Morgunblaðið - 13.10.2016, Síða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2016
✝ Ágústa FanneyGuðmundsdótt-
ir fæddist í Syðri-
Úlfsstaðahjáleigu,
Austur-Landeyjum,
26. ágúst 1935.
Hún andaðist á
Hjúkrunarheim-
ilinu Eiri 28. sept-
ember 2016.
Foreldrar henn-
ar voru Guðmund-
ur Guðmundsson,
bóndi í Skipagerði, Vestur-
Landeyjum, f. 13 júní 1897, d.
20. desember 1975, og Guðleif
Gunnarsdóttir húsfreyja, f. 18.
nóvember 1901, d. 20. desem-
ber 1985. Ágústa var yngst
systkina sinna en þau eru:
Gunnar Guðmundsson, fyrrum
bóndi í Vatnskoti í Þykkvabæ,
f. 1933, og Matthías Guðmunds-
son, fyrrum verkamaður í
Kópavogi, f. 1934. Þann 27.
desember 1963 giftist Ágústa
lífsförunaut sínum Gunnlaugi
Þórhallssyni verslunarstjóra
frá Grenivík, f. 12. maí 1931.
Gunnlaugur er sonur hjónanna
skólanemi, f. 1994, sambýlis-
kona Guðmundar er Dagbjört
Margrét Pálsdóttir viðskipta-
fræðingur MBA, f. 1979, og á
hún tvo syni.
Ágústa Fanney hlaut sína
grunnmenntun í farskóla og fór
síðan 16 ára í húsmæðraskóla í
Hveragerði, síðan sá hún um
heimili foreldra sinna í Skipa-
gerði að mestu næstu tvö árin
meðan móðir hennar glímdi við
erfið veikindi. Í framhaldi af
því starfaði hún við fiskvinnslu
í Keflavík þar sem hún kynntist
eiginmanni sínum Gunnlaugi
sem þá starfaði við bygginga-
vinnu á flugvellinum. Þau opin-
beruðu 12. maí 1956. Fyrstu ár-
in bjuggu þau á ýmsum stöðum
þar til þau eignuðust sína
fyrstu íbúð í Njörvasundi í
Reykjavík, en lengst af hafa
þau búið í Urriðakvísl þar sem
Gunnlaugur býr enn. Ágústa
var heimavinnandi húsmóðir en
starfaði einnig við skúringar
og verslunarstörf hjá KRON
með eiginmanni sínum sem var
verslunarstjóri þar. Síðar að-
stoðaði hún við barnagæslu og
heimilisstörf hjá fjölskyldu í
Reykjavík.
Útför Ágústu fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 13. októ-
ber 2016, og hefst athöfnin
klukkan 13.
Þórhalls Gunn-
laugssonar bónda á
Finnastöðum og
Vigdísar Þorsteins-
dóttur húsmóður.
Ágústa og Gunn-
laugur eignuðust
tvö börn en þau
eru: 1)Vigdís Arn-
heiður
lífeindafræðingur,
f. 1957, gift Guð-
mundi Inga Gísla-
syni húsasmíðameistara, f.
1955. Börn þeirra eru: a) Valur
verkfræðingur, f. 1980, kvænt-
ur Emely Lawson ljósmóður, f.
1981, og eiga þau tvo syni. b)
Fanney lyfjafræðingur, f. 1985,
sambýlismaður Ólafur Garðar
Halldórsson hagfræðingur, f.
1984, og á hann einn son. c)
Haukur háskólanemi, f. 1994.
2) Guðmundur Leifur húsa-
smíðameistari, f. 1961, og á
hann tvö börn með fyrrverandi
eiginkonu, Helgu Sigurð-
ardóttur, f. 1965. Börn þeirra
eru: a) Júlía háskólanemi, f.
1992. b) Gunnlaugur há-
Nú ertu horfin á vit feðra
þinna, elsku mamma mín, sakna
ég þín mikið þó svo að þú hafir
verið farin að sumu leyti fyrir
nokkrum árum þegar gleymska
hugans tók völdin, en minning-
arnar lifa.
Betri móður hefði ég ekki
getað átt, við vorum líka svo
nánar og góðar vinkonur og
ekki leiddist mér það, er ég var
stundum spurð að því hvort við
værum systur þegar við vorum
saman, því ég var svo stolt af
því að eiga svona fallega og
unglega mömmu.
