Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2015, Side 23
Fréttir Erlent 23Helgarblað 6.–9. mars 2015
Þeir ríku verða ríkari
Walmart-fjölskyldunni
5 Larry Ellison
Aldur: 70 ára
Þjóðerni: Bandarískur
Metinn á: 7.277 milljarða króna
n Þessi bandaríski iðnjöfur er fram-
kvæmdastjóri og einn stofnenda hug-
búnaðarfyrirtækisins Oracle Corporation.
Eiginfé hans er metið á 48 milljarða Banda-
ríkjadala. Ellison, eins og flestir þeir sem
rata á lista ríkustu manna heims, fjárfesti að
einhverju leyti í hugbúnaði eða nýrri tækni.
Hann græddi 6,3 milljarða dollara í fyrra og
heldur fimmta sætinu á lista Forbes.
6-7 Charles Koch
Aldur: 79 ára
Þjóðerni: Bandarískur
Metinn á: 5.749 milljarða króna
n Koch-bræðurnir David og Charles hafa
lengi verið á meðal ríkustu manna heims. Fyr-
irtækið Koch Industries er eitt það öflugasta
í Bandaríkjunum á sviði námu-, orku- og efna-
vinnslu. Bræðurnir vörðu árið 2012 400 millj-
ónum dollara í kosningasjóði Repúblikana-
flokksins en demókratar hafa sakað þá um að
reyna að kaupa Ameríku. Charles hagnaðist
um 2,9 milljarða dollara í fyrra og heldur sæti
sínu á listanum á milli ára.
11 Alice Walton
Aldur: 65 ára
Þjóðerni: Bandarísk
Metin á: 5.280 milljarða króna
n Alice er erfingi Walmart-veldisins en
hún er dóttir stofnanda keðjunnar, Sams
Walton. Walmart rekur ellefu þúsund
verslanir í 27 löndum. Reksturinn virðist
hafa gengið ágætlega því Alice stekkur upp
um tvö sæti á lista Forbes frá því í fyrra og
jukust auðæfi hennar um 5,1 milljarð dala.
12 Sam Walton
Aldur: 70 ára
Þjóðerni: Bandarískur
Metinn á: 5.240 milljarða króna
n Samuel Robson Walton hækkaði um tvö
sæti á lista Forbes frá því í fyrra. Samuel
hefur líkt og aðrir í fjölskyldu hans hagnast
gríðarlega á verslanakeðjunni Walmart en
faðir hans, sem einnig hét Sam, stofnaði
keðjuna árið 1962. Sam yngri hefur verið
æðsti stjórnandi keðjunnar frá árinu 1992.
Auðæfi hans jukust um 4,9 milljarða dala frá
síðasta ári.
B
andarískur karlmaður var
handtekinn í Sameinuðu
arab ísku furstadæmunum á
dögunum eftir að hafa látið
ósmekkleg ummæli falla á Face-
book-síðu sinni. Málið hefur vakið
talsverða athygli enda var maður-
inn, flugvirkinn Ryan Pate, staddur
í Bandaríkjunum þegar hann ritaði
umrædda færslu.
Pate lenti í deilum við vinnu-
veitendur sína, Global Aerospace
Logistics, vegna veikindaleyfis
sem hann vildi taka. Þegar hann
sneri aftur til furstadæmanna var
hann handtekinn og ákærður fyrir
ærumeiðingar. Hann gæti átt yfir
höfði sér fimm ára fangelsi vegna
málsins.
Færsluna ritaði Pate í desem-
ber þegar hann fór í jólafrí heim
til Bandaríkjanna. Auk þess vildi
hann fá veikindaleyfi vegna bak-
verkja sem höfðu plagað hann um
langt skeið. Eftir að hafa fengið þau
skilaboð að hann gæti ekki fengið
lengra leyfi brást hann við með því
að rita harðorða færslu á Facebook
þar sem hann fór ófögrum orðum
um vinnuveitendur sína.
Hann sneri aftur til Dúbaí
nokkru síðar og ætlaði að segja
upp störfum hjá fyrirtækinu.
Skömmu eftir komuna þangað var
hann handtekinn. n
Bandaríski flugvirkinn Ryan Pate á köldum klaka í Sameinuðu arabísku furstadæmunum
Handtekinn vegna Facebook-færslu
Nýjir 2015 Renault Trafic sendibílar
Eigum á lager vel útbúna bíla
Aukabúnaður: Hliðarhurðir á báðum hliðum
- Bakkskynjari - Hraðastillir - Handfrjáls búnaður fyrir síma
- Loftkæling - USB tengi - Flottara Stereo - Plata í botni
- Skilrúm með glugga - Gluggar í afturhurðum - Dráttar-
krókur ( á langa bílnum )
Okkar verð á Löngum bíl er 3.790 þús án
vsk og 3.396 þús á stuttum bíl án vsk
Kynning á laugardag
milli kl. 13 og 15
Kökulist | Firðinum í miðbæ Hafnarfjarðar | Sími: 555 6655 og 662 5552 | kokulist@kokulist.is
Konditor og bakamarameistari
veitir þér aðstoð með að setja sama
veislu matseðilinn
Er veisla framundan?
Komdu við og bragðaðu á úrvali veisluterta.
Veisluréttir úr smiðju meistarans · Eingöngu fyrsta flokks hráefni