Morgunblaðið - 08.10.2016, Page 48
48 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2016
Tinna Sverrisdóttir, Reykjavík-
urdóttir og leikkona, leiðir rapp-
námskeið sem hefst kl. 11 og stend-
ur til kl. 15 í dag í húsnæði
Tónlistarsafns Íslands að Hábraut
2, gegnt Gerðarsafni. Dagskráin er
liður í Fjölskyldustundum Menn-
ingarhúsanna í Kópavogi sem
haldnar eru í dag í Tónlistarsafni
Íslands og Gerðarsafni.
Tinna mun ekki aðeins kenna
rapp heldur einnig fjalla um hvern-
ig má bæta eigin textaskrif og
kenna æfingar sem efla sjálfstraust
og skapandi hugsun. Námskeiðið er
opið öllum stelpum á aldrinum 13 –
16 ára og er ókeypis.
Klukkan 13 hefst svo námskeið
fyrir 9 - 12 ára krakka í Gerð-
arsafni þar sem viðfangsefnið er
skúlptúr og gerðar verða tilraunir
og hugmyndir ræddar í tengslum
við yfirstandandi skúlptúrsýningar
í safninu. Skúlptúrnámskeiðið er
einnig opið öllum og þátttaka
ókeypis.
Rappari Tinna Sverrisdóttir mun kenna stelpum að rappa í Tónlistarsafni Íslands í dag.
Rappnámskeið í Tónlistarsafni Íslands
Skáldin Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Gyrðir Elíasson
og Sigurbjörg Þrastardóttir koma fram á tveimur ljóða-
dagskrám í Reykjavík um helgina ásamt kanadísku
skáldunum Chantal Neveu, Daniel Canty og François
Turcot. Þau hafa unnið saman í þýðingasmiðjum og
kynna afraksturinn og ljóðlist hvert annars á Kaffislipp í
dag kl. 16 og á Ársafni – Menningarhúsi í Árbæ á morg-
un kl. 14. Hvor viðburður um sig stendur í um klukku-
tíma og ekki verður um sömu dagskrá að ræða þessa tvo
daga.
Kanadísku skáldin heimsækja Reykjavík nú í október
en þau koma frá Quebéc-fylki og eru frönskumælandi. Hér hitta þau ís-
lenska kollega sína og vinna með þeim að ljóðaþýðingum og öðru skáldlegu
starfi.
Samvinnan heldur síðan áfram með það að markmiði að skáldin vinni að
sameiginlegri útgáfu.
Íslensk og kanadísk skáld koma saman
Gyrðir Elíasson
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, heldur erindi á
lokasamveru Listahátíðar Seltjarnarneskirkju kl. 16 á
sunnudag er hún nefnir „Trú í návist vestfirskra fjalla“
en yfirskrift hátíðarinnar þetta árið er Fjöll og trú.
Agnes ólst upp á Ísafirði og kynntist þar gleðinni af
fjöllunum og vernd þeirra, en sem prestur í Bolung-
arvíkurprestakalli 1994-2012 kynntist hún ógn og hættu
fjallanna í formi snjóflóða. Hún fjallar um þessa reynslu
sína í ljósi 121. Davíðssálms, „Ég hef augu mín til
fjallanna“.
Á samverunni á morgun verður einnig lúðrablástur
nemenda úr Tónlistarskóla Seltjarnarness og félagar úr
Kammerkór kirkjunnar undir stjórn Friðriks Vignis organista leiða söng
íslenskra laga um fjöll. Þá stendur yfir í kirkju og safnaðarheimili sýning á
málverkum af íslenskum fjöllum eftir marga af okkar fremstu listmálurum,
yfir 30 málverk sýnd. Sú sýning mun standa út mánuðinn. Fyrr um daginn,
þ.e. kl. 10 á sunnudagsmorgun verður haldið fræðsluerindi í kirkjunni þar
sem þeir Íslendingar sem fyrstir gengu á Everest, þ.e. þeir Björn Ólafsson,
Einar K. Stefánsson og Hallgrímur Magnússon, segja frá reynslu sinni.
Biskupinn ræðir um fjöll og trú
Agnes M.
Sigurðardóttir
Söngvararnir Valdimar Guðmunds-
son, Snorri Helgason og Teitur
Magnússon, sem víða hafa komið
við í tónlistinni, kynna samstarf sitt
í fyrsta skipti opinberlega í Havarí
á Karlsstöðum í kvöld.
Með í för verður gítarleikarinn
Örn Eldjárn auk þess sem Jón Mýr-
dal leikur á slagverk.
Tónleikarnir hefjast klukkan 21
og verður eldhúsið opið. Miðaverð
er 3.000 krónur og forsala er á
vefnum tix.is.
Söngelskur Valdimar Guðmundsson.
Þrír söngvarar
saman í Havarí
Í tilefni þess að í
ár eru liðin 260
ár frá fæðingu
W.A. Mozart
hyggst Frímúr-
arareglan heiðra
tónskáldið í Frí-
múrarahúsinu
við Bríetartún í
dag kl. 16. Þar
koma m.a. fram
Sigríður Ósk
Kristjánsdóttir, Jóhann Friðgeir
Valdimarsson, Ásgeir Páll Ágústs-
son, Dagmar Kristinsdóttir, Anna
Sigríður Helgadóttir, Anna Klara
Georgsdóttir og Margrét Hannes-
dóttir. Frímúrarakórinn syngur
nokkur verk eftir Mozart tengd
Reglunni og Kammerkór Bústaða-
kirkju syngur líka nokkur kórverk.
