Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2015, Blaðsíða 19
Umræða 19Helgarblað 25.–27. júlí 2015
Mest lesið
Þetta er óvenjulegt Kærustunni minni var
nauðgað
Ég byrja
yfirleitt illa
Ísland færist nær A-flokki
1 Brimbrettakappi varð fyrir hákarlaárás í beinni
útsendingu
Ástralski brimbrettakappinn Mick
Fanning varð fyrir hákarlaárás í beinni
útsendingu frá heimsbikarmóti í Suður-
Afríku
Lesið: 61.376
2 Máttur FacebookStolinn tjaldvagn fannst
eftir mynddeilingar á
Facebook. Tjaldvagni
Harðar Garðarsson-
ar var stolið. Hann
náði myndum af
þjófnaðinum og birti
þær á Facebook.
Lesið: 31.004
2 Fóru inn í herbergi hjá skólastelpum seint um
kvöld
Sex enskar stúlkur
sem gistu á Reykja-
vík Backpackers
aðfaranótt mánu-
dags voru vaktar
seint um kvöld þegar
starfsmaður gistiheim-
ilisins opnaði læstar dyr herbergisins
til að hleypa öðrum ferðamanni inn.
Sá var að leita að farangri sem hann
taldi að væri í herberginu. Stúlkurnar
voru talsvert skelkaðar og fannst þetta
óþægileg upplifun.
Lesið: 26.669
Haraldur Briem sóttvarnarlæknir um karlmann sem grunaður er um að hafa smitað stúlkur af HIV. - DV.is Annie Mist var ánægð með fyrsta daginn á heimsleikunum í crossfit. - DV.is
Myndin Dyttað að húsinu á heitum sumardegi Þessi nýtti veðurblíðuna og málaði blátt ofan í blátt. Mynd ÞoRMAR ViGniR GunnARSSon
Betra blóðflæði
betri heilsa með SuperBeets rauðrófu kristal
Fæst í flestum apótekum og heilsubúðum - S: 896 6949
w
w
w
.s
u
p
er
b
ee
ts
.is
-
v
it
ex
.is
Betra blóðflæði
betri heilsa með SuperBeets rauðrófu kristal
Superbeets Nitric Oxide allt að 5 sinnum öflugra
1. dós superbeets jafngildir 30 flöskum af 500 ml rauðrófusafa
Nitric Oxide
Nóbelsverðlaun 1998
Sameind ársins 1992
Uppgötvun á Nitric Oxide
var upphafið á framleiðslu
rislyfja
Eftir fertugt
framleiðir líkaminn
50% minna Nitric Oxide
Fæst í flestum apótekum og heilsubúðum
Upplýsingar í síma
896 6949 og www.vitex.is
Fæst í flestum apótekum og heilsubúðum
NÝTT
w
w
w
.z
en
b
ev
.is
-
U
m
b
o
ð
: v
it
ex
e
h
f
Betri og dýpri
svefn
Engin eftirköst eða ávanabinding
Melatónin
Upplýsingar í síma 896 6949 og www.vitex.is
úr graskersfræjum
ZenBev - náttúrulegt Triptófan
Vísindaleg sönnun á virkni
sjá vitex.is
Tvær bragðtegundir
sítrónu og súkkulaði
Melatónín er talið minnka líkur
á blöðruhálskirtilskrabbameini
sjá vitex.is
Breyting nítrats úr fæðu í Nitric Oxide
byrjar í munni, þess vegna er
SuperBeets tekið inn í vökvaformi,
en ekki töfluformi.
Nitric Oxide
Superbeets
allt að
5 sinnum öflugri
1. dós superbeets
jafngildir
30 flöskum af 500 ml
rauðrófusafa
Íslensk vottun á virkni NO3
Sýni rannsóknarstofa - Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Eftir fertugt framleiðir líkaminn 50% minna Nitric Oxide. SUPERBEETS örvar
Nitri c Oxide framleiðslu strax. Bætt blóðflæði og aukin súrefnisupptaka hefur jákvæð
áhrif á alla starfsemi líkamans, þ.m.t. hjarta og æðakerfi.
