Morgunblaðið - 08.10.2016, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 08.10.2016, Qupperneq 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2016 HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann ✝ GuðmundurLúther Sverr- isson fæddist á Patreksfirði 14. september 1962. Hann lést af slys- förum 21. sept- ember 2016. Foreldrar hans voru Ásta S. Gísla- dóttir, f. 17.12. 1935, d. 22.12. 2009, og Sverrir B. Guðmundsson, f. 28.2. 1938, d. 4.10. 1998. Guðmundur var elstur fimm systkina. Sigurborg Sverr- isdóttir, f. 1.5. 1964, hennar maki er Loftur Gunnarsson. Eyjólfur B. Sverrisson, f. 18.2. 1968, d. 4.11. 1989. Heiður Þ. Sverrisdóttir, f. 14.8. 1970, hennar maki er Gísli Haf- steinsson. Gísli E. Sverr- isson, f. 13.7. 1976, maki hans er Nanna L. Svein- björnsdóttir. Guðmundur lauk sveinsprófi í pípu- lögnum 1985 og meistaraprófi 1988, og var það hans ævistarf auk þess sem hann var útgerð- armaður. Stundaði hann sjó- mennsku á sumrin. Útför Guðmundar verður gerð frá Patreksfjarðarkirkju í dag, 8 október 2016, klukkan 13. Elsku Gummi bróðir, hér sit ég og ætla að koma nokkrum orðum á blað en einhvern veginn finnst mér þetta svo óraunveru- legt að það sé komið að því að skrifa minningargrein um þig, elsku bróðir. Minningar streyma fram í hugann þegar ég hugsa um stóra bróður minn, minningar sem ég og þú eigum saman og margar eru bara okkar, en mörgum höf- um við deilt með öðrum og þá var oft kátt í kringum okkur og mikið hlegið. Margir hafa sagt að við vær- um lík, ég get alveg tekið undir það, allavega gerðum við margt það sama þegar við vorum börn. Til dæmis fórum við bæði í Skál- eyjar í sveitina okkar þar sem mamma okkar fæddist og ólst upp, til frænda okkar, Jóhann- esar og Eysteins. Þú varst líka þegar amma og afi voru enn í Skáleyjum, við fórum líka að smala með eyjamönnum, þetta þótti okkur báðum svo gaman og gátum við talað mikið um það þegar við fullorðnuðumst. Sagt var að það sæist vel að við vær- um systkini og hef ég alltaf talið að við værum líkari pabba en mömmu og þú tókst alveg undir það. Þú varst svo góður og mikill frændi og börnin mín heppin að hafa eignast þig sem frænda. Þegar við töluðum saman í síma var alltaf spurt, hvernig hefur þú það, systir? Hvað er Gísli að gera? Og hvað er að frétta af Auði, Sverri og Ástu? Þetta var alltaf byrjunin, þú vildir vita að allir væru í lagi og öllum liði vel. Systkinabörnin þín voru þér allt, þér þótti svo ótrúlega vænt um þau. Þá var hægt að fara að spjalla um allt milli himins og jarðar. Þú varst líka svo dugleg- ur að koma í heimsókn, þegar þú skrappst í borgina þá komstu oft og borðaðir með okkur fjölskyld- unni, þetta er svo dýrmætt í dag. Þegar ég byrjaði í skóla núna, komin yfir fertugt, og þú spurðir hvað ég ætlaði að verða, svaraði ég: Það er ekki hægt að láta þig vera eina systkinið með ein- hverja menntun, þá hlóstu dátt, þetta svar þótti þér gott og fífl- uðumst við oft með þetta. Nú ertu kominn til mömmu, pabba og Eyja, þetta var fólkið sem þú saknaðir svo mikið. Einn- ig veit ég að amma og afi í Hlið- skjálf og amma og afi í Skál- eyjum hafa tekið vel á móti þér. Ég veit að Himmi minn hefur verið með þeim öllum og tekið á móti frænda sínum. Nú líður þér betur, í sumarlandinu eru engir sjúkdómar og þess vegna ertu laus við