Morgunblaðið - 13.10.2016, Qupperneq 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2016
✝ Ólafur HaukurBaldvinsson
fæddist í Norð-
urgötu 53 á Akur-
eyri 2. desember
1950. Hann lést á
Kristnesspítala 4.
október 2016.
Ólafur var sonur
hjónanna Baldvins
Ólafssonar, f.
26.12. 1919, d. 6.2.
2015, og Maríu Ás-
grímsdóttur, f. 14.6. 1925, d. 9.6.
2009.
Systkini Ólafs eru Elsa, f. 25.6.
1954, og Hilmar, f. 12.2. 1958.
Kona hans er Emilía J. Ein-
arsdóttir, f. 26.3. 1960.
Þann 30.11. 1979 kvæntist
Ólafur Sigrúnu Jónsdóttur frá
Sólvangi, Fnjóskadal, f. 27.10.
1953. Börn þeirra eru: 1) Sólrún
María, f. 30.1. 1979, maki hennar
er Qussay Odeh, f. 5.8. 1980. 2)
sambúð vorið 1977 í Víðilundi
12 á Akureyri. Árið 1978 keyptu
þau sér íbúð í Oddeyrargötu 14
og fluttu síðar í Oddeyrargötu
32 þar sem þau bjuggu lengst
af. Árið 2006 fluttu þau frá
Akureyri og austur í Þingeyjar-
sveit, þar sem þau byggðu sér
bæinn Sólgarð í landi Sólvangs í
Fnjóskadal. Fljótlega eftir út-
skrift úr Tækniskólanum hóf
Ólafur störf hjá Akureyrarbæ
og vann lengst á tæknideild
bæjarins. Hann flutti sig um set
árið 2001 og fór að vinna hjá
Vegagerðinni á Akureyri þar
sem hann sinnti m.a. eftirliti
með vegaframkvæmdum í um-
dæminu, til að mynda austur í
Kelduhverfi og Vopnafirði.
Hann vann hjá Vegagerðinni til
ársins 2011 er hann lét af störf-
um vegna heilsubrests. Sínum
síðustu árum varði Ólafur
heima í Sólgarði þar sem hann
sinnti tilfallandi störfum og
naut félagsskapar fjölskyldu og
vina.
Útför Ólafs Hauks verður
gerð frá Akureyrarkirkju í dag,
13. október, kl. 13.30. Jarðsett
verður í Hálskirkjugarði.
Hafdís, f. 6.9. 1983,
gift Jóhanni Han-
sen, f. 18.6. 1977.
Börn þeirra eru Óli-
ver Rökkvi, f. 7.1.
2014, og Dögun
Tinna, f. 19.4. 2016.
Fyrir átti Jóhann
börnin Natan Birni,
f. 23.3. 1998, og
Dóróteu Maríu, f.
23.2. 2000. 3) Dag-
ný, f. 11.6. 1986.
Ólafur ólst upp á Eyrinni á
Akureyri, stundaði grunn-
skólanám í Oddeyrarskóla og
Barnaskóla Akureyrar. Á sumrin
var hann í sveit hjá afa sínum og
ömmu á Hálsi í Öxnadal. Einnig
stundaði Ólafur ýmis störf á Ak-
ureyri og eina vertíð var hann í
Norðursjó. Árið 1976 útskrifaðist
hann frá Tækniskóla Íslands sem
byggingatæknifræðingur.
Ólafur Haukur og Sigrún hófu
Elsku pabbi okkar er fallinn
frá, án hans verður lífið tómlegra.
Pabbi var einstakur maður, alltaf
fyndinn, glaður og góður. Hann
átti endalaust safn af einkenn-
andi frösum og töktum en hin
sérstaka orðnotkun hans var
kölluð Ólíska. Ólískan var til þess
gerð að fylla samveru okkar af
húmor og glaðværð. Bros hans og
hlátur voru honum svo eðlislæg
að þrjú heilaáföll fengu ekki máð
út. Fáir menn hefðu getað tekist
á við afleiðingar veikinda hans
með jafn léttri lund og hann.
