Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2015, Qupperneq 45

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2015, Qupperneq 45
Lífsstíll 45Helgarblað 6.–9. mars 2015 Konur í meirihluta stjórnar BDSM- félagsins Félagið BDSM á Íslandi hélt aðal- fund sinn í vikunni og gerðist það í fyrsta sinn í sögu félagsins að konur eru nú í meirihluta í stjórn. Sjö manns sitja í stjórn félagsins. Formaður síðustu ára, Magn- ús Hákonarson, var kjörinn til áframhaldandi formennsku en mótframboðið hlaut einung- is 10% atkvæða. Þetta er í fyrsta sinn í sögu félagsins sem þurft hefur að kjósa um formann á að- alfundi. Félagsmenn í BDSM á Íslandi eru um 50 talsins, en mun fleiri, eða um 1.000 Íslendingar, eru meðlimir í netdeild félagsins sem staðsett er á samfélagsvefn- um fetlife.com. BDSM-senan í raunheim- um er vaxandi en fróðir áætla að allt að 300 Íslendingar taki virk- an þátt í ýmiss konar viðburðum eins og óformlegum kaffihúsa- fundum (munch) og leikpartíum. Áhugasamir geta kynnt sér málið frekar á Facebook-síðu BDSM á Íslandi. Námskeið um kynlíf og sambönd Natha Yogacenter sem er til húsa í Bolholti 4 í Reykjavík, býður upp á ýmiss konar tantrísk jóganám- skeið og fyrirlestra. Þar á meðal er námskeið í „Sacred sexuality“ þar sem áhersla er á kynlífsþáttinn í tantra. Tantra er í hugum flestra tengt kynlífi en Magdalena og Serafim, sem reka jógastöðina, benda á að í raun sé kynlífið lítill hluti iðk- unarinnar. Kynlífspressunni þyk- ir sá hluti þó óneitanlega mest spennandi. Á námskeiðinu „Sacred sexu- ality“ læra nemendur að nálg- ast kynlíf og sambönd á nýjan og markvissan hátt en það er bæði ætlað pörum og einstaklingum. Námskeiðið, sem er 12 skipti, kostar 25.000 kr. fyrir einstaklinga en pör sem koma saman greiða 40.000 kr. Áhugasamir geta nálg- ast upplýsingar á vefsíðunni www. natha.is. Konur fá líka standpínu Snípurinn er stærri en þig grunar Í hugum flestra er snípurinn lít- ill, lostafullur hnappur sem kúrir einhvers staðar ofarlega í píkunni inni á milli barmanna. Það sem færri vita er að í raun er hnappurinn bara toppurinn á ísjakanum – brot af mun stærri og flóknari vef sem leynist undir yfir- borðinu. Fósturfræðilegur uppruni vefj- anna sem mynda snípinn er sá sami og vefjanna sem mynda lim karlmanna. Myndun hormóna á fósturskeiði ræður því hvort vef- irnir mynda að lokum lim eða sníp og píku. Í báðum tilfellum er því um að ræða stinningarvefi, sem fyllast blóði og stækka við kyn- ferðislega örvun. Gott blóðflæði í grindarholi og heilbrigði æða er því ekki síður mikilvægt fyrir kyn- nautn kvenna. Fullnæging ekki nauðsynleg við æxlun Hin raunverulega uppbygging snípsins hefur ekki verið vinsælt rannsóknarefni líffærafræðinga og annars vísindafólks fyrr en á allra síðustu árum – en þó eru til eldgamlar líffærafræðiteikningar sem sýna afstöðu vefjanna. Lík- lega er skýringin á þessu sú að stinning kvenna, og reyndar full- næging kvenna, hefur nákvæm- lega ekkert með æxlunt og viðhald mannkyns að gera. Undir venju- legum kringumstæðum er sáðlát karlmanns í kjölfar stinningar og fullnægingar nauðsynlegt, til þess að sæði komist út úr líkama karl- mannsins og sem leið liggur upp í gegnum leggöng, inn um legháls, upp í eggjaleiðara þar sem eggið biður átekta og fangar eina sáð- frumu ef vel liggur á því. Þannig er kynnautn karlmannsins bein- tengd viðhaldi mannkyns, en kyn- nautn konunnar alls ekki. Aukin þekking Sem betur fer hefur áhugi auk- ist bæði á líffærafræði kvenlegra kynfæra og á kynsvörun og kyn- nautn kvenna. Kynlífspressan von- ar svo sannarlega að þeir sem sjá um kynfræðslu í íslenskum skól- um séu meðvitaðir um þessa nýju þekkingu og að henni sé markvisst komið á framfæri. Við ættum að gera þá kröfu til menntakerfisins. Þekking er ein forsenda þess að lifa afslöppuðu og nautnaríku kyn- lífi – vanþekking elur á skömm. Kraftur í þekkingu Þekking á uppbyggingu snípsins hefur líka áhrif á umræðuna um fullnægingu kvenna. Fram til þessa hafa margir viljað aðskilja full- nægingar sem eru framkallaðar með örvun á sníp og fullnægingar sem eiga uppruna sinn í leggöng- um. Sigmund Freud setti um miðja síðustu öld fram kenningar sínar um fullnægingar kvenna og vildi meina að snípsfullnæging væri full- næging hinnar óþroskuðu konu. Með kynferðislegum þroska átti full- nægingin að færast inn í leggöngin og kona að fá fullnægingu