ATH: Breyting nítrats úr fæðu í Nitric Oxide. (NO) byrjar í munni, þess vegna er
SuperBeets tekið inn í vökvaformi, en ekki töfluformi.Þ
egar Grikkir tóku upp evru árið
2001 hafði þar um nokkurra
ára skeið ríkt sæmilegt jafn-
vægi í efnahags- og peninga-
málum, en áður hafði Grikkland iðu-
lega þurft að glíma við verðbólgu og
hátt vaxtastig. Aðild Grikklands að
myntbandalaginu var því álitin mik-
ilvægur áfangi í því að tryggja efna-
hagslegan stöðugleika landsins til
framtíðar og skapa ný tækifæri. For-
sætisráðherrann á þeim tíma dró upp
þá líkingu að upptaka evru myndi
færa Grikkland nær hjarta Evrópu.
Kannski hafa ekki margir séð fyr-
ir að upptaka evru myndi leiða til of-
þenslu gríska hagkerfisins, efnahags-
hruns og margra ára kreppu. En vart
hefur nokkur Grikki getað séð fyr-
ir þá gríðarlegu hörku sem aðildar-
ríkin, með Þýskaland í broddi fylk-
ingar, voru tilbúin að sýna Grikklandi
í efnahagserfiðleikum þess. Í stað
samstöðu og samhjálpar hafa vina-
þjóðirnar látið Grikki sæta afarkost-
um og þvingunaraðgerðum. Jafnvel
Alþjóða gjaldeyrissjóðnum virðist
nóg um hörkuna.
Það eru engin fordæmi fyrir því að
peningakerfi ríkis sé nánast tekið úr
sambandi í þeim tilgangi að þvinga
landsmenn til að ganga að afarkost-
um. Nú er ljóst að slík þvingunar-
aðgerð er ekki bara fræðilegur
möguleiki heldur sá kaldi veruleiki
sem Evrópusambandið hefur boð-
ið Grikklandi. Ef grísk stjórnvöld
hefðu ekki fallist á þá afarkosti sem
ESB bauð þeim blasti við algert hrun
hagkerfisins. Þannig hefur Evrópu-
sambandið fengið sínu framgengt en
harkan sem Grikkir voru beittir mun
væntanlega seint gleymast.
Eftir þriggja vikna lokun grískra
banka voru þeir opnaðir aftur síðast-
liðinn mánudag. Ekki má þó taka út
meira en 60 evrur á dag og auk þess
er lokað á millifærslur milli landa.
Forseti samtaka grískra banka hvet-
ur sparifjáreigendur til að leggja
peninga sína í banka og fullyrðir að
óhætt sé að treysta bönkunum. Geta
Grikkir treyst því? Árið 2010 hvatti
þáverandi fjármálaráðherra Grikk-
lands almenning til að fjárfesta í rík-
isskuldabréfum sem voru svo færð
niður um 53% tveimur árum síðar.
Grískir bankar eru rúnir trausti eft-
ir þriggja vikna lokun og hverfandi
líkur á að almenningur muni treysta
bönkum fyrir sparifé sínu á næst-
unni. Fjármagnsflóttinn úr grísk-
um bönkum mun því líklega halda
áfram og kalla á frekari neyðarað-
gerðir í náinni framtíð. Spurningin er
hvaða skilyrði muni fylgja þeirri fyr-
irgreiðslu.
Þurfa að taka upp sjálfstæða
mynt
Þótt grískir bankar séu ekki í ríkiseigu
hefur seðlabanki evrusvæðisins neit-
að að leggja þeim til lausafé án rík-
isábyrgðar. Skuldir einkabanka hafa
þannig færst yfir á ríkissjóð og þá sem
greiða skatta. Lánin til grísku bank-
anna hafa runnið til þess að gera upp
við stóra erlenda kröfuhafa, aðallega
evrópska banka. Eignafólk hefur líka
getað forðað sínu fé úr grískum bönk-
um en almennt launafólk situr eft-
ir með skuldugri ríkissjóð og þyngri
skattbyrði. Erfitt er að sjá hvernig
Grikkland á að komast upp úr krepp-
unni án verulegrar lækkunar skulda
og upptöku sjálfstæðrar myntar.
