Morgunblaðið - 08.10.2016, Side 39
MINNINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2016
✝ Sveindís BjörkEiríksdóttir
Meyer fæddist 22.
júlí 1964 í Reykja-
vík. Hún lést á
heimili sínu í Wis-
consin 6. sept-
ember 2016.
Foreldrar henn-
ar eru Hanný
Karlsdóttir, f. 6.
október 1941, og
Eiríkur Sveinsson,
f. 12. desember 1941. Fóst-
urfaðir er Ingvi Hallgrímsson.
Systkini Sveindísar eru Karl
Eiríksson, f. 2. apríl 1960, og
Sigurbjörg Eiríksdóttir, f. 28.
maí 1963.
Þann 22. júlí 1996 giftist
Sveindís Cristopher Meyer, en
þau höfðu búið saman frá 1984.
Börn þeirra eru:
1) Jana Ágústa, f.
8. mars 1984, maki
Wesley Arneson.
Synir þeirra eru Je-
remy Won Reysen,
f. 8. september
2005, og Jaxen
Rosenthal, f. 18.
febrúar 2013.
2) Christopher, f.
2. desember 1985,
kvæntur Taniju
Meyer. Dætur
þeirra eru Lilja Grace, f. 2. apríl
2013, og Eyja Björk, f. 17. maí
2016. 3) Brooke Pearl, f. 16. des-
ember 1993.
Sveindís vann síðustu 17 árin
á skrifstofu University of Wis-
consin í Stevens Point.
Útför hennar fór fram 14.
september 2016 í Wisconsin Ra-
pids.
Sveindís bjó í Bandaríkjunum
í 35 ár. Maður hennar, Cris
Meyer, börn, tengdabörn og
barnabörn eiga nú um sárt að
binda.
Missir þeirra er mikill, eins
og allra þeirra sem henni tengd-
ust.
Við, sem þessa kveðju send-
um, erum afar þakklát fyrir
Sveindísi. Hún var stjúpdóttir,
stjúpsystir og vinkona. Söknuð-
urinn er mikill en minningarnar
eigum við.
Við kveðjum hana með þess-
um orðum:
Þau ljós sem skærast lýsa,
þau ljós sem skína glaðast
þau bera mesta birtu
en brenna líka hraðast
og fyrr en okkur uggir
fer um þau harður bylur
er dauðans dómur fellur
og dóm þann enginn skilur.
En skinið loga skæra
sem skamma stund oss gladdi
það kveikti ást og yndi
með öllum sem það kvaddi.
Þótt burt úr heimi hörðum
nú hverfi ljósið bjarta
þá situr eftir ylur
í okkar mædda hjarta.
(FGÞ)
Elsku Hanný, Ingvi, Kalli og
Sibba, systirin sem flutti út og
hjúkraði henni til síðustu stund-
ar, sem verður seint fullþakkað.
Okkar innilegustu samúðar-
kveðjur til ykkar allra.
Eygló, Tom, Bryndís, Jeff
og Grétar í Wisconsin.
Sveindís Björk
Eiríksdóttir Meyer✝ Jón Guð-mundsson frá
Óslandi fæddist 6.
apríl 1931 á Siglu-
firði. Hann lést á
Dvalarheimili aldr-
aðra á Sauðárkróki
1. október 2016.
Foreldrar hans
voru hjónin Guð-
mundur Jónsson, f.
1891, d. 1961, og
Ingibjörg Jóns-
dóttir, f. 1901, d. 1956. Systkini
Jóns eru Guðrún M., f. 1920, d.
1963; Jóhann P., f. 1924; Anna
S., f. 1926, d. 1975; Þorgerður,
f. 1927, d. 2008; Oddur, f. 1932,
d. 1932; Oddrún S., f. 1936, d.
2001, og Sigurður H., f. 1941.
Jón flutti tveggja ára að aldri
frá Siglufirði og ólst upp í fram-
sveitum Skagafjarðar.