Pabbi var félagslyndur og lét
sér annt um aðra. Á uppvaxtarár-
um okkar tóku vinir okkar og vin-
konur eftir því að pabbi var ávallt
tilbúinn að spjalla og sýndi sann-
an áhuga á því sem þau höfðu
fram að færa. Hann vildi heyra
frá öðrum, var ekki að tala um sig
eða berast á enda ekki hégóma-
gjarn maður. Það geta þeir vott-
að sem séð hafa til hans með
rauðu húfuna sína og í óreimuð-
um skónum. „Þetta er ekki svo
nauið,“ voru hans einkunnarorð.
Hugðarefni pabba voru enda-
laus. Hann hafði áhuga á fjall-
göngum, hreyfingu og útiveru,
skógrækt, fiskveiði, ljósmyndun
og bílum. Pabbi hafði svo gaman
af lífinu, var athafnasamur og
hlakkaði mikið til eftirlaunaár-
anna sem skyldu verða vel nýtt.
Því hugsaði hann vel um heilsuna
og var mjög hraustur. Í fjallgöng-
um lét hann engan skilja sig eftir
í brekkunum og sauðféð á fjalla-
brúnum Flateyjardals hefur
mörg haustin átt fótum sínum
fjör að launa er hann tók þátt í
göngum.
Pabbi var innilega góður og
réttsýnn. Hann var ekki sporlat-
ur og vildi allt fyrir alla gera.
Hann var iðulega fremstur í
flokki þegar einhverju þurfti að
redda. Við dæturnar nutum
greiðvikni hans eflaust allra best,
það er ekki lítið sem hann hefur
stutt við okkur með ráðum og
dáð.
Stolt hans af okkur var aug-
ljóst, við þurftum ekki að afreka
mikið til að vera snillingar í hans
augum. Fyrir tíma okkar hefð-
bundnu náms- og starfsafreka
gátu gönguferðir lítilla stelpna
upp að Hraunsvatni jafnast á við
sigra á Everest.
Pabba fannst þó hlutskipti sitt,
sem eini karlmaðurinn á heim-
ilinu, ekki alltaf létt. Hann skildi
oft lítið í darraðardansi dætranna
sem náði stundum slíkum hæðum
að hann mátti grípa til örþrifa-
ráða.
Einna lengst gekk hann þegar
hann hótaði aflýsingu jólahalds.
Aldrei gat hann þó staðið við hót-
anir sínar því allt vildi hann fyrir
okkur gera. Hann var fyrstur til
að hlæja að sjálfum sér eftir stór-
ar yfirlýsingar.
Okkur tekur það svo sárt hve
margir brandarar eru ósagðir,
hve mörg fjöll óklifin, hve margir
fiskar óveiddir í heiðarvötnum.
Barnabörn hans fá aldrei leikið
undir vökulum augum afa síns í
gróðurreit hans í Sólgarði.
Við ætlum þó að einbeita okk-
ur að því hvað við vorum heppnar
að vera aldar upp af þessum ein-
staka manni sem, ásamt mömmu,
gaf okkur ómetanlega samveru
fulla af gleði, húmor og óendan-
legum stuðningi. Hann var heitt
elskaður og hans verður sárt
saknað.
Sólrún María, Hafdís
og Dagný.
Það var alltaf gott veður á
Oddeyrinni um og upp úr miðri
síðustu öld. Veður var blítt á
sumrin, haustið kom alltaf á rétt-
um tíma og það snjóaði hraust-
lega á veturna. Rafmagni sló
reglulega út í kafaldsbyljum, full-
orðnum til ama, en krakkarnir
voru sáttir við rafmagnsleysið
sem á stundum varði býsna lengi.
Vor og haust ómaði Oddeyrin
stafnanna á milli þegar glaðlegir
krakkar fóru í boltaleiki. Á sumr-
in fóru nánast allir í sveit.
