Morgunblaðið - 13.10.2016, Page 39
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2016
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Mannskaðaveður sem gekk yfir Ís-
land 9. apríl árið 1963 er sögusvið
heimildarmyndarinnar Brotið sem
komin er til sýninga í Bíó Paradís.
Sextán sjómenn létust þennan ör-
lagaríka dag en myndin hverfist um
samfélagið á Dalvík, en þaðan voru
sjö af þeim sem fórust.
Hugmyndin að heimildarmynd-
inni kviknaði hjá Hauki Sigvaldasyni
en faðir hans, Sigvaldi Stefánsson,
var einn þeirra sem fórust ásamt
Gunnari, bróður Sigvalda. „Upphaf-
ið var það að maður vildi vita meira
um pabba sinn, því ég var rétt fimm
ára þegar þessi atburður átti sér
stað. Ég á óljósar minningar um karl
föður minn. Á þessum tíma voru
þessir hlutir ekkert ræddir. Litið
var á þetta sem fórnarkostnað sem
sjávarsamfélög landsins þurftu að
greiða í þessari mynd,“ segir Hauk-
ur.
Myndin er byggð upp með við-
tölum við þá sem sluppu úr þessum
hildarleik og aðstandendur þeirra
sem fórust.
Svo liðu árin og áratugirnir
Hann segist sjálfur fljótlega hafa
tekið að spyrja um föður sinn og
þannig hafi hugmyndin kviknað.
„Svo liðu árin og áratugirnir, en ekk-
ert gerðist. En svo vildi til að bekkj-
arsystir mín var í
námi í margmiðl-
unarhönnun og
ég hafði sett mig í
samband við hana
um gerð minn-
ismerkis sem yrði
afhjúpað 2013
þegar 50 ár voru
liðin frá atburð-
inum. Hún dreg-
ur lappirnar að-
eins en hringir svo í mig og spyr mig
hvort ekki væri gott að gera heimild-
armynd um þessa atburði. Bróður-
sonur minn, Stefán Loftsson, er
kvikmyndagerðarmaður og ég setti
mig í samband við hann og við
stöndum þrjú að þessu,“ segir Hauk-
ur.
Brotið var frumsýnt á Dalvík í
Fiskidagsvikunni í sumar. Sýning-
arnar urðu á endanum sjö en auka-
sýningum var bætt við vegna góðra
undirtekta.
Þjóðin fylgdist með í beinni
Haukur hefur starfað sem smiður
og ekkert komið að kvikmyndagerð
fyrr en nú. „Gerð myndarinnar
sjálfrar hefur staðið í á fimmta ár,
en segja má að önnur vinna, sagn-
fræðivinna, finna heimildarmenn og
þá sem höfðu staðið í þessu hafi haf-
ist fyrir tíu árum. Nú eru mér enn að
berast ábendingar. En það sem er
svo skrýtið er að allir muna þennan
dag mjög vel þó að rúm fimmtíu ár
séu liðin frá honum,“ segir Haukur.
Báturinn sem faðir Hauks reri á
hét Valur og var þilfarsbátur. „Þá
var svokölluð Bátabylgja í útvörpum
landsmanna og menn voru að hlusta
á þetta í útvarpinu þegar atburðirnir
áttu sér stað,“ segir Haukur.
Að sögn hans var veðrið þess eðlis
að óhægt var um vik við björgunar-
störf. Blindbylur og ísing mikil sem
gerði allar aðstæður til björgunar-
starfa nær ómögulegar. Margir
þessara litlu báta höfðu svo enga tal-
stöð eða þá að loftnetið varð óvirkt
við að fá á sig fyrstu öldu.
Síðustu forvöð
Haukur segist sáttur við afrakst-
urinn. ,,Við skiptum okkur lítið af því
sem viðmælendurnir segja og ég er
mjög sáttur við að fá menn til þess
að draga þessa sögu á einn stað og
lýsa þessu með eigin orðum. Úr
þessum hópi eru þegar fimm fallnir
frá þannig að við vorum á síðustu
metrunum að ná þessum drengjum,“
segir Haukur.