allt sem var farið að gera þér lífið erfiðara. En söknuður- inn er mikill, að geta ekki heyrt í þér eða boðið þér að koma og borða með okkur er svo ótrúlega erfitt, elsku bróðir. Knúsaðu mömmu og pabba, Eyja bróður, ömmur og afa okk- ar og Himmann minn. Takk, elsku Gummi bróðir minn, fyrir allt, minning þín lifir í hjarta mínu, sofðu rótt. Þín litla systir, Heiður. Síðustu daga eftir að mér bár- ust þær hörmulegu fréttir að Gummi frændi minn hefði kvatt þessa jarðvist hefur hugurinn reikað heim í Skáleyjar. Minningarnar hrannast upp, þegar ég sem barn og seinna unglingur fór á vorin vestur í eyjar ásamt ömmu og afa. Til- hlökkunin var mikil fyrir verunni þar og öllu því sem fylgir eyjalíf- inu á sumrin. Ekki síst var það samveran með frændfólkinu mínu og öðrum, sem komu til að vera þar ár eftir ár. Gummi var einn af vorboðun- um, ásamt Þorgeiri frænda okk- ar. Þarna fékk ég enn betur að kynnast frændum mínum, sem ég er svo óendanlega þakklát fyrir í dag. Það var gott að vera í öryggi ömmu okkar og afa, áhyggjulaus við leik og störf. Okkur var kennt að vinna af vandvirkni þau störf, sem okkur voru falin, hvort, sem það var við kúasmölun, mjaltir, dúnleit, heimilisstörf eða hvað annað sem til féll. Ekki síst kenndu þau okkur að bera virðingu fyrir náttúrunni og fuglalífinu, sem er svo mikið í eyjunum. Ég er ekki í vafa um að þessi ár hafa verið okkur frændsystkinum einn sá besti skóli, sem við höfum notið. Í öllu annríkinu sem fylgdi eyjabúskapnum fengum við líka tíma til að leika okkur og við Vig- gutjörn áttum við börnin hvert sitt bú. Þar voru útihús með leggjum og skeljum, myndarbú- skapur að okkur fannst. Ekki var laust við smá samkeppni og fannst mér þeir frændur mínir alltaf hafa vinninginn. Þar var fallega tálguðum bátum siglt á tjörninni á milli bryggja. Þarna fengum við að gleyma okkur við leik ef tími gafst til. Það er gott að ylja sér við góð- ar minningar og þar skipar Gummi frændi minn stóran sess. Það er óhætt að segja að hann hafi ekki alltaf fengið auðvelt hlutverk í lífinu. Að berjast við geðsjúkdóm, svo árum skiptir er eitthvað sem enginn ætti að þurfa að ganga í gegnum. En það birti inn á milli og frændi minn gat leikið á als oddi ef því var að skipta. Einstakur ljúflingur. Systkini hans og fjölskyldur hafa misst mikið. Þó að Gummi hafi ekki stofnað til fjölskyldu sjálfur var hann dáður af sínum systkinabörnum. Enn eitt áfallið hefur dunið yfir þau. Mér er ofarlega í huga þakk- læti til allra þeirra, sem tóku þátt í leitinni að Gumma. Ég kveð kæran frænda með ljóði eftir afa okkar í Skáleyjum: Síðustu geislarnir læðast yfir lönd. Lágróma báran kyssir fjarðarströnd. Húmtjöldin hníga, allt er orðið hljótt. Ómþýðir vindar boða góða nótt. Elskulega frændfólk. Guð styrki ykkur og leiði í gegnum sorgina. Sigurborg Leifsdóttir. Með mikilli hryggð og sorg í hjarta kveð ég nú frænda minn og vin til 54 ára sem lést þann 20. september sl. Hann var elsta barn bróður míns, Sverris Guð- mundssonar, og konu hans, Ástu Gísladóttur. Guðmundur var mikill gleðigjafi okkur öllum sem honum tengdust og umgengust hann. Hann spratt sem fífill í túni fjölskyldunnar að Brunnum 25. Honum lá á að verða stór til að geta gegnt hlutverki stóra bróður í stækkandi fjölskyldu. Þetta tókst honum með prýði þó sumum þeirra yngri