Jón kvæntist 21. júlí 1957
Þóru Sigrúnu Kristjánsdóttur,
f. 11. sept. 1936. Þau bjuggu á
Sauðárkróki þar til þau fluttu í
Ósland í Óslandshlíð 1959 og
bjuggu þar ásamt Kristjáni, föð-
ur Þóru. Jón og Þóra eignuðust
sjö börn, tólf barnabörn og tvö
barnabarnabörn. Börn þeirra
eru 1) Ingibjörg Kristín, f. 1958.
Fv. m. Árni Sigfússon. Þau eiga
dæturnar a) Þóru, f. 1983. K.
Ellen Augland. Eiga þær dótt-
f. 2000, og c) Magneu Dís, f.
2005.
Barnaskólaganga Jóns var af
skornum skammti. Hann fór
seinna í bændaskólann á Hvann-
eyri og lauk búfræðiprófi 1952
með góðum árangri. Hann
stundaði síðan almenn störf allt
þar til hann gerðist bóndi á Ós-
landi og bjó þar til ársins 1994.
Hann hóf snemma afskipti af fé-
lagsmálum og var virkur þát-
takandi í mótun síns samfélags.
M.a. var hann oddviti Hofs-
hrepps og síðustu ár starfsævi
sinnar sveitarstjóri sameinaðs
Hofshrepps. Hann var fulltrúi í
Stéttarsambandi bænda árum
saman, sat í sýslunefnd og var
virkur félagi í Framsókn-
arflokknum svo eitthvað sé
nefnt. Hann var mikill hug-
sjónamaður og af þeirri kynslóð
sem studdi ötullega kaupfélags-
hugsjónina. Hann var einn af
stofnendum Lionsklúbbsins
Höfða á Hofsósi og var félagi
þar til æviloka. Árið 1995 missti
hann heilsuna og fluttu þau
Þóra þá til Sauðárkróks. Hann
fylgdist vel með og var áfram
þátttakandi í sínu samfélagi
sem studdi vel við bakið á hon-
um. Síðustu árin dvaldi hann
þrotinn að kröftum á Dval-
arheimili aldraðra á Sauð-
árkróki.
Útför hans fer fram frá Sauð-
árkrókskirkju í dag, 8. október
2016, kl. 14.
urina Kristínu
Sögu Augland, f.
2014, b) Unni, f.
1988. 2) Kristján, f.
1959. Fv. k. Ingi-
björg Sigurð-
ardóttir. 3) Ásta
Ólöf, f. 1960. M.
Ingólfur Bjarni Vil-
hjálmsson. Þau
eiga þrjá syni a)
Jón Ægi, f. 1981, k.
Jóhanna S. Eiríks-
dóttir, og eiga þau dótturina
Ástu Ólöfu, f. 2009, b) Vilhjálm
Breka, f. 1982, c) Helga Hrann-
ar, f. 2002, 4) Guðmundur, f.
1962. K. Hrafnhildur Björk
Jónsdóttir og á hún fimm börn
og tvö barnabörn. 5) Þórir
Níels, f. 1965, d. 2011. K 1) Car-
olina Linder. Þau áttu dæturnar
a) Ingrid Sögu, f. 1992. M. Jo-
nathan Fahlen Godö, b) Kristínu
Líf, f. 1995. M. Tobias Sorkka.
K. 2) Áslaug Fjóla Guðmunds-
dóttir; 6) Ásgeir Ingvi, f. 1966.
Sambýlisk. hans er Halldóra
Halldórsdóttir. Ásgeir á tvö
börn a) Nóna Sæ, f. 1998, og b)
Svandísi Þulu, f. 2001, d. 2006.
Halldóra á tvö börn og tvö
barnabörn; 7) Oddur Gunnar, f.
1969. K. Sigurlaug Einarsdóttir
og eiga þau þrjú börn a) Eyþór
Erni, f. 1991, b) Hafþór Pálma,
Ég hef átt gott líf, sagði hann
við mig nýfluttur á dvalarheim-
ili aldraðra.
Ekki fannst mér lífið alltaf
hafa farið mjúkum höndum um
hann. Jú, sagði hann. Ég eign-
aðist góða konu og hóp af börn-
um og barnabörnum sem hafa
staðið við hlið mér í gegnum
allt. Það er ekki öllum gefið.