Spurður segist hann aldrei hafa
starfað á sjó. „Karl faðir minn var
vélstjóri en einnig flinkur smiður.
Ég á margar góðar minningar úr
frumbernsku um hluti sem hann
gerði. Þegar ég var fimm ára gamall
og eftir að pabbi fór, þá ákvað ég að
verða smiður og hef ekki hvikað frá
því,“ segir Haukur.
Brotið Heimildarmyndin segir frá örlagaríkum degi í Íslandssögunni. Sextán sjómenn fórust hinn 9. apríl 1963.
Fórnarkostnaður sem
aldrei var ræddur
Heimildarmyndin Brotið kemur til sýninga í Bíó Paradís
Fjallar um mannskaðaveður á Norðurlandi 9. apríl 1963
Haukur
Sigvaldason
Heiða Björk Vilhjálmsdóttir fræðslufulltrúi leiðir gesti
um sýningu Thoru Karlsdottur, Kjólagjörningur, í Lista-
safninu á Akureyri, Ketilhúsi, í dag kl. 12.15-12.45. „Á
sýningunni má sjá afrakstur níu mánaða kjólagjörnings
Thoru sem stóð yfir frá mars til desember 2015. Að
klæða sig í nýjan kjól á hverjum morgni og klæðast kjól
til allra verka í 280 daga; 40 vikur; níu mánuði er áskor-
un sem þarfnast úthalds og elju. Á meðan á gjörningnum
stóð tók Björn Jónsson daglega ljósmyndir af Thoru.
Hann átti stóran þátt í ferlinu; hafði áhrif og kom með
hugmyndir varðandi staðsetningu og vinnslu mynd-
anna,“ segir í tilkynningu frá safninu. Þar kemur fram
að Thora og Björn muni gefa út bók um gjörninginn og
sýninguna 12. nóvember, en sýningunni lýkur daginn
eftir. Thora og Björn standa fyrir hópfjármögnun á vef-
síðu Karolina Fund, karolinafund.com, og er þar hægt
að kaupa bókina fyrir fram.
Thora útskrifaðist úr Europäische Kunstakademie í
Trier í Þýskalandi 2013. Hún hefur haldið níu einkasýn-
ingar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum bæði á Ís-
landi og víða erlendis. Thora rekur vinnustofuna Lifandi
vinnustofa í Listagilinu á Akureyri.
Sýningin er opin þriðjudaga til sunnudaga kl. 12-17.
Aðgangur er ókeypis á leiðsögnina í dag.
Leiðsögn og bók væntanleg
Rautt Thora Karlsdottir í einum kjólanna sem sjá má á
sýningu hennar í Listasafninu á Akureyri.
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
Djöflaeyjan (Stóra sviðið)
Lau 15/10 kl. 19:30 13.sýn Mið 26/10 kl. 19:30 18.sýn Lau 12/11 kl. 19:30 23.sýn
Sun 16/10 kl. 19:30 14.sýn Sun 30/10 kl. 19:30 17.sýn Fim 17/11 kl. 19:30 24.sýn
Mið 19/10 kl. 19:30 15.sýn Fim 3/11 kl. 19:30 20.sýn Fös 18/11 kl. 19:30 25.sýn
Fim 20/10 kl. 19:30 16.sýn Lau 5/11 kl. 19:30 21.sýn
Lau 22/10 kl. 19:30 19.sýn Fös 11/11 kl. 19:30 22.sýn
Kraftmikill söngleikur um skrautlegt mannlíf í braggahverfum Reykjavíkur!