þætti hann um of gera sér óþarfa áhyggjur af því sem ekkert væri, hann ætti frekar að hugsa um sína vel- ferð, þau sæju um sig. Þarna lá kannski vandinn, honum lét bet- ur að huga að öðrum en sjálfum sér. Þetta var eðli hans og því fór sem fór. Guðmundur var metn- aðargjarn og vildi standa sig í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur, aflaði sér góðrar mennt- unar og stundaði lengst af iðn sína, pípulagnir, ásamt hand- færaveiðum á Búanum sínum á sumrin. Hann var lúsfiskinn og kunni hvergi betur við sig en á skaki, reri þá gjarnan á Blíðfara- bankann, þangað sem pabbi hans sótti margan róðurinn á Blíðfara sínum. En lífið var ekki bara hamingja hjá Guðmundi. Það var mikið áfall þegar Eyjólfur bróðir hans lést í bílslysi, aðeins 21 árs gamall. Það var mikil raun að sjá á eftir miklum efnispilti sem þá mátti ekki ætla annað en ætti bjarta framtíð fyrir sér, og ann- að áfallið þegar pabbi hans lést eftir skammvinn veikindi, árið 1998. Vafalaust huggaði hann sig við að reynast móður sinni vel og sýndi henni mikla umhyggju allt þar til hún lést, 2009. Blessuð sé minning þeirra. Nú þegar að frændi minn er kvaddur í hinsta sinn minnumst við allrar þeirrar ánægju sem hann veitti okkur í gegnum árin. Hann gat verið hnyttinn og gert skemmtilegar athugasemdir í orðræðunni um lausn vandamála dagsins á hverjum tíma. Sú minning mun hjálpa til að sefa sorgina. Hjörleifur Guðmundsson. Úr minningasjóðnum: Tveggja ára drengur situr í tröppu á náttfötum og er stúr- inn. Ég vík að honum einhverj- um orðum, en hann gleðst ekki við þau og hótar að berja mig, hann vantar mömmu sína. Hann veit að hún er inni í eldhúsinu rétt á hægri hönd, en þangað inn óar honum við að hætta sér, það- an berast háværar raddir margra og stóreflis hlátrasköll með. Að troðast inn í þann vargahelli er honum um megn. — Seinna er honum óx fiskur um hrygg var hann mörg sumur vikapiltur afa síns og ömmu á þessum sama stað. Kannski var hann áhyggjufullur oft yfir litlu. Hann lék sér að hornum eins og fyrri kynslóðir höfðu gert og það var honum ekkert hégómamál að vel væri gengið frá öllu þegar yf- irgefið var á haustin. Hann lærði til verka. Rak kýr, rifjaði hey og rakaði. Allt skyldi vandað og vel gert. Stækkaði meira og lærði að fara með báta. Samviskusemin var hans aðal og e.t.v. var einhver ótti jafnan við að standa sig ekki sem skyldi. Seinna fullorðinn maður, með mínum styrkari stoðum haust eftir haust við smölum í Kolla- firði. Haust eftir haust, efsti maður, samviskusemin söm og e.t.v. áhyggjur líka. Kom kannski í keng af fjalli, hafði gleymt nestisbitanum og var í sultar- og erfiðiskeng. Þessi ljúfi maður leitaði dálítið á náðir Bakkusar um tíma, en fann ekki fró í því. Fann að Bakkus var engin sárabót. Sár hans voru í hans eigin sál og kóngurinn læknaði þau ekki. Hann lærði til pípulagninga- manns og verk hans reyndust misjafnlega þegar hann vann á eigin vegum, en gat sér gott orð undir annarra eftirliti í faginu. Hann eignaðist bát og gerði út á skak, fundvís á fiskinn en gleym- inn á að hafa allt í lagi. Til að hressa upp á sálartetrið drifu vinir hans hann með sér inn í leikfélagið í sinni heima- byggð. Þar gat hann sér orð sem leikari. Lék m.a. Eyjólf í Svart- fugli Gunnars Gunnarssonar. Burðarhlutverk ekki létt og hann varð ræmdur