Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2015, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2015, Side 15
Skrýtið 15Helgarblað 25.–27. júlí 2015 Betra grænmeti Betra kjöt Betri ávextir Fyrst og fremst... þjónusta Horfðu aftur n Þessar myndir þarfnast útskýringa n Sjónhverfingar ljósmyndara Þ eir eru klókir, ljósmyndar- ar Reuters, og hafa náð myndum af ótrúlegustu hlutum. Þessar myndir þurfa margar hverjar tals- verða yfirlegu áður en hægt er að átta sig á þeim. Hefur þú náð svona sjónhverfinga- myndum? Sendu okkur þær endilega á ritstjorn@dv.is ef svo er. n „Alveg hauslaus“ Þó að átökin geti verið mikil á kappleikjum þá var þessi hafnabolta- maður, Ben Fransisco, ekki afhöfðaður í keppni með Philadelphia Phillies. Hann fékk þó frekar þungt höfuðhögg og ljósmyndari Reuters náði mynd á hárréttu augnabliki. Ósýnilegi maðurinn Kínverski listamaðurinn, Liu Bolin, kemur sér mak- indalega fyrir hjá myndasögum í Caracas í Venesúela. Hann kallar sig ósýnilega manninn og reynir að blanda sér inn í umhverfið eftir bestu getu. Á ystu nöf Þetta ku vera stærsta þríviddar listaverk sem gert hefur verið á Canary Warf í London.Leikararnir sem á því standa nota crossfit-búnað sem komið hefur verið fyrir á verkinu til að ýta undir lofthræðslu vegfarenda og sýna hvernig crossfit-þátttakendur fara út á ystu nöf. Skökk mynd Þessar konur stukku í sjóinn við Havana á Kúbu í mikilli hitabylgju. Ef myndin prentast vel sést hvernig konurnar virðast vera í talsvert skökkum hlutföllum. Rétta augnablikið Þessi maður er ekki að ganga yfir ósýnilega línu í háloftunum og hann er ekki gæddur ofurmannlegum eiginleikum heldur er hann ósköp mannlegur, að líkindum, og ljósmyndarinn snjall. Þegar maðurinn maður tók stökk út í ána Dniprov í Kiev í mikilli hitabylgju náði ljósmyndarinn myndinni á hárréttu augnabliki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.