Þú varst svo ljúf og góð, allt-
af að hugsa um aðra, aldrei man
ég eftir því að ekki hafi verið til
bakkelsi heima, jólakaka,
hjónabandssæla, kleinur og
annað góðgæti þó svo að þú
mættir ekki gæða þér á þessu
sjálf.
Seinna varstu alltaf tilbúin að
gæta barnabarna þinna þegar
eftir því var falast.
Við fjölskyldan vorum svo
lánsöm að búa í sama hverfi og
þið pabbi í hartnær 30 ár og
komst þú mjög oft við hjá okkur
í þínum daglegu gönguferðum.
Þú varst mjög heimakær og
naust þess að stjana við okkur
og dunda þér við ýmsa handa-
vinnu en verkin léku í höndum
þér, t.d. prjónaðirðu ófáar lopa-
peysur (prjónaðir um tíma fyrir
Handprjónasambandið), svo átt-
irðu prjónavél sem þú notaðir
stundum, stundaðir útsaum og
saumaðir flíkur, eins og fyrir
fermingu mína þá dugði ekki að
sauma eitt dress á mig heldur
fékk ég tvö ásamt æðislegri
kápu, ekki kunni ég nú alltaf að
meta það hversu dugleg þú varst
að sauma á mig allskonar tísku-
flíkur því á unglingsárunum vildi
ég helst keyptar búðarflíkur eins
og vinkonurnar fengu.
Seinna meir þegar ég var sjálf
komin með börn þá þótti mér af-
skaplega vænt um það þegar þú
færðir þeim handunnin föt og er
skírnarkjóllinn sem þú prjónaðir
á frumburð minn fyrir 35 árum
ennþá til og orðinn einskonar
ættargripur.
Sveitin þín í Skipagerði, Vest-
ur- Landeyjum, var þér alltaf
kær en þangað vorum við systk-
inin send í sveit nokkur sumur
til afa og ömmu og á ég kærar
og ljúfar minningar þaðan.
Þegar ég var barn þá signdir
þú mig oftast fyrir háttinn og
fórst með faðirvorið og kvöld-
bæn sem er við hæfi að kveðja
þig með.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson)
Hvíl í friði, mamma mín, ég
mun alltaf elska þig og varðveita
minningu þína í hjarta mér.
Vigdís Arnheiður.
Ég man vel eftir á bernskuár-
unum þegar ég fór reglulega í
hjólatúr um hverfið. Oftar en
ekki þá endaði ferðin með heim-
sókn til afa og ömmu þar sem
alltaf var vel tekið á móti mér.
Ég og amma settumst niður
og það var alltaf eitthvað gott að
narta í.
Við spjölluðum um ýmislegt,
oft fékk ég að heyra um uppeldi
hennar í Landeyjunum, sem mér
þótti alltaf áhugavert og ég svar-
aði mörgum spurningum um vel-
líðan allra í minni fjölskyldu.
Þegar ég var á leið heim þá
kom amma út með mér, veifaði
bless og bað mig að fara varlega
á leiðinni heim. Síðar flutti ég til
útlanda og við sáumst sjaldnar
en alltaf þótti mér gaman að
koma við þegar ég var á landinu.
Ég var mjög dapur þegar ég
frétti að hún hefði veikst og sér-
staklega vegna þess að ég bjó er-
lendis og sá hana sjaldan. Hvar
sem ég er hef ég þó alltaf hlýjar
minningar liðinna tíma.
Hún amma mín var mér kær
og ég hugsa oft um þá góðu tíma
sem við áttum saman. Hún var
einstaklega góðhjörtuð persóna
og mat fjölskylduna mikils. Ég
er heppin að hafa haft slíka
ömmu.
Valur.
Elsku amma mín.
Þú varst svo falleg bæði að
innan sem utan og eins góðhjört-
uð og hlýleg og hægt er að vera.
Ég álít mig heppna að hafa átt
þig að sem ömmu mína og ég
minnist þín með hlýhug og þakk-
læti fyrir allt það sem þú hefur
kennt mér og ég þakka þér fyrir
allt sem þú hefur gert fyrir mig.
