Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2015, Side 46

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2015, Side 46
Helgarblað 6.–9. mars 201546 Sport Vonbrigðalið tímabilsins n Ellefu leikmenn sem eiga mikið inni n Hafa ekki staðið undir væntingum í úrvalsdeildinni Tim Howard Félag: Everton Eftir frábæra frammistöðu með Bandaríkjunum á HM í fyrrasum- ar hefur Tim Howard átt erfitt uppdráttar í vetur, reyndar eins og allt Everton-liðið. Hann hefur aðeins haldið hreinu þrisvar í þeim 22 leikjum sem hann hefur spilað en til samanburðar hélt hann fimmtán sinnum hreinu á síðustu leiktíð. Þó að ekki sé hægt að kenna Howard einum um það verður ekki litið framhjá því að hann hefur oft verið betri. Eliaquim Mangala Félag: Manchester City Eliaquim Mangala var einn heitasti bitinn á markaðnum í fyrrasumar. Mikið var látið með þennan 24 ára franska varnarmann sem var orð- aður við mörg stærstu lið Evrópu. Svo fór að Manchester City festi kaup á honum fyrir 32 milljónir punda og varð Mangala fyrir vikið dýrasti varnarmaður ensku úrvals- deildarinnar frá upphafi. Frammi- staða Mangala í vetur hefur aftur á móti valdið vonbrigðum, hann er oft illa staðsettur og virðist auk þess lesa leikinn illa. Rio Ferdinand Félag: QPR Rio Ferdinand var fyrirliði Manchester United í áraraðir en gekk í raðir QPR í fyrrasumar. Harry Redknapp, þáverandi stjóri QPR, hugsaði Ferdinand sem öflugan leiðtoga í vörn liðsins. Það sýndi sig þó strax í byrjun leiktíðar að Ferdinand er kominn yfir síðasta söludag. Hann byrjaði fyrstu sjö leiki liðsins í deildinni þar sem QPR fékk á sig 15 mörk. Síðan þá hefur Ferdinand lítið komið við sögu og gæti vel farið svo að hann leggi skóna á hilluna í vor. Dejan Lovren Félag: Liverpool Dejan Lovren var frábær í liði Southampton í fyrra og svo fór að Liverpool festi kaup á honum fyrir um tuttugu milljónir punda síðastliðið sumar. Lovren var fastamaður í liði Liverpool framan af leiktíð en virkaði óöruggur í vörn sem lak mörkum. Eftir 3–0 tapið gegn Manchester United var Lovren hent úr liðinu og þá fóru hlutirnir að ganga betur. Lovren hefur að vísu spilað síðustu leiki Liverpool í deildinni og staðið vaktina ágætlega. Á heildina litið hefur hann þó valdið talsverðum vonbrigðum í vetur. Gareth Barry Félag: Everton Gareth Barry var algjör klettur á miðju Everton-liðsins á síðustu leiktíð þegar liðið endaði í 5. sæti. Það sem af er þessari leiktíð hefur hann hins vegar verið skugginn af sjálfum sér. Hvað veldur skal ósagt látið en leikjaálagið á Everton-liðið hefur verið mikið vegna þátttöku þess í Evrópudeildinni sem virðist hafa komið niður á leik- mönnum liðsins í úrvalsdeildinni. Tom Cleverley Félag: Aston Villa Eftir hörmulegt tímabil með Manche- ster United í fyrra var Tom Cleverley lánaður til Aston Villa fyrir þessa leiktíð. Margir, einkum stuðningsmenn United og Villa, vonuðust til þess að hann næði sér á strik og mætti reynslunni ríkari aftur til United. Tímabilið hjá Cleverley hefur hins vegar verið algjör martröð eins og hjá öðrum leikmönnum Villa. Stuðningsmenn hafa baulað á hann og þá hefur Cleverley ekki enn tekist að leggja upp mark eða skora á tímabilinu. Aaron Ramsey Félag: Arsenal Eftir að hafa spilað glimrandi vel á síðustu leiktíð hefur Aaron Ramsey ekki fundið fjöl sína á þessari leiktíð. Ramsey hefur vissulega ekki gengið heill til skógar að undanförnu og komið tiltölulega lítið við sögu undan- farnar vikur vegna meiðsla. Það breytir því samt ekki að á þessari leiktíð hefur Ramsey spilað 1.227 mínútur í deild, skorað þrjú mörk og lagt upp tvö. Það gerir mark eða stoðsendingu á hverjum 245 leiknum mínútum. Á síðustu leiktíð lék hann 1.761 mínútu, skoraði tíu mörk og lagði upp níu sem gerir mark eða stoðsendingu á hverjum 94 leiknum mínútum. Ross Barkley Félag: Everton Ross Barkley er af mörgum talinn einn efnilegasti knattspyrnumaður Englendinga. Eftir fína frammistöðu í fyrra, þar sem Barkley skoraði sex mörk í deild og lagði upp fjögur, töldu margir að hann tæki skref fram á við og kæmi sér í hóp bestu leikmanna deildarinnar. Einhver bið ætlar að verða á því enda hefur Barkley ekki verið svipur hjá sjón í vetur. Í 19 deildarleikjum hefur hann skorað eitt mark og lagt upp tvö. Mario Balotelli Félag: Liverpool Það lá eiginlega alltaf fyrir að annaðhvort myndi Mario Balotelli slá í gegn hjá Liverpool eða floppa algjörlega, hann er bara þannig leikmaður. Því miður virðist það síðar- nefnda ætla að verða raunin. Balotelli hefur aðeins skorað eitt mark í úrvalsdeildinni í vetur og lagt upp tvö til viðbótar í deildinni. Það er ekki beint framúrskarandi árangur hjá manni sem kostaði 16 milljónir punda. Hann virðist vera kominn í algjört aukahlutverk hjá Liverpool og bendir flest til þess að hann verði seldur í sumar. Radamel Falcao Félag: Manchester United Radamel Falcao hefur skorað og skorað fyrir öll lið sem hann hefur leikið fyrir – nema Manchester United. Kólumbíumað- urinn fór til United á lánssamningi frá franska liðinu Monaco áður en fé- lagaskiptaglugginn lokaði í september. Hann glímdi við alvarleg hnémeiðsli stóran hluta síðasta árs og virðist ekki hafa náð sér að fullu af þeim. Hann hefur skorað fjögur mörk á tímabilinu sem er arfaslakt fyrir einn launahæsta leikmann í heimi. Romelu Lukaku Félag: Everton Lukaku varð dýrasti leikmaður í sögu Everton í fyrrasumar þegar félagið keypti hann frá Chelsea. Hann lék á láni hjá Everton á síðustu leiktíð og skoraði 15 mörk auk þess að leggja upp níu. Á þessu tímabili hefur Lukaku ekki fundið sig í framlínu Everton og aðeins skorað sjö mörk í deildinni auk þess að leggja upp fjögur. Að meðaltali líða 205 mínútur milli marka eða stoðsendinga en í fyrra voru mínúturnar 108.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.