Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2015, Side 2
Helgarblað 25.–27. júlí 20152 Fréttir
Lífrænt
Valið besta
heilsuefnið
Fæst í apótekum, Hagkaup, Krónunni,
Grænni heilsu, Heilsuhúsinu og Fjarðarkaup.
www.thebeautyshortlist.com
Best Health Supplement - Overall Wellbeing
Hreinsar líkamann, bætir andadrátt og líkamslykt,
fegrar og frískar húðina
Bætir meltingu, gerir líkamann basískan,
kemur á réttu pH gildi
Yr 100 lífræn næringarefni sem gefa orku,
einbeitingu og vellíðan
Spirulina, Chlorella & Barleygrass
Lifestream framkvæmir þrefaldar næringarprófanir; við uppskeru,
eftir framleiðslu og að lokum með vottun frá óháðri prófunarstofu.
Dagleg græn upplyfting. Heilnæmt fæði, hámarks
upptaka og nýting á næringarefnum.
120 hylki.
Útgáfa DV
næstu daga
Að þessu sinni fylgir DV 44 síðna
tekjublað með tekjum ríflega
tæplega þrjú þúsund Íslendinga.
Ástæða þess að það kemur út á
laugardegi að þessu sinni er sú að
skattstjóri birti útsvarsgögn í gær,
á föstudegi.
Næsta útgáfa DV verður
þriðjudaginn 28. júlí, en þá kem-
ur út vikublað.
Verslunarmannahelgarblaðið
kemur svo út föstudaginn 31. júlí
næstkomandi.
Þekkir þú
manninn?
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
óskar eftir upplýsingum um hver
maðurinn á myndinni er en hans
er leitað í tengslum við rannsókn
lögreglu á atviki sem átti sér stað í
útibúi Íslandsbanka, Höfðabakka
9, þann 9. júlí sl. um klukkan 16.
Maðurinn er talinn hafa farið af
vettvangi á vespu.
Lögregla biður manninn um
að hafa samband. Hann, eða
þeir sem vita hver maðurinn er,
er beðinn um að hafa samband í
síma 444-1000, senda tölvupóst
á netfangið einar.asbjornsson@
lrh.is eða senda einkaskilaboð
á Facebook-síðu lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu.
Rannsakar ofbeldi í
litlum samfélögum
n Talar við þolendur og bæjarbúa n Neikvæð viðbrögð við nauðgunarkærum
S
temningin er frábær fyrir
gönguna og sérstaklega eftir
kynningarpartíið á Húrra á
miðvikudaginn var. Það var
röð fram með tveimur götum
því það mættu svo margir – og það var
svo gaman,“ segir Sunna Ben, einn
skipuleggjenda Druslugöngunnar
sem verður gengin í dag, laugardag,
klukkan 14.00. Gengið verður frá Hall-
grímskirkju, efst á Skólavörðuholti,
niður á Austurvöll þar sem ræðuhöld
munu fara fram og tónlist spiluð.
Ræðumenn eru Sóley Tómasdóttir,
Jóhannes Kr. Kristjánsson og Guðrún
Katrín Jóhannesdóttir.
Hljómsveitirnar Mammút, Úlfur
Úlfur og Boogie Trouble munu stíga á
svið auk Friðriks Dórs
tónlistarmanns.
Biðröð í kynningar
partíið
„Við höfum verið að
selja ýmsan varning í
tengslum við gönguna
eins og derhúfur og
boli. Salan varð svo
mikil að við erum eig-
inlega að rembast við að
framleiða enn meira fyr-
ir gönguna,“ segir Sunna.
Hún segir marga hafa
málað og smíðað skilti í
kynningarpartíinu sem
nota á í göngunni en þeir sem vilja
geta einnig mætt fyrr í dag til að búa
til sín eigin.
Sunna segir nýja herferð
Druslugöngunnar hafa slegið í gegn.
