, f. 1975.
Maður hennar er Lýður Brynj-
ólfur Skarphéðinsson, f. 1965.
Börn þeirra: Skarphéðinn Hauk-
ur, f. 2001, og Sara Kristín, f.
2006. Synir Lýðs eru Guðjón
Pétur, f. 1987, og Kristján, f.
Elsku besta amma Laufey. Þá
er komið að kveðjustund. Sorg-
inni í hjarta mínu er erfitt að lýsa
með orðum. Þú varst alltaf svo
heilsuhraust og kvartaðir aldrei
yfir neinu. Það yljar mér þó að
vita að afi Stefán hefur beðið með
útbreiddan faðm eftir að samein-
ast þér á ný eftir 35 ára aðskiln-
að. Hann var þinn eini og rétti.
Ég var ekki svo heppin að fá að
kynnast honum, enda einungis
tveggja ára gömul þegar hann
kvaddi okkur. Lýsingar frá þér
og mömmu gáfu mér innsýn inn í
hvaða mann hann hafði að geyma
og skil ég vel hvers vegna hann
var kletturinn þinn stóran hluta
af ævi þinni. Núna sé ég fyrir mér
hamingjustund hjá ykkur báðum,
það er hlý og góð tilhugsun.
Sem lítil hnáta man ég vel eftir
mér koma í heimsókn í Stóru-
Þúfu, í gula húsið þitt, uppi á
hólnum með rauða þakinu. Við
systkinin sátum óþolinmóð í bíln-
um á meðan pabbi keyrði lötur-
hægt vestur malarvegina, og svo
upp á hæðina við Hafursfellið, þá
blasti fallega húsið þitt við. Mót-
tökurnar voru hlýtt faðmlag og
undurblítt bros þitt. Það fór aldr-
ei neinn svangur þaðan út, eld-
húsborðið svignaði undan kræs-
ingum. Sjálf passaðirðu þig nú
samt alltaf að fá þér bara smá flís
á meðan við hin tróðum í okkur
góðgætinu. Það var allt svo girni-
legt og gott sem þú hristir fram
úr erminni. Marengstertan og
lagkakan með smjörkreminu sem
þú bakaðir svo oft við ákveðin til-
efni voru í miklu uppáhaldi hjá
mér. Eftir hverja heimsókn
gaukaðir þú að mér smá aur fyrir
hjálpina og sem litlum stelpu-
hnoðra þótti mér það alltaf
spennandi.
Þegar við fjölskyldan vorum á
þvælingi í höfuðborginni, var iðu-
lega komið við í eldhúsinu í Héðni
og síðar á Droplaugarstöðum.
Þar sinntir þú störfum þínum af
mikilli kostgæfni og fékkst að
baka og elda eins og þér einni var
lagið.
Nú í seinni tíð, eftir að þú
komst þér fyrir á Borgarbraut-
inni, áttum við ætíð góðar stundir
saman yfir kaffibolla og bakkelsi
þegar ég átti leið til Íslands.
Samræður okkar eru mér ómet-
anlegar. Þú rifjaðir upp gamlar
minningar um allt mögulegt, m.a.
hvernig þið afi kynntust, hvernig
Stóra-Þúfa var stoppistöð fyrir
aðra bændur í sveitinni, hvernig
lífið gekk sinn vanagang og svo
margt fleira. Stundum sagðir þú
mér sömu sögurnar mörgum
sinnum og það var allt í lagi því
nú man ég þær vel og geymi þær í
hjarta mínu.
Síðasta heimsókn mín til Ís-
lands var í ágúst sl. og þá heim-
sótti ég þig á sjúkrahúsið á Akra-
nesi. Dagurinn var einstaklega
fallegur og fórum við saman út í
garð og nutum sólargeislanna
saman yfir kaffibolla og spjalli
eins og svo oft áður. Þetta var
mér dýrmæt gæðastund með þér.
Þegar ég kvaddi þig og horfði í
augun á þér, var eins og þú vissir
að þetta væri síðasta samveru-
stundin okkar. Ég átti mjög erfitt
með að losa um faðmlagið með
tárin í augunum og var kveðju-
stundin okkur báðum ákaflega
erfið.
Elsku besta amma mín. Takk
fyrir allar dýrmætu stundirnar.
Ég mun ætíð elska þig og sakna
þín. Knúsaðu afa Stefán frá mér.
Þín
Lilja Sif.
Laufey Sigríður
Stefánsdóttir
Með kærleik og virðingu
Útfarar- og lögfræðiþjónusta
Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Ellert Ingason
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Við önnumst alla þætti undir-
búnings og framkvæmd útfarar
ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og
umhyggju að leiðarljósi
og af faglegum metnaði.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir og
amma,
JÓNA SIGRÍÐUR GUNNARSDÓTTIR,
Álfaskeiði 84, Hafnarfirði,
andaðist á kvennadeild Landspítalans
mánudaginn 3. október.
Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn
14. október klukkan 15.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Líf, styrktarfélag
kvennadeildar Landspítalans.
.
Helga María Guðmundsdóttir,
Sigurjón Valur Guðmundsson, Þórhalla Karlsdóttir,
Guðjón Guðmundsson, Ína Edda Þórsdóttir,
Gunnar Björn Guðmundsson, Lára Hafberg,
Bjarney Gunnarsdóttir,
og barnabörn.
Ástkær faðir, tengdafaðir og afi okkar,
EIRÍKUR ERLENDSSON,
Heiðarhvammi 8, Reykjanesbæ,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
sunnudaginn 2. október. Útförin fer fram frá
Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 11. október
klukkan 13.
.
Vilberg Eiríksson, Sigurbjörg Ó. Stefánsdóttir,
Heiðrún Björk Sigmarsd., Guðbjartur Sævarsson,
Aron I. Vilbergsson, Áslaug E. Guðbjartsdóttir,
Arnar Gauti Vilbergsson, Birkir Freyr Guðbjartsson
og aðrir aðstandendur.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
ÓLAFUR HAUKUR BALDVINSSON,
Sólgarði, Fnjóskadal,
lést á Kristnesspítala 4. október.
Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju
fimmtudaginn 13. október klukkan 13.30. Jarðsett verður í
Hálskirkjugarði.
.
Sigrún Jónsdóttir,
Sólrún María Ólafsdóttir, Qussay Odeh,
Hafdís Ólafsdóttir, Jóhann Hansen,
Dagný Ólafsdóttir
og barnabörn.
Ástkær dóttir mín og systir okkar,
INGIBJÖRG ÓSKARSDÓTTIR,
Suðurgötu 15, Hafnarfirði,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
4. október. Útför hennar fer fram frá
Víðistaðakirkju í Hafnarfirði föstudaginn
14. október klukkan 13.
.
Elínborg Ragnarsdóttir,
Ragnar Ásgeir Óskarsson,
Erla Óskarsdóttir,
Óskar Jón Óskarsson,
Sævar Markús Óskarsson.