Uppvaxtartími okkar – og
frænda okkar sem nú hefur kvatt
hið jarðneska líf – var frjáls og
skemmtilegur. Við máttum vera
úti á kvöldin, berjast með tré-
sverðum og veiða á Togara-
bryggjunni. Jakahlaup var litið
hornauga enda stórhættulegt og
vírskotabogar voru almennt
gerðir upptækir af mæðrum okk-
ar.
Á þessum tíma voru ofin þau
bönd sem héldu og það var ekki
síst fyrir tilstuðlan Óla Hauks,
sem var ekki einungis náfrændi
okkar heldur trúnaðarvinur og
félagi. Glaðsinna og léttur í lund.
Göngugarpur. Margt var brallað
á áhyggjulausum æsku- og ung-
lingsárum og ekki síður þegar
fram liðu stundir og alvara lífsins
tók við. Aldrei var langt á milli
manna og einfalt að taka upp sím-
tól og ræða málin. Vandamál
voru ekki til en verkefni næg.
Kljáströnd sameinaði líka hópinn
á ýmsa lund og þar fór Óli Hauk-
ur fremstur í flokki um langa
hríð.
Og nú er Óli Haukur genginn á
vit feðra sinna, rétt að verða 66
ára. Það er hart sótt að hópnum
því fyrr á árinu lést Ólafur frændi
okkar Gunnarsson sem rétt náði
að verða 63 ára. Nokkur ár eru
liðin frá fyrsta áfallinu, sem
vissulega beygði Óla Hauk en
hann brotnaði ekki. Ekki heldur
þegar næsta áfall reið yfir en
jafnvel sterkustu eikur falla að
lokum.
Söknuður okkar er mikill og
sár en á þessari stundu er hugur
okkar og fjölskyldna með Sig-
rúnu og dætrum þeirra Óla
Hauks: Sólrúnu Maríu, Hafdísi
og Dagnýju. Samstaða þeirra og
umhyggja fyrir honum frænda
okkar í veikindum hans var ein-
læg og falleg.
Áskell Þórisson, Ólafur
Haraldsson, Sigurður
Vigfússon og fjölskyldur.
Óli Haukur frændi minn og
vinur hefur kvatt þessa jarðvist
eftir hetjulega baráttu við erfiðan
sjúkdóm. Nú hvarflar hugurinn
aftur í tímann á norðanverða
Oddeyrina á Akureyri sem var að
byggjast upp um miðja síðustu
öld. Foreldrar okkar Óla byggðu
nyrsta hús við Reynivelli þangað
sem fjölskyldurnar tvær fluttu
inn sumarið 1951 hvor á sína
hæðina, Óli um hálfs árs, ég ögn
yngri. Þarna bundust vináttu-
bönd, sennilega þau fyrstu okkar
beggja. Stök minningabrot koma
fram í hugann frá þessum fyrstu
árum. Elsta minningin er senni-
lega þegar við stóðum fyrir fram-
an húsið einn morgun og stóri
vörubíllinn hans Óla var horfinn
af lóðinni. Ég man tilfinninguna
og af henni að dæma var atburð-
urinn grafalvarlegur og ógnvæn-
legur – einhver hafði tekið bílinn
og ekki skilað honum aftur! Við
lærðum nýtt hugtak, að stela, og
veröldin varð ekki söm. Óli gekk í
svefni og þá lá leiðin upp til að
leika. Að hann ætlaði sér upp var
ofur eðlilegt, en að ganga og tala í
svefni var hetjudáð sem mér
gekk ekki að leika eftir.
Skapgerðareinkenni Óla voru
létt lund, jafnaðargeð og æðru-
leysi, það var alla tíð stutt í hlát-
ur, bros eða góðlátlegt glott.
Þessi einkenni komu snemma
fram, atburður lifir í minni sem
segir mér það. Óli var að fara í
sveitina, mér var ljóst að fyrir
mig þýddi það að enginn var til að
leika við og var hreint ekki sátt.
Óli kom upp til að kveðja – bros-
andi. Þá var mér nóg boðið, vatt
mér að honum og klóraði á kinn-
ina, það var kveðjan og menjar
sem hann hafði með sér í sveitina
það sumarið. Þarna strax kom
fram geðprýði Óla, hann sá ekki
ástæðu til ásakana, að greiða fyr-
ir í sömu mynt eða að ræða málið
frekar.