„Nýja herferðin, „Ég er drusla“, hefur
gengið framar vonum og við erum
mun sýnilegri núna en áður. Gréta
Þorkelsdóttir og Helga Dögg Ólafs-
dóttir áttu hugmyndina að henni og
þetta var dálítið stórt verkefni sem
gekk mjög vel,“ segir hún glöð í bragði.
Sér eftir að hafa ekki kært
Sunna birti færslu á Facebook-síðu
sinni fyrir nokkru þar sem hún
greindi frá því hún hefði orðið fyrir
grófu kynferðisofbeldi sem hún
kærði ekki til lögreglu en iðrist að
hafa ekki kært.
„Mér var ráðlagt að fara ekki
lengra með málin. Núna þegar um-
ræðan hefur opnast meira og ég tek
þátt í henni þá átta ég mig á því hvað
þetta er galið. Ég fattaði ekki þegar
ég var unglingur að fara lengra með
málin enda sagði lögregluþjónn
mér að gera það ekki, það tæki því
ekki og væri ekki þess virði. Það var
ekki fyrr en ég var orðin fullorðin að
ég áttaði mig á þessu,“ segir hún að
lokum.
Nauðgunarkærur í litlum
bæjarfélögum
Guðrún Katrín Jóhannesdóttir
verður í hópi ræðumanna í
göngunni í ár en hún vinnur að
mastersritgerð í félagsfræði um við-
brögð við nauðgunarkærum í litlum
bæjarfélögum.
„Ég er að skoða tvö tilvik í litlum
bæjarfélögum þar sem nauðganir
hafa verið kærðar en ég tala bæði
við þolendur og aðra bæjarbúa.“
Hún segist ekki geta rætt sér-
stakar niðurstöður varðandi um-
fjöllun sína þar sem hún sé enn að
vinna rannsóknina.
„Mál þessara stúlkna eru sam-
bærileg, þær hafi upplifað verulega
neikvæð viðbrögð annarra bæjar-
búa eftir að hafa kært nauðgun.“
Fagaðilar geti haft áhrif á
farveg mála
Hún segir þolendur kynferðisof-
beldis í litlum bæjarfélögum sem
segja frá og kæra málin oft fá nei-
kvæð viðbrögð sem felist í svip-
brigðum, hunsun, um þá sé mikið
talað og jafnvel gert lítið úr þeirra
upplifun.
„Þetta er það sem fólk á í hættu ef
það kærir nauðgun. Svona viðbrögð
geta haft miklar afleiðingar í för
með sér og fólk kannski kærir ekki. Í
þessu felst því ákveðin þöggun enda
veit fólk hvaða neikvæðu viðbrögð-
um það getur þurft að mæta.“
Aðspurð bætir Guðrún því við að
fagaðilar geti haft áhrif á í hvaða far-
veg kynferðisbrotamál fara. „Það er
erfitt að tala fyrir hönd einhvers en
ég hef rekist á dæmi þar sem fagað-
ilar hafa áhrif á hvað þolendur gera.
Hins vegar er ég ekki beinlínis að
skoða það heldur það þegar nauðg-
un hefur verið kærð og heilu bæjar-
félögin fara upp á móti fórnar-
lömbum kynferðisofbeldis. Svo
virðist sem fólk sé frekar tilbúið til
að lýsa yfir stuðningi við gerendur
en þolendur.“ n
„Svona viðbrögð
geta haft miklar
afleiðingar í för með
sér og fólk kannski
kærir ekki.
Sunna Ben Einn skipuleggjenda
Druslugöngunnar.
Guðrún Katrín Jóhannesdóttir „Mál
þessara stúlkna eru sambærileg, þær
hafa upplifað verulega neikvæð viðbrögð
annarra bæjarbúa eftir að hafa kært
nauðgun.“
Druslugangan Samstaða
með þolendum kynferði
sofbeldis.
Druslugangan
Fjölmennt verður í
miðbænum í dag.
MyND SiGtryGGur Ari
Birna Guðmundsdóttir
birna@dv.is