Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2015, Qupperneq 4
4 Fréttir Helgarblað 6.–9. nóvember 2015
Láttu þér líða vel
Opnunartími
Virka daga frá kl. 7.00 - 20.00
Laugardaga frá kl. 9.00 - 18.00
Sunnudaga frá kl. 10.00 - 14.00
meccaspa.is
Hótel Saga, Hagatorgi • 107 Reykjavík • Sími: 511 2111 og 862 0822 (utan opnunartíma)
Gildir f
yrir alla
r
tegund
ir af nu
ddi við
afhend
ingu þe
ssa
miða.
20%
afsláttu
r
Barnið fæddist
á baðherberginu
Tveir sjúkraflutningamenn á höf
uðborgarsvæðinu þurftu að hafa
sig alla við aðfaranótt fimmtu
dags þegar útkall barst vegna
konu með hríðir í austurborginni
sem þurfti að komast á sjúkrahús.
Þegar sjúkraflutningamennirn
ir mættu á heimili konunnar var
hins vegar enginn tími til að flytja
hana eitt né neitt og tóku þeir á
móti barninu inni á baðherbergi.
Mbl.is greindi frá. Guðmund
ur Guðjónsson, annar sjúkra
flutningamannanna sem fóru
í útkallið, segir að skammt hafi
verið orðið á milli hríða og að
konan hafi verið inni á baðher
bergi þegar hann og samstarfs
maður hans mættu á vettvang
auk ljósmóður sem var á bakvakt.
„Og eftir litla stund og skoðun
var orðið ljóst að barnið myndi
fæðast á staðnum,“ segir Guð
mundur.
Atburðarásinni er lýst þannig
að konan, sem er á þrítugsaldri,
vaknaði skyndilega og var með
hríðir. Hún gerði sig þá klára til
að fara á sjúkrahús en þótti ör
uggast að hringja á sjúkrabíl.
Að sögn Guðmundar gekk allt
mjög hratt fyrir sig en um fimm
mínútum eftir að sjúkrabíll
inn kom á staðinn var lítil stúlka
fædd.
„Ég mátti hafa mig allan við
að grípa hana,“ segir hann, en allt
gekk að óskum og heilsast móður
og barni vel.
Átta mánaða
þögn RÚV
Kæra DV til ÚU vegna starfslokasamninga RÚV
Þ
ann 10. nóvember eru liðnir
átta mánuðir frá því að frestur
RÚV til svara Úrskurðarnefnd
um upplýsingamál (ÚU) rann
út. RÚV hefur ekki svarað erindi
nefndarinnar, þrátt fyrir lögboðna
skyldu þar um. Kærandi í málinu er
DV og var kæran móttekin af ÚU 25.
febrúar á þessu ári.
Málavextir eru þeir að DV fjallaði
um mikla aukningu á kostnaði við
yfir stjórn félagsins á tímabilinu sept
ember 2013 til ágústloka 2014. Í frétt
DV 30. janúar á þessu ári sagði: „RÚV
greiddi 60,2 milljónir króna í starfs
lokagreiðslur vegna þeirra breytinga
sem urðu á yfirstjórn félagsins á síð
asta rekstrarári. Félagið greiddi sam
tals 22,4 milljónir króna vegna starfs
loka Páls Magnússonar, fyrrverandi
útvarpsstjóra, en RÚV telur sér ekki
heimilt að veita upplýsingar um frek
ari sundurliðun á greiðslum til annarra
fyrrverandi starfsmanna félagsins.“
DV sætti sig ekki við þessi svör og
kærði málið til ÚU. Krefst DV þess að
fá afhenta og sundurliðaða þá starfs
lokasamninga sem RÚV gerði við
stjórnendur félagsins. Í fyrradag barst
svo DV bréf frá nefndinni þar sem
sagði að RÚV hefði í engu sinnt til
mælum nefndarinnar um að skila
gögnum og að allar líkur væru á að
nefndin tækið málið til efnislegrar
meðferðar á næsta fundi sínum. n
Svara engu RÚV svarar ekki nefndinni
þrátt fyrir lögboðna skyldu.
27. janúar 2015
Telur störf meðeigenda
ekki hafa áhrif á hæfi
N
ei, ég tel störf annarra lög
manna ekki hafa áhrif á
hæfi mitt innan ráðsins til
að fjalla almennt um gjald
eyrismál og gjaldeyris
eftirlit innan bankans,“ segir Ingvi
Hrafn Óskarsson, lögmaður og vara
maður í bankaráði Seðlabanka Ís
lands, aðspurður hvort hann telji
ekki óheppilegt að hann hafi lagt
fram tillögu í ráðinu um að hafin
yrði rannsókn á framkvæmd gjald
eyrisreglna bankans í ljósi þess að
tveir samstarfsmenn hans og með
eigendur hafa sinnt lögmennsku í
nokkrum af stærstu dómsmálum
síðustu ára sem rekja má til reglna
bankans.