Æðruleysið kom svo ljóslega
fram eftir fyrsta áfallið sem
tengdist veikindum Óla og
breytti lífi hans, hið góða skap-
lyndi varð enn augljósara á þess-
um erfiðu tímum og Óli tók með-
vitaða ákvörðun um að láta
erfiðleikana hvorki einkenna sig
né buga.
Óla lynti vel við fólk og lét sig
varða sigra og sorgir vina og ætt-
ingja. Hann var áberandi ein-
staklingur í stórfjölskyldunni
sem kennir sig við Kljáströnd og
skilur þar eftir stórt skarð.
Hugurinn er nú hjá Sigrúnu,
Sólrúnu Maríu, Hafdísi, Dagnýju
og fjölskyldum þeirra. Þær stóðu
saman eins og klettar og gerðu
Óla Hauki lífið eins bærilegt og
kostur var síðustu mánuðina,
með þeim átti hann gott líf svo
lengi sem varði.
Halldóra Haraldsdóttir.
Ólafur Haukur Baldvinsson
var handhafi félagsskírteinis
númer tvö í mjög sérstöku félagi
þar sem hámarksfjöldi fé-
lagsmanna var sjö. Við vorum
nefnilega svilar og eins og nærri
má geta er oft mikið umleikis
þegar stór og skemmtileg fjöl-
skylda kemur saman. Samt
ákváðu félagsmenn að þeir hefðu
ekki nema gott af því að vera eina
helgi utan þjónustusvæðis og
skipulögðu í því skyni sameigin-
lega veiðiferð á Skagaheiði árið
2001. Ferðin heppnaðist vel,
þrátt fyrir ýmsar óvæntar uppá-
komur, og þaðan í frá höfum við
svilarnir farið árlega í veiðiferð,
oftast á Skagaheiði, enda aldrei
komið fisklausir þaðan, en stund-
um á Arnarvatnsheiði og víðar.
Síðar stofnuðum við formlegt
veiðifélag um þessar ferðir, Frið-
þjóf, veiðifélag, og einum „utan-
félagsmanni“ bætt í hópinn.
Óli, eins og hann var alltaf kall-
aður, naut sín heldur betur í
þessum ferðum og skemmti sér
vel, sérstaklega á Skagaheiðinni.
Í veiðiferðum var hann jafnan
vélstjóri og stýrimaður á báti fé-
lagsins sem við keyptum af föður
hans og var Óli því bátnum vel
kunnugur. Hann var góður veiði-
maður og ágætlega fiskinn enda
hafði hann lengi stundað stang-
veiði á ám og vötnum og skak
með föður sínum frá Kljáströnd
og miðlaði óspart af reynslu sinni
í þeim efnum. Í þessum veiðiferð-
um okkar svilanna kom vel fram
hvað Óli var kvikur í spori því yf-
irferð hans um svæðið á tveimur
jafnfljótum var með ólíkindum.
Hann var líkamlega hraustur og
þar sem hann var svo sporléttur
þótti hann ómissandi gangna-
maður á Flateyjardalsheiði á
haustin þar sem hann var fastur
gangnamaður til fjölda ára og
einnig á Gönguskarði og Hólsdal.
Hann var menntaður tækni-
fræðingur og vann lengst af hjá
Akureyrarbæ og svo hin síðari ár
hjá Vegagerð ríkisins þar sem
hann þurfti oft að aka langar leið-
ir eins og þegar verið var að
leggja nýjan veg um Hófaskarð
og í Vopnafirði. Við nutum því
líka góðs af verklegri þekkingu
hans, iðjusemi og eðlislægri
greiðvikni, m.a. við smíði og við-
hald á sumarhúsi í eigu systranna
í Sólvangi.
Óli var alltaf ljúfur í umgengni,
kátur og hress og sparaði síst
brosið. Hann hafði áhuga á
mörgu og gaman af að velta ýmsu
fyrir sér og ræða. Þrátt fyrir að
vera mikill keppnismaður að upp-
lagi gat hann samt gert grín að
sjálfum sér ef hann ekki náði
settu marki og hló t.a.m. manna
mest ef hann veiddi þann minnsta
á Skagaheiðinni.