Stjórnandi tónleikanna er Jónas
Þórir og á píanó leikur ásamt hon-
um Antonía Hevesí en á fiðlu leikur
Matthías Stefánsson. Miðaverð er
4.000 krónur og rennur ágóðinn að
fullu til styrktar nýjum flygli Regl-
unnar.
Tónleikar til heið-
urs W.A. Mozart
Wolfgang Amadeus
Mozart
Bridget Jones siglir inn í fimmtugsaldurinn í
glænýjum kafla, nú orðin einhleyp, á fullu í
ræktinni og vinnur sem framleiðandi hjá sjón-
varpsstöð.
Metacritic 59/100
IMDb 7,4/10
Laugarásbíó 18.00, 20.00
Sambíóin Kringlunni 17.20, 20.00, 22.10
Sambíóin Keflavík 20.00
Smárabíó 14.00, 17.00, 19.30, 20.00
Háskólabíó 15.00, 18.00, 21.00
Borgarbíó Akureyri 20.00
Bridget Jones’s Baby 12
Þegar Finnur hjartaskurðlækn-
ir áttar sig á að dóttir hans er
komin í neyslu og kynnir
þekktan dópsala fyrir fjöl-
skyldunni sem nýja kærast-
ann, koma fram brestir í
einkalífinu.
IMDb 7,7/10
Laugarásbíó 18.00, 20.00,
21.00, 22.35
Smárabíó 17.20, 20.00, 22.25
Háskólabíó 15.00, 18.10, 21.10
Eiðurinn 12
Myndin fjallar um atburðina árið 2010 á olíuborballi BP
olíufyrirtækisins á Mexíkóflóa, og það sem gerðist á síð-
ustu 48 tímunum áður en sprenging varð um borð með
þeim afleiðingum að 11 manns létu
lífið.
Metacritic 65/100
IMDb 7,6/10
Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.20
Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00,
22.20
Sambíóin Akureyri 20.00, 22.30
Sambíóin Keflavík 22.30
Deepwater Horizon 12
The Girl on the
Train 16
Metacritic 47/100
IMDb 6,8/10
Sambíóin Álfabakka 12.30,
15.00, 17.30, 20.00, 22.00,
22.30
Sambíóin Egilshöll 17.30,
20.00, 22.30
Sambíóin Kringlunni 21.30,
22.40
Sambíóin Akureyri 20.00,
22.30
Sambíóin Keflavík 20.00
Tristan und Isolde
Sambíóin Kringlunni 16.00
Skiptrace 12
Metacritic 50/100
IMDb 5,7/10
Sambíóin Egilshöll 15.10,
17.40, 20.00
Sully 12
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 74/100
IMDb 7,9/10
Sambíóin Álfabakka 17.50,
20.00, 22.00
Sambíóin Egilshöll 20.00,
22.10
Sambíóin Kringlunni 20.00
Middle School Laugarásbíó 14.00, 16.00,
18.00
Smárabíó 13.00, 15.20,
17.35
Borgarbíó Akureyri 15.40,
17.40
War dogs 16
Metacritic 57/100
IMDb 7,2/10
Sambíóin Álfabakka 20.00
Sambíóin Egilshöll 22.20
Pete’s Dragon
Bönnuð yngri en 6 ára.
Metacritic 71/100
IMDb 7,2/10
Sambíóin Álfabakka 12.40,
15.00
Sambíóin Egilshöll 13.00,
15.10
Don’t Breathe 16
Metacritic 71/100
IMDb 7,6/10
Smárabíó 22.40
Mechanic:
Resurrection 16
Metacritic 38/100
IMDb 5,8/10
Sambíóin Álfabakka 22.20
Heimili fröken
Peregrine fyrir
sérkennileg börn 12
Metacritic 53/100
IMDb 7,2/10
Laugarásbíó 14.00, 17.00,
20.00
Smárabíó 13.30, 14.00,
16.30, 17.00, 19.50, 22.40
Háskólabíó 15.10, 18.10,
21.00
Borgarbíó Akureyri 17.40,
22.20
Suicide Squad 12
Metacritic 40/100
IMDb 6,7/10
Sambíóin Álfabakka 17.20
Storkar
Laugarásbíó 14.00, 16.00
Sambíóin Álfabakka 12.00,
13.00, 14.00, 15.00, 16.00,
18.00, 20.00
Sambíóin Egilshöll 13.00,
14.00, 15.00, 16.00, 18.00
Sambíóin Kringlunni 12.00,
12.50, 14.00, 15.00, 16.00,
18.00
Sambíóin Akureyri 14.00,
16.00, 18.00
Sambíóin Keflavík 14.00,
16.00, 18.00
The Magnificent
Seven 12
Metacritic 54/100
IMDb 7,2/10
Laugarásbíó 18.00, 21.00,
22.30
Sambíóin Keflavík 22.30
Smárabíó 19.50, 22.20,
22.40
Borgarbíó Akureyri 20.00,
22.20
Leynilíf Gæludýra Metacritic 61/100
IMDb 6,7/10
Sambíóin Álfabakka 12.00,
14.00, 16.00, 18.00
Sambíóin Keflavík 14.00
Smárabíó 15.15
Robinson Crusoe IMDb 5,3/10
Sambíóin Álfabakka 13.40,
15.40
Sambíóin Egilshöll 13.00
Sambíóin Akureyri 14.00,
16.00
Sambíóin Keflavík 16.00
Níu líf Metacritic 11/100
IMDb 4,4/10
Smárabíó 13.00
Kvikmyndir
bíóhúsannambl.is/bio
– með morgunkaffinu