Maður sem heitir Ove (Kassinn)
Fim 13/10 kl. 19:30 11.sýn Sun 23/10 kl. 19:30 16.sýn Fim 10/11 kl. 19:30 21.sýn
Fös 14/10 kl. 19:30 12.sýn Fös 28/10 kl. 19:30 17.sýn Fös 11/11 kl. 19:30 22.sýn
Sun 16/10 kl. 19:30 13.sýn Sun 30/10 kl. 19:30 18.sýn Lau 12/11 kl. 19:30 23.sýn
Fim 20/10 kl. 19:30 14.sýn Lau 5/11 kl. 19:30 19.sýn Fim 17/11 kl. 19:30 24.sýn
Lau 22/10 kl. 19:30 15.sýn Sun 6/11 kl. 19:30 20.sýn
Siggi Sigurjóns og Bjarni Haukur sameina krafta sína í bráðfyndnum einleik!
Horft frá brúnni (Stóra sviðið)
Fim 13/10 kl. 19:30 5.sýn Fös 28/10 kl. 19:30 8.sýn Lau 19/11 kl. 19:30 11.sýn
Fös 14/10 kl. 19:30 6.sýn Sun 6/11 kl. 19:30 9.sýn Sun 20/11 kl. 19:30 12.sýn
Sun 23/10 kl. 19:30 7.sýn Fim 10/11 kl. 19:30 10.sýn
Eitt magnaðasta leikverk 20. aldarinnar
Íslenski fíllinn (Brúðuloftið)
Lau 15/10 kl. 13:00 Lau 22/10 kl. 15:00 Lau 5/11 kl. 13:00
Lau 15/10 kl. 15:00 Lau 29/10 kl. 13:00 Lau 5/11 kl. 15:00
Lau 22/10 kl. 13:00 Lau 29/10 kl. 15:00
Ævintýraför með forvitnum fílsunga - kemur þú með?
Ég vil frekar að Goya haldi fyrir mér vöku en einhver
djöfulsins fáviti (Kúlan)
Lau 15/10 kl. 19:30 Frums Fös 21/10 kl. 19:30 3.sýn Lau 29/10 kl. 19:30 5.sýn
Mið 19/10 kl. 19:30 2.sýn Fim 27/10 kl. 19:30 4.sýn
Frumlegt og ögrandi samtímaverk
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Fös 14/10 kl. 20:00 Mið 26/10 kl. 20:00 Lau 5/11 kl. 20:00
Mið 19/10 kl. 20:00 Fös 28/10 kl. 20:00
Fös 21/10 kl. 20:00 Mið 2/11 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
Yfir til þín - Spaugstofan (Stóra sviðið)
Fös 21/10 kl. 19:30 28.sýn Lau 29/10 kl. 19:30 30.sýn
Fim 27/10 kl. 19:30 29.sýn Fös 4/11 kl. 19:30 31.sýn
Sprellfjörug gleðisýning fyrir alla fjölskylduna!
Lofthræddi örnin Örvar (Kúlan)
Lau 19/11 kl. 15:00 Lau 26/11 kl. 13:00 Lau 26/11 kl. 15:00
Hrífandi einleikur fyrir börn um hugrekki.
Leitin að jólunum (Þjóðleikhúsið)
Lau 26/11 kl. 11:00 Sun 27/11 kl. 11:00
Lau 26/11 kl. 13:00 Sun 27/11 kl. 13:00
Sívinsælt aðventuævintýri Þjóðleikhússins komið í sölu 11 leikárið í röð.
AUGLÝSING ÁRSINS – ★★★★ – M.G. Fbl.
MAMMA MIA! (Stóra sviðið)
Fim 13/10 kl. 20:00 99. s. Sun 23/10 kl. 20:00 106. s. Lau 5/11 kl. 20:00 113. s.
Fös 14/10 kl. 20:00 100. s. Fim 27/10 kl. 20:00 107. s. Fös 11/11 kl. 20:00 114. s.
Lau 15/10 kl. 20:00 101. s. Fös 28/10 kl. 20:00 108. s. Lau 12/11 kl. 20:00 115. s.