Óla er sárt saknað úr þessum
góða hópi. Við svilar hans og
veiðifélagar kveðjum í dag góðan
vin og félaga með djúpri þökk
fyrir góð og gefandi kynni. Sig-
rúnu, dætrum þeirra, tengdason-
um og barnabörnum sendum við
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
F.h. Friðþjófs, veiðifélags,
Birgir Jónasson,
Magnús Skúlason,
Óskar H. Albertsson.
Það má segja að fjölskyldurn-
ar tvær í Rauða húsinu og Odd-
eyrargötu 32 hafi farið samferða
gegnum lífið. Þær eru ótalmarg-
ar sólskinsminningarnar úr barn-
æskunni sem tengjast samveru
með Sigrúnu, Óla og stelpunum.
Allar sumarbústaðarferðirnar,
helgarheimsóknir, sveitaferðir,
leikir í snjóskafli eða úti í garði,
gleði, læti og dramatík eins og
gengur hjá börnum. Pabbi og Óli
að hjálpast að í viðhaldsverkum,
spjallandi um alla heima og
geima, við borðið í sumarbú-
staðnum við spil eða í útilegu með
bjórdós og á trúnó. Við börnin
höfum í gegnum áratugina séð
vináttu foreldra okkar vaxa og
þroskast í gegnum lífsins amstur,
og lært að sönn vinátta fellur
aldrei úr gildi, hún stendur líka af
sér áföll og erfiðleika og gefur
gleði þrátt fyrir breytingar.
Óli var mjög gamansamur og
alltaf stutt í grínið hjá honum.
Hann hafði jafnan uppi hina
ýmsu frasa sem voru misskiljan-
legir fyrir ung eyru. Það voru
vonbrigði að komast að því að
Abu Garcia var ekki danska held-
ur stangveiðivörumerki en gott
að vita að den korteste vej þýddi
um það bil það sem við héldum.
Óli var mikill útivistarmaður og
forystusauður þegar kom að
gönguferðum og það var sama
hvar við komum, alltaf skyldi Óli
upp á hæsta nálæga topp að
kanna aðstæður. Í minningunni
er hann langt á undan hópnum en
hverfur aldrei sjónum vegna
rauðu húfunnar. Og eins og sönn-
um alfamanni sæmdi átti hann
líka til að merkja sér þær leiðir
sem við fórum á ferðum okkar
um landið, helst á miðjum vegi
frekar en í vegkantinum.
Óli var ríkur af konum og hann
tók alvarlega það verkefni að
vernda þær og leiðbeina, hann
passaði vel upp á dætur sínar.
Dagný! Dagný! var orð sem oft
hljómaði frá Óla enda var hann í
fullu starfi að koma í veg fyrir að
yngsta dóttirin kæmi sér í voða.
Hann var náinn dætrum sínum
og ræktaði sambandið við þær
þótt oft væru höf eða heimsálfur
á milli. En þrátt fyrir þessa nánd
var ekki hægt að segja að Óli öðl-
aðist nokkurn tíma skilning á
konum. Hann átti til að leita til
pabba um ráð eða jafnvel okkar
systranna þegar við vorum
komnar á unglingsaldur, og klór-
aði sér hissa í hausnum þegar við
höfðum ekki svörin við ráðgát-
unni. Það átti eftir að koma sér
vel fyrir Óla að eiga þessar
kjarnakonur að.
Veikindi Óla settu strik í
reikninginn síðustu árin, en góðu
stundunum fækkaði samt ekki og
það eru minnisstæðar gönguferð-
irnar með honum og pabba við
sólarlag í Krossavík, sólskinsdag-
inn upp við Langavatn í Borgar-
firði og yndislega kvöldstund á
Kljáströnd. Það var dýrmætt að
upplifa stoltið og gleðina sem
fyllti hann þegar nafni hans litli
kom í heiminn, óskadrengurinn
sem hann hafði lengi beðið eftir.