Þegar ég hugsa til þín þá minn-
ist ég þess meðal annars þegar
við bökuðum kanilsnúða saman,
fórum í göngutúra og tíndum
blóm, þegar þú fórst með fað-
irvor fyrir mig áður en ég fór að
sofa og aðfangadaganna sem
voru hjá þér og afa ásamt mun
fleiri stundum sem við áttum
saman. Ég minnist þess hve
góða nærveru þú hafðir, hve fal-
legt og blíðlegt bros þitt var og
hversu mikla umhyggju þú sýnd-
ir öllum í kringum þig. Ég man
hve mikið ég leit upp til þín á
yngri árunum því fyrir mér
varstu stórglæsileg og ein af
mínum fyrirmyndum í gegnum
lífið.
Elsku amma mín, megi Guð
geyma þig og varðveita.
Júlía Guðmundsdóttir.
Í dag fylgjum við þér, elsku
amma mín, til grafar og langar
mig að minnast þín í nokkrum
orðum.
Þú varst ein hjartahlýjasta
manneskja sem ég hef kynnst og
svo rosalega falleg bæði að innan
og utan. Þér var alltaf svo um-
hugað um aðra og hugsaðir svo
vel um alla. Þú varst rosalega
myndarleg í eldhúsinu, alltaf að
baka þrátt fyrir að þú mættir
ekki borða bakkelsið sjálf.
Þegar ég var lítil stelpa fannst
mér svo notalegt að gista hjá þér
og afa. Þú útbjóst alltaf kvöld-
snarl handa mér, bjóst um rúmið
sem var sem næst ykkar rúmi,
fórst með bænir með mér og
signdir mig svo.
Þú tókst þér alltaf góðan
göngutúr á daginn og komst oft í
heimsókn
til okkar krakkanna þegar við
vorum ein heima. Gafst okkur að
borða og tókst úr uppþvottavél-
inni. Í þessum gönguferðum
tíndir þú oft jurtir sem þú not-
aðir í te ef einhver var með kvef.
Við vorum svo nánar og það
var mér mjög erfitt þegar þú
veiktist. Þrátt fyrir veikindin
varstu alltaf svo góð og talaðir
fallega til allra og um alla og
sagðir svo Guð blessi þig. Það
var ekki annað hægt en að líka
vel við þig og líða vel í návist
þinni.
Mamma sagði mér einu sinni
hjartnæma sögu um hvað nafnið
Fanney var í miklu uppáhaldi
hjá þér og þér þótti svo leitt að
það væri nánast aldrei notað og
var ég þess vegna skírð í höfuðið
á þér en aðeins seinna nafninu
þínu. Eftir þessa sögu kunni ég
ennþá betur að meta nafn mitt
og gæti ég ekki hugsað mér að
heita eitthvað annað.
Þú settir fjölskylduna alltaf í
fyrsta sæti. Ég elska þig, amma
mín.
Ég vona að þú sért komin á
góðan stað. Guð blessi þig.
Þitt barnabarn,
Fanney.
Hversvegna er leiknum lokið?
Ég leita en finn ekki svar.
Ég finn hjá mér þörf til að þakka
þetta sem eitt sinn var.
(Starri í Garði)
Við fjölskyldan áttum því láni
að fagna á haustdögum 1993 að
Ágústa kom til okkar. Með hlýju,
kærleika, umhyggju, jákvæðni
og einstöku umburðarlyndi vann
hún hug og hjörtu okkar allra.
Verkefnin mörg, börn, vinir og
kettir. Að baka jólaköku með
börnunum, fylgja og sækja í
skólann, kettir alltaf með líkt og
lífverðir, ótal margt annað sem
geymt er í minningunni.
Eftir tíu ár tóku önnur verk
við en vináttan og trygglyndið
hélst. Ávallt spurði hún um
börnin og svo bættust við
tengdabörn og barnabörn. Þetta
gladdi hana sem hennar eigin
börn væru.
Eitt sinn sagði Gulli, maður-
inn hennar: „Ágústa er falleg-
asta kona sem ég hef séð.“ Orð
að sönnu, glæsileg var hún svo
eftir var tekið og hjartahlý. Við
hjónin og börnin sendum Gulla
og fjölskyldu okkar dýpstu sam-
úðarkveðjur um leið og við þökk-
um samfylgdina.
Sveinbjörg (Dista).
Ágústa Fanney
Guðmundsdóttir
✝ Guðný BjörgGísladóttir var
fædd á Eskifirði 9.
október 1928. Hún
lést á Heilbrigð-
isstofnun Vest-
mannaeyja 7. októ-
ber 2016.
Foreldrar Guð-
nýjar voru Gísli
Jónsson, f. 15.7.
