Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2015, Qupperneq 8
Helgarblað 25.–27. júlí 20158 Fréttir
HamraHlíð 17, 105 reykjavík / Hús Blindrafélagsins / sími 552-2002
Vönduð
lesgleraugu
frá 3.900 kr.
„Það kemur vel til greina
að boða til hluthafafundar“
Bankasýslan íhugar að boða til fundar vegna ákvörðunar um byggingu höfuðstöðva Landsbankans
B
ankasýsla ríkisins er með
til skoðunar að boðað verði
til hluthafafundar vegna
umdeildrar ákvörðunar
bankaráðs Landsbankans
um að reisa nýjar höfuðstöðvar
bankans við Austurhöfn, í miðborg
Reykjavíkur. Forstjóri bankasýsl-
unnar hefur sjálfur sagt að hann
hefði viljað sjá aðra möguleika
skoðaða og óttast að kostnaður
geti farið fram úr ætlun og verk-
efnið tafist.
„Það kemur vel til greina að
boða til hluthafafundar“
„Við erum að fara yfir málið og það
kemur vel til greina að boða til
hluthafafundar,“ segir Jón Gunn-
ar Jónsson, forstjóri Bankasýsl-
unnar. Hann vildi að svo stöddu
ekki slá því föstu hvenær ákvörðun
lægi fyrir. Á slíkum fundi myndi
Bankasýslan að öllum líkindum
óska eftir frekari rökstuðningi á
þeim forsendum sem lægju á bak
við ákvörðunina og þannig sann-
reyna hvort fullyrðingar um hag-
kvæmni séu á rökum reistar. Einnig
er mögulegt að Bankasýslan leggi
fram ályktun gegn framkvæmdun-
um en slíkt mundi setja verulegan
þrýsting á stjórn bankans.
Forstjórinn ekki farið leynt
með óánægju sína
Bankasýsla ríkisins fer með 98%
eignarhlut ríkisins í Landsbankan-
um og skipar bankaráðið. Það var
bankaráðið, sem fer með æðstu
stjórn bankans, sem tók ákvörðun
um að farið yrði í framkvæmdina
og hefur Jón Gunnar staðfest við
fjölmiðla að ákvörðunin hafi ver-
ið innan ákvörðunarsviðs banka-
ráðsins og ekki hafi þurft að bera
hana undir hluthafafund. Jón
Gunnar hefur hins vegar ekki far-
ið leynt með óánægju sína varð-
andi ákvörðunina. Í samtali við
Viðskiptablaðið sagðist hann vilja
sjá aðra möguleika skoðaða til hlít-
ar auk þess sem hann óttaðist að
kostnaðurinn gæti farið fram úr
áætlunum, verkefnið gæti tafist og
að það myndi taka of mikinn tíma
frá stjórnendum bankans. Að hans
sögn þyrfti Bankasýslan að sann-
reyna fullyrðingar bankans um
hagkvæmni ákvörðunarinnar.
Frumkvæði Vestmannaeyja-
bæjar
Fyrr í vikunni fól bæjarráð Vest-
mannaeyjabæjar bæjarstjóra að
óska eftir hluthafafundi í Lands-
bankanum og kalla þar eftir frekari
rökstuðningi vegna fyrirhugaðr-
ar nýbyggingar bankans. Sérstak-
lega vildi bæjarráð að óskað yrði
eftir því að stjórn Landsbankans
léti fara fram óháð mat á því hvaða
staðsetning væri hentug. Í bókun
bæjarráðs kom fram að þar sem að
bankinn sé nánast eingöngu í op-
inberri eigu „sé sérstaklega brýnt
að vanda til verka hvað nýfram-
kvæmdir við höfuðstöðvar varðar
og þá ekki síst að þess verði gætt
að hvergi séu send þau skilaboð að
óráðsía, glæframennska og flott-
ræfilsháttur verði látinn viðgang-
ast. Vítin eru til að varast þau.“
Hagkvæmt fyrir miðbæjarfyr-
irtækið
Eins og fram hefur komið eru
helstu rökin varðandi framkvæmd-
ina hjá stjórnendum Landsbank-
ans þau að mikið óhagræði sé af
núverandi húsnæðisfyrirkomulagi
bankans en fyrirtækið sé dreift í
fjölmörgum byggingum í miðbæn-
um sem flestar séu leigðar. Með
því að byggja nýjar höfuðstöðvar
á einum stað sé bankinn að spara
sér um 700 milljónir króna á ári í
leigukostnað. Nýja byggingin mun
kosta um átta milljarða og halda
stjórnendur bankans því fram að
fjárfestingin muni borga sig upp á
tíu árum. Einnig hefur komið fram
að bankinn skilgreini sig sem mið-
bæjarfyrirtæki. Bankinn hafi verið
til húsa í hjarta miðbæjarins í rúma
öld og þar vilji fyrirtækið vera.
