Morgunblaðið - 08.10.2016, Page 46
46 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2016
Söfn • Setur • Sýningar
LISTASAFN ÍSLANDS
T E X T I 15.9 - 8.1.2017
Valin textaverk úr safni Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur
VALTÝR PÉTURSSON 24.9 - 12.2.2017
LJÓSMÁLUN – LJÓSMYNDIN OG MÁLVERKIÐ Í SAMTÍMANUM 7.5 - 9.10.2016
Athugið síðasta sýningarhelgi.
SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur • KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar
Leiðsögn á ensku alla föstudaga kl. 12.10
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is.
Opið alla daga kl. 11-17. Lokað á mánudögum
LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR
SAMSKEYTINGAR 3.9. - 28.05. 2017
Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is
KAFFISTOFA heimabakaðar kökur
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR
ÓGNVEKJANDI NÁTTÚRA 2.10.2016 - 7.5.2017
Leiðsögn með sýningarstjóra sunnudaginn 9. október kl. 14.
Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17.
Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is
Sunnudaginn 9. október: Víkingasverð til sýnis milli kl. 13-17
Síðasta sýningarhelgin: Norðrið í norðrinu á 3. hæð
Þriðjudagur 11. október: Hádegisfyrirlestur Þjóðminjasafnsins kl. 12.
Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár
grunnsýning Þjóðminjasafnsins
Portrett Kaldals í Myndasal
Kaldal í tíma og rúmi á Vegg
Bláklædda konan - Ný rannsókn á fornu kumli í Horni
Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru
Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200,
www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn
Opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17.
Sýningin Sjónarhorn Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú
Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög,
ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira
Geirfugl †Pinguinus impennis Aldauði tegundar – Síðustu sýnin
Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna.
Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali
Kaffitár nú einnig í Safnahúsinu
Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands
Hverfisgötu 15, 101 Reykjavík s: 530 2210
www.safnahusid.is Sýningin opin þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17
Kaffitár opið mánudaga til föstudaga frá 8-17, 10-17 um helgar
SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU
Orri Páll Ormarsson
orri@mbl.is
„Á ekki myndlistin að geta brugðist
við ástandinu í samfélaginu?“ spyr
Birgir Snæbjörn Birgisson en í dag
kl. 15 verður opnuð sýning á nýjum
verkum hans í Sverrissal Hafn-
arborgar. Hann hefur málað portrett
af þingmönnunum 63 sem settust á
þing vorið 2013 og einum að auki og
kallar sýninguna einfaldlega Von.
„Þarna birtast myndir af kjörnum
fulltrúum sem sýna þá alla í sama
ljósi, sem eina heild. Myndirnar
benda á það sem þeir eiga sameig-
inlegt og það sem skilur þá að. Þessi
heild er táknmynd fyrir von okkar og
þrár, óskir en líka ótta okkar. Þetta
eru fulltrúar fólksins, samnefnari
þjóðarinnar sem samfélagið treystir
fyrir mikilvægum ákvörðunum og
framkvæmdum,“ segir í kynningu
Hafnarborgar en verk Birgis eru
þekkt fyrir samfélagslega og pólitíska
skírskotun.
Samtal við samtímann
Birgir segir nauðsynlegt að sam-
tímalist eigi í samtali við samtímann
en brýnt sé að hafa í huga að tími yf-
irlýsinga og upphrópana sé liðinn;
fyrir vikið reyni hann að koma að
fólki með öðrum hætti en að hrópa og
kalla. Meðan hann vann að þessari
sýningu kveðst hann hafa dregist inn
í atburðarás, þar sem hann varð sjálf-
ur meiri þátttakandi en hann ætlaði.