Þegar ESB stillti Varufakis og
Tzipras upp við vegg kom í ljós að
þeir höfðu í raun ekkert „Plan B“ í
raun. Haft er eftir Varufakis að þeir
hafi ekki gert ráð fyrir að ESB myndi
beita aðildarríki slíkri hörku. Hag-
fræðingar hafa bent á að ef Grikkland
hefði átt tilbúna áætlun um upptöku
drökmu hefði samningsstaða þess
verið allt önnur og sterkari. Upptaka
sjálfstæðrar myntar hefði með geng-
isfellingu leitt til lækkunar á stór-
um hluta skulda, samkeppnishæfni
Grikklands hefði orðið gríðarsterk,
hagvöxtur hefði tekið við sér, ekki síst
ferðaþjónusta, atvinna hefði aukist
og skattstofnar ríkisins tekið við sér.
Fjárfestar hefðu séð tækifæri í Grikk-
landi og fjármagn byrjað að flæða
til landsins að nýju. Myntbandalag
Evrópusambandsins hefði hins vegar
ekki mátt við slíku fordæmi enda
gætu þá fleiri aðildarríki farið að
íhuga útgöngu úr myntbandalaginu
sem lausn á sínum efnahagsvanda.
Reiða sig á gæsku
Án sjálfstæðs gjaldmiðils getur
Grikkland ekki komið hjólum at-
vinnulífsins í gang af sjálfsdáðum.
Grikkland mun því áfram þurfa að
reiða sig á gæsku Evrópusambands-
ins og efnahagsaðstoð sem nú er
ljóst að ekki fæst nema gegn ströng-
um skilyrðum. Síðan ESB hóf „björg-
unaraðgerðir“ í Grikklandi árið 2010
hefur hagkerfi þess dregist saman
um 25%. Laun hafa lækkað um 20%
og atvinnuleysi aukist úr 10% í 25%.
Ríkisskuldir, sem hlutfall af þjóðar-
framleiðslu, hafa aukist úr 113% í
170%. Heilbrigðis-, velferðar- og
menntakerfi Grikklands eru í rúst.
Fjármagns- og atgervisflótti er við-
varandi. Fjórðungur grunnskóla-
barna er vannærður vegna fátækt-
ar. Sjúkir og aldraðir deyja vegna
þess að lyf eru ekki til. Enn sér ekki
fyrir endann á vanda Grikklands og
lengi gæti vont versnað. Spurst hef-
ur að tugþúsundir Breta hafi afbók-
að Grikklandsferðir sínar á meðan
bankar voru lokaðir og þýskir ferða-
menn óttist nú að þeir séu ekki leng-
ur velkomnir í Grikklandi. Verði
stjórnmálaástandið talið ótryggt í
Grikklandi gæti ferðageirinn hrunið
með skelfilegum afleiðingum.
Saga Grikklands sýnir hve mik-
ilvægt það getur verið að eiga sjálf-
stæðan gjaldmiðil þegar á móti blæs.
Þjóðir geta lent í efnahagsáföllum af
ólíkum ástæðum, en dæmin sýna að
hagkerfi sem byggja á sjálfstæðum
gjaldmiðli eru margfalt fljótari að ná
sér aftur á strik. Það er líka ljóst að
vísasta leið þjóðar til að glata efna-
hagslegu sjálfstæði sínu er að færa
erlendum aðila valdið til að skapa
gjaldmiðilinn. n
ESB er engin elsku mamma
Kjallari
Frosti Sigurjónsson
þingmaður framsóknarflokksins
Atli Fannar Bjarkason skrifaði um kærustuna sína og Druslugönguna. - Fréttablaðið