1896, d. 30.3. 1960,
og Jóna Ingibjörg Einarsdóttir,
f. 11.2. 1907, d. 16.11. 1978.
Guðný var önnur í röðinni af
sjö systkinum. Elstur var Jón
Þorbergur, f. 6.9. 1927, d. 26.1.
1991. Á eftir Guðnýju komu:
Sigrún, f. 22.5. 1930, d. 20.4.
2010, Einar Haraldur, f. 22.6.
1932, Halldór Kristinn, f. 7.10.
1934, d. 1.4. 2014, Oddný, f. 8.5.
1936, og Bjarki, f. 27.2. 1938.
Guðný giftist Sigurði Val-
geiri Sveinssyni frá Reykjavík,
f. 10.2. 1930, d. 17.4. 2003.
Guðný og Valgeir áttu saman
tólf börn og að auki eina fóst-
Gísli, f. 1957.
Jón, f. 1959. Maki Þórdís Er-
lingsdóttir. Börn þeirra eru:
Agnar Mar, f. 11.11. 1982, d.
26.9. 1985. Hersir Mar, Alex-
ander Örn, f. 19.3. 1990, d.
16.4. 1995, og Ívar Örn.
Elín Perla, f. 1961. Börn
hennar eru: Aron Poul, Kamilla
Towe og Sara María.
Valgeir, f. 1962. Börn hans
eru: Andri Fannar og Sesselja
Líf.
Íris, f. 1963. Börn hennar
eru: Anna María, Elsa Valdís,
Bjarni Jón og fóstursonur
Gunnar.
Kristinn Bjarki, f. 1966. Maki
Þórunn Rúnarsdóttir. Börn
þeirra eru: Sveinn Ágúst, Dani-
el Andri, Sigdór Yngvi og Ind-
íana Guðný.
Anna María, f. 1968. Börn
hennar eru: Sævar Þór, Mardís
Ögn og Baldur Bragi.
Fósturdóttir: Sigfríður Kon-
ráðsdóttir, f. 1964. Maki Val-
geir Ólafur Kolbeinsson. Börn
þeirra eru: Kolbeinn og Guðný.
Barnabarnabörn Guðnýjar
og Valgeirs eru orðin 35 talsins
og eitt barnabarnabarnabarn.
Útför hennar fer fram frá
Landakirkju í Vestmannaeyjum
í dag, 13. október 2016, kl. 14.
urdóttur til nokk-
urra ára.
Börn Guðnýjar
og Valgeirs eru:
Bjarney Jóna, f.
1950. Maki Björn
Jóhann Guðjohn-
sen. Börn hennar
eru: Valgeir Yngvi
og Fanney Jóna.
Sveinn Rúnar, f.
1951. Maki Þóra
Guðjónsdóttir. Börn þeirra eru:
Nökkvi, Guðjón Emil, drengur,
f. 6.11. 1980, d. sama dag, og
Leó Snær.
Drengur, f. 6.10. 1952, d.
sama dag.
Ingibjörg Soffía, f. 1954.
Börn hennar eru: Aðalheiður
Ósk, stúlka skírð Guðný Björg,
f. 1974, d. 1974, Guðný Björg,
Inga Rún og Antje Valgerður.
Elsa, f. 1955. Maki Guð-
mundur Guðlaugsson. Börn
þeirra eru: Stúlka, f. 1973, d.
sama dag. Birkir Ívar og Þórey
Friðrikka.
Elsku mamma.
Einhvern veginn í minni
barnslegu trú fannst mér að þú
yrðir alltaf hérna hjá okkur. Því
þú varst jú kletturinn okkar allra
eða eins og sumir sögðu lands-
móðirin mikla, sem er hverju orði
sannara enda áttir þú 12 börn á
18 árum. Og allir vinir okkar,
sem ekki voru fáir, þurftu jú sitt
pláss sem alltaf var til staðar hjá
þér.
Þó svo að vinnudagarnir væru
langir og erfiðir var það ótrúlegt
að þú skiptir aldrei skapi.
Margar minningar á ég um
þig, eins og þessa um ykkur
ekkjurnar þrjár. Þig, Friðrikku
og Ásu. Það var gaman þegar þið
hittust og settuð góða tónlist á
fóninn, svo sem Villa Vill og
Creedens …, alveg yndislegar og
smá konna með. Þá komuð þið
með þessa dásamlegu setningu:
Skál fyrir lifendum og dauð-
um.