af. Athyglisvert með svo óframfærinn mann. Séð hefi ég á prenti umsögn manns, sem af eigin raun þekkti kvillann sem hrjáði Gumma okk- ar; að hann kallaði kvillann „Svarta hundinn“. Þegar hvarf hans varð opin- bert töldu víst flestir að hann hefði sjálfur fargað sér af ráðn- um hug. Þeir sem þekktu hann best trúðu því þó ekki, enda mun ljóst af ummerkjum að þetta var slys. Hann er nú kominn til fundar við foreldra sína og bróður. Við trúum því að hans hafi verið „heimvon helg“. Minningin lifir um þennan góða dreng. Einn viðmælanda minna lét svo ummælt: „Enginn átti jafnfallegt bros og hann.“ Jóhannes Geir Gíslason. Veröldin er á sífelldri hreyf- ingu, náttúran er einstök hvern dag og við mannfólkið, órjúfan- legur hluti hennar, komum og förum. Sumir fara áður en háum aldri er náð og þannig var það með vin okkar Guðmund Lúther, Gumma, sem fæddist að haust- inu, þegar háloftadans norður- ljósanna stendur sem hæst, nátt- úran skrýðist sínum fegurstu litum. Við njótum fegurðarinnar agndofa áður en naprir vindar norðurhvelsins bjóða upp á aðra litatóna. Það voru erfiðar fréttir sem bárust okkur síðla septem- ber, Gumma var saknað, hans var leitað um allt og við héldum í vonina um að leitin bæri árangur en vonin sú varð að engu, harma- fregnin barst, hann fannst látinn. Gummi var fæddur og uppalinn á Patreksfirði þar sem fjaran, þorpið og hlíðin voru leikvöllur æskuáranna. Börnin í bænum kynntust svo betur í skólanum og mörg vinaböndin styrktust. Á fullorðinsárum höfum við stefnt fermingarsystkinum saman og átt margar frábærar samveru- stundir á nokkurra ára fresti. Gummi naut þeirra stunda sem og við öll enda alltaf tilhlökk- unarefni að hittast. Hans er nú sárt saknað, en við geymum í hjörtum okkar minningu um ein- stakan og ljúfan öðlingsmann. Að leiðarlokum viljum við ferm- ingarsystkinin í árgangi 1962 þakka okkar elskulega vini sam- fylgdina í gegnum árin og trúum því að nú njóti hann samvista á ný við ástkæra foreldra og bróð- ur. Guð blessi minningu þína, okkar elskulegi vinur. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (Ólína Andrésdóttir) Fyrir hönd fermingarsystk- ina, Anna Guðmundsdóttir. Guðmundur Lúther Sverrisson Þegar raunir þjaka mig, þróttur andans dvínar, þegar ég á aðeins þig, einn með sorgir mínar. Gef mér kærleik, gef mér trú, gef mér skilning hér og nú. Ljúfi drottinn lýstu mér, svo lífsins veg ég finni, láttu ætíð ljós frá þér ljóma í sálu minni. (Gísli á Uppsölum) Með þessum orðum kveðjum við ástkæran frænda okkar, Þorleif Njál Ingólfsson, eða Leifa eins og við kölluðum hann. Sviplegur dauði hans myndar skarð í hina gömlu og góðu stórfjölskyldu sem við til- heyrðum, en Guð ræður för. Það er sárt að missa þennan góða mann en það er huggun harmi gegn að minning hans er böðuð birtu og kærleik. Ljúf- leiki, hlýja, þétt handaband, stríðnislegt bros og glettin til- svör einkenndu hann og svo ótal margt annað. Þessi glókollur hefur verið hluti af lífi okkar og verður svo um ókomin ár. Við þökkum allar þær stundir sem við áttum með honum og gleðj- umst yfir allri þeirri birtu sem hann bar inn í líf okkar. Við vottum Sigrúnu, Söru Kristínu og Guðbjörgu Evu, svo og móð- ur hans og bræðrum samúð okkar. Megi lífsins ljós lýsa ykkur í sorginni. Fjölskyldan Beinárgerði, Stefanía Ósk Stefánsdóttir. Látinn