Sun 16/10 kl. 20:00 102. s. Lau 29/10 kl. 20:00 109. s. Sun 13/11 kl. 20:00 116.s
Fim 20/10 kl. 20:00 103. s. Sun 30/10 kl. 20:00 110. s. Fim 17/11 kl. 20:00 117.s
Fös 21/10 kl. 20:00 104. s. Fim 3/11 kl. 20:00 111. s. Fös 18/11 kl. 20:00 118.s
Lau 22/10 kl. 20:00 105. s. Fös 4/11 kl. 20:00 112. s. Lau 19/11 kl. 20:00 119.s
Gleðisprengjan heldur áfram!
Blái hnötturinn (Stóra sviðið)
Lau 15/10 kl. 13:00 Auka. Lau 29/10 kl. 13:00 9. sýn Lau 5/11 kl. 13:00 11.sýn
Sun 16/10 kl. 13:00 7. sýn Sun 30/10 kl. 13:00 10.sýn Sun 6/11 kl. 13:00 12.sýn
Sun 23/10 kl. 13:00 8. sýn Mið 2/11 kl. 19:00 aukas. Lau 12/11 kl. 13:00 13.sýn
Nýr fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar
Sending (Nýja sviðið)
Fim 13/10 kl. 20:00 12.sýn Fim 20/10 kl. 20:00 13.sýn
Allra síðustu sýningar!
Njála (Stóra sviðið)
Mið 19/10 kl. 20:00 Sun 6/11 kl. 20:00
Mið 26/10 kl. 20:00 Fim 10/11 kl. 20:00
Njáluhátíð í forsal frá kl. 18:45. Kjötsúpa og fyrirlestur.
Hannes og Smári (Litla sviðið)
Fös 14/10 kl. 20:00 3. sýn Lau 22/10 kl. 20:00 6. sýn Sun 30/10 kl. 20:00 9. sýn
Lau 15/10 kl. 20:00 4. sýn Sun 23/10 kl. 20:00 7. sýn Fim 3/11 kl. 20:00 aukas.
Sun 16/10 kl. 20:00 5. sýn Lau 29/10 kl. 20:00 8. sýn Lau 5/11 kl. 20:00 10.sýn
Samstarfsverkefni við Leikfélag Akureyrar
Extravaganza (Nýja svið )
Fös 28/10 kl. 20:00 Frums. Fös 4/11 kl. 20:00 4. sýn Fim 10/11 kl. 20:00 7. sýn
Lau 29/10 kl. 20:00 2. sýn Lau 5/11 kl. 20:00 5. sýn Sun 13/11 kl. 20:00 8. sýn
Sun 30/10 kl. 20:00 3. sýn Sun 6/11 kl. 20:00 6. sýn Mið 16/11 kl. 20:00 9.sýn
Nýtt verk eftir Sölku Guðmundsdóttur
Brot úr hjónabandi (Litla sviðið)
Fös 4/11 kl. 20:00 Frums. Fim 17/11 kl. 20:00 7.sýn Sun 27/11 kl. 20:00 13.sýn
Sun 6/11 kl. 20:00 2.sýn Fös 18/11 kl. 20:00 8.sýn Lau 3/12 kl. 20:00 14.sýn
Mið 9/11 kl. 20:00 3.sýn Lau 19/11 kl. 20:00 9.sýn Þri 6/12 kl. 20:00 15.sýn
Fim 10/11 kl. 20:00 4.sýn Sun 20/11 kl. 20:00 10.sýn Mið 7/12 kl. 20:00 16. sýn
Lau 12/11 kl. 20:00 5.sýn Fös 25/11 kl. 20:00 11.sýn
Sun 13/11 kl. 20:00 6.sýn Lau 26/11 kl. 20:00 12.sýn
Átakamikið verk eftir Ingmar Bergman
Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til
að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is