Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2015, Síða 76

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2015, Síða 76
Helgarblað 25.–27. júlí 201532 Lífsstíll 1 Hvers vegna fórst þú á spunanámskeið? „Ég fór á fyrsta námskeiðið sem hún hélt þegar ég vissi ekkert hvað þetta var. Aðallega af því að Dóra er ein uppáhaldsleikkonan mín og mér finnst hún svo klár og hæfileikarík og var viss um að hún gæti kennt mér eitthvað og líka af því ég er áhugamanneskja um allt sem er fyndið.“ 2 Var það skref út fyrir þinn þægindaramma? Ef já, hvers vegna? „Þetta er líkt því sem ég hef fengist við að því leyti að þetta snýst um að koma fram og leika við og með öðrum en ólíkt að því leyti að það er ekkert handrit og enginn veit hvað gerist næst og allir geta leikið allt. Ef mig langar að leika karlkyns skipstjóra sem hefur áhuga á hannyrðum og er skotinn í Gylfa Ægissyni þá bara geri ég það. Þetta er vettvangur þar sem allir draumar og draumahlutverk geta orðið að veruleika og allir geta verið Mary Poppins.“ 3 Hvað fékkst þú út úr námskeiðinu? „Fyrst og fremst ofsafengin hlátursköst og svo lærði ég líka að slaka á og bulla betur. Þetta snýst ótrúlega mikið um samvinnu og hlustun og að hjálpast að við að búa til fyndnustu og skemmti- legustu senuna. Allir geta komið inn í senu og haft áhrif á hana og þá er líka afar mikilvægt að vera ekki búinn að giftast sinni eigin hugmynd heldur vera opinn og tilbúinn að sleppa tökunum og gefa sig óvissunni á vald. Svo þetta er kannski fyrst og fremst æfing í að skipta um skoðun og þora.“Skútuvogi 11 104 Reykjavík Sími 553 4000 www.prentvorur.is 6.590 kr. m.vsk. HVAR KAUPIR ÞÚ TÓNER? Spunaæði á Íslandi n Dóra kynntist spunaforminu í New York n Fyllir hvert námskeiðið á fætur öðru U m þessar mundir ríkir mikið spunaæði á Íslandi. Rekja má æðið til Dóru Jó- hannsdóttur leikkonu, en hún heillaðist af leikspuna þegar hún var heimavinnandi húsmóðir í New York. Dóra segir tæknina flókna en heimspekina að baki henni ótrúlega heillandi. Heimavinnandi húsmóðir Dóra hafði starfað sem leikkona á Íslandi í sjö ár þegar mann hennar, Jörund Ragnarsson, langaði að stíga út fyrir þægindarammann og fara í nám í kvikmyndaleikstjórn og handritsskrifum við Colombia- háskólann í New York. Námið er mjög dýrt sem og lífið sjálft á Man- hattan. Sonur þeirra hjóna var þá tveggja og hálfs árs og sáu þau til dæmis ekki fram á að hafa efni á leikskólaplássi fyrir hann meðan á náminu stæði. „Ég var algjörlega til í að hætta í leikhúsinu og vera heimavinnandi húsmóðir, nokkuð sem margir hneyksluðust á mér fyrir. Ég hafði samt svo sterka tilfinningu fyrir því að það myndi leiða eitthvað stór- kostlegt af sér. Sem það og gerði, því ég rakst á spunaformið og uppgötvaði að þarna var eitthvað allt annað en ég hafði lært áður. Síðan hef ég verið hugfangin og verið í þjálfun við Upright Citizens Brigade (UCB) sem er skóli og leik- hús á Manhattan með áherslu á spuna.