er langt fyrir aldur fram félagi minn og vinur, Þor- leifur Njáll Ingólfsson, fv. lög- reglufulltrúi. Hann var Austfirðingur, hraustmenni, góðmenni sem öll- um vildi vel og vandfundinn var betri félagi. Hann kom til náms í Lög- regluskóla ríkisins og lauk hon- um með láði upp úr 1990. Hann flutti þá suður með konu sína, nágranna úr sveitinni, Sigrúnu Ásgeirsdóttur. Hann hafði þó áður byggt verðandi fjölskyldu sinni hús á Egilsstöðum. Þau Sigrún eignuðust tvær mann- vænlegar dætur. Hann vann í lögreglunni í Reykjavík, fyrst við almenna löggæslu en hæfi- leikar hans til flóknari verka leyndu sér ekki og hann var orðinn rannsóknarlögreglumað- ur er við skólastjórnendur ósk- uðum eftir aðstoð þáverandi yf- irlögregluþjóns rannsóknardeildar, en okkur vantaði mann í kennslu í rann- sóknarfræðum. Þorleifur Njáll Ingólfsson ✝ Þorleifur NjállIngólfsson fæddist 12. maí 1967. Hann lést 17. september 2016. Útför Þorleifs fór fram 26. sept- ember 2016. Hann svaraði því sem svo: Þið megið fá alla nema Þorleif og þar með var það ákveðið að hann kæmi að skólanum sem lögreglu- fulltrúi og annaðist kennslu í rann- sóknum auk ann- arra starfa sem all- ir þurftu að sinna. Það er fljótsagt að hann ávann sér mikla hylli nem- enda og var jafnan hæstur í ár- legu mati nemenda á kennurum skólans. Hann var gríðarlega metnað- argjarn í allri sinni vinnu, lagði hart að sér og uppskar vel og það svo að sumum þótti e.t.v. nóg um. Hraustmennið sam- viskusama og metnaðargjarna, sem engin hrukka mátti sjást á, bjó fjölskyldu sinni fallegt heimili og ástúðlegt. Fyrir nokkrum árum var ljóst að hann var ósáttur við eitthvað, hvernig sem á því stóð og hann sýndi þess merki sem þó leynd- ust framan af. Hann var í senn dulur og innilokaður og kátur og hress og vildi ekki kvarta eða níða neinn niður og sagði aldrei til fulls það sem hann meinti. Til þess var hann of kurteis og „loyal“. Hvort það varð til þess að sprunga kom í austfirska bergtröllið eins og við kölluðum hann stundum, veit ég ekki með fullri vissu. Þeir eru margir lögreglumenn- irnir sem hafa lent í því að sprunga kemur í bergið og menn reyna að leysa vanda- málið með misgáfulegum ráð- um. Það að hrukka hafði fallið á hinn austfirska tröllkarl var meira en hann þoldi. Hann leit- aði lausnar, var ósáttur með sumar aðgerðir yfirmanna lög- reglunnar, utan skólans, sem gerðu þó aðeins það rétta að langmestu leyti. Sprungan stækkaði og þó kíttað væri upp í hana hélt það illa og nú síðast voru stoltið og metnaðargirndin svo særð að hann undi ekki við. Þeir eru allt of margir lög- reglumennirnir, félagar okkar og vinir, sem hafa farið þessa leið. Lögregluyfirvöldum ber að leggja aukinn kraft í að fylgjast með líðan starfsmanna sinna svo koma megi í veg fyrir að illa fari. Ég átti þess kost að vinna sérverkefni með Þorleifi og fór- um við hringferðir um landið til þess að hitta félaga okkar og kanna líkamlega stöðu þeirra. Aldrei nokkurn tímann kom neitt upp á í þeim ferðum. Hann var alltaf hinn sami gamli, sterki og skemmtilegi vinur og félagi. Nú ert þú kært kvaddur, Leifi minn, og ég bið fjölskyldu þinni allrar Guðs blessunar á komandi erfiðum tímum. Hún og við vinir þínir söknum þín. Gunnlaugur V. Snævarr, fv. yfirlögregluþjónn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.