Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2015, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2015, Qupperneq 22
Helgarblað 25.–27. júlí 201522 Fólk Viðtal S purður um hið dvínandi fylgi í skoðanakönnunum segir Guðmundur: „Ég ætla ekki að fela það að þetta er búið að vera tilefni mikilla vanga­ veltna og naflaskoðunar bæði innan flokksins og í samtölum við aðra.“ Hann er spurður hvaða skýringar hann hafi á þessa litla fylgi og segir: „Ég hef enga eina almenna skýringu á því. Þingflokkurinn er mjög góð­ ur að mínu mati og við stöndum okkur vel í sveitarstjórnum, þótt við viljum auðvitað alltaf gera betur. Við erum nýr flokkur og ég held að við höfum látið aðra skilgreina okkur of mikið. Það er innbyggt í módel­ ið okkar að nálgast pólitík með gild­ um sem birtast mörgum sem mjög mjúk, en við upplifum þau sem gildi sem þarf að vanda sig við að halda. Við viljum nálgast hlutina af yfirveg­ un og sanngirni, förum ekki í mann­ inn heldur málefnið og reynum að setja niður deilur frekar en að sækja í þær. Pólitískir andstæðingar okkar hafa sumir skilgreint okkur sem eitt­ hvað allt annað en við erum, jafn­ vel sem letingja og segja okkur vera í pólitík út af engu, sem er auðvit­ að fjarstæða. Við höfum látið þetta viðgangast of lengi án þess að svara fyrir okkur. Það verður heldur ekki horft framhjá því að frjálslyndir flokkar sem svipar til okkar, tala fyrir opnu efnahagslífi, fjölbreyttu samfélagi, og staðsetja sig gegn þjóðernis­ hyggju hafa átt erfitt uppdráttar víða í Evrópu. Svo er líka töluverð reiði í þjóðfélaginu og við í Bjartri fram­ tíð höfum ekki skilgreint okkur sem mótmæla­ eða reiðiframboð, þótt við séum vissulega reið yfir mörgu.“ Heldurðu að sterk staða Pírata sé að hluta því að þakka að fólk líti á þá sem uppreisnar- og reiðiframboð? „Það kann að vera. Það er alla vega uppreisnarandi yfir nafninu Píratar og ekki hægt að horfa fram­ hjá því að það er minni uppreisn­ arandi yfir nafninu Björt framtíð. Við í Bjartri framtíð erum kannski ekki að höfða til óánægjufylgis, eins og Píratar. Við þurfum að koma því betur til skila að hlutirnir sem við viljum breyta eru þeir sömu og mjög margt fólk er óánægt með. Við vilj­ um breyta stjórnmálamenningunni og byggja ákvarðanir á upplýsing­ um og faglegri nálgun, hlusta á ólík sjónarmið og ástunda alvöru lýð­ ræði. Ég held að það sé mikil eftir­ spurn eftir þessu, þótt manni finnist reyndar stundum, þegar hitinn er hvað mestur í þjóðfélaginu, að meiri eftirspurn sé eftir skætingi. Stjórnmálin snúast ekki bara um stjórnmálamenninguna. Björt fram­ tíð er stofnuð vegna allra þeirra um­ bóta sem við viljum ráðast í og þeirra lífsviðhorfa sem við stöndum fyrir. Við leggjum áherslu á að fólk tali saman, en það þýðir ekki að við höf­ um ekki miklar skoðanir sjálf. Skoð­ anir eru til alls fyrstar. Þess vegna höfum við í Bjartri framtíð brugðist harkalega við í sumum málum, eins og yfir þeim dæmalausa yfir gangi að draga til baka aðildarumsóknina að Evrópusambandinu og vegna tillögu frá Jóni Gunnarssyni um að fjölga virkjunum bara si­sona. Við mun­ um áfram standa þessa vakt og láta í okkur heyra .“ Útilokar að sameinast Samfylkingunni Þið tapið fylgi og Samfylkingin er líka að tapa fylgi. Finnst þér koma til greina að flokkur þinn sameinist Samfylkingunni? „Nei, það finnst mér ekki.“ Finnst þér það gjörsamlega útilokað? „Já, mér finnst það.“ Er einhver innan þíns flokks sem tal- ar fyrir þessari sameiningu? „Nei, þar talar enginn fyrir því.“ Geturðu séð fyrir þér einhvers konar kosningabandalag með vinstri flokk- unum fyrir næstu kosningar? „Það er ekki útilokað. Okkur hefur gengið ágætlega að starfa með Samfylkingunni, Pírötum og Vinstri grænum í Reykjavík en það má ekki gleyma því að Björt framtíð á líka í mjög fínu samstarfi við Sjálfstæðis­ flokkinn í Kópavogi, Hafnarfirði og Akranesi. Það er töluverður munur á kúltúr hjá okkur og Samfylkingunni og Vinstri grænum og við nálgumst hlutina öðruvísi. Ég er ekki tilbúinn að stíga inn í þeirra kúltúr.“ Hvað áttu við? „Mér finnst hlutirnir ganga of mikið út á átök í gömlu flokkunum og það á líka við um vinstri flokk­ ana. Í þessum flokkum er mikið af góðu fólki og ég finn samhljóm með mörgu í þeirra hugsjónum. En mér finnst eitthvað rangt við nálgunina. Fólk er í miklum átökum sín á milli og mér finnst pólitíkin of mikið skil­ greind út frá átökum við andstæðing. Þetta er gamaldags nálgun á pólitík Allt er undir Guðmundur Steingrímsson stofnaði Bjarta framtíð árið 2012 og árið eftir fékk flokkurinn sex þingmenn í alþingiskosningum. Skoðanakann- anir sýna áberandi lítið fylgi flokksins. Guðmundur ræðir um stöðu flokksins og pólitískar áherslur, störf ríkisstjórnarinnar og andann á Alþingi. Hann útilokar sameiningu við Samfylkinguna en telur möguleika á kosningabandalagi með vinstri flokkunum fyrir næstu kosningar. Hann segir að í pólitíkinni sé tekin við ný kynslóð stjórnmálamanna sem sé margfalt betri en gömlu stjórnmálamennirnir. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is „Og svo les maður bullið í Davíð Oddssyni sem mér finnst hafa fullkomnað ósann- girni sem stílbragð og lífsviðhorf. Hann er eins og helstirni sem eys illsku yfir samfélagið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.