Foreldrar pabba voru al-
þýðufólk og lífsbaráttan snerist
um að eiga í sig og á. Skóla-
gangan var takmörkuð og
markaðist af aðstæðum þess
tíma. Það var honum því mikið
keppikefli að búa börnum sín-
um þær aðstæður að þau gætu
menntað sig í því sem hugur
þeirra stóð til. Hann kynntist
ungri stúlku úr Óslandshlíðinni,
Þóru að nafni, og opinberuðu
þau trúlofun sína um jólin 1956
og samvistir þeirra stóðu því í
sextíu ár. Þau giftu sig árið
1957 og hófu sinn búskap á
Sauðárkróki. Vorið 1959 fluttu
þau í Óslandshlíðina og var
hann kenndur við Ósland eftir
það.
Eftir nærri 35 ára búskap á
Óslandi fannst þeim tími til
kominn að skila af sér til næstu
kynslóðar og fluttu í Hofsós en
pabbi var þá starfandi sveit-
arstjóri. Ekki fengu þau lengi
notið því árið eftir fékk hann
heilablóðfall og átti við heilsu-
leysi að stríða upp frá því. Þau
fluttu til Sauðárkróks og móðir
mín gerði honum kleift að búa
heima í rúmlega sextán ár áður
en hann flutti á dvalarheimili
aldraðra þar sem hann naut
hinnar bestu aðhlynningar til
hinstu stundar. Pabbi fór
snemma að starfa að félagsmál-
um, var oddviti og síðar sveit-
arstjóri.
Hann starfaði að hagsmuna-
málum bænda, eða eins og ég
sagði stundum, hann kom sér í
allar nefndir og ráð sem hægt
var, enda bjó hann það vel að
eiga stóran hóp af börnum og
eiginkonu sem sáu um búskap-
inn.
Hann hafði yndi af hestum
og ætlaði að njóta þess áhuga-
máls í ríkari mæli eftir að hann
hætti búskap á Óslandi. Pabbi
var skapríkur maður, gat verið
fljótur upp ef því var að skipta
en heiðarlegur fram í fingur-
góma og naut trausts síns sam-
ferðafólks.
Það hlýtur því að hafa verið
honum gríðarlega erfitt að vera
kippt út úr hringiðu lífsins í
einu vetfangi rúmlega sextug-
um að aldri.
En þrjósku átti hann nóga og
hún hélt honum gangandi til
hinstu stundar. Máltækið
„Skipað gæti ég væri mér
hlýtt“ átti oft við þessi síðustu
ár. Ef honum datt eitthvað í
hug þá kallaði hann mig á sinn
fund og fól mér framkvæmdina.
Ég lærði það í gegnum tíðina að
treina mér verkefnin.
En það er nú þannig að fáir
komast áfallalaust gegnum lífið
og það hlífði honum svo sann-
arlega ekki. Rúmlega þrítugur
að aldri hafði hann misst báða
foreldra sína og elstu systur. Þá
lenti hann í þeirri erfiðu lífs-
reynslu að þurfa að fylgja
barnabarni sínu til grafar fyrir
tíu árum og einum sona sinna
árið 2011.
En þrátt fyrir allt fannst
honum hann hafa átt gott líf.
Þetta snýst víst um það að vera
þakklátur fyrir það sem maður
hefur.
Að leiðarlokum þakka ég fyr-
ir traustan föður sem lét sig
varða líf og störf afkomenda
sinna þótt örlögin höguðu því
þannig til að hlutverkin snerust
við þegar ég var einungis 35
ára og hann fór að sækja stuðn-
ing til mín.
Hvíldu í friði elsku pabbi og
hafðu þökk fyrir allt.
Ásta Ólöf Jónsdóttir.
Nú hefur Jón Guðmundsson
frá Óslandi, mágur minn, lokið
sinni vegferð í þessu lífi. Langri
og hetjulegri baráttu hans við
illvíga fötlun er lokið. Við þessi
tímamót hrannast minningarn-
ar upp og hugurinn leitar nær
sex áratugi aftur í tímann, en
árið 1958 byrjuðu hann og Þóra
systir mín búskap á æskuheim-
ili okkar á Óslandi í Skagafirði.