“ Spuni er handritslaust leik- rit. Leikararnir spinna atburða- rásina á staðnum og enginn veit fyrirfram hvert sagan stefnir. „Það er afskaplega rík hefð fyrir þessu í Bandaríkjunum og flestir grín- og gaman leikarar þar koma úr þessari þjálfun. Það tekur langan tíma að öðlast öryggi og færni í tækninni en það er svo margt hægt að gera með þetta form. Til dæmis hafa heilu söngleikirnir verið gerðir með kór, hljómsveit, dansi og öllu tilheyrandi.“ Áhugi á gríni nauðsynlegur Á Íslandi hefur ekki skort áhug- ann. Dóra hefur fyllt hvert nám- skeiðið á fætur öðru á örfáum klukkustundum en hún segir ekki nauðsynlegt að vera menntaður leikari til þess að læra og tileinka sér spunaformið. „Þú þarft að hafa áhuga á gríni og fólk sem endist í þessu er oft- ast fólk sem er smá fyndið og þyk- ir fyndið í sínum vinahóp. Þú gerir þetta af því að þú vilt vera í gríni, jafnvel skrifa grín og vera skapandi á þeim vettvangi. Svo nýtist tækn- in í ótrúlega margt annað tengt eða ótengt listum.“ Falleg heimspeki Dóra segir heimspekina að baki spunaforminu sérstaklega fallega auk þess sem ólíkt fólk finni sam- leið í gegnum þetta listform. Hún líkir þessu við hópíþrótt og að leikarar þurfi að vera sérstaklega lunknir í virkri hlustun á meðleik- ara sinn. „Aðferðafræðin gengur út á að styðja mótleikarann, láta hann líta út eins og snilling og gera þannig sjálfan sig að snillingi. Hér gildir bara núvitund enda snýst þetta um að vera í núinu. Virk hlustun er nauðsynleg og fyrirfram gefnar hugmyndir eru óþarfar því spuni er viðbragð við seinustu orðunum sem þú heyrðir mótleikara þinn segja. Mér finnst frábært hvað það er ólíkt fólk sem heillast af þessu, á síðustu námskeiðum voru til dæm- is Saga Garðarsdóttir leikkona, sundlaugarvörður, Ólafur Stefáns- son handboltamaður, læknir og ein sjúklega fyndin 80 ára gömul amma.“ Dóra heldur aftur til New York í ágúst en fjölskyldan stefnir á flutninga heim til Íslands í janúar á næsta ári. Þá hyggst Dóra halda fleiri námskeið auk þess að starfa með spunaleikhópnum Improv Ísland. Áhugasamir geta kynnt sér námskeið Dóru og starf leik- hópsins á Facebook-síðu Improv Íslands. n Út fyrir kassann Kristín Tómasdóttir skrifar „Þú þarft að hafa áhuga á gríni og fólk sem endist í þessu er oftast fólk sem er smá fyndið og þykir fyndið í sínum vinahóp. Spunaleikhópurinn Improv Ísland Improv Ísland er spunaleikhópur sem notar aðferðina „Haraldinn“. Haraldurinn er aðferð innan langspunaformsins, þar sem leikhópurinn skapar 30–60 mínútna gamansýningu fyrir framan áhorfendur, út frá einu orði. Ekkert er ákveðið fyrirfram og hver sýning er aðeins sýnd einu sinni. Í bili samanstendur Improv Ísland leikhópurinn af rúmlega 20 manns af þeim hátt í 200 sem hafa verið að læra og æfa spunaaðferðina hjá Dóru. Leik- hópurinn Improv Ísland er kominn til að vera og stefnir á vikulegar sýningar í Þjóðleik- húskjallaranum í febrúar 2016. Aðstæður breyttust Margir voru hneykslaðir þegar Dóra ákvað að taka sér hlé frá leikhúsinu og gerast heimavinnandi húsmóðir í New York. „Allir geta verið Mary Poppins“ Saga fílaði spunanámskeiðið í botn L eikkonan Saga Garðarsdóttir smellti sér á spunanámskeið hjá Dóru Jóhannsdóttur. Hún fílaði það í botn og sér í lagi að fá í hvívetna að leika draumahlut- verk sín. n
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.