Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2015, Blaðsíða 44
44 Lífsstíll Helgarblað 6.–9. mars 2015
Út fyrir
kassann
Kristín Tómasdóttir
utfyrirkassann@gmail.com
Ekki í skugga Maríu
L
íkt og alþjóð veit tapaði tón-
listarmaðurinn Friðrik Dór
Jónsson í úrslitum Söngva-
keppni Sjónvarpsins fyr-
ir Maríu Ólafsdóttur sem
söng lagið Unbroken og tryggði
sér þannig framlag Íslands til
Eurovision-keppninnar í ár. Í kjöl-
farið bauðst Friðriki Dór að slást í
hóp Maríu og vera henni til halds
og traust í bakraddasveitinni í Vín
í Austuríki þar sem keppnin verð-
ur haldin í maí. Friðrik hefur aldrei
áður tekið þátt í bakraddasveit og
tekst því hér á við nýtt verkefni sem
hann hlakkar til að sigrast á.
Mikil pressa
Friðrik Dór segist vera spenntur
fyrir keppninni í vor enda mikið í
húfi. Sumir gera sér kannski ekki
grein fyrir ábyrgð bakraddasöngv-
ara en þeir spila mikilvæga rullu
sem stundum er vanmetin. Frið-
rik tekur hlutverkið mjög alvarlega
og segir vissa pressu fylgja því. „Já,
þetta verður klárlega áskorun. Það
er mikil pressa að standa sig í þessu
starfi því ef þú ferð út af sporinu ertu
að skemma fyrir svo mörgum öðr-
um en bara sjálfum þér. Ég hlakka
mikið til að takast á við þetta.“ Frið-
rik er nú þegar byrjaður að huga að
keppninni og kynna sér galdurinn á
bak við góða bakraddasöngvara. En
hvað er það sem bakraddasveit þarf
að hafa? Er nóg að vera bara góður
söngvari?
„Bakraddasveitin þarf að vera
vel samhæfð í öllu sínu svo það
verða líklega stífar æfingar. Það eitt
og sér er nýtt fyrir mér, ég hef aldrei
þurft að æfa með neinum nema
sjálfum mér.“
Alls ekki í skugganum
Á íslensku Wikipedia-síðunni um
Friðrik segir, „hann er hafnfirskur
R&B og popp-söngvari og lagahöf-
undur”. Að minnsta kosti er Friðrik
mörgum kunnugur en hann söng sig
inn í hjörtu þjóðarinnar með laginu
„Hlið við hlið” sem naut mikilla vin-
sælda og var spilað í kvikmyndinni
Bjarnfreðarson árið 2009. Þá hefur
Friðrik glatt margar fjölskyldurnar
með stuðlaginu „Glaðasti hundur
í heimi”. Rétt er að minnast þess að
Friðrik er bróðir sykurpúðans Jóns
Jónssonar og hafa þeir báðir brallað
ýmislegt í gegnum tíðina. Það mætti
því búast við að Friðriki gæti þótt
óþægilegt að standa í skugga Maríu
enda er hann vanur sviðsljósinu og
mikilli athygli.
„Nei, alls ekki. Ég lít ekki á
það sem svo að við í bakröddun-
um séum í skugga Maríu. Í þeirri
setningu finnst mér vera fólgin sú
hugsun að vera í einhvers konar
samkeppni og maður sé að reyna að
komast út úr þessum skugga. Það er
ekki tilfellið heldur erum við þarna
til stuðnings Maríu og gegnum því
hlutverki með glöðu geði, hvort sem
það er á sviðinu eða utan þess.”
Reynir fyrir sér í veislustjórn
Öll ný og krefjandi verkefni ýta að-
eins á þægindarammann og Friðrik
segist leggja töluvert upp úr því að
stíga út fyrir hann í daglegu lífi.
„Ég reyni að gera það í tónlistinni
en á sama tíma passa ég að gera það
ekki í of stórum skrefum. Þá legg ég
töluvert upp úr því að stíga út fyrir
kassann á öðrum sviðum í mínu
starfi eins og með því að taka að mér
ný og öðruvísi verkefni. Um þessar
mundir er ég t.d. að reyna fyrir mér
á sviðum eins og veislustjórn.”
Það er því ekki úr vegi að hafa
samband við hin góðkunna Friðrik
Dór ef þú leitar að veislustjóra, bak-
raddasveit eða góðan R&B og popp-
söngvara! n
Friðrik Dór er spenntur fyrir því að taka að sér hlutverk bakraddasöngvara
Áskorun
Friðrik Dór segir
bakraddasveit
þurfa að vera vel
samhæfða.
„Þá legg ég töluvert
upp úr því að stíga
út fyrir kassann á öðrum
sviðum í mínu starfi eins
og með því að taka að mér
ný og öðruvísi verkefni.
Ástin er alltaf áhætta
V
ið tökum alltaf smá áhættu
þegar við verðum ástfangin.
Áhættan er fólgin í því að við
getum lent í ástarsorg. Slík
sorg er djúpstæð og hana
ber ekki að vanmeta enda getur hún
orskað alls kyns vanda, bæði andlega
og líkamlega. Ef þú ert í ástarsorg er
mikilvægt að þú hlustir á tilfinningar
þínar og horfist í augu við vandann.
Hér koma nokkur ráð sem tilvalið er
að styðjast við í slíkum aðstæðum:
1 Forðastu að hafa samband við „ástina“ að fyrra bragði. Leitaðu
frekar til vina, fjölskyldu eða annarra
sem þú færð stuðning frá.
2 Mundu að því lengra sem líð-ur frá því að ástarsorgin hófst,
þeim mun styttra er eftir! Tíminn
vinnur á ástarsorg. Kortleggðu þær
stundir sem þér þykja erfiðastar. Ef
þér finnst t.d. kvöldin erfiðust þá er
gott að vera búinn að skipuleggja
næstu kvöld í þaula.
3 Það dugar stundum að koma tilf-inningunum á blað. Skrifaðu nið-
ur tilfinningar þínar. Þú getur til dæm-
is skrifað bréf til „ástarinnar“ um allt
sem þú ert að hugsa. Ekki senda bréfið
samt, þetta er bara fyrir þig.
4 Rifjaðu upp allt sem hefur farið í taugarnar á þér við „ástina“.
5 Fáðu þér bangsa! Fólk hefur jafn-vel gengið svo langt að fá sér
hvolp í þessum aðstæðum.
6 Bíómyndir eru frábærar þegar kemur að því að láta tímann líða
hraðar! Ef þér finnst tíminn líða hægt
og þú ert föst/fastur í ástarsorg er ráð
að horfa á góðar teiknimyndir, dýra-
lífsmyndir, spennumyndir eða jafnvel
hryllingsmyndir.
7 Forðastu ástarvellur eins og heit-an eldinn!
8 Ef ástarsorgin er orðin að djúp-stæðri þráhyggju og þú hugsar
vart um annað getur verið sniðugt að
gefa sér ákveðinn tíma á hverjum degi
þar sem leyfilegt er að fá útrás fyrir
þessar hugsanir, til dæmis á milli kl.
fimm og sjö. Á þeim tíma máttu hugsa
eins og þú vilt um allt sem tengist ást-
arsorginni.
9 Ef þú hlustar mikið á tónlist er mjög sniðugt að skipta út tón-
listinni sem þú hefur verið að hlusta
á að undanförnu.
10 Kynntu þér nýjar hljómsveit-ir og nýjar tónlistarstefnur og
einbeittu þér að „feel good“-lögum!
11 Taktu til í þínu nánasta um-hverfi. Reyndu að halda öllu
eins hreinu og fínu og þú mögulega
getur.
12 Leitaðu að nýjum áhugamál-um.
13 Lakkaðu á þér neglurnar, bæði tær og fingur (hvort sem þú ert
karl eða kona).
14 Farðu í klippingu.
15 Líttu í kringum þig. Eru fleiri fiskar í sjónum? Hér má notast
við Facebook, útilokunaraðferðina,
uppástungur frá vinkonum og fleira.
Ástarsorg er oft fylgifiskur þess að verða ástfanginn
Ljúffengt
kanínukjöt
Sigurbjörg Birgisdóttir mat-
gæðingur gerði sér lítið fyrir og
prófaði að matreiða kanínukjöt
sem hún keypti á matarmarkaði
Búrsins í Hörpu. Sigurbjörg leit-
aði upplýsinga um matseldina á
heimasíðunni www.kanina.is og
var ánægð með afraksturinn. Þá
mælir hún með rauðvínsflösk-
unni Fratelli Alessandria Barolo
með kanínusteikinni.
Kanína að hætti veiðimannsins
– með ólífum og rauðvíni
n Hveiti
n Jómfrúarólífuolía
n 50 g smjör
n 600 g kanína, hlutuð í 4–6 stóra bita
n 1 laukur, fínt skorinn
n 1 gulrót, fínt skorin
n 1 stikill sellerí, fínt skorinn
n 2 hvítlauksgeirar, afhýddir og marðir
n 1 grein af rósmarín, 2 lárviðarlauf og
5–10 blöð af ferskri salvíu
n 1 glas af rauðvíni
n 350 g af tómatpúrre
n 100 g af ólífum, svörtum og grænum
og steinlausum
n 300 ml kjúklingasoð, heimatilbúið
eða úr teningi
Þerrið kanínukjötið og veltið
því upp úr hveiti. Steikið upp úr
tveimur matskeiðum af jómfrúar-
ólífuolíu og 50 g af smjöri þangað
til kjötið er fallega gullið að utan.
Kjötið er þá tekið af pönnunni og
sett til hliðar. Best er að nota pott
úr pottastáli eða pönnu með þykk-
um botni. Aðalatriðið er þó að
til sé lok á pottinn/pönnuna. Því
næst er grænmetið skorið niður
og steikt upp úr olíu á pönnunni
ásamt tveimur hvítlaukum sem
eru afhýddir og marðir. Við þetta
er bætt rósmaríni, salvíu og lárvið-
arlaufum.
Steikið grænmetið í nokkr-
ar míntútur en því næst bætið við
rauðvínsglasi og leyfið áfenginu að
sjóða upp. Næst er sett á pönnuna
tómatpúrre ásamt kjúklingakrafti.
Að lokum er ólífunum bætt við
ásamt salti og pipar eftir smekk.
Lokið er sett á pönnuna og leyft
að krauma við lágan hita í eina og
hálfa klukkustund. Lokið er svo
tekið af síðustu 15 mínúturnar til
að leyfa sósunni að sjóða niður.
Skreytið með ferskri steinselju og
berið fram með kartöflum, fersku
pasta, eða nýbökuðu brauði og að
sjálfsögðu glasi af góðu rauðvíni.