Þá var móðir okkar látin og fað-
ir minn var í heimili hjá þeim
meðan heilsan leyfði.
Ég átti þarna athvarf næstu
árin þegar leitað var heim frá
vinnu og skólanámi og Svava,
yngri systir mín, var einnig hjá
þeim í heimili ung að árum.
Það voru mikil umsvif sem
fylgdu þessum unga manni. Jón
og Þóra komu frá Hólum þar
sem hann var ráðsmaður á
búinu.
Hann var einnig kunnugur
víða um sveitir gegnum vinnu
hjá Búnaðarsambandi Skagfirð-
inga. Hann var stjórnsamur og
unnið var kappsamlega að
framförum í búskap, auk þess
sem börnum á heimilinu fjölg-
aði hratt og varð þeim hjónum
sjö barna auðið, en sex eru nú á
lífi.
Eftir að ég hafði flust austur
á land og eignast þar fjölskyldu
var fastur þáttur í tilverunni að
fara í Ósland á sumrin og vera
þar í nokkra daga.
Þetta stóra heimili stóð okk-
ur opið. Þar voru börnin þeirra
og ætíð voru börn þar einnig í
sveit og stundum þurfti að
borða í tveimur áföngum til að
koma öllum fyrir við matborðið.
Börnin okkar voru treg til að
fara út af heimilinu eftir að
komið var norður og þau tvö
eldri voru þar um tíma og fengu
reynsluna af sveitastörfum.
Jón var félagsmálamaður og
dró ekki af sér í þeim málum
frekar en öðru sem hann tók
sér fyrir hendur. Honum var
falinn mikill trúnaður í sveit-
arstjórnarmálum, Stéttarsam-
bandi bænda og stjórnarseta í
Heilbrigðisstofnun Skagfirðinga
árum saman, svo eitthvað sé
nefnt. Þegar kom að því að
hann og Þóra hættu búskap
varð hann sveitarstjóri í Hofs-
ósi.
En fyrir tveimur áratugum
varð Jón fyrir því áfalli að fá
heilabilun og var eftir það í
hjólastól í nær tvo áratugi.
Þetta var gríðarlegt áfall og
hann barðist við af miklum
hetjuskap að halda áfram þátt-
töku í lífinu og tilverunni eins
og komið var.
Hetjuskapur systur minnar,
að standa við bakið á honum við
þessar aðstæður, var ekki minni
og sama má segja um börnin og
er á engan hallað þótt Ásta
dóttir þeirra sé nefnd í þessu
sambandi, sem um margra ára
skeið hefur búið í nágrenni við
foreldra sína og verið þeim
hjálparhella.
En nú er þessu stríði Jóns
Guðmundssonar lokið og að
leiðarlokum er mér og minni
fjölskyldu efst í huga að þakka
fyrir allt, öll samskiptin í gegn
um áratugina og góða vináttu
og fjölskyldubönd sem eru okk-
ur öllum svo mikils virði. Við
Margrét og okkar fólk vottum
Þóru systur minni og allri fjöl-
skyldunni innilega samúð.
Jón Kristjánsson.
Jón Guðmundsson frá Ós-
landi er látinn.
Við fráfall hans verður okkur
systkinunum hugsað til æsku
okkar og uppvaxtar, þar sem
Jón var ein af styrkustu stoðum
stórfjölskyldunnar, en mikill
samgangur var milli Óslands og
Ártúns, börnin mörg og á svip-
uðum aldri.
Það var mikið fjör á Óslandi
þegar allt að 13 börn voru sam-
an í einu með tilheyrandi há-
vaða og látum, til dæmis inni á
ganginum í fótbolta!
Aldrei munum við til þess að
Jón hafi skammað okkur, en
stillti til friðar og hægði á okk-
ur ef svo bar undir! Einu sinni
munum við þó að yngri hóp-
urinn gekk fram af honum við
matarborðið, var að bölva. Jón
sagði þá hastur: „Hættiði þessu
andskotans bölvi“ og svo hló
hann. Þegar stelpurnar fóru ein
eða fleiri inn eftir var alltaf tek-
ið vel á móti okkur og jafnvel
spurt með glotti: „Ætlið þið að
stansa lengi?“
Við, sem eldri erum í systk-
inahópnum kynntumst Jóni svo
í leik og starfi, í brids, söng-
félaginu Hörpunni og Lions-
klúbbnum Höfða.
