Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2015, Síða 30
Helgarblað 6.–9. mars 201530 Umræða
Stóra morfísmálið Umsjón: Henry Þór Baldursson
Vinsæl
ummæli
við fréttir DV í vikunni
B
-dagurinn var núna um
daginn, 1. mars, en þann
dag var bjórinn loksins
gefinn frjáls á Íslandi fyrir
aldarfjórðungi eða svo, og
af því tilefni munu ungliðasam-
tök Samfylkingar og Sjálfstæðis-
flokks hafa ákveðið að efna til sam-
eiginlegrar skemmtunar. Það olli
hneykslun margra, að fólk með ólík-
ar stjórnmálaskoðanir ætlaði að
slíðra sverðin og gleyma öllu pexi
eina kvöldstund og hafa gaman –
maður sá á kommentum á fjasbók
að þetta töldu ýmsir hina verstu
óhæfu. En ég verð reyndar að segja
fyrir mína parta að mér fannst þetta
gott hjá ungliðunum; ég tel það mik-
inn misskilning á stjórnmálabaráttu
og hugmyndaátökum að þeir sem
aðhyllist ólík sjónarmið þurfi að
vera einhvers konar fjandmenn, að
þeir geti ekki glaðst saman, enda er
það í algerri andstöðu við mína eig-
in reynslu og að sjálfsögðu fjölda
annarra. Ég á vini og ættingja sem
eru á allt annarri línu í pólitík, ég hef
þekkt fólk í áratugi án þess að hafa
nokkurn tíma leitt að því hugann
hvað það kýs í kosningum eða hugs-
ar um stjórnmál.
Rokið upp með illyrði
Og af því ég nefndi fjasbók og
kommentakerfin þá fer óskaplega í
taugarnar á mér hvað menn eru fljót-
ir að rjúka upp með illyrði ef einhver
berst í tal sem þeir eru ósammála.
Ég hef stöku sinni jagast á þeim vett-
vangi við fólk sem er á annarri línu í
pólitík og þá stökkva gjarnan á vagn-
inn menn sem vilja leggja mér lið
með því að kalla þann sem ég er að
karpa við „gerpi“ og eitthvað álíka
leiðinlegt. Ég held að menn þurfi að
fara að venja sig af svona ósiðum og
reyna að muna að heimurinn yrði
ekkert skemmtilegri við það að allir
gerðust sammála um allt.
„Gnarrískir samfóistar“
Ég reyni ekkert að leyna því að ég
sé vinstrimaður og krati og fleira
sem mörgum þykir hið versta mál
– núorðið er nokkuð í tísku að kalla
menn eins og mig „samfóista“ eða
jafnvel „gnarrískan samfóista“ –
sem er reyndar fullmikið í lagt hvað
sjálfan mig snertir. En hvað sem
því líður þá á ég oftast gott með
að umgangast fólk af öðrum stað
í litrófi stjórnmálanna; sumt eru
nánir persónulegir vinir eins og ég
nefndi, aðra hittir maður á manna-
mótum og við hátíðleg tilefni. Ég
held að vandfundið væri það átaka-
mál í íslenskri pólitík þar sem við
Guðni Ágústsson erum sammála,
en það breytir ekki því að okk-
ur þykir gaman að hittast, skiptast
á sögum og sjónarmiðum. Guðni
hefur líka þann mikla megin-
kost að hafa húmor fyrir sjálfum
sér; eitt sinn var ég fenginn til að
vera veislustjóri hjá knattspyrnu-
félaginu Víkingi, en Guðni átti að
vera ræðumaður kvöldsins og aðal-
atriði dagskrárinnar. Eftir forréttinn
þegar ég reiknaði með að fara að
kynna stjörnuna í pontu bárust mér
um það boð úr anddyri hússins að
Guðni hefði hringt, hann hefði lent
í óvæntum og óviðráðanlegum töf-
um og kæmi ekki fyrr en eftir einn
og hálfan tíma. Nú var veislustjór-
anum vandi á höndum, með fullan
sal af köllum og ekkert skemmti-
atriði. Eftir einhverjar minniháttar
reddingar fór ég í pontu og sagði
að þótt Guðni tefðist myndi hann
verða biðarinnar virði, ég hefði
áður heyrt hann tala á manna-
mótum og mig grunaði fastlega að
hann myndi segja þessa sögu og
svo þessa … hermdi eftir inntak-
inu úr tveimur vinsælum sögum
sem hann kryddar stundum mál
sitt með. Loks kom Guðni, og fékk
stórkostlegar móttökur, enn betri
en jafnan. Síðan kom hann og sett-
ist hjá mér við háborðið og sagði:
„Þetta er undarlegur salur Einar
Kárason. Yfirleitt er mest hlegið
þegar ég klára sögur, en hér var
mest gleðin þegar ég byrjaði þær!“
Ég hef rifjað upp þetta atvik að
Guðna viðstöddum og hann hló að
því manna mest.
„Í krafti sannfæringar“
Einn er sá maður sem margt
vinstrafólk tortryggir mjög og það
er Jón Steinar Gunnlaugsson,
hæstaréttarlögmaður og fyrrver-
andi hæstaréttardómari. En hon-
um finnst mér skemmtilegt að vera
ósammála um margt, og það að við
deilum ekki öllum skoðunum hefur
aldrei komið í veg fyrir að við gæt-
um átt fín og vinsamleg samskipti.
Ég las bókina hans, „Í krafti sann-
færingar“, sem hann sendi frá sér
á síðastliðnu hausti þar segir hann
meðal annars í kafla um lífsviðhorf
sín: „Einnig er sérstök ástæða til
að nefna annan þátt, sem að mín-
um dómi er óaðskiljanlegur hluti
af þeirri lífsskoðun sem hér er lýst,
en það er virðing fyrir öðru fólki og
skilyrðislaus viðurkenning á rétti
þess til að haga eigin lífi á þann hátt
sem það sjálft það kýs, eins lengi og
það skaðar ekki aðra. Mannfólkið
er fjölbreytilegt og einstakir menn
hafa ólíkar kenndir, hvatir og lang-
anir í lífinu. Allir eiga þar að mínum
dómi sama rétt. Ekkert okkar hefur
heimild til að sitja yfir hlut annarra
með því að bjóða og banna, eins og
sumir vilja sífellt gera. Sumir vilja
flokka mannfólkið eftir þjóðerni,
litarhætti, trúarbrögðum, kynferði,
kynhneigð, gáfum eða hverju því
öðru sem greinir einn mann frá
öðrum og láta menn njóta misjafns
réttar eftir því hverjum þessara
„flokka“ þeir tilheyra. Til þess hafa
menn ekki heimild af þeirri ein-
földu ástæðu að einn á ekki að ráða
neinu um einkahagi annars. Svo
einfalt er það.“
Menn getur greint á um ýmis-
legt, en svona lífsviðhorfum eins og
hér er lýst ætti flest sæmilegt fólk að
geta verið sammála.
„Hverra erinda?“
Annað sem mér finnst mjög óþarft
í hérlendri pólitískri umræðu er sú
tilhneiging að saka þá sem menn
eru ósammála um að þeir séu að
„ganga erinda einhverra“ – að þeir
séu einhvers konar málaliðar eða
strengjabrúður hvers konar afla.
Þannig má Jón Steinar helst ekki
sjást eða heyrast án þess sumir
haldi að þar sé kominn sjálfur Sjálf-
stæðisflokkurinn í allri sinni dýrð,
og gott ef glittir ekki í Davíð Odds-
son fyrir aftan hann. Þetta er þeim
mun einkennilegra sem Jón Steinar
hefur margoft tekið upp mál sem á
engan hátt eru á áhuga- eða hags-
munasviði hægriaflanna; má þar
nefna Spegilsmálið á sínum tíma
en um það birti hann stórmerki-
leg og framsækin skrif fyrir mörg-
um árum. Og um það leyti sem nú-
verandi ríkisstjórn tók við völdum,
á vordögum 2013, skrifaði hann
grein sem birtist í Morgunblaðinu
og snerti helsta mál stjórnarinnar,
„skuldaleiðréttinguna“ svonefndu:
„Nú skal verja fjármunum sem
ríkið aflar til að greiða einstökum
borgurum hreinar skaðabætur fyrir
Einar Kárason rithöfundur skrifar
Þér að segja
Vinir mínir pólitísku fjandmennirnir„Ég reyni ekkert að
leyna því að ég sé
vinstrimaður og krati og
fleira sem mörgum þykir
hið versta mál – núorðið
er nokkuð í tísku að kalla
menn eins og mig „sam-
fóista“ eða jafnvel „gnar-
rískan samfóista“ – sem
er reyndar fullmikið í lagt
hvað sjálfan mig snertir.
Jón Steinar
Gunnlaugsson
„Þannig má Jón
Steinar helst ekki
sjást eða heyrast án
þess sumir haldi að
þar sé kominn sjálfur
Sjálfstæðisflokk-
urinn í allri sinni dýrð,
og gott ef glittir ekki
í Davíð Oddsson fyrir
aftan hann.“
Mynd SiGtRyGGUR ARi
Könnun
Ætti að tekjutengja
sektir við umferðarlaga-
brotum á Íslandi?
n Já
n Nei
n Veit ekki
20,5%
77,6%
1,9%
210 þátttAKEndUR
„Ég bara neita
að trúa því að
þeir láti hann
fara, þetta er langbesti
rannsóknarblaðamaður sem
Ísland hefur átt,“
segir Jósef Róbertsson um
brotthvarf Jóhannesar Kr.
Kristjánssonar úr fréttaskýr-
ingaþættinum Kastljósi á RÚV. Fréttin
vakti mikla athygli og greinilegt að
almenningur hefur verið ánægður með
vinnubrögð hans.
„Þetta er ekki
fyndið, ekki
baun. Margir
hafa upplifað að sjá svikara
vekja falsvonir hjá dauðvona
ástvinum. Þetta er átakan-
lega sorglegt að til skuli vera
menn af þessum toga,“
segir ingibjörg Hekla F.
Ottesen um frétt DV þar
sem greint var frá umfjöllun
Kastljóss um Júlíus Júlíusson og að-
ferðir hans til að reyna að selja Guðjóni
Sigurðssyni, formanni MND-félagsins,
meðferð fyrir hálfa milljón króna.
„Hættu strax, það
er það besta sem
þú getur gert,“
segir Jakob Kolbeins Löve um
frétt DV þar sem var fjallað um
viðtal Morgunblaðsins við Sig-
ríði Björk Guðjónsdóttur, lögreglustjóra
höfuðborgarsvæðisins. Hún sagði að
það hafi ekki hvarflað að henni að segja
af sér vegna lekamálsins eða niðurstöðu
Persónuverndar sem komst að þeirri
niðurstöðu að lögreglustjórinn hafi ekki
haft heimild til þess að senda gögn
á Gísla Frey Valdórsson, fyrrverrandi
aðstoðarmann Hönnu Birnu Kristjáns-
dóttur.
„Þannig að
kannski fer að
verða til aur
þarna til að endurgreiða
1.500.000.000 sem skatt-
greiðendur á Íslandi tóku á
sig þegar skuldir fyrirtæk-
isins voru felldar niður fyrir
nokkrum árum?“
segir árni tryggvason um frétt
DV um að lífeyrissjóðir hefðu
keypt fjórðungshlut í pítsufyrir-
tækinu Domino's.
„Þetta eru hrein-
ræktaðir djöflar
sem gera svona
og sem betur fer verða þeir
þurrkaðir út á næstu árum.“
Tónlistarmaðurinn Gylfi
Ægisson lét sig varða frétt frá
Sýrlandi þar sem ódæðismenn
hentu manni fram af svölum fyrir þær
sakir að vera samkynhneigður.
31
13
5
4
22