Samherji tilefnið
DV greindi á þriðjudag frá því að
Ingvi hefði ásamt Ragnari Árnasyni
og Jóni Helga Egilssyni, hagfræðing
um og bankaráðsmönnum Seðla
bankans, lagt fram tillögu í ráðinu
í september síðastliðnum um að
rannsókn á framkvæmd gjaldeyris
reglna bankans yrði hafin. Ingvi sat
á þeim tíma fundi bankaráðsins
í fjarveru Þórunnar Guðmunds
dóttur, formanns ráðsins, en hún
hafði þá vikið sæti vegna umfjöllun
ar þess um ákvörðun embættis sér
staks saksóknara að fella niður mál
á hendur sjávarútvegsfyrirtækinu
Samherja vegna meintra brota þess
á lögum um gjaldeyrismál. Ástæðan
var sú að Samherji er viðskiptavinur
Lex lögmannsstofu þar sem Þórunn
vinnur. Ingvi tók þá sæti í ráðinu og
segir í skriflegu svari til DV að um
fjöllun ráðsins um málefni Samherja
hafi verið tilefni þess að hann studdi
tillöguna sem síðar leiddi til þess
farið var fram á rannsókn á fram
kvæmd gjaldeyrisreglnanna.
„Ég lagði tillöguna fram í samráði
við nefnda bankaráðsmenn [ Ragnar
Árnason og Jón Helga Egilsson,
innsk. blm.]. Samherjamálið var til
efni tillögunnar og tillagan tengdist
umfjöllun um það mál,“ segir í svari
Ingva sem hann sendi DV eftir að
blaðið óskaði eftir viðtali við hann
vegna málsins.
„Eðlilegur þáttur“
Ingvi Hrafn er einn eigenda lög
mannsstofunnar Lögmenn Lækjar
götu. Þar starfar hann með lög
mönnunum Reimari og Birgi Tjörva
Péturssonum sem eru einnig hlut
hafar í stofunni. Reimar var lögmað
ur íslenska eignaumsýslufélagsins
ALMC, gamla Straums, í dómsmáli
sem má rekja til ágreinings stjórn
enda þess við Seðlabankann vegna
heimildar félagsins til að inna af
hendi greiðslur í erlendri mynt til
hluthafa sinna. Seðlabankinn neit
aði félaginu um að greiða hluthöf
unum en Héraðsdómur Reykjavík
ur féllst í vor á kröfu ALMC um að sú
ákvörðun yrði felld úr gildi.
Reimar er einnig lögmaður Gísla
Reynissonar sem er einn ákærðu í
Asertamálinu svokallaða sem sér
stakur saksóknari áfrýjaði í byrjun
árs til Hæstaréttar í kjölfar sýknu
dóms í héraði. Í því máli var Gísla
og þremur öðrum gefið að sök að
hafa brotið gegn fjármagnshöftum
með ólögmætum gjaldeyrisviðskipt
um. Birgir Tjörvi er lögmaður Ursus
ehf., fjárfestingafélags Heiðars Guð
jónssonar, sem hefur stefnt bank
anum og Eignasafni Seðlabanka Ís
lands (ESÍ) vegna meints tjóns sem
fjárfestirinn telur sig og félagið hafa
orðið fyrir vegna söluferlis Sjóvár
árið 2010. Seðlabankinn kom í veg
fyrir að Heiðar fengi, ásamt öðrum
fjárfestum, að kaupa tryggingafé
lagið vegna rannsóknar gjaldeyris
eftirlits bankans á skuldabréfaútgáfu
Ursus sem bankinn taldi fara í bága
við reglur hans um gjaldeyrismál.
Sérstakur saksóknari tók ákvörðun
um að hætta rannsókn málsins í
febrúar 2012.
„En þau mál sem þú vísar til voru
ekki til sérstakrar meðferðar á fund
um sem ég hef setið. Aukinheldur er
erfitt að sjá hvað getur verið athuga
vert við tillögu um óháða úttekt, sem
er eðlilegur þáttur í eftirlitshlutverki
bankaráðsins,“ segir Ingvi Hrafn. n
Ingvi Hrafn vildi rannsókn á gjaldeyrisreglum þrátt fyrir tengsl við mál sem má rekja til þeirra
„Samherjamálið var
tilefni tillögunnar
og tillagan tengdist um-
fjöllun um það mál.
Kom að
tillögunni
Ingvi Hrafn
Óskarsson er
varamaður
í bankaráði
Seðlabankans
og sat fundi
þess í septem-
ber í fjarveru
Þórunnar Guð-
mundsdóttur,
formanns
ráðsins.
Mynd SIgtryggur ArI
Haraldur guðmundsson
Hörður Ægisson
haraldur@dv.is / hordur@dv.is