Elska þig, mamma mín.
Anna María.
Þær eru ótalmargar minning-
arnar af þér á Helgafellsbraut-
inni. Þetta stóra hús var nánast
undantekningarlaust fjölmennt
af skemmtilegum frændum og
frænkum og mikið líf og fjör. Í
þessu stóra húsi og í þessu fjöl-
menni var auðvelt að láta sig
hverfa í eitthvert horna hússins
og bardúsa og fikta við eitthvað
skemmtilegt. Alltaf endaði það
án stórslysa þó svo að oftast hafi
hurð skollið nærri hælum.
Eftir því sem árin líða fjölgar
minningunum. Jafnvel þótt erf-
iðara hafi orðið að láta sig hverfa
í eitthvert hornið, vegna eftirlits,
fækkaði prakkarastrikunum
ekki. Við munum eftir kúreka- og
indíánaleikjunum þegar ösku-
bakkinn var notaður sem eld-
stæði til að senda alvöru reyk-
merki að hætti indíána. Við
munum eftir silkirúmteppinu
sem var orðið gagnslitið eftir
sleðaferðir niður tröppurnar og
allar stytturnar sem brotnuðu
við hamaganginn. Við munum
eftir öllum lundapysjunum sem
við náðum og voru geymdar hjá
þér, sjaldnast sóttar af okkur en
alltaf sleppt.
Þrátt fyrir prakkarastrikin og
eflaust mikið umstang í kringum
okkur er okkar helsta og besta
minning um þig sú að Helgafells-
brautin var eins konar „stikkfrí“
fyrir okkur frændurna. Á barns-
aldri var þetta staður til að koma
og kvarta yfir foreldrunum og á
okkur var hlustað með athygli,
skilningi og brosi. Seinna varð
þetta staður til þess að koma á og
fylgjast með yngstu systkinum
foreldra okkar, læra skemmti-
lega hluti, nokkrum árum of
snemma, hlusta á nýjustu tónlist-
ina og hafa gaman. Á unglingsár-
unum varð Helgafellsbrautin
staður þar sem við gátum komið
og látið gera við skyrtur eftir
brölt helgarinnar.
Umfram allt var Helgafells-
brautin skemmtilegur og spenn-
andi staður til að koma á, alltaf
líf, alltaf fjör og alltaf vel hugsað
um okkur. Eins og þú sagðir svo
oft var þetta bara yndislegt.
Elsku Guðný amma, takk fyrir
alla umhyggjusemina. Takk fyrir
að leyfa okkur að vera prakkarar
án þess að skamma okkur – of
mikið. Takk fyrir öll blíðu brosin
og góðu orðin. Takk fyrir að vera
yndisleg. Takk fyrir að vera
amma okkar.
Birkir Ívar, Guðjón
Emil og Valgeir Yngvi.
Elsku langamma, takk fyrir að
vera alltaf svona yndisleg og góð
við alla í kringum þig. Elska þig
endalaust og sakna þín. Megir þú
hvíla í friði.
Jesú Kristur, ég kem til þín.
Kær þú komst að vitja mín.
Í sátt ég þér mína sálu ber,
úr sefa fólksins ég aldrei fer.
Glaður inn um hið gyllta hlið,
Guð mér færi eilífan frið.
Ég fegin mínu fegursta skarta,
frjáls, þið berið öll mitt hjarta.
Adela Björt Birkisdóttir.
Guðný Björg
Gísladóttir
Elskulegur sonur og bróðir,
JÓN PÁLL BLÖNDAL SIGURÐSSON,
Stafholtsey,
verður jarðsunginn frá Reykholtskirkju
laugardaginn 15. október klukkan 13.
.
Sigríður Blöndal,
Jóhanna Sigurðardóttir,
Pálfríður Sigurðardóttir
og fjölskylda.
Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar
eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu,
KATRÍNAR RÓSAMUNDU
FRIÐRIKSDÓTTUR
hjúkrunarfræðings,
Hamarstíg 1, Akureyri.
Bestu þakkir fær starfsfólk heimahlynningar á Akureyri
og starfsfólk Sjúkrahússins á Akureyri. Minningin lifir.
Fyrir hönd aðstandenda,
.
Franz Árnason,
Sigríður Rut Franzdóttir, Leifur Reynisson,
Davíð Brynjar Franzson, Alexandra Suppes,
barnabörn og aðrir aðstandendur.