Jón var mikill samvinnumað-
ur og félagsmálamaður og hlífði
sér hvergi og var fljótt trúað til
trúnaðarstarfa í þágu sveitar-
stjórnar og nærsamfélagsins,
enda málafylgjumaður góður og
var oddviti um áratugaskeið.
Hann vann fyrir bændur á
landsvísu, dró ekki af sér og
var hreinskilinn svo fólk vissi
hvar það hafði hann og treysti
honum.
Jón var tilfinningamaður, gat
runnið fljótt í skap, sagði þá
meiningu sína með afgerandi
hætti, svo eftir var tekið, en svo
strax úr honum aftur
Hann var í raun mjög glað-
sinna, hrókur alls fagnaðar og
hló sínum smitandi hlátri þann-
ig að allur salurinn hló með ef
svo bar undir.
Jón var skorpumaður til
verka og gat þá gengið mikið á
við verkstjórn á strákunum og
stelpunum.
Jón Guðmundsson reyndist
okkur fjölskyldunni einstaklega
vel á erfiðum tímum og bæði
föður okkar og móður við skiln-
að þeirra.
Segja má að hann hafi verið
eins og gamall sveitungi okkar
orðaði það:
„Eins og kletturinn í hafinu,
haggaðist ekki“ þótt straumar
gætu orðið stríðir.
Á þessari stundu er okkur
systkinunum efst í huga inni-
legt þakklæti fyrir allan stuðn-
inginn sem Jón taldi aldrei eftir
sér, jafnvel að brjótast í ófærð
fram í Varmahlíð að ná í Krist-
ínu.
Margar ógleymanlegar
stundir koma upp í hugann, en
upp úr stendur þegar Jón bað
Pálma frænda okkar Rögg að
yrkja eitthvað um hann á sex-
tugsafmælinu og hlífa sé hvergi.
Það gerði Pálmi, svo að sal-
urinn lá í hláturkrampa en mest
hló Jón þó sjálfur.
Við systkinin þökkum fyrir
þá gæfu að hafa átt Jón sem
vin. Eftir stöndum við andlega
ríkari. Þökkum líka alla þolin-
mæðina og skilninginn!
Elsku Þóra , börn, makar og
barnabörn. Innilegar samúðar-
kveðjur, Guð blessi ykkur og
styrki og orni ykkur við góðar
minningar.
Þegar þau hittast þarna uppi,
Jón, Þórir Níels, mamma og
Hulda og Valdi, þá verður sko
hlegið!
Fyrir hönd systkinanna frá
Ártúni,
Kristján Björn Snorrason.
Jón Guðmundsson
HINSTA KVEÐJA
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Þínar langafastelpur,
Ásta Ólöf og Kristín Saga.
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma,
ÞURÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR,
lést þann 23. september síðastliðinn á
hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð á
Akureyri.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Bakkahlíðar og Bandagerðis fyrir
einstaka alúð og hlýju við umönnun hennar.
.
Elín Helga Káradóttir, Ívar J. Arndal,
Margrét Helga Ívarsdóttir,
Jóhann Kári Ívarsson.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
SVANHVÍTAR REYNISDÓTTUR,
Hrísmóum 1, Garðabæ.
Fyrir hönd aðstandenda,
.
Magnús Andrésson, Ingunn Guðmundsdóttir,
Sverrir Andrésson, Kolbrún Gunnlaugsdóttir,
Margrét Andrésdóttir, Sigurjón Leifsson,
Pétur Andrésson, Jóna Sæmundsdóttir,
Björn Björnsson, Hrönn Hrafnkelsdóttir.
Við þökkum innilega auðsýnda samúð,
hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar
hjartfólgins sonar míns og frænda okkar,
HALLDÓRS STEINS HALLDÓRSSONAR,
Blönduhlíð 6,
sem lést 11. september 2016.
.
Anna Björg Halldórsdóttir,
Halla Sólveig Halldórsdóttir og fjölskylda.