Sigmundur Davíð: Fresta ætti
áformunum um 3–4 ár
Fjölmargir hafa stigið fram og gagn-
rýnt áform bankans. Forsætisráð-
herra, Sigmundur Davíð Gunn-
laugsson, er í þeim hópi og sagði í
samtali við RÚV að algjörlega ótíma-
bært væri að ráðast í byggingu höf-
uðstöðva og að fresta ætti slíkum
áformum um 3–4 ár. Fjölmargir aðr-
ir húsnæðiskostir væru fyrir bank-
ann á höfuðborgarsvæðinu og utan
þess og á þessum tímapunkti ætti
bankinn að einbeita sér að því að
bæta kjör viðskiptavina. Frosti Sig-
urjónsson alþingismaður benti á að
ef að átta milljarða byggingaráform
væru hagkvæm þá væru ódýrari
kostir mun hagkvæmari. Í því sam-
hengi benti hann á enn stærra hús-
næði við Urðarhvarf í Kópavogi sem
fullbúið myndi ekki kosta meira en
tvo milljarða. Að auki gæti bankinn
þá selt lóðina við Austurhöfn upp í
kostnaðinn.
Steinmola fyrir steinmola
Kári Stefánsson, forstjóri Decode,
gekk þó lengst í gagnrýninni og leitaði
í smiðju Kjarvals: „Sjáið þið til þess að
húskarl ykkar fái frið til þess að reisa
húsið mikla við Austurhöfnina. Dreif-
ið um húsið þrjú hundruð þúsund
sleggjum og hvetjið landsmenn alla
til þess að koma og brjóta það niður
steinmola fyrir steinmola til þess að
tjá reiði sína og fyrirlitningu á hrokan-
um og óhófinu sem einkenndu bank-
ana fyrir hrun og skutu síðan upp
kollinum rétt sem snöggvast í Lands-
bankanum árið 2015.“ n
Björn Þorfinnsson
bjornth@dv.is
Kærir gæslu-
varðhald
Maður sem grunaður er um að
hafa smitað ungar konur af HIV-
veirunni hefur ákveðið að kæra
gæsluvarðhaldsúrskurð, en hann
var á miðvikudag úrskurðað-
ur í gæsluvarðhald til 20. ágúst.
Lögmaður hans hefur ákveðið
að kæra úrskurðinn sem tekinn
verður fyrir í Hæstarétti á næstu
dögum. Málið hefur verið rann-
sakað í samvinnu við sóttvarna-
lækni, Harald Briem, sem hefur
staðfest að málið sé óvenju um-
fangsmikið. Maðurinn er níger-
ískur hælisleitandi á þrítugsaldri
sem hefur verið hér á landi í rúmt
ár. „Það er mikilvægt að finna fólk
og mjög algengt að við fáum að-
stoð frá lögreglu til þess. Það er í
samræmi við sóttvarnarlög,“ segir
Haraldur en konur sem telja sig
geta verið í hættu eru beðnar um
að hafa samband við lögregluna.
Leiðrétting
Í síðasta tölublaði mátti lesa um-
fjöllun um starfsemi ADHD-
teymis Landspítala Íslands. Þar
kom fram að teymið hefði ekki
fengið fjárveitingu árin 2014 og
2015. Það er ekki rétt og leiðréttist
hér með en teymið fékk 40 millj-
óna króna fjárveitingu í lok ársins
2014, en það kom ekki fram í
fjárlögum. Þó ekki hafi verið gert
ráð fyrir fjárveitingu til ADHD-
teymisins í fjárlögum ársins 2015
standa nú yfir samningaviðræð-
ur við Sjúkratryggingar Íslands
þar um.