„Síðan var ég stöðugt að heyra
fréttir um verkið mitt í fjölmiðlum,“
segir hann og bætir við að auðvelt
geti reynst að verða meðvirkur með
ástandinu í samfélaginu og boða trú
meðal réttrúaðra. Birgir hefur lengi
unnið með staðalmyndir um norrænt
útlit og þingmennirnir á sýningunni í
Hafnarborg eru allir ljóshærðir og
bláeygir, auk þess sem sérkenni hafa
verið afmáð. Spurður hvers vegna
segir Birgir að því verði hver og einn
gestur að svara fyrir sig. „Þingmenn-
irnir eru samnefnari þjóðarinnar; fólk
sem axlar mikla ábyrgð en er eigi að
síður bara persónur eins og ég og
þú.“
Birgir hefur áður unnið með von-
ina, meðal annars á samsýningu í
Finnlandi í fyrra.
Hann vann að sýningunni í tæp tvö
ár og segir það mikinn létti að koma
hugmyndinni loks frá sér. „Það er yf-
irleitt léttir þegar maður losar sig við
verk, ef svo má að orði komast, en að
þessu sinni var það óvenju mikill létt-
ir. Aðkoman var mjög kröfuhörð og
þetta tók á.“
Aðeins eru þrjár vikur til alþing-
iskosninga en Birgir kveðst alls ekki
vera að boða hvað fólk eigi að kjósa.
„Ég tek enga afstöðu með eða á móti
stjórnmálaflokkum og -mönnum en
hvet fólk hins vegar til að kjósa von-
ina!“
Finna þarf leið inn
fyrir sjónhimnu fólks
Birgir segir pólitíska list oft hafa
verið atkvæðameiri á Íslandi og furð-
ar sig á því hvers vegna fleiri mynd-
listarmenn blanda sér ekki í hina póli-
tísku umræðu með afgerandi hætti.
„Vettvangurinn er frábær og hefur
verið það lengi. Á ýmsu hefur gengið í
íslensku samfélagi undanfarin ár og
margt hefur breyst eftir hrun. Af
mörgu er að taka og allt sem við þurf-
um að gera er að finna leið innfyrir
sjónhimnu fólks. Og inn í heim þess.“
Sýningarstjóri sýningarinnar er
Mika Hannula en þeir Birgir Snæ-
björn hafa unnið saman að ýmsum
verkefnum síðan 2002. Listamanns-
spjall fer fram á morgun kl. 14 og
samtal um sýninguna verður haldið
fimmtudaginn 20. október kl. 20.
Ljósmynd/Áslaug Íris Friðjónsdóttir
Pólitískur Birgir Snæbjörn Birgisson myndlistarmaður segir pólitíska list oft hafa verið atkvæðameiri á Íslandi.
„Hvet fólk til að kjósa vonina!“
Birgir Snæbjörn Birgisson hefur málað portrett af alþingismönnunum 63 og sýnir í Hafnarborg
Gunnþórunn Jónsdóttir
gunnthorunn@mbl.is
Hjörleifur Valsson fiðluleikari og
Ourania Menelaou píanóleikari
munu frumflytja verk eftir Oldrich
František Korte, Petr Eben, William
Bolcom og George Antheil í Lista-
safni Sigurjóns Ólafssonar í Reykja-
vík, þriðjudaginn 11. október kl. 20.
Verkin hafa lítið sem ekkert verið
spiluð áður og tónlistin lítið þekkt.
„Tónlistin er alveg hreint æðisleg
og virkilega áhugaverð. Þetta er
tónlist sem er kannski þekkt meðal
tónlistarnörda og í tónlistarheim-
inum í sumum löndum en þessi verk
sem við spilum hafa lítið sem ekkert
verið flutt, og ekkert hér á landi,“
segir Hjörleifur. „Það eru ýmsar
ástæður fyrir því að þetta hefur
ekki verið mikið spilað.“
Heimspekilegar samræður
Elsta verkið sem Hjörleifur og
Menelaou spila er frá ca. 1920. Þau
frumfluttu tónlistina í Prag í Tékk-
landi í vor og segir Hjörleifur það
hafa verið ótrúlega upplifun. Tón-
listin hafi verið einstök. „Við byrj-
um á verki eftir Korte sem eru fjórir
kaflar. Hann var tónskáld og heim-
spekingur og skildi einnig eftir sig
dálítið af ritum. Þetta verk er skrif-
að í kringum 1970 og eru þetta
heimspekilegar samræður sem
maður á innra með sjálfum sér.
