Morgunblaðið - 08.10.2016, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 08.10.2016, Qupperneq 45
DÆGRADVÖL 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2016 TWIN LIGHT gardínum Betri birtustjórnun með Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. 40 ára Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 ■ Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 ■ Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 ■ alnabaer.is OPIÐ: VIRKA DAGA FRÁ 10-18 Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu Íslensk framleiðsla eftir máli Hringdu núna og bókaðu tíma í máltöku Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Staðreyndin er að fjármálin þín eru ekki eins og þú vilt hafa þau. Sér fólk ekki hversu sjálfstæður þú ert? 20. apríl - 20. maí  Naut Þú þarfnast andagiftar jafn mikið og matar og lofts. Gerðu það upp við þig hvað er mest áríðandi og taktu svo einn hlut fyrir í einu. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Nú á dögum eru svo margir vizku- brunnar að leita í að menn standa oft ráð- þrota. Ein snjöll ákvörðun hefur góð áhrif á fjármálin. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú þarft að hafa mikið fyrir hlutunum sem er allt í lagi ef þú bara gætir þess að skila vel unnu verki. Sinntu því ekki heldur haltu þínu striki og láttu álit annarra lönd og leið. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú munt hugsanlega flytja eða skipta um vinnu á næstu tveimur árum. Láttu hug- myndirnar flæða og gerðu breytingar. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Flestir ástvinir þínir þurfa hjálp endr- um og sinnum, en endalaus þörf er slæmur ávani. Búðu þig undir innkaup á málningu og snurfusaðu dálítið í kringum þig. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú þarft að finna upp á einhverju til að brjóta upp rútínu dagsins. Sýndu varkárni í peningamálum og ekki eyða um efni fram einungis til þess að skemmta þér. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Nú er rétt að huga að ferðaáætl- unum, sem hafði verið slegið á frest eða af- lýst. Bættu sambandið við eina manneskju, einbeittu þér að einu verkefni, eða hringdu eitt símtal. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú ert reiðubúinn til að leggja þig fram við að bæta afkomu þína með nýjum hætti. En þú ættir að hugsa þig tvisvar um. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú ert uppfullur af hugmyndum og fleiri streyma að þér úr öllum áttum. Vertu samstarfsmönnum þínum ljúfur. Reyndar ákveður þú að hlakka bara til. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú sérð ekki fram úr augum vegna anna og þarft að komast frá í smátíma. Breytt hugarfar kemur sér líka vel. Kannski eru þau af andlegum toga á einhvern hátt. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þér verður ekkert úr verki ef þú ætlar þér of mikið í einu. Gott ráð gegn því er að gefa einhverjum hlut, sem þér er ekki sama um. Segja má að þessi viðfangsefni séu þema mánaðarins. Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson: Færni handar að færa til betri vegar. Formaður glöggur sér og nýtir þegar. Af kvenfólki það sungið er og seggjum. Sést það líka í hlöðnum bæjarveggjum. Harpa á Hjarðarfelli á þessa lausn: Hafa á verki fimir fingur lag. Formaður sér lag á eftir broti. Á tyllidögum tekið oft er lag. Torflag enn má sjá í veggjabroti. Þetta er svar Guðrúnar Bjarna- dóttur: Oft er farsælt að stoppa laghent í lopavettling, lagi beita, sér völd að tryggja, syngja lögin (í kór) um kettling og kofaveggi í lögum byggja. Árni Blöndal leysir gátuna þann- ig: Með lagi er best að bæta orðið tjón, brot í öldulögum formenn nýta, lögin sungin löngum hér um Frón, lög í hlöðnum görðum víða líta. Helgi Seljan segir fátt betra til upplyftingar andans úr andleysinu venjulega en að fást við gátur hvers konar. Ráðningin er hér: Lag á mörgu lagnir hafa, lag á sjónum dýrmætt er. Lag er sungið létt án vafa, lag af torfi í vegginn fer. Guðmundur skýrir gátuna þann- ig: Lag er færni gallaðan grip að bæta. Glöggur formaður lagi þarf að sæta. Lag af konum sungið er og seggjum. Sjá má lag í hlöðnum bæjarveggjum. Og lætur limru fylgja: Er Vernharður vörður laga fékk Valgerðar ofan af Skaga, að orði varð Jóni, sem er örlagaróni. „Hver hefur sinn djöful að draga.“ Og að lokum er ný gáta eftir Guð- mund: Þykir vera gripur góður. Griðastaður elskendanna. Þar eru kjörnar kjaftaskjóður. Kemur þar saman fjöldi manna. Ég greip Blöndu úr bókaskápn- um og við mér blasti þetta: „Svo er sagt að eitt sinn hafi Hall- grímur (læknir) verið spurður að heiti, annaðhvort á bæ eða á förn- um vegi, og hann þá svarað: Mitt er heiti Hallgrímur, hjörva beitir Jónssonur, um allar sveitir alþekktur, að því leyti hvimleiður.“ Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Allt vill lagið hafa Í klípu „ÉG MYNDI ALDREI GERA FLUGU MEIN. ÉG SÉRHÆFI MIG Í FÓLKI.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „AF HVERJU AÐ STANDA Í ÞESSU? VIÐ KEYRÐUM FRAMHJÁ 10 FISKBÚÐUM Á LEIÐINNI.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar hann mýkist allur upp fyrir þig. HVAÐ HAFIÐ ÞIÐ TVEIR VERIÐ AÐ BRALLA? VIÐ VORUM BARA AÐ BÍÐA EFTIR AÐ SÆTASTA STELPA Í HEIMI LITI VIÐ! OG ÞÁ ÆTLA ÉG AÐ FÁ LIFRARPYLSU. OOOH! ÉG KEYPTI VEÐHLAUPAHEST! HANN SKORTIR BARA SJÁLFSTRAUST... HANN ER SVO EYMDARLEGUR. BRÓÐIR HANS VAR ALLTAF Í UPPÁHALDI... Víkverji er ákaflega þakkláturfyrir árafjöldann sinn og gleðst yfir því einlæglega að fá að eldast því það er ekki öllum gefið. En Vík- verji er samt núna að uppgötva sterkt síðustu ár að hann er ekki lengur tvítugur þó hann sé það inni- lega í hjarta sínu. Hann gerir enn unglingalega hluti eins og að nenna ekki að taka til í herberginu sínu. Innst inni er hann alltaf að bíða eftir að móðir hans skammi hann fyrir það en allt kemur fyrir ekki. Að endingu verð- ur hann leiður á ruslinu í kringum sig og gerir þetta sjálfur. Eðlilega verandi kominn á fertugsaldur. Hann var samt minntur harka- lega á árafjöldann þegar hann fór með vinkonum sínum á Justin Bie- ber tónleikana hér á landi fyrir all- nokkru þegar ungir, álitlegir piltar renndu hýru auga til vinkvenna- hópsins. Að Víkverji hélt. Þá hnippti einn þeirra í eina vinkonuna og spurði hana hvort hún hefði ekki þjálfa sig í 7. flokki. Hún gat ekki þrætt fyrir það og gaf honum eina lúðalega fimmu. x x x En að öðru. Víkverji verður hrein-lega að hrósa Tokyo sushi í Krónunni fyrir einstaklega góða þjónustu. Honum datt skyndilega í hug að bregða undir sig betri fæt- inum og bruna austur í sveit um helgi. Af því tilefni þótti honum til- valið að koma færandi hendi með einn veislubakka sneisafullan af sushi fyrir sveitafólkið. Örlítið bragð af öðrum heimi slær yfirleitt í gegn á sveitabænum, sér- staklega þegar búið er að fylla mag- ann af ilmandi kjötsúpu rétt áður. x x x Á vefsíðu fyrirtækisins, Tokyosushi, er tekið fram að það þurfi að panta veislubakka með dags fyrirvara. Víkverji ákvað að kanna það samt fyrst hvort það væri möguleiki að fá einn bakka samdægurs. Eftir eitt símtal var lítið mál að kippa því í liðinn. Veislubakkinn yrði tilbúinn eftir rúman klukkutíma. Takk fyrir þessa einstaklega góðu þjónustu. Víkverji er ekki frá því að sushi-ið hafi bragðast mun betur fyrir vikið. víkverji@mbl.is Víkverji Berið hvert annars byrðar og uppfyllið þannig lögmál Krists. (Gal. 6.2)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.