Óliver Rökkvi mun búa að þeirri
ást og alúð sem hann fékk frá afa
sínum alla tíð. Og nú er Óli farinn
og upp í það skarð verður ekki
fyllt. En við hin munum líta eftir
konunum hans.
Elsku Sigrún, Sólrún, Hafdís
og Dagný, minningarnar lifa og
við munum með ykkur.
Tryggvi Már, Sigrún Ella
og Fanný Rut Meldal.
Nú er hann Óli mágur minn
horfinn á braut, mikið óskaplega
er það sorglegt og undarlegt. Óli
skilur eftir sig margar góðar
minningar en lífsgleði hans og
glaðlegt viðmót er það sem fyrst
kemur upp í hugann. Hann var
alltaf boðinn og búinn í alla að-
stoð og hafði einlægan áhuga á
viðfangsefnum okkar samferða-
fólks hans. Hann var mikill úti-
vistar- og göngumaður og göngu-
ferð okkar á Straumnesfjall
sumarið 2008 mun aldrei gleym-
ast en þar naut Óli sín sérlega
vel, við þurftum aðeins að vera í
kappi við tímann til að ná bát til
baka til Ísafjarðar og það var
ekki til að skemma ferðina. Hon-
um þótti ekki slæmt að vera í smá
keppni. Betri og skemmtilegri
göngufélaga hefði ekki verið
hægt að hugsa sér og að hafa
fengið að vera samferða honum
hluta lífsgöngunnar gerir líf okk-
ar sannarlega ríkara. Elsku Sig-
rún, Sólrún, Hafdís, Dagný, afa-
börn, fjölskylda og vinir. Megi
minning um góðan mann styrkja í
sorginni.
Steinunn Harpa Jónsdóttir.
Góð vinátta er ekki sjálfgefin.
Við hjónin eigum góða vini, þar á
meðal Sigrúnu og Óla. Ég var á
leið til vinnu þegar ég fékk þær
fréttir að Óli hefði látist um nótt-
ina. Ég hafði beðið þessarar
fregnar í nokkra daga en alltaf er
maður óviðbúinn. Í vinnunni
kveikti ég á útvarpinu, Johnny
Cash var að syngja. Ég hlustaði á
lagið til enda. Þetta var eins og
hinsta kveðja frá Óla. Vinátta
okkar Óla hófst 1976 en kærustur
okkar voru frænkur. Óli lifði við
mikið kvennaríki, átti þrjár stelp-
ur með Sigrúnu sinni. Oftar en
ekki enduðu sundferðir á laugar-
dögum í Oddeyrargötunni með
viðkomu í bakaríi. Ótal ferðir
fóru fjölskyldur okkar saman í
sumarbústaði hingað og þangað
um landið, þá síðustu í fyrrasum-
ar. Óli var mikið náttúrubarn,
hafði gaman af veiði og göngu um
náttúruna, átti snjósleða og jeppa
til að koma sér á fáfarnar slóðir.
Um fertugt komu þau hjón mér
af stað í gönguferðir. Fyrsta ferð-
in var Þorvaldsdalsskokkið þar
sem Óli spanaði af stað og ég
hökti á eftir. Óli var mikill keppn-
ismaður. Eftir fjórar slíkar göng-
ur á jafnmörgum árum var Óli
búinn að bæta tíma sinn verulega
en ég búinn að bæta verulega við.
Ákvað ég að hætta að tefja fyrir
starfsmönnum skokksins en Óli
fór einhver ár í viðbót, enda
þurfti ekki að bíða eftir honum.
Svo komu löngu göngurnar,
Lónsöræfin, Hornstrandir,
Ólafur Haukur
Baldvinsson
Útfarar- og lögfræðiþjónusta
Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Snævar Jón Andrésson
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Við önnumst alla þætti
undirbúnings og framkvæmd
útfarar ásamt vinnu við dánar-
bússkiptin. Við þjónum með
virðingu og umhyggju að
leiðarljósi og af faglegum metnaði.