Þetta er mjög innhverf en sterk tón-
list, einstaklega „expressív“,“ segir
Hjörleifur. Hann ræðir einnig
George Anfil og útskýrir hvernig
hann nær að draga tónlistina út á
ystu mörk hins mögulega. „Það eru
miklir effektar og þetta er krass-
andi tónlist. Það reynir mikið á
hljóðfærin. Það er aldeilis ekki að
ástæðulausu að Anfil var kallaður
„The bad boy of music“,“ segir hann
og hlær.
Heppin að finna nótur
„Ourania er tónlistarfræðingur
og hefur verið að kafa mikið ofan í
tónlist 20. aldarinnar. Hún var með
þema þar sem hún gróf upp ýmis lít-
ið þekkt tónskáld, sem höfðu þó
vakið athygli á meðan þau lifðu og
höfðu jafnvel verið fræg á sínum
tíma. Í gegnum tónlistarsöguna
voru margir þannig, til dæmis voru
miklu fleiri stjörnur á tímum Moz-
art en Mozart sjálfur,“ segir Hjör-
leifur. „En hún vissi sum sé um
þessa tónlist og fór að kynna mér
hana. Við fórum að skoða þetta bet-
ur og urðum mjög heilluð.“ Að-
spurður hvort ekki hafi verið erfitt
að komast í nótur segir Hjörleifur
þau hafa verið heppin. „Ourania er
lektor við tvo háskóla og hefur því
góðan aðgang að grunnum og bóka-
söfnum, svo við vorum heppin.“
Eigin tónleikaröð í Prag
Hjörleifur og Menelaou stunduðu
nám við sama skóla í Prag á árunum
1993-96 og fóru að spila mikið sam-
an. Þau voru saman í kammerhóp
og Menelaou kom til Íslands með
Hjörleifi 1995 en þau spiluðu hér
saman þá. „Við erum með okkar
eigin tónleikaröð í Prag og vorum
einmitt að spila þar í fyrradag, það
er reyndar allt annað prógramm,“
segir Hjörleifur sem hefur verið
mjög virkur í íslensku tónlistarlífi
um margra ára skeið en er búsettur
í Noregi. „Við spænum reyndar
beint til Óslóar og höldum tvenna
tónleika þar eftir tónleikana hér.“
Minningartónleikar á Ísafirði
Tvíeykið kemur einnig fram sam-
an á árlegum minningartónleikum
Ragnars H. Ragnars og Sigríðar
Jónsdóttur á morgun, sunnudag, kl.
17 í Hömrum á Ísafirði. Tónlistar-
skólinn á Ísafirði og Tónlistar-
félagið á Ísafirði hafa haldið minn-
ingartónleikana um árabil.
Hjörleifur er ættaður af Vest-
fjörðum og voru hjónin Ragnar og
Sigríður miklir áhrifavaldar í lífi
hans. „Ég hef spilað á minningar-
tónleikunum einu sinni áður og hef
gaman af því að spila á þeim. Ég tel
mig vera Ísfirðing þó ég sé ekki
fæddur þar. Ég lærði við þennan
tónlistarskóla undir handleiðslu
þessara hjóna sem stofnuðu Tónlist-
arskólann á Ísafirði. Það er mjög
gaman að koma að þessu.“
Morgunblaðið/Ófeigur
Músíkfélagar Hjörleifur Valsson og Ourania Menelaou.
Spila verk eftir vonda
strákinn í tónlist
Hjörleifur og Ourania Menelaou frumflytja lítið þekkta
en magnaða tónlist á tvennum tónleikum hér á landi