við sam- farir. Þessar hugmyndir, sem bera vitni um lítinn skilning á raunveru- legum þörfum kvenna, gerðu lítið úr konum sem kynverum og urðu því miður lífseigar. Meira en yfirborðið Rannsóknir hafa ítrekað leitt í ljós að um þrír fjórðu allra kvenna þurfa markvissa örvun á sníp til þess að fá fullnægingu. Þá er átt við þann hluta snípsins sem aðgengilegur er við yfirborðið. Það er sem sagt ekki svo algengt að konur fái full- nægingu við samfarir einar saman. Þrátt fyrir þessa vitneskju er ótrú- lega mikið af konum sem upplifa sig á einhvern hátt ófullkomnar ef þær þurfa að örva sníp með fingrum eða titrara til þess að fullnæging í sam- förum sé möguleg. Nýja þekkingin á snípnum varp- ar líka ljósi á það hvers vegna alls konar örvun á píkunni getur fram- kallað kynnautn hjá konum. Stinn- ingarvefir snípsins liggja undir innri börmunum og eru aðgengilegir gegnum barmanudd, sleikingar eða legganganudd. Snípurinn er þarna í öllu sínu veldi og auðvitað ættu ást- menn og -konur að leggja metnað sinn í að sinna honum eins og hann leggur sig. Húrra fyrir snípnum! n Ragnheiður Eiríksdóttir ragga@dv.is Mynd: SiRRý MARgRét LáRuSdóttiR Hlutverk snípsins Snípurinn hefur aðeins eitt hlutverk, og það er að veita konunni unað. Hann hefur enga þýðingu í æxlun eða viðhaldi mannkyns. Í snípshöfðinu – þeim hluta sem er aðgengilegur efst í píkunni, milli barmanna – eru 8.000 kynnæmir tauga Stærðin skiptir máli … eða öllu heldur staðsetningin. Í rannsókn sem birtist í Journal of Sexual Medicine kom fram að hjá konum sem áttu erfitt með að fá fullnægingu var algengara að snípurinn væri staðsettur lengra frá leggöngunum. „Sem betur fer hefur áhugi auk- ist bæði á líffærafræði kvenlegra kynfæra og á kynsvörun og kynnautn kvenna. Snípshöfuð Snípshetta Snípsleggir/ stinningarvefur Kona spáir í þríkant Er sanngjarnt að prófa ekki smá krydd í kynlífið ef makinn þráir það? S æl Ragga. Mig langar að leita til þín vegna pælinga um „3some“ sem ég hef verið að stunda með manni mín- um. Við höfum gert þetta nokkrum sinnum með auka karl- manni og ég hef haft nokkuð gaman af. Ég hef samt ekki fengið fullnægingu með neinum af þessum gestaleikur- um í kynlífi okkar. Nú er minn mað- ur alveg óður í að fá aðra konu til að leika við okkur. Málið er bara að ég er ekkert spennt fyrir konum og langar ekkert að gera það. Hvað á ég að gera? Er ég algjörlega geld og hundleiðinleg ef ég læt þetta ekki eftir honum? Ég veit um ýmislegt sem er í gangi í kyn- lífi vinkvenna minna, sumt finnst mér spennandi en annað ekki. Þetta finnst mér akkúrat ekkert spennandi. Er ég verri manneskja ef ég segi bara nei? Mér finnst rétt að setja einhver mörk – en ég vil líka vera góð við manninn minn. Með von um svar. Góðar kveðj- ur, Jóna. Hæ Jóna. Ég get eiginlega ekki svarað spurningunni þinni með af- gerandi hætti – hins vegar get ég gefið þér eitthvað til að hugsa um sem kannski hjálpar þér að taka ákvörðun. Almennt séð gildir það í kynlífi að við eigum að setja mörk og forðast að gera hluti sem eru okkur á móti skapi. Lífið er hins vegar ekki svarthvítt því það er líka góð latína að hlusta á þarfir mótaðilans og sýna ákveðinn sveigjanleika í því sem sett er á dagskrá. Sumir hlutir eru þess eðlis að þeir hreinlega slökkva á kyn- löngun en aðrir hlutir lenda á gráu svæði – kveikja kannski ekkert sér- staklega í okkur, en eru samt ekki frá- hrindandi. Kynlíf er alltaf einhvers konar málamiðlun því það er sjaldan sem gjörsamlega allt passar saman. Þú færð eitthvað út úr því að stunda kynlíf með karlkyns gestaleikurum og nú er karlinn spenntur fyrir því að hafa konu með í bólinu. Mér finnst eiginlega að þú ættir að spá í að prófa – það er ekkert sem segir að þú þurf- ir að kafa ofan í kynfæri konunn- ar – karlinn þinn getur séð um það. Kannski finnst honum spennandi að þú horfir á hann hamra aðra konu. Ef þetta hljómar ekki skelfilega gætir þú prófað að slá til. Annar möguleiki væri að fá annað par til liðs við ykkur. Það mundi kannski gefa þessu nýja vídd. Ef þetta hljómar hörmulega þarftu að setja mörk og neita honum um bónina. Ræddu málið við mann- inn þinn – ég er handviss um að þið finnið á þessu góða lausn sem allir geta sætt sig við. n Bestu kveðjur, Ragga. „Hvað á ég að gera? Er ég al- gjörlega geld og hundleiðinleg ef